Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 ✝ Þórhallur Hjörtur Her- mannsson fæddist á Skútustöðum við Mývatn 12. nóvem- ber 1927. Hann lést á Skógarbrekku, Húsavík, 22. mars 2021. Foreldrar Þór- halls voru Her- mann Hjartarson prestur, f. 1887, d. 1950, og Kristín Sigurðardóttir húsmóðir, f. 1889, d. 1973. Systkini Þórhalls voru: Hallur, f. 1917, d. 1997, Ingibjörg, f. 1918, d. 2019, Ingunn Anna, f. 1921, d. 2010, Jóhanna Sigríður, f. 1923, d. 2012, og Álfhildur, f. 1925, d. 1934. Hinn 2. júní 1952 kvæntist Þórhallur Sigríði Pálsdóttur, f. 21.2. 1930, d. 24.5. 2007. For- eldrar hennar voru Páll H. Jóns- 1962. 6) Arnhildur, f. 1964, maki Hörður Jónsson. Börn þeirra eru Nanna Vilborg, maki Jó- hann Pétur Guðmundsson, Halla Fanney, maki Gabriel Doru Bu- luc, og Markús. Langafabörnin eru 12 og langalangafabörnin tvö. Þórhallur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947 og embættisprófi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands 1953. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann á Ísafirði 1947-1948, við Héraðsskólann á Laugum 1950-1951 og aftur 1980-81 og 1985, og stundakenn- ari við Verslunarskóla Íslands 1957-63. Þórhallur var starfs- maður Tryggingastofnunar Ís- lands 1953-1979, lengst af sem deildarstjóri. Þórhallur var skipaður annar fulltrúi Íslands í norrænu tölfræðinefndinni í fé- lagsmálum 1979-95. Lengst af bjuggu Sigríður og Þórhallur í Kópavogi en 1990 fluttust þau til Húsavíkur þar sem þau bjuggu sér fallegt heimili í Valbergi. Útför Þórhalls er gerð frá Húsavíkurkirkju í dag, 6. apríl 2021, klukkan 11. son, f. 1908, d. 1990, og Rannveig Krist- jánsdóttir, f. 1908, d. 1966. Börn Þór- halls og Sigríðar eru: 1) Rannveig, f. 1952, maki Már V. Magnússon. Sonur þeirra er Þórhall- ur, maki Pia Sigur- lína Viinikka. 2) Sigríður Kristín, f. 1953. Börn hennar og Þorvarðar Kristjánssonar eru: Kristján Gunnar, maki Jóna Björg Pálmadóttir, Arnar og Guðrún Sigríður. Börn Sigríðar Kristínar og Jóhannesar Sigur- jónssonar eru Þórdís Edda og Sigurjón, maki Þuríður Hall- grímsdóttir Viðar. 3) Hös- kuldur, f. 1954. 4) Geirfinnur, f. 1956. Synir hans og Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur eru Sigur- björn og Hákon. 5) Hrólfur, f. Til minningar um pabba minn. Hér kemur það sem ég lofaði að gera: Pabbi: „Ég er nú ekkert hrifinn af minningargreinum yfirleitt en mér þætti gott ef þú skrifaðir eina um mig.“ Við vorum að ræða um dauð- ann, rétt eftir að mamma dó 2007 og ég spurði hann hvort hann væri hræddur við að deyja. „Nei alls ekki, hræðist það bara að verða ósjálfbjarga og þurfa að láta aðra hugsa um mig.“ Svo var hann eitthvað með áhyggjur af legsteininum. Ég sagði honum að hafa ekki áhyggj- ur af því, við myndum bara setja ör á mömmu legstein sem vísaði á þann við hliðina og skrifa „og eig- inmaður“. Svona var húmorinn hjá okkur. Ég var svo heppin að pabbi minn var heimavinnandi þegar ég var í menntaskóla. Hann vakti mig á morgnana með þessu: „Viltu heitt eða kalt?“ Og ég spratt sam- stundis fram úr, vildi alls ekki vatnsgusu! Í ensku-heimanáminu þurfti ég ekki orðabók, pabbi var innan seil- ingar og ég gat bara spurt. Svo las hann yfir ritgerðir og leiðrétti. Hann var samt ekki flinkur að kenna mér stærðfræði! Góður í henni en skildi bara ekki að ég skildi ekki! Ég fékk að læra á píanó og það kostaði peninga. Við tókum upp kartöflur og ég fékk ákveðinn pen- ing fyrir hverja fötu af kartöflum sem ég tók upp. Þannig „borgaði“ ég fyrir pínaónámið. Svo átti hann plötuspilara og plötur og við hlust- uðum saman á klassíska tónlist. Ég ólst upp í Land-Rover. Sæt- ið mitt var hola aftur í innan um allt útilegudótið. Þar leið mér vel. Við ferðuðumst t.d. í Skaftafell áður en hringvegurinn opnaði. Við bjuggum í Kópavogi. Fórum oft yfir Sprengisand og alls kyns óbyggðir. Vestfirði. Austfirði. Suðurland. Norðurland var auð- vitað alltaf áfangastaður. Allir ættingjar þar. Skútustaðir þar sem hann fæddist. Skoða gamla húsið, heimsækja elskulega vini hans þar. Borða reyktan silung úr Mývatni. Sofna í tjaldi sem pabbi var bú- inn að kynda með gastækinu. Það er ekki til neitt betra. Hlusta á rigningu eða lækjarnið og vakna við fuglasöng. Ég man líka eftir laugardögum þegar ég fékk að fara með pabba í vinnuna, þá fékk ég að leika mér inni á næstu skrifstofu og vera í skrifstofuleik. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt einmitt þennan pabba, sérvitran en alltaf til staðar. Arnhildur Þórhallsdóttir. „Guð veri með þér. Og ef hann er upptekinn þá hringirðu í afa.“ Svona kvaddi afi mig þegar ég fór að heiman í fyrsta skiptið. Hann stóð við þetta loforð og ég hringdi margsinnis, stundum til að spjalla og hlæja, stundum til að fá aðstoð hjá afa. Nú svarar afi ekki lengur í símann; hann gleymdi að segja mér hvert ég ætti þá að hringja. Afi Þórhallur var mikill félagi og haukur í horni. Við gátum setið löngum stundum, drukkið smá rauðvín og spjallað um gamla tíma, skáldskap, sagnfræði og menningu. Sagnabrunnur afa var ótæmandi og fróðleikurinn óþrjót- andi. Í sagnaham var afi léttur, hló yfirleitt mikið eða sagði frá með glott á vör. Afi var einstaklega skemmti- legur ferðafélagi. Þau amma eyddu nánast hverju sumri á flakki um Ísland og hann þekkti landið eins og lófann á sér. Við fór- um í ótal dagsferðir á æskustöðv- arnar í Mývatnssveit og afi sagði sögur, ýmist af sjálfum sér eða frægðarfólki eins og Fjalla-Bensa eða Víga-Skútu. Örnefnin þuldi hann upp en þeim sem á hlýddu gekk misvel að læra. Haustið eftir að amma lést fórum við í ógleym- anlega ferð til Krakow í Póllandi. Í þeirri ferð fékk ég nýja sýn á ferðalög. Afi gaf sér góðan tíma í allt, skoðaði gaumgæfilega og las sér til. Enginn ferðafélagi komst upp með óþolinmæði. Um miðjan daginn var mikilvægt að leggja sig og þegar kom að kvöldmat var lykilatriði að velja góðan veitinga- stað, borða í rólegheitum og drekka gott rauðvín. Afi kenndi mér mjög margt, bara með því að vera til. Hann sýndi ótrúlegt æðruleysi þegar amma dó mjög skyndilega fyrir tæpum fjórtán árum og hélt sínu striki af aðdáunarverðri yfirveg- un. Hann sinnti áhugamálum sín- um en eyddi yfirleitt litlum tíma í það sem honum þótti leiðinlegt. Hann lifði hægt og rólega, aldrei var neinn asi á afa. Hann var ein- staklega nákvæmur og vandvirk- ur og hikaði til dæmis ekki við að skrifa inn leiðréttingar eða við- bætur í bækur. Bækurnar eru margar í minni eigu nú og á ég lík- lega alltaf eftir að rekast á athuga- semdir frá afa þegar ég tek fram bók úr hans safni. Í hvert sinn sem ég kom til afa leit hann upp, brosti út að eyrum, hló aðeins og sagði „nei, ertu kom- in?“ Það er erfitt til þess að hugsa að fá aldrei aftur slíkar móttökur. Afi skilur eftir sig stórt skarð en hann hafði lifað löngu og góðu lífi. Við hin sitjum eftir með söknuð en hlýjar minningar sem ylja um ókomna tíð. Þórdís Edda Jóhannesdóttir. Elsku Þórhallur, minn kæri afi og vinur. Þegar fréttin barst að þú hefðir kvatt okkur þá streymdu fram minningarnar, sumar ljóslifandi en aðrar óljósari. Ég að leika með bíla á teppinu í stofunni á Álfhólsveginum, tepp- inu sem var kannski ekki hannað til slíks en mynstrið myndaði vegi, hringtorg og alls konar fínerí í huga ungs drengs. Jól og áramót þegar þú keyptir pakka af flug- eldum handa mér og ég man hversu hissa ég varð. Þetta hefði mamma aldrei leyft. Amma að stunda hannyrðir og þú að gera við Land Rover í garðinum til þess að hann yrði klár í útilegur sum- arsins. Þegar þið amma fóruð um landið þvert og endilangt með allt sem þurfti aftur í troðnu skottinu, og ég skal ekkert minnast á að Land Roverinn hafi verið skítugur þegar hann renndi í hlað á Baug- hólnum; þú nefnilega skammaðir mig fyrir það með lymskufullu glotti þegar ég skrifaði það í minn- ingarorðin um ömmu. Það var svo mikil lukka fyrir mig þegar þið fluttuð til Húsavík- ur rétt fyrir ferminguna mína og að ég skyldi ætíð eiga heimboð í Valberg, þar sem hagleikshendur ykkar hjónanna höfðu skilið eftir stóran svip í öllum krókum og kimum. Handverkið hennar ömmu, smíðavinnan þín. Ég á Akureyri að koma við í vínbúðinni að kaupa rétta tegund af rauðvíni eða í Hagkaup að kaupa parmesanostinn góða. Ég sit í stofunni og þú ert að leggja kapal og þú fræðir mig um fortíð- ina og ég er viss um að ef kapallinn okkar beggja hefði lagst örlítið öðruvísi hefðum við báðir geta orðið prýðis sagnfræðingar. Læknatalið, Prestatalið, Byggðir og bú, Árbók Þingeyinga og allar bækurnar um heimsstyrjaldirnar. Allt bækur sem þú greipst oft í til þess að fletta upp einhverju sem vafðist fyrir í spjalli. Að koma í há- deginu þar sem rútínan átti sér stað: Te, egg og síld, brauð og sulta. Og svo síðasta skiptið sem við hittumst og það var eins og þú vissir kannski innst inni að þetta væri það síðasta, gafst þér mjög langan tíma til þess að tala við mig og við ræddum nútíð og fortíð og viska þín og rólyndi, sem ég elsk- aði að vera nálægt, var jafn yndis- legt og ætíð áður. Það er svo merkilegt finnst mér að þegar ég lenti í hrakningum í lífinu fyrir einhverju síðan og fór að vinna í að laga sjálfan mig þá rakst ég á merkilega staðreynd. Allt það sem ég hef reynt að til- einka mér síðustu árin hafðir þú til brunns að bera og ég hefði getað séð fyrir löngu að það hefði hjálp- að mér mikið að horfa bara til þín. Að standa með sjálfum sér, vera ætíð heiðarlegur en samt fastur á sínu, njóta þess að elda góðan mat og drekka gott vín. Hvíla sig vel og stunda hug- leiðslu, sem var í þínu tilfelli kap- allinn og krossgátan. Þú verður ætíð í huga mér elsku afi og drengirnir mínir eiga eftir að segja sögur um þig langt inn í ókomna framtíð og það hugsa ég að allir afkomendurnir þínir eigi eftir að gera. Þeir sömu og voru allir búnir að fá bókaverðlaun í krossgátu Morgunblaðsins. Þinn Arnar. Þórhallur Hjörtur Hermannsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, dóttir og systir, ÞÓRUNN I. INGVARSDÓTTIR, Hrauntúni 49, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 29. mars á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 9. apríl klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju: Landakirkja.is Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbavörn 0582-26-2000 kt:651090-2029 og Blindrafélagið 0115-26-47017 kt: 470169-2149. Eðvald Sigurðsson Ragnar Ágúst Eðvaldsson Ragnheiður M. Guðmundsd. Alma Eðvaldsdóttir Friðrik Stefánsson barnabörn, barnabarnabörn Erla Egilsdóttir Sigrún Ingvarsdóttir Guðjón Ingvarsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Stakkholti 2b, lést 31. mars á líknardeild Landspítalans. Útförin verður auglýst síðar. Ólafur Árnason Erna Rós Magnúsdóttir Þórarinn Gunnar Sverrisson Hjalti Magnússon Sigurlaug Soffía Reynaldsd. Anna Lilja Magnúsdóttir Guðmann Bragi Birgisson Kristján Magnússon Sigríður Inga Rúnarsdóttir Árni Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR, Dedda, Snælandi 4, Reykjavík, lést 20. mars á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Skógarbæ. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir og hlýhug sendum við starfsfólki Foldabæjar og Skógarbæjar fyrir alúð og umhyggju í hennar garð. Garðar Hilmarsson Sigríður Benediktsdóttir Ólöf Kristín Ólafsdóttir Sævar Benediktsson Ása Ólafsdóttir Ólafur Örn Ólafsson Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍA JÓNA HREINSDÓTTIR, Vesturfold 9, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtudaginn 1. apríl. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju 8. apríl, vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfninni streymt á youtubesíðu Grafarvogskirkju. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Mörk fyrir frábæra umönnun. Rosario Russo María Russo Giuseppe Russo Anna Lilja Elvarsdóttir Þóra Hreinsdóttir Bryndís Hreinsdóttir Cawley Íris Hreinsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur, mágkonu og frænku, VIKTORÍU B. VIKTORSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 12E Landspítala fyrir sýndan hlýhug og alúð við umönnun hennar. Haukur Arnar Viktorsson Gyða Jóhannsdóttir Jóhann Árni Helgason Þóra Einarsdóttir Jón Ari Helgason Ingibjörg Sæmundsdóttir og börn Elsku frændi. Nú er stórt tómarúm í fjölskyldunni okkar og þín verður sárt saknað. Ég held í minninguna um góðu stundirnar okkar, glettnina og húmorinn okkar á milli og efast ekki um að amma og afi taka vel á móti þér. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, Ingvi Ástvaldsson ✝ Ingvi Ástvalds- son fæddist 4. júní 1999. Hann lést 19. mars 2021. Útför Ingva fór fram 29. mars 2021. því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín- um, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði. Þinn frændi, Helgi Óskarsson. Elsku Ingvi. Það var heiður að kynnast þér þótt kynnin hafi verið stutt, aldrei er maður viðbúinn að kveðja og allra síst ungan mann í blóma lífsins. Foreldrum, systkinum og að- standendum öllum votta ég inni- lega samúð mína og bið um styrk ykkur til handa. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði elsku vinur. Lísebet Unnur Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.