Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti fólk í gær til að gangast undir kórónuveirupróf jafn- vel þótt það kenndi sér einskis meins. Prófin væru ókeypis á bólusetning- arstöðvum, í lyfjabúðum og heims- end gjaldfrjálst. „Þar sem bólusetn- ingarverkefni okkar miðar vel og varfærnisleg aflétting þvingunarað- gerða á grundvelli vegvísisins ber ávöxt eru reglulegar smitmælingar mikilvægari en áður til að tryggja að aðgerðir okkar beri árangur,“ sagði Johnson er hann fagnaði í gær þess- um auknu prófunum. Frá og með næstkomandi föstu- degi bjóðast öllum Englendingum tvö hraðpróf fyrir kórónuveirunni í viku hverri. Sýna þau niðurstöðu inn- an hálftíma. Með þessu skimunar- verkefni stjórnvalda stækkað, að sögn Edwards Argar, ráðherra í heil- brigðisráðuneytinu í London, sem sagði að prófanir þessar gætu hjálp- að til við að bæla niður kórónuveir- una blossaði hún upp er þvingunar- aðgerðum yrði aflétt. Andstæðingar þessara prófana segja þá hættu fyrir hendi að verkefnið verði „hneykslan- leg“ peningasóun. Johnson kynnti í gær „nýjan veg- vísi“ um afléttingu aðgerða sem grip- ið var til í janúar sl. gegn kórónuveir- unni. Segir hann fyrri áætlanir um fyrstu afléttingu 12. apríl næstkom- andi standast. Létt var í gær á þving- unum í Skotlandi á hárgreiðslustof- um og verslunum með heimilistæki og tæki og tól til umhirðu garða. Útlit er fyrir átök í flokki Johnsons um útgáfu bólusetningarskírteina, sem hann sagði geta verið til mikils gagns heima og í útlöndum, en mættu ekki verða til að hindra óbólu- setta í t.d. innkaupum. Um væri að ráða bráðabirgðaráðstöfun því bólu- setning hentaði ekki öllum og mörg- um væri ráðlegt að sleppa henni af ýmsum ástæðum. Segist stjórn John- sons andvíg notkun skírteina í grunn- þjónustu á borð við almenningssam- göngur og verslanir með nauðsynjavörur; þar eigi allir að hafa jafnan aðgang. Aftur á móti mætti beita skírteinunum í leikhúsum, næt- urklúbbum og á fjöldasamkomum. Annars sagði Johnson að skírteinin væru langt í frá að verða að veru- leika. Hann er í þeim vanda staddur að innan Íhaldsflokksins er mikil andstaða við notkun skírteinanna. BBC segir að fjöldi háttsettra flokks- manna myndi rísa gegn skírteinun- um ef Johnson ákvæði að halda notk- un þeirra til streitu. Á blaðamannafundi í Downingstræti í gær sagði Johnson að embættismenn í ráðuneyti hans væru að skoða hugs- anlega kosti og galla bólusetningar- skírteina. Meðal úttektar þeirra væri sérstök reynslukeyrsla verkefnisins sem færi fram um miðjan apríl. Chris Whitty, landlæknir Bret- lands, sagðist í gær telja að kórónu- veiran yrði lengi við lýði og myndi ekki hverfa innan nokkurra mánaða. „Kórónuveiran mun valda okkur talsverðum erfiðleikum um ófyrirsjá- anlega framtíð en vísindin munu með tímanum draga úr hættunni af veir- unni,“ sagði Whitty. Matt Hancock heilbrigðisráðherra sagði að þriðjungur þeirra sem sýkst hefðu af kórónuveirunni sýndu engin merki þess. „Og með því sem sam- félagið verður smám saman aftur opnað og við tökum aftur til við þá iðju sem við höfum saknað leika hraðprófin lykilhlutverk í að finna sýkingu á byrjunarstigi svo kæfa megi hana og koma í veg fyrir að hún spretti upp aftur,“ sagði Hancock. Met slegið á Indlandi Í gær var slegið met í fjölda kórónuveirusmita á Indlandi en þá voru staðfest nýsmit á Indlandi 103.558, sem er met á einum sólar- hring þar í landi. Aðeins í Bandaríkj- unum og Brasilíu hafa nýsmit farið í sex stafa tölur áður. Indverjar höfðu gælt við þær vonir í ársbyrjun að veiran væri á undanhaldi en það hef- ur farið á annan veg undanfarið í þessu 1,3 milljarða manna samfélagi. Ný bylgja hefur blossað upp og hafa 12,5 milljónir manna sýkst undan- farna daga og 165.000 dáið af völdum kórónuveirunnar. Verst er ástandið í ríkinu Maharashtra en þar er m.a. að finna fjármálahöfuðborg landsins, Mumbai, en þar mældust tæplega 60.000 nýsmit síðasta sólarhring. Yfirvöld fá lítt við ráðið og hertu í fyrradag útigöngubann frá klukkan átta að kvöldi til sjö að morgni. Að- eins þeir sem starfa við nauðsynlega þjónustu mega fara af heimilum sín- um utan þessara tímamarka. Reyndi að ganga til Svíþjóðar Pílagrímsferðir múslima verða ekki með eðlilegum hætti í ár vegna kórónuveirunnar, að sögn embættis- manna, sem bættu því við að til helgra staða á borð við Mekka í Sádi-Arabíu fengju aðeins þeir að fara sem hefðu verið bólusettir til fulls. Norðmaður nokkur freistaði þess að komast framhjá sóttvarnareglum heimafyrir með því að ganga á skíð- um yfir til Svíþjóðar á páskadag. Tókst honum ekki betur upp en svo að hann neyddist til að kalla eftir hjálp björgunarsveita. „Hann var blautur og kaldur inn að beini og hundfúll, en taldi sig engum skulda afsökunarbeiðni,“ sagði einn af björgunarmönnum hans. Veiruprófaðir tvisvar í viku AFP Hraðpróf Starfsmaður smitrakningarstöðvar í London afhendir gesti bækling um hraðpróf fyrir veirusmiti. - Boðið upp á ókeypis hraðpróf í Bretlandi - Íhaldsmenn greinir á um bólusetn- ingarskírteini - Met var slegið í fjölda kórónuveirusmita á Indlandi í gær Lögregla í suður- hluta Frakklands hefur handtekið fjórar konur og stúlku vegna meints ráða- bruggs um hryðjuverk í borginni Mont- pellier. Að sögn lög- reglunnar í Heraultsýslu eru kon- urnar í varðhaldi í borginni Beziers en þar voru þær gómaðar fyrir áform um hryðjuverk á kirkju á páskum. Mál þeirra rannsakar inn- anríkisleyniþjónustan (DGSI) og skrifstofa sérstaks hryðjuverkasak- sóknara. Athygli rannsakenda beindist fyrst og fremst að 18 ára konu, sem býr í leiguíbúðahverfi í Beziers. Hún er grunuð um að hafa skipu- lagt árás í Montpellier. Móðir kon- unnar ungu og þrjár systur hennar voru einnig handteknar. Hafði hin 18 ára stært sig af því við nágranna að hafa séð myndbönd hryðju- verkasamtakanna Ríki íslams . Robert Menard FRAKKLAND Plottuðu hryðjuverk Saksóknari í París hefur hafið rannsókn á meintum brotum á sótt- varnarlögum sem snúast um fimm stjörnu neðanjarðarkvöldverðar- boð í borginni. Hermt er að meðal gesta hafi verið ráðherrar ríkis- stjórnarinnar sem hafði bannað samkomur meðan á útgöngubanni stendur. Innanríkisráðherrann, Gerald Darmanin, hefur jafnframt falið lögreglu að rannsaka málið og leiða í ljós gestgjafa og þátttak- endur í veislum af þessu tagi. Sama dag og M6-sjónvarpsstöðin ljóstraði upp um hátterni þetta var skýrt frá því að nýsmit á sólarhring hefðu numið 67.794 tilfellum sem er það mesta á einum degi á árinu. 5.341 kórónuveirusjúklingur liggur á gjörgæsludeild. Gestir leynikvöldverðanna til- heyra yfirleitt frönsku elítunni eins og verð á kræsingunum ber með sér. Í fréttinni sáust myndskeið af máltíðum á verðbilinu 150-500 evr- ur. agas@mbl.is Lúxusmáltíðir á leynikvöldum FRAKKLAND Tíu fyrrverandi sjóliðsforingjar í Tyrklandi voru handteknir í gær fyrir að hafa birt opið bréf þar sem þeir gagnrýna áform um gröft skipa- skurðar, en verkefni það er Tayyip Erdogan forseta mjög hjartkært. Um er að ræða 45 km langan skipaskurð frá Istanbúl sem yrði sambærilegur Panamaskurðinum og Súesskurðinum. Hafa áformin leitt til umræðu um skuldbindingar Tyrkja vegna Montreux-sáttmálans frá 1936. Segja bréfritarar að sátt- málinn „tryggi best“ hagsmuni Tyrkja og það sé áhyggjuefni ætli stjórnvöld að draga landið út úr al- þjóðlegum sáttmálum. Aðalsaksóknarinn í Ankara stað- festir að handtökuskipanir hafi ver- ið gefnar út á hendur 10 aðmírálum og fjórum öðrum og hafi þeir þrjá daga til að gefa sig fram, en vegna aldurs þeirra var ekki ráðist beint í handtöku þeirra. Þeir hafa verið kærðir fyrir að „beita afli og ofbeldi gegn stjórnar- skrárvarinni ákvörðun“ sagði NTV- stöðin. Sambærilegt orðalag var brúkað gegn öðrum andróðurs- mönnum Erdogans sem handteknir voru í framhaldi af tilraun til að steypa honum af stóli árið 2016. Meðal aðmírála sem handteknir voru í gær, mánudag, voru sumir frægustu sjóliðsforingjar Tyrklands. agas@mbl.is AFP Í Istanbúl Tyrkneskir lögreglumenn handtaka stúdenta í mótmælum. Gagnrýnin leiddi til handtöku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.