Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI Hjallahrauni 13 Hafnarfirði simi 5553955. Engar tímapantanir bara mæta. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is ASK Arkitektar ehf. Geirsgötu 9 hafa lagt inn umsókn til Reykjavíkurborgar um að fá að reisa nýbyggingu á lóðinni sem verði í anda gömlu grænu verbúðanna við Geirsgötu/Suðurbugt. Verkefnis- stjóri skipulagsfulltrúa fékk umsókn- ina til meðferðar. Faxaflóahafnir eiga umræddar verbúðir og tóku já- kvætt í fyrirspurnina á fundi í febr- úar s.l. Ef erindið verður samþykkt kallar það á skipulagsbreytingar á svæðinu, þ.e. deiliskipulagi Slippa- og Elling- senreita. Fyrir er á lóðinni Geirsgata 9, steinsteypt hús, Hafnarbúðir, sem tekið var í notkun 1962. Upphaflega var þar aðstaða fyrir hafnarverka- menn en nú eru þar hvalaskoðunarfyrirtæki, veitingahús og arkitektastofa. Húsið er skráð 1.319 fermetrar en nýbygging á lóð- inni, með kjallara, verður um 1.100 fermetrar. Þar af verður 590 fer- metra veitinga-, verslunar- og skrif- stofuhús, þ.e. verbúðin nýja. Í umsögn Hildar Gunnlaugsdóttur, skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, kemur fram að tillaga ASK Arkitekta gangi út á það að skipuleggja fjórðu verbúðahúsaröðina á svæði sem í dag er nýtt undir bílastæði. Hæð og um- fang nýju lengjunnar sé í takt við gömlu verbúðirnar en með kvistum svo efri hæðirnar nýtist betur. Bíla- kjallari, rúmir 500 fermetrar, verði með einfaldri akbraut meðfram Geirsgötu 9 niður í kjallarann. Þar verða stæði fyrir 20 bíla. Skipulagsfulltrúinn segir að nýja verbúðalengjan sé í takt við hug- myndir sem áður hafa komið fram. Ný verbúðalengja, með starfsemi í fjórum bilum, muni styðja vel við þá starfsemi sem fyrir er á svæðinu og verða skemmtileg viðbót í stað bíla- stæðanna sem nú eru þar. „Tekið er undir þá afstöðu, sem tekin er í tillögunni, að herma ekki um of eftir hinum verbúðunum en taka fremur mið af hlutföllum þeirra. Nýja verbúðalengjan mun þannig verða hönnuð á nútímalegan hátt en ekki vera einhvers konar söguföls- un,“ segir Hildur. Til stendur að vinna heildar- skipulag fyrir vesturhafnarsvæði Gömlu hafnarinnar en það er mat Hildar að þessi deiliskipulagsbreyt- ing þurfi ekki að bíða þeirrar vinnu. Upphaf verbúðanna við Suðurbugt má rekja tæp 90 ár aftur í tímann eða til ársins 1933. Það ár sótti hafnar- stjórn Reykjavíkur um byggingar- leyfi fyrir 10 verbúðum úr timbri á uppfyllingu hafnarinnar við Tryggvagötu, austan Slippsins. Bygginganefnd samþykkti umsókn- ina með því skilyrði að útveggir væru úr steini eða steinsteypu. Þetta voru einlyft hús með porti og risi og stærð hvers húss var 106,2 fermetrar. Í bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings „Hér heilsast skipin“ segir að með byggingu verbúðanna hafi hafnar- nefndin viljað freista þess að efla vél- bátaútgerð í Reykjavík, en togara- útgerð stóð þá höllum fæti. Hver verbúð var ætluð 1-2 vélbátum. Í orðabókum stendur að verbúð þýði sjóbúð, bústaður í verðstöð, skýli handa vermönnum. Enda var það upphaflegt hlutverk verbúðanna við Geirsgötu. Á aðalhæðinni voru fiskvinnslusalir og fisk- og salt- geymslur. Á efri hæðum var aðstaða til beitingar, veiðarfrærageymslur og svefnaðstaða fyrir sjómenn. Til- tekið er í lýsingu, svo dæmi sé tekið, að í verbúð 10 hafi verið átta föst rúmstæði í rishæð. Árið 2008 samþykkti stjórn Faxa- flóahafna að heimila breytta og víð- tækari nýtingu verbúðanna við Geirsgötu og var öllum fyrri leigj- endum sagt upp, þar á meðal útgerðarmönnum fiskiskipa. Ver- búðirnar hafa síðan þáverið endur- nýjaðar, að utan sem innan. Nú má finna í verbúðunum gömlu við Geirsgötu veitingahús, verslanir og þjónustufyrirtæki, sem drógu að sér þúsundir manna dag hvern áður en kórónufaraldurinn hófst. Stórir gluggar Hér má sjá nýja húsið, séð frá Suðurbugt í Gömlu höfninni. Myndir/ASK arkitektar Nýja verbúðin Hér má sjá hvernig arkitektarnir sjá fyrir sér útlit hússins, séð frá Geirsgötu. Hafnarbúðir til hægri. Ný „verbúð“ rísi við Gömlu höfnina - Tekið jákvætt í ósk um að byggja fjórðu verbúðalengjuna - Útgerðin vék fyrir veitingahúsum Morgunblaðið/sisi Grænu verbúðirnar Þær fengu nýtt hlutverk og hafa reynst mikið aðdrátt- arafl, sérstaklega fyrir erlenda ferðamenn áður en Covid-19 brast á. Íbúar í Fjarðabyggð voru í byrjun mars sl. 5.080 talsins, skv. nýjum töl- um sem birtar eru á vef sveitarfé- lagsins. Frá 2017 hefur fólki fjölgað hægt ár frá ári. Mesta fjölgunin hef- ur orðið á Reyðarfirði, eða um 65% frá árinu 2006, en um það leyti kom- ust framkvæmdir við byggingu Al- coa á skrið. Í dag veitir álverið hundruðum fólks vinnu. Reyðfirð- ingar eru nú 1.361. Frá 2006 hefur íbúum á Fáskrúðs- firði fjölgað um 10% og eru þeir nú 738. Eskfirðingar eru 1.064 og hefur fjölgað um 10% á sl. 15 árum. Í dag eiga alls 829 manns frá 49 löndum, með erlendan ríkisborg- ararétt, lögheimili í Fjarðabyggð. Þar eru Pólverjarnir fjölmennastir, eða alls 508. Litháar eru 59, Rúmen- ar 37 og Lettar 33. Þá býr í Fjarða- byggð fjöldi fólks með annað ríkis- fang, aðeins einn frá hverju landi. Þar má nefna fólk frá Albaníu, Pal- estínu, Sviss, Hollandi, Perú, Mexíkó og Indlandi – sem aftur staðfestir að Fjarðabyggð er fjöl- þjóðlegt samfélag. sbs@mbl.is Fjölþjóðleg Fjarðabyggð Morgunblaðið/Golli Fjarðabyggð Íbúum sveitarfé- lagsins fjölgar mest á Reyðarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.