Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
Óska eftir sumarbústað
til leigu í sumar
Góður sumarbústaður óskast í langtímaleigu í sumar.
Bústaðurinn þarf að vera í hóflegri akstursvegalengd frá
Reykjavík og leigjast í a.m.k. mánuð, jafnvel allt sumarið.
Hann þarf að vera rúmgóður fyrir hjón með tvö ung börn,
snyrtilegur og með helstu þægindum.
Áhugasamir sendi póst
á box@mbl.is merkt:
Sumarbústaður
„Hið óþekkta vekur
gjarnan ótta“ skrifar
Dóra Björt Guðjóns-
dóttir í aldeilis ágætri
grein í Morgunblaðinu
3. apríl sl. Þar tæpir hún
á ýmsu, allt frá tilfinn-
ingagreind til Borgar-
línu og gerir það
skemmtilega.
Margt fólk hefur ríka
tilfinningagreind og
skynjar hvernig hópar og ein-
staklingar starfa saman í þjóðfélaginu.
Það sér hugmyndir koma upp, þrosk-
ast og aðlagast aðstæðum í þjóðfélag-
inu þannig að allir njóti góðs af. Þetta
fólk er óhrætt við að varpa hug-
myndum sínum út í þjóðfélagið og
fylgja þeim eftir inn í framtíðina. Þetta
er oft fólkið sem er reiðubúið að stinga
sér út í djúpu laugina og synda af stað
þótt bakkinn hinum megin sé hulinn
þoku. Fyrir kemur þó að það leiðir hjá
sér viðvaranir um að það standi á
bakka grunnu laugarinnar og betra að
hoppa með fæturna fyrst.
Markaðssetning Borgarlínu
Borgarlínu var slegið upp sem stór-
kostlegri hugmynd og hefur vakið
mikla hrifningu víða. Henni var líka
fylgt fast eftir, reynt var að fegra hana
á allan hátt með auglýsingaskrumi og
tengja órjúfanlega við breytta stefnu í
skipulagsmálum. Útmálað var að hér
væri komin okkar besta lausn á lofts-
lagsvanda framtíðar. Margir hafa trú-
að þessu, fylgja nú blint í spor foringja
síns og horfa til hans í stað þess að
horfast í augu við framtíðina sjálfa. Af-
leiðingum verður ekki betur lýst en
með orðum Dóru: „Borgarlínan er
dæmi um framþróun sem hefur raðað
fólki í fylkingar þar sem önnur hliðin
virðist eiga erfitt með að horfast í
augu við nýja tíma. Þetta er jafnvel
óháð staðreyndum máls og rökum
með og á móti.“
Hvað er Borgarlína?
Nafnið Borgarlína á
að minna á lest og nýja
tækni. Málið snýst um
hve langt þarf að ganga í
nýtingu BRT-tækni sem
er áratuga gömul, fyrst
þróuð í S-Ameríku í
borgum þar sem strætó-
kerfið var sprungið og
koma þurfti mikilli
mergð fólks til vinnu.
Hér er um að ræða
tækni til að flýta för
strætisvagna með því að fækka bið-
stöðvum þeirra, útbúa stöðvarnar eins
og járnbrautastöðvar með sömu gólf-
hæð og vagnarnir, búa til sérrými fyr-
ir vagnana og gefa þeim forgang á um-
ferðarljósum. Allt svo þeir geti keyrt
áfram eins og lest á teinum án tillits til
annarrar umferðar. Vagnarnir sjálfir
eru stórir, glæsileg borgarprýði og
gjarnan liðskiptir. Þetta er sú mynd
þungu Borgarlínunnar sem fyrst var
slegið upp. Í raun ganga BRT-kerfi í
ríkjum í grennd fæst svo langt í
tækninni. Sérrýmin eru til dæmis allt
frá því að vera ystu akreinar, hvor sín-
um megin vegar þar sem umferð er
mest eins og við sjáum á Miklubraut,
upp í rauða dregla á miðju vegar.
Dómsdagsspáin
Sumu fólki með mikla tilfinninga-
greind er líka gefið innsæi og rökvísi.
Þetta fólk skynjaði hættumerkin um
leið og fyrsti uppsláttur Borgarlínu
með fullkomnustu BRT-tækni sem völ
er á leit dagsins ljós. Rökin sem fylgdu
voru dómsdagsspá. Sagt var: „Um-
ferðartafir munu bara vaxa, það er til-
gangslaust að fjárfesta í meira veg-
rými fyrir einkabíla, það fyllist bara
um leið.“ Ekkert var framundan nema
umferðaröngþveiti. Eina ráðið var að
setja allt okkar fjármagn í Borgarlínu
og bíða svo eftir að fólk gefist upp á
einkabílnum.
Óttalaus skoðun
Reynsluboltar í umferðarfræðum
töldu þarna spáð í framtíðina af ótta
og ráðaleysi. Umferðin heldur at-
vinnulífi hverrar þjóðar gangandi og
það gengur ekki að láta þar allt reka á
reiðanum meðan beðið er eftir að fólk
hrekist upp í Borgarlínu og æ síðan.
Þeir settust því niður og greindu mál-
ið. Niðurstaðan var þessi. Þunga
Borgarlínan er sóun. Byggja má létta
borgarlínu sem nær langt til sömu
markmiðum, er þrisvar til fjórum
sinnum ódýrari, sveigjanlegri, auð-
veldari í aðlögun að mannlegu um-
hverfi og nýju skipulagi, jafn virk
gagnvart loftslagsmálum og mun fljót-
legri í framkvæmd. Jafnframt þarf að
hafa tilbúið á teikniborðinu úrval
mannvirkja til að greiða fyrir umferð
eftir þörfum.
Lokaorð
Dóra Björt skrifar ekki hreint út af-
stöðu sína til Borgarlínu en við hana
vil ég segja þetta. Kastaðu þér til
sunds þótt þú sjáir ekki hinn bakkann
en hafðu fæturna á undan því auglýs-
ingaskrumið gruggar líka vatnið svo
ekki sér í botn. Veldu létta Borgarlínu,
hana má þyngja síðar og taktu fyrst
fyrir þá leið þar sem þörfin er mest.
Restin er bara tækni og tímasetning.
Þetta tikkar í öll jákvæðu boxin nema
egó einhverra spámanna sem vilja
leiða okkur blinduð inn í framtíðina.
Eftir Elías
Elíasson
» Þunga Borgarlínan
er sóun. Byggja má
létta borgarlínu sem
nær langt til sömu
markmiðum, er þrisvar
til fjórum sinnum ódýr-
ari, sveigjanlegri, auð-
veldari í aðlögun að
mannlegu umhverfi.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Óttalaust skal framtíð skoða
Í Morgunblaðinu 24.
mars sl. var viðtal við
forstjóra Coca-Cola
European Partners Ís-
land ehf. (sem áður
bjargaðist við nafnið
Vífilfell). Þetta er
langt viðtal sem nær
yfir heila opnu í
blaðinu. Fram kemur
að velta fyrirtækisins
síðasta ár var 11 millj-
arðar, en ekki er ljóst hve mikið af
því var sala á hefðbundnu kókakóla,
því að sykurlausir drykkir skila vax-
andi hlut. Eftir því sem forstjórinn
segir er dagleg neysla á framleiðslu
fyrirtækisins tæplega 330 ml á
hvern landsmann að meðaltali. Það
jafngildir einni dós af kók á dag, sem
kókunnendum eins og mér þykir
ekki sérlega mikið.
Fyrir réttu ári sendi ég tölvu-
skeyti til fyrirtækisins og spurði
hverju það sætti að kók sem fram-
leitt væri hérlendis og selt á flöskum
væri ólíkt því sem framleitt væri er-
lendis og selt hér á dósum. Mun-
urinn virtist liggja í kolsýrumagn-
inu, sem væri mun minna í því
íslenska en því erlenda. Þetta
breytti bragðinu og því spurning
hvort mönnum væri stætt á að aug-
lýsa í báðum tilvikum að bragðið sé
upprunalegt. Sjálfum fyndist mér
erlenda kókið mun betra. Spurning
mín var þessi: Hvernig stendur á
þessum mun? Var á einhverjum
tímapunkti ákveðið að draga úr kol-
sýrumagninu hérlendis?
Svarið sem ég fékk var á þá leið að
smekkur væri misjafn eftir löndum.
Á Íslandi væri kolsýrumagnið með
því hæsta sem gerðist, en í ná-
grannalöndum væri magnið yfirleitt
minna. Kók í gleri sem selt væri hér-
lendis væri framleitt í Svíþjóð, fyrir
Svíþjóð og Noreg auk Íslands, og
hefði því lægra kolsýrumagn. Kók í
dósum væri líka framleitt í Svíþjóð,
en aðeins fyrir Ísland og tæki mið af
því sem framleitt væri hér heima.
Þetta væri í mótsögn við það sem
fram kæmi í mínu bréfi og yrði
kannað nánar.
Þremur mánuðum síðar, í júní
2020, ritaði ég bréf til
fyrirtækisins og árétt-
aði fyrra skeyti. Sagði
að nú hefði það gerst að
kolsýrumagnið í dós-
unum hefði minnkað og
væri nú svipað og í
flöskunum. Ég væri
ekki einn um þessa
skoðun; fleiri hefðu tek-
ið eftir því. Hver væri
skýringin á þessari
breytingu, sem ég
myndi kalla afturför?
Þessu bréfi var ekki svarað þrátt
fyrir ítrekun í tölvupósti.
Í september gerði ég aftur at-
rennu. Fékk ég þá það svar að erind-
ið hefði verið sent til markaðsstjóra,
en ekkert heyrði ég frá þeim heið-
ursmanni.
Í október sendi ég enn skeyti og
sagðist vera farið að lengja eftir
svari. Þá var mér tjáð að erindið
hefði verið ítrekað við markaðs-
deildina. Þaðan heyrðist hvorki
stuna né hósti. Ég gat þó huggað
mig við það að dósakókið hafði
breyst til batnaðar. Hélst það í góðu
horfi þar til nýlega, að dósirnar
fengu texta sem að mestu leyti var
íslenskur. Það var í sjálfu sér jákvæð
breyting, en því miður gerðist það
um leið, að kolsýrumagnið minnkaði
verulega og varð allt of lítið fyrir
minn smekk. Dró ég þá ályktun að
farið væri að fylla á dósirnar hér-
lendis, en þegar ég spurðist fyrir var
mér tjáð að svo væri ekki, heldur
færi áfyllingin fram í Svíþjóð eins og
áður. Á nýju dósunum stendur á sér-
kennilega blönduðu máli: „Original
taste síðan 1886“. Stenst sú fullyrð-
ing? Spyr sá sem ekki veit. En það
er einkennilegt að stórfyrirtæki
skuli ekki svara einföldustu spurn-
ingum um söluvöru sína.
Breytilegt bragð á
vinsælum drykk
Eftir Þorstein
Sæmundsson
Þorsteinn Sæmundsson
»Magn kolsýru í kóka-
kóla sem selt er hér-
lendis er breytilegt og
hefur það veruleg áhrif
á bragðið.
Höfundur er stjörnufræðingur.
halo@hi.is
Flestir sem upplifa
kvíða reyna að forðast
það sem framkallar
kvíðann, en ef þú vilt
vinna bug á kvíða er
forðun það versta sem
þú getur gert. Þetta
eru samt fullkomlega
eðlileg viðbrögð sem
hjálpa okkur til að lifa
af. Kvíði er þó ekki
hættulegur í sjálfum
sér og það er hægt að vinna með
hann og ná tökum á honum. Fyrsta
stigið er að þjálfa bjargráð sem
hjálpa okkur að vera kyrr í kvíða-
tilfinningunni þar til hugarró er náð.
Að ná hugarró í kvíðaástandi tekur
tíma og gott getur verið að ráðfæra
sig við fagaðila. Tengist þunglyndi
kvíðanum myndast ástand sem get-
ur verið hættulegt í sjálfu sér og
tengist gjarnan sjálfsvígshugsunum.
Meðferð þar sem beitt er bæði sam-
talsstuðningi og lyfjum er oft besta
leiðin, en opin mannleg samskipti og
hlýja eru ekki síður mikilvægir
þættir við slíkar aðstæður. Flest
verðum við hrædd og kvíðin þegar
við greinumst með alvarlegan sjúk-
dóm. Það getur reynst
mörgum erfitt að hvíla
kyrr í kvíðanum við
slíkar aðstæður. Við
leitumst við að bægja
frá okkur kvíðvæn-
legum hugsunum og
einbeitum okkur að
voninni um bata. Þau
bjargráð sem reynast
mörgum vel eru lyf sem
slá á kvíðann samhliða
þjálfun í hugleiðslu og
núvitund. Fátt hjálpar
þó betur en að hafa ein-
hvern til að tala við um líðan sína.
Krabbameinsfélagið veitir krabba-
meinsgreindum og aðstandendum
faglegan stuðning án endurgjalds.
Krabbamein
og kvíði
Eftir Ásgeir R.
Helgason
Ásgeir R. Helgason
» Flest verðum við
hrædd og kvíðin
þegar við greinumst
með alvarlegan
sjúkdóm.
Höfundur er dósent í sálfræði
við HR og sérfræðingur hjá
Krabbameinsfélaginu.
asgeir@krabb.is