Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.2021, Blaðsíða 18
AFP Það er ekki í fyrsta skipti sem gerð er óréttmæt aðför (HM-mótið) að Guðmundi Þ. Guðmundssyni landsliðsþjálfara í handbolta. Hann var gagnrýndur á sínum tíma fyrir að vera með Guðjón Val og fleiri kappa á svipuðu reki/aldri í landsliðinu. Eftir þá gagnrýni hélt Guðjón Valur eigi að síð- ur, og nefndir kappar, áfram að halda uppi landsliðinu og Guðjón Valur samhliða því að spila til vinnings í fremstu liðum heims. Guðmundur er trausts- ins verður í þessu verk- efni sem fyrr (eftirsóttur víða um heim til þjálfunar), hefur margsýnt það með því að vinna flesta/alla mögulega titla með liðum sínum og Guðjón Valur er kominn á fullt í þjálfun hjá þekktu liði með góðum árangri og er eftirsóttur víða um heim til þjálfunar og spilamennsku sem fyrr. Látum þá sem hafa best vit á þjálfun, eins og Guðmund, ráða þjálfun á okkar landsliði. Gagnrýni á rétt á sér varðandi íþróttir sem víðar, en hún þarf þá að vera málefnaleg. Fagna komu Lars Lagerbäcks til styrkt- ar landsliðsþjálfurunum í fótbolta. Ómar G. Jónsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Guðmundur landsliðsþjálfari er traustsins verður Ómar G. Jónsson 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Í Silfrinu 28. mars var prýðisgott viðtal við David Runciman prófessor við Cam- bridgeháskólann í Bretlandi um lýðræð- ið. Margt áhugavert kom þar fram en hann hefur lengi verið að fást við lýðræðið, þetta fyrirbrigði sem ein- kennir mjög nútíma- legt samfélag en á oft í vök að verjast. Breski prófessorinn benti á að við erum að mörgu leyti föst í hug- myndafræði 20. aldar og jafnvel enn fyrri tíma en allt breytist og fólkið með. Við getum ekki vænst þess að allt verði eins og við höfum vanist við en það er undir okkur komið hvaða breytingar verða ofan á. Margt bendir til að valdið yfir fjöl- miðlum þjappist saman en þeir hafa einna mest áhrif á upplýsingamiðlun og þar með skoðanamyndun í lýð- ræðissamfélagi. Flestir fjölmiðlar eru í höndum auðmanna og mismun- andi hagsmunasamtaka sem hafa mikil áhrif og móta viðhorf okkar og skoðanir. Eigum við að sætta okkur við það? Getum við gert eitthvað til að þeir verði í höndum á sem flestum mismunandi aðilum? Í okkar litla samfélagi sjáum við Morgunblaðið í eigu nokkurra útgerðarmanna sem vilja gjarnan að hagsmunum þeirra sé haldið sem best til haga. Það verður að hafa í huga að Morgunblaðið byggist á lýðræðis- legum grundvelli þar sem ritstjór- arnir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson opnuðu á sín- um tíma blaðið fyrir allri mál- efnalegri umræðu þó svo að grein- arhöfundar væru ekki fylgjendur Sjálfstæðisflokksins. Líklega hafa fáir fjölmiðlar gengið jafn langt og Morgunblaðið ef undan er skilið DV undir ritstjórn Jónasar Kristjáns- sonar sem byggði ritstjórnarstefnu sína þvert á alla pólitík. 21. öldin á ábyggilega eftir að breyta mörgu. Síðasta öld einkennd- ist mjög af glórulausum stórstyrj- öldum þar sem öfgamenn áttu hlut að og hófu grimmilegar styrjaldir sem kostuðu tugi milljóna mannslífa auk allra þeirra efnislegu gæða sem glötuðust. Vonandi verður 21. öldin ekki eins heldur öld vaxandi friðar og aukins skilnings á nauðsyn þess að þjóðir heims vinni saman að þeim margvíslegu verkefnum sem tengj- ast sameiginlegum hagsmunum sem mannkyninu er nauðsynlegt. Við jarðarbúar stöndum frammi fyrir því að grafa undan okkur sjálfum með því að ganga um of á auðlindir jarðar og þar með stefna öllu lífi á jörðinni í hættu. Ótalmargt er unnt að gera og vinna að frið- samlegum lausnum. Eitt mikilvægasta for- gangsverkefni mann- kyns er að koma skyn- samlegu lagi á flóttamannavandann. Tugir milljóna eru á vergangi vegna styrj- aldarátaka og vatns- skorts sem víða er í ver- öldinni. Fyrir um 2.000 árum var norður- strönd Afríku kornforðabúr Róma- veldis. Nú er öðruvísi umhorfs þar vegna breyttra lífshátta sem byggst hafa um aldir að verulegu leyti á rányrkju frá hruni Rómaveldis. Þessu mætti auðveldlega breyta. Með nútímatækni má vinna vatn með eimingu sjávar og nota til þess rafmagn sem fengið væri með sól- arorkuverum. Vatninu mætti dæla um langan veg til miðlunar við áveitu. Þetta gæti orðið grundvöllur gríðarmikillar ræktunar þar sem flóttafólk í dag gæti fengið nógan starfa og lifað góðu og friðsömu lífi í sátt við bæði guð og menn í löndum þar sem nú eru að mestu leyti eyði- merkur. Til að koma þessu í kring yrði að sleppa stórkarlalegum áætl- unum um að nema land á tunglinu og jafnvel Mars, sem er glórulaust flan. Og auðvitað þarf að koma böndum á stjórnlausan hergagnaiðnaðinn sem er meginfriðarspillir heimsins og einn helsti ógnvaldur lýðræðis og mannréttinda. Lýðræði heimsins byggist á að jafna megi efnahag milli þjóða sem og einstaklinga sem mest. Það stappar nærri guðlasti að eigna- menn sölsi á siðlausan hátt undir sig eignir annarra, jafnvel heilla þjóða, til þess að efla sína hagsmuni, m.a. með einokun á skoðanamyndunum gegnum fjölmiðla sem þeir eiga. Lýðræðið er sem brothættur list- gripur úr viðkvæmu efni sem gæti glatast að eilífu við heimskulega meðferð. Hvernig verður lýðræði framtíðar? Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Það stappar nærri guðlasti að eigna- menn sölsi á siðlausan hátt undir sig eignir annarra, jafnvel heilla þjóða, til þess að efla sína hagsmuni. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Fyrri grein mín end- aði á ábendingu um greinilegan skort á starfsskipulagi hjá þingmönnum, til vel skipulagðra og mark- vissra vinnubragða. Sú ábending er alls ekki vanhugsað sett fram, eða án athugunar á meintri rangri notkun á takmörkuðum tíma Alþingis til hnútukasts milli pólitískra eða persónulegra andstæðinga. Á undanförnum ára- tugum virðast skipulagstilraunir Al- þingis aðallega snúast um að auka þingmönnum tækifæri til alls konar óundirbúinna fyrirspurna: til ráð- herra, ræður utan dagskrár eða um fundarstjórn forseta, svo eitthvað sé tínt til. Samhliða framansögðu eru undar- legustu uppákomur um tillögur til „þingsályktunar“, sem iðulega eiga sér afar takmarkaða möguleika á að vera framkvæmdar. Til dæmis af stjórnmálalegum ástæðum því stjórnarflokkar voru ekki tilbúnir til þeirra skuldbindinga sem fólust í umræddum tillögum. Einnig má vekja athygli á miklum fjölda þing- mannafrumvarpa, sem einungis komast einu sinni á dagskrá þing- fundar, þegar málin eru lögð fram. Örlög margra slíkra frumvarpa verða að daga uppi í nefnd, sem hef- ur úr of miklum málafjölda að vinna, sem kemur frá þingmönnum. Skipu- lagsleysi þingmannanna sjálfra lok- ar fyrir þeim sjálfum leiðum til að fá mál sín afgreidd. Til viðbótar þessu má svo einnig nefna afburðailla unn- in stjórnarfrumvörp. Það er und- arlegt að sjá, því nýlega lét þáver- andi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, vinna vandaðan bækling með mikilvægustu leiðbeiningum um vel og skilmerkilega unnin laga- frumvörp. Ekki varð maður var við að honum væri þakkað slíkt fram- tak. Ekki hefur mikið orðið vart við að ráðuneytin eða aðrar stofnanir, sem semja lagafrumvörp, hafi til- einkað sér þær góðu leiðbeiningar sem þar komu fram. Athygli má vekja á því að allir þeir þættir, sem taldir hafa verið upp hér að framan, hafa samverkandi áhrif er tefja fyrir eðlilegri og vandaðri vinnu fastanefnda Alþingis, við að fullvinna þau mál sem til nefndanna er vísað. Athuga má einnig að ef einhver framangreindra at- hugasemda er gagn- rýnd eða þær jafnvel taldar óþarfar eða illa tímasettar, er viðbragðið oftast að það sé partur af málfrelsi og tján- ingarfrelsi viðkomandi aðila að mega setja erindi sitt fram eins og gert var. Slíkt viðhorf er nátt- úrulega út af fyrir sig, en þá má spyrja. Hvað um rétt þeirra og frelsi, sem fá viðkomandi illa unnið mál til úrlausnar? Felst réttur þeirra t.d. í að skila álíka illa unnu svari? Eða auka vinnu sína til að gera illa unnið þingmál að mögulega nothæfri niðurstöðu? Hlutverk stjórnarandstöðuauka Oft hef ég undrast viðhorf og framgöngu minnihluta Alþingis. Iðulega þegar meirihluti hefur myndast hefur minnihlutinn farið að haga sér eins og öll ábyrgð hafi ver- ið af honum tekin og hann geti bara argast að vild í meirihlutanum, án allrar rökhugsunar. Nokkuð viða má finna samantekt um ábyrgð og skyldur meirihlutasamstarfs en ekki hefur reynst auðfundin samantekt um ábyrgð og skyldur minnihluta í samfélagsverkefnum, t.d. eins og stjórn lands eða sveitarfélaga. Mér hefur fundist skorta skynsamlega yfirvegaða rökhugsun um hlutverk og skyldur minnihluta. Ef hugsað er út frá því að minni- hluti hafi í raun beittara vopn í höndum en stjórnin sjálf, er rök fyr- ir slíku víða að finna í nánast öllum aðstæðum sem virðast manninum yfirsterkari. En með hyggjuviti og yfirvegaðri þekkingu á sviði þeirra aðstæðna sem við er að eiga, kemur fólk heilt og sterkara út úr varnar- baráttu, heldur en úr sókninni sjálfri. Í námsáfanga í opinberri þjónustustjórnun benti ég á þá ábyrgð sem minnihluti sveitar- stjórna bæri á því að meirihlutinn sýndi yfirvegaða ábyrgð í verkum sínum. Leiddi ég rökin að því að minnihlutinn hefði þá sérstöðu að geta valið sér vopn í baráttunni, þar sem meirihlutinn hefði þegar lagt fram sín verk til opinnar gagnrýni. Þarna skiptir hugarfarið öllu máli. Viltu verða sigurvegari, eins og t.d. skipstjóri sem sigrar illviðri og ólgu- sjó? Með þekkingu og baráttuvilja skilar hann skipi og skipshöfn í örugga höfn. Velja má ýmsar að- stæður til samanburðar. Í raun ber minnihlutinn ábyrgð á því að forða viðkomandi samfélagi frá þeim að- stæðum sem meirihlutanum sást yf- ir að meta í málatilbúnaði sínum. Því miður hef ég einungis einu sinni upplifað minnihluta Alþingis beitt af yfirvegaðri skynsemi, en það gerði Vilmundur heitinn Gylfason. Frá þeim tíma hefur hundruðum milljarða verið varið til aukinnar menntunar ungs fólks í landinu. En sú menntun hefur nánast eingöngu verið í formi „sýndarveruleika“, því hvergi var gert ráð fyrir þeirri þekkingu sem nauðsynleg er. En sú þekking fæst ekki nema í vægðar- lausri úrlausn raunverulegra verk- efna. Að hafa sleppt því að raungera hina mikilvægu menntun, með raun- þekkingu á lausn nær óleysanlegra viðfangsefna, eru ungmenni með mikilvæga menntun sett út í lífið, án verklegrar þjálfunar. Þeim er ætlað að beita menntun sinni samfélaginu til framdráttar og eiga þannig rétt á hlutdeild í velgengninni. Vantar ekki púsl í þetta spil? Meira um starfshætti á Alþingi Eftir Guðbjörn Jónsson » Samhliða fram- ansögðu eru und- arlegustu uppákomur um tillögur til „þings- ályktunar“, sem iðulega eiga sér afar takmark- aða möguleika á að vera framkvæmdar. Guðbjörn Jónsson Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.