Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
F
ramkvæmdastjóri Ísfugls
segir uppgang fuglaflensu
erlendis grafalvarlegt
vandamál og biðlar til ís-
lenskra alifuglaræktenda að hlíta
fyrirmælum Matvælastofnunar svo
flensan nái ekki inn í íslensk fuglabú.
Faghópur sérfræðinga frá Háskóla
Íslands og Matvælastofnun telja
mjög líklegt að fuglaflensa geti bor-
ist hingað til lands með farfuglum.
Í lok aprílmánaðar hækkaði
Matvælastofnun viðbúnaðarstig
vegna varna gegn fuglaflensu. Það
þýðir m.a. að fuglar í haldi þurfa
tímabundið að vera hafðir í yf-
irbyggðum gerðum þar sem villtir
fuglar komast ekki inn eða í fugla-
heldum húsum. Þá skulu sóttvarnir
viðhafðar til að hindra smit frá villt-
um fuglum í alifugla.
„Það er bara þannig ástand á
villtum fuglum á vetrarstöðum þar
sem okkar farfuglar halda sig að við
teljum að það séu töluverðar líkur á
að þessir fuglar geti borið veiruna
með sér þegar þeir koma til lands-
ins,“ segir Brigitte Brugger, dýra-
læknir alifuglasjúkdóma.
Hún segir jafnframt að stóru
alifuglabúin sem standa að fram-
leiðslu á matvælum hér á landi séu
vel varin.
„Það er öðruvísi með hobbíbúin
þar sem fuglar eru í bakgörðum og
hænsnakofum. Það er ábyggilega
erfiðari staða þar. Þar er oft ekki
fagfólk sem heldur fuglana og er
minna meðvitað um smitvarnir.“
Skerpa á reglum
Ísfugl hefur ekki þurft að breyta
verklagi eða húsnæði sínu vegna
hækkaðs viðbúnaðarstigs en skerpt
hefur verið á öllum sóttvörnum og
starfsmenn minntir á mikilvægi þess
að farið sé vel eftir reglum.
„Við erum með þessar varnir
allar, klæðaskipti, skóskipti og hand-
þvott og net í öllum loftræstilúgum.
Það er bara staðall hjá okkur. Að
vísu þurfum við að fara mjög varlega
með alla hluti samt sem áður. Fara
vel yfir allt, passa að villtir fuglar séu
ekki að setjast að í kringum búin hjá
okkur og svona,“ segir Jón Magnús
Jónsson, framkvæmdastjóri Ísfugls.
Spurður hvort erfitt sé að koma
í veg fyrir að smit komist inn í ali-
fuglabú segir Jón Magnús:
„Villtir fuglar eiga ekki greiðan
aðgang inn í húsið hjá okkur, svo
fremi sem það er passað þá er sú leið
lokuð. Svo eru þessar sóttvarnir sem
starfsmenn hlíta. Þeir skipta um
galla og stígvél, þvo sér um hendur
og setja upp hárnet áður en þeir fara
inn í húsin. Við kjúklingabændur er-
um mjög vanir því svo þetta er ekki
mjög stór breyting önnur en sú að
við skerpum á þessu við alla sem
starfa fyrir okkur.“
Staðan líklega erfiðari
hjá áhugaræktendum
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Gæsir á vappi Brigitte segir að það gæti verið erfiðast fyrir þá sem halda
endur og gæsir að halda fuglum sínum innandyra, en það er nú skylda.
Jón Magnús segir að það væri
stórt vandamál ef fuglaflensa kæmist
inn í alifuglabú.
„Þetta er grafalvarlegt. Maður
vonast bara til þess að allir sem eru
með svona fugla hlíti fyrirmælum.
Þegar svona berst inn í hús þarf að
eyða öllu í húsinu. Það er einhver
radíus í kringum þetta sem þarf að
vera í vöktun. Þetta er ekki einfalt
mál og þetta er ekki einkamál þess
bónda sem lendir í þessu.“
Eins og áður hefur komið fram
er ekki útlit fyrir að mannfólk geti
smitast af því afbrigði fuglaflens-
unnar sem breiðst hefur út á meðal
fugla í Evrópu.
Þar sem farfuglar geta borið veir-
una til landsins er hættan á
flensusmiti mest á meðan þeir eru
á ferðinni í vor.
Árið 2017 geisaði síðast faraldur
fuglaflensu í Evrópu.
Þá var hækkað viðbúnaðarstig
MAST í gildi fram eftir sumri. Í það
skiptið fannst engin fuglaflensa
hér á landi.
„Það segir ekki að hún hafi ekki
komið til landsins, við bara fund-
um hana ekki,“ segir Brigitte.
Þar sem fugla-
flensufaraldur
hefur áður komið
upp í Evrópu eru
alifuglabændur
öllu vanir.
„Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem
þessi ógn hefur
steðjað að okkur.
Frá þeim tíma er enn töluverð
vinna til sem er bara sett í gang,“
segir Jón Magnús.
EKKI Í FYRSTA SINN
Brigitte Brugger
Engin flensa fannst síðast
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rammaáætl-unarferliðer í upp-
námi, eins og segir
í fyrirsögn frétta-
skýringar
Morgunblaðsins á
laugardag og er það fjarri því
ofmælt. Rætt er við Bergþór
Ólason, formann umhverfis-
og samgöngunefndar Alþingis,
og um rammaáætlunarferlið
segir hann: „Það er búið að
eyðileggja þessa leið sem var
mótuð á sínum tíma til þess að
reyna að ná sátt um hvernig
ákvarðanir séu teknar um
hvaða virkjanakostir eru sett-
ir í framkvæmdaferli og hverj-
ir ekki.“
Bergþór segir þetta hafa
verið ágæta og skynsamlega
nálgun sem hafi átt að leiða til
aukinna sátta í samfélaginu,
en að fljótlega eftir að lög um
verndar- og orkunýtingar-
áætlun hafi verið sett fyrir
áratug hafi umhverfisráð-
herra sömu ríkisstjórnar,
Svandís Svavarsdóttir, byrjað
að grafa undan fyrirkomulag-
inu. Ábyrgðina á því hvernig
komið sé nú segir hann liggja
hjá núverandi umhverfis-
ráðherra sama flokks, Guð-
mundi Inga Guðbrandssyni.
Búið sé að eyðileggja verklag-
ið og bendir Bergþór til dæmis
á að vinnubrögðin séu með
þeim hætti að „það sem fer í
verndarhluta áætlunarinnar
er varið til framtíðar, en það
sem fer í nýtingarhluta er enn
þá deilt um. Þannig að þau
verkefni sem er mikil pólitísk
samstaða um og eiga að fara í
framkvæmd, þau lenda í ótelj-
andi hindrunum á seinni stig-
um.“
Bergþór er ekki einn um
þessa skoðun því að orkumála-
stjóri, Guðni A. Jóhannesson,
hefur lýst vandanum við
rammaáætlunarferlið með
þeim orðum að það sé „orðið
langur erfiður draumur eða
martröð. Það er kominn tími
til þess að vakna upp frá þessu
og finna nýjar leiðir.“
Löngu er augljóst orðið að
finna þarf nýjar leiðir, en það
varð enn augljósara við lestur
á formála skýrslu verkefnis-
stjórnar 4. áfanga rammaáætl-
unar um vernd og orkunýtingu
landsvæða. Þar ræddi formað-
urinn, Guðrún Pétursdóttir,
um þá vinnu sem fram hefði
farið og um leið það ferli sem
rammaáætlanir væru í, og er
sú lýsing sláandi. Verkefnis-
stjórnin til að vinna að til-
lögum fyrir 4. áfanga ramma-
áætlunar var skipuð fyrir
fjórum árum og átti hún að fá
virkjanakosti til mats. En
starfsumhverfið var allt annað
en stefnt var að í upphafi,
skrifar Guðrún, og segir:
„Engan grunaði að
þingsályktunar-
tillaga byggð á
vinnu við 3. áfanga
rammaáætlunar
yrði enn ekki sam-
þykkt af Alþingi
þegar skipunartími verkefnis-
stjórnar og faghópa 4. áfanga
rynni út – fjórum árum eftir
skipun. Þessi dráttur á eðli-
legri málsmeðferð er sannar-
lega ekki í anda laganna um
rammaáætlun, enda búa þau
ekki yfir neinum leiðbein-
ingum um hvernig taka skal á
slíkri stöðu. Lagalega var
verkefnisstjórn 4. áfanga
rammaáætlunar mjög þröngur
stakkur skorinn við þessar að-
stæður.“
Áfram rekur hún vandann
og segir svo að eftir þrýsting
verkefnisstjórnarinnar hafi
hún loks fengið virkjanakosti
til mats vorið 2020 en þá hafi
tíminn verið orðinn knappur
enda þurfti að skila skýrslunni
ári síðar og í millitíðinni leggja
mat á þá kosti sem fyrir lágu.
Loks gagnrýnir Guðrún ferlið
og segir að skortur á skilvirkni
í því verði ekki „skrifaður á
reikning rammaáætlunar,
verkefnisstjórnar eða fag-
hópa.“
Það er án efa rétt að skortur
á skilvirkni í þessu ferli verður
ekki skrifaður á aðra en þá
sem á endanum bera ábyrgð á
því að láta hlutina ganga og
eiga að vinna samkvæmt þeim
lögum sem sett eru. Ráð-
herrar málaflokksins hljóta að
hafa þá skyldu að tryggja að
rammaáætlunarferlið nái fram
að ganga með þeim hætti sem
Alþingi hefur lögfest, en því
miður hefur reynslan sýnt að
iðulega er ekki mikill áhugi
meðal þeirra sem skipa stöðu
umhverfisráðherra að láta
rammaáætlun ganga eins og
ætlast var til. Dæmi um þetta
er það sem Bergþór Ólason
nefnir í samtali við Morgun-
blaðið, að mikill vandræða-
gangur sé búinn að vera frá
árinu 2016 og hann hafi tengt
það við afgreiðslu frumvarps-
ins um hálendisþjóðgarð.
„Mér þykir fráleitt að nálgast
málið með þeim hætti að það
sé hægt að leiða hálendisþjóð-
garðsmálið til lykta áður en
rammaáætlunin er kláruð. Í
henni eru verkefni sem eru
innan fyrirhugaðra þjóðgarðs-
marka,“ segir hann.
Þegar allt það grjót sem
finna má er lagt í veg ramma-
áætlunar er ekki við því að bú-
ast að hún geti gengið fram
eins og lög gera ráð fyrir. Aug-
ljóst er að ferlið gengur ekki
upp og að finna þarf nýja, ein-
faldari og skilvirkari leið til að
taka ákvarðanir um vernd og
nýtingu orkuauðlinda Íslands.
Búið er að eyði-
leggja rammaáætl-
un og tímabært að
finna nýja leið}
Uppnám í orkunýtingu
Ú
tgjöld til heilbrigðismála eru
fyrirferðarmesti málaflokk-
urinn í fjármálaáætlun ár-
anna 2022-2026 sem rædd var
á þinginu fyrir páska, eða
31% rammasettra útgjalda áætlunarinnar.
Framlög til heilbrigðismála hafa aukist
mikið á kjörtímabilinu. Framlög til
rekstrar verða orðin tæplega 267 milljarðar
króna á árinu 2022 og um 19 milljörðum
hærri fjárhæð verður lögð í fjárfestingar í
heilbrigðiskerfinu árið 2022 en 2017.
Í Covid-19-faraldrinum hefur verið lögð
áhersla á að verja innviði og vernda þann
árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu í
velferðar- og heilbrigðismálum. Fjár-
málaáætlun markast af þeirri áherslu og í
henni má sjá áframhaldandi áherslu á
styrkingu heilbrigðiskerfisins.
Nefna má nokkur áherslumál sem fjármögnuð eru
samkvæmt fjármálaáætlun; byggingu nýs Landspít-
ala við Hringbraut, viðbyggingu við Grensásdeild
LSH, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga og eflingu
geðheilbrigðisþjónustu.
Bygging nýs Landspítala er risavaxið verkefni. Á
fjárlögum ársins 2021 renna um 12 milljarðar til
framkvæmdanna og samkvæmt fjármálaáætlun munu
renna rúmlega 70 milljarðar í byggingu nýs Land-
spítala á tímabilinu 2022-2026.
Uppsteypa meðferðarkjarna er hafin og verður
samkvæmt áætlunum lokið árið 2023 og fram-
kvæmdir við önnur hús á lóðinni eru í burðarliðnum,
s.s. rannsóknahús og tvö bílastæðahús. Bygginga-
framkvæmdin verður bylting í allri aðstöðu spítalans.
Viðbygging Landspítala við Grensás er
einnig fjármögnuð að fullu í fjármála-
áætlun, en árin 2022 til 2024 eru 2,4
milljarðar eyrnamerktir framkvæmdinni
sem kostar í heild samtals um 2,9 millj-
arða króna. Verkefnið er löngu tímabært
og mun bæta aðstöðu til endurhæfingar á
Grensási til muna.
Greiðsluþátttaka sjúklinga lækkar um
800 m.kr. á ári til ársins 2025 og hefur þá
lækkað um 3,2 milljarða á tímabili fjár-
málaáætlunar. Það hefur verið mitt
markmið að greiðsluþátttökuhlutfall ís-
lenskra heimila verði sambærilegt því
sem best gerist á Norðurlöndunum. Sam-
kvæmt fjármálaætlun má ætla að hlut-
fallið verði komið niður í 13-14% um árið
2025 og að markmið okkar um sambæri-
legt greiðsluhlutfall og annars staðar á Norðurlönd-
unum náist.
Ég hef lagt mikla áherslu á eflingu geðheilbrigðis-
þjónustunnar en samtals hafa framlög til geðheil-
brigðismála verið aukin um rúman 1,1 milljarð frá
því ríkisstjórnin tók við. Þessi hækkun hefur skilað
sér í stóraukinni geðheilbrigðisþjónustu í heilsu-
gæslunni og fullmönnun geðheilsuteyma, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Fjárframlög til geðheilbrigðisþjón-
ustu hækka árlega um 100 m.kr. árin 2022-2025.
Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi um
verkefni en áframhaldandi styrking heilbrigðisþjón-
ustunnar á fjölbreyttan hátt er mikilvæg, fyrir okk-
ur öll.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Styrking heilbrigðiskerfisins
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen