Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég er miðjumaður í viðhorfum
og brenn fyrir byggðamálunum.
Í stjórnmálunum er og verður
mikilvægt að jafna búsetuskil-
yrðin á landinu. Fólk vill búa úti
á landi, en svo byggðirnar dafni
þar þarf að standa vörð um og
byggja upp innviði og jafna leik-
inn. Ég vil leggja mitt af mörk-
um,“ segir Stefán Vagn Stef-
ánsson, forseti sveitarstjórnar
Skagafjarðar.
Grasrótin var spurð
Í póstkosningu á dögunum
var Stefán Vagn valinn til að
skipa oddvitasætið á lista fram-
sóknarmanna í Norðvestur-
kjördæmi fyrir alþingiskosningar
í haust. Hann fékk flest atkvæði
í 1. sætið; 580 alls eða um 60%.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir,
formaður Sambands ungra fram-
sóknarmanna, sem er úr Borg-
arfirði, hlaut 439 atkvæði í 1. og
2. sætið og Halla Signý Krist-
jánsdóttir þingmaður hlaut 418
atkvæði í 1.-3. sæti. Sjálfur seg-
ist Stefán Vagn ánægður með út-
komuna, framboðslistinn sé
sterkur og mikilvæg verkefni
blasi við.
„Já, ég hafði lengi velt fyrir
mér að fara í landsmálin. Endan-
lega ákvörðun um að taka slag-
inn tók ég þegar ákveðið var að
fara í prófkjör; það er með því
spyrja grasrótina hvernig fram-
boðslistinn yrði skipaður. Ég er
þakklátur fyrir þann góða stuðn-
ing sem ég fékk og hlakka til
verkefnanna framundan. Ég er
alinn upp við kröfuga, pólitíska
umræðu og að sjálfsagt sé að
fólk hafi skoðanir og berjist fyr-
ir framgangi málefna sem það
ber fyrir brjósti,“ segir Stefán
Vagn: sonur Stefáns heitins Guð-
mundssonar sem var þingmaður
Framsóknarflokksins 1979 til
1999.
Samfélagsleg verkefni
Stefán Vagn hefur frá árinu
2010 verið leiðtogi Framsókn-
arflokksins í Skagafirði og í for-
ystu sveitarstjórnar á þeim tíma.
Verkefnin á þessum ellefu árum
segir viðmælandi okkar mörg
hafa verið afar krefjandi, svo
sem sú uppstokkun á stjórn og
fjármálum sveitarfélagsins sem
þörf var á eftir efnahagshrunið.
Velta hafi þurft hverjum steini
við og koma málunum á rétt ról.
Þessar aðgerðir hafi að mörgu
leyti tekið á, en í dag sé Sveitar-
félagið Skagafjörður í sterkri
stöðu. Á þess vegum sé fram-
kvæmt á ári hverju fyrir 450-650
milljónir króna og af verkefnum
síðustu ára megi nefna endur-
bætur á skólahúsum á Sauðár-
króki og á Hofsósi, sundlauginni
á Sauðárkóki hafi verið breytt
og stækkun framundan og úti í
sveitunum sé lagning hitaveitu
og ljósleiðaraveitu risastórt
verkefni. Fyrirhugaðar eru
miklar breytingar á skólahúsinu
í Varmahlíð.
„Hitaveitan fer þangað sem
raunhæft er og stefnan að ljós-
leiðarinn fari á alla bæi. Auðvit-
að kostar slíkt talsvert en þarna
er framtíðin, þetta er
óhjákvæmilegt. Í stóra samheng-
inu þarf að koma öllu dreifbýlinu
í háhraða netsamband, jafnvel
þótt markaðslegar forsendur séu
fyrir því. Ef ekki, er slíkt ein-
faldlega samfélagslegt verkefni.
Þannig þurfum við raunar að
nálgast mörg fleiri viðfangsefni í
byggðum landsins.“
Kjördæmi ólíkra hagsmuna
Norðvesturkjördæmi er víð-
feðmt; nær frá Hvalfjarðarbotni
og norður í Fljót. Þetta er dreif-
býlt svæði, þar sem frum-
atvinnugreinarnar eru í aðal-
hlutverki. Akranes er stærsta og
fjölmennasta byggðin í kjördæm-
inu og hagsmunirnir þar eru um
margt aðrir en til dæmis á sunn-
anverðum Vestfjörðum eða í
sveitum Borgarfjarðar, Dalanna
eða á Norðurlandi vestra.
„Akranes og jafnvel hluti af
Borgarfirðinum eru í raun orðin
úthverfi höfuðborgarsvæðisins
og verða enn frekar þegar
Sundabraut kemur. Sú fram-
kvæmd er mikilvæg fyrir
Norðvesturkjördæmi, á sama
hátt og fara verður sem fyrst í
mikilvægar endurbætur á stofn-
brautum víða í dreifbýlinu, svo
sem á sunnanverðum Vest-
fjörðum,“ segir Stefán Vagn og
jafnframt:
„Einnig þarf að standa vörð
um opinbera þjónustu, sem var
skorin miskunnarlaust niður
fyrst eftir hrun. Bara í Skaga-
firði lagði ríkið niður tugi starfa
í sparnaðarskyni, sem leiddi til
þess að fjöldi fólks flutti á brott.
Útkoman var þá sú að atvinnu-
leysi á svæðinu jókst ekki, sem
var blekking. Þegar kórónuveir-
unni slotar er hættan alltaf sú að
farið verði í sambærilegan nið-
urskurð, sem veikir dreifbýlið.
Slíkt má þó bara ekki gerast.“
Eftirminnilegt að fylgja
Clinton-hjónunum
Stefán Vagn Stefánsson á að
baki langan feril í lögreglunni.
Hann hóf ferilinn árið 1997 sem
sumarafleysingamaður á Sauð-
árkróki, fór svo til starfa í
Reykjavík og var seinna um
langt árabil í sérsveit Ríkislög-
reglustjóra. Stefán starfaði sem
friðargæsluliði í Afganistan frá
árinu 2006 til ársins 2007. Stefán
var svo árið 2008 skipaður yfir-
lögregluþjónn á Sauðárkróki.
„Störf í lögreglunni og
stjórnmálum eru eðlislík á þann
veg að samskipti eru rauði þráð-
urinn. Mér finnst gaman að
vinna með fólki og fyrir fólk.
Segi líka alltaf að ef samtöl ein-
kennast af virðingu verður út-
koman yfirleitt í lagi þótt fólk sé
ekkert endilega sammála,“ segir
Stefán Vagn og að síðustu:
„Úr sérsveitinni er margt
eftirminnilegt, svo sem að vera
lífvörður þeirra Bills og Hillary
Clinton þegar þau komu hingað
til lands í heimsókn sumarið
2004. Fáa ef þá nokkra hef ég
hitt um dagana með jafn sterka
nærveru og Bandaríkjaforsetinn
fyrrverandi hafði. Hann fyllti út
í hvert einasta rými hvar sem
hann fór. Einstakur maður – rétt
eins og margt eftirminnilegt ger-
ist í lögreglustarfinu hér fyrir
norðan. Þau samskipti eru góður
skóli og reynsla sem nýtast mun
í nýjum verkefnum í landsmála-
pólitíkinni, nái ég kjöri.“
Stefnir á landsmálin eftir ellefu ár í sveitarstjórn Skagafjarðar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðvesturkjördæmi Víðfeðmt svæði og ólíkir hagsmunir milli svæða. Myndin er frá Patreksfirði.
Samfélagsleg verkefni
Frambjóðandi Kröftug pólitísk umræða og að fólk berjist fyrir fram-
gangi málefna sem það ber fyrir brjósti,“ segir Stefán Vagn í viðtalinu.
„Færið er gott og leiðin – með brekk-
um og beinum köflum sitt á hvað - er
frábær fyrir hjólreiðamenn,“ segir
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.
Margir voru á faraldsfæti hér og þar
um landið yfir páskahelgina og að
morgni föstudagsins langa hitti
blaðamaður Sigurð á Mosfellsheiði.
Það var skammt austan við Kjós-
arskarðsafleggjara þar sem hallar
niður að Þingvöllum. Fleiri hjóla-
garpar voru á þessum slóðum; sumir
einir en aðrir í hópum og fóru hratt
yfir.
Áhugi meiri og aðstaða betri
Markmið Sigurðar er að hjóla
7.000 kílómetra á þessu ári og sprett-
urinn sem hann tók um helgina var
1% af því. „Heiman frá mér í Sel-
ásnum í Reykjavík, að Heiðarbæjar-
afleggjara á Þingvallaveginum og
aftur til baka er þriggja tíma ferð og
70 kílómetrar. Ég verð sjötugur síðar
á þessu ári og því vel ég tölur og tak-
mörk við hæfi,“ segir Sigurður sem
hefur stundað hjólreiðar í meira en
30 ár. Hann segist alltaf hafa haft
mikla þörf fyrir útiveru og hreyfingu.
Í því tilliti henti hjólreiðar á léttstígu
götuhjóli honum afar vel.
„Áhugi fólks á hjólreiðum verður
sífellt meiri og aðstaðan betri. Úr Ár-
bæjarhverfinu get ég valið leiðir og
mismunandi vegalengdir, svo sem 40
kílómetra ferð - en þá fer ég fram
Elliðaár- og Fossvogsdali, út með
Skerjafirði, Ægissíðuna og út á
Gróttu. Þaðan svo inn í bæ og inn
með Sundunum, yfir brúna á Elliða-
árósum, upp í Grafarholt og þaðan í
Selásinn. Þessi leið er fín, til dæmis
þegar safna skal kílómetrum,“ segir
Sigurður.
Raunhæft takmark
„7.000 kílómetrarnir eru raunhæft
takmark og nú þegar – þegar þrír
mánuðir eru liðnir af árinu – er ég
kominn í 1.600. Þá er sumarið allt
framundan, en þá er ég með fjöl-
skyldunni mikið á heimaslóðum vest-
ur á fjörðum þar sem er gaman að
hjóla um fjallvegi og útnes.“
Ætlar sjötugur
7.000 km í ár
- Hjólreiðamaður á Mosfellsheiðinni
Garpur Kominn í 1.600 km á árinu,
segir Sigurður G. Guðjónsson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sprettur Hjólreiðamenn á Mosfellsheiði skammt fyrir ofan Gljúfrastein að
morgni föstudagsins langa. Færið fínt og súrefnð gott fyrir lungu og hjarta.