Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 22
✝ Margrét Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 1. apr- íl 1926. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars 2021. Margrét var dóttir hjónanna Ólafs Tyrfings- sonar verka- manns, f. 29. ágúst 1895, d. 26. júní 1980, og Helgu Jónsdóttir hús- freyju, f. 28. nóvember 1898, d. 21. ágúst 1976. Systkini Margrétar voru: Sigrún Ólafs- Margrét lauk gagnfræða- prófi frá Ingimarsskóla 1942 og síðan tveggja vetra námi frá Húsmæðraskólanum á Staðarfelli 1946. Hún hóf ung störf í prentsmiðjunni Guten- berg og vann þar í áratugi. Seinna vann hún í barnafata- versluninni Vöggunni og loks í Bakaríi Bridde í Miðbæ. Eftir það starfaði hún hjá MS- félaginu og var ein af stofn- endum þess. Hún helgaði MS- félaginu krafta sína í áratugi og naut sjálf þjónustu félags- ins síðustu æviárin. Hún varð fyrsti heiðursfélagi MS- félagsins árið 1998. Þá var hún gjaldkeri félagsins um árabil. Margrét flutti á Hrafn- istu í Reykjavík í maí 2019 og lést þar. Útför Margrétar fór fram 27. mars 2021. dóttir Zappulla, f. 28. nóvember 1923, d. 20. janúar 2017, Guðbjörg Ó. Ólafsdóttir, f. 30. október 1924, d. 30. maí 1925, Tryggvi Jón Ólafs- son, f. 22. ágúst 1927, d. 24. júní 1928, og Jóhann Ólafsson, f. 9. apr- íl 1929, d. 11. október 2010. Hálfsystir sam- feðra Guðrún Ólafsdóttir Haf- berg, f. 7. ágúst 1916, d. 1. júlí 2008. Kær frænka er fallin frá tæp- lega 95 ára að aldri. Við Magga vorum systkinabörn þó að rúm 25 ár skildu okkur að í aldri. For- eldrar Möggu voru Helga Jóns- dóttir föðursystir mín og Ólafur Tyrfingsson. Þau bjuggu á Hverfisgötunni, en fluttu í Lönguhlíð 21 árið 1949 og bjuggu þar til æviloka, en Helga lést árið 1976 og Ólafur árið 1980. Ég ásamt foreldrum mínum bjó austur á Eskifirði og í Stykk- ishólmi frá fimm ára aldri allt þar til ég flutti á höfuðborgarsvæðið tvítugur 1966. Systir mín Guðríður eða Gurra fór ungbarn í fóstur til Helgu og Ólafs vegna veikinda móður okk- ar og ólst þar upp, sem uppeld- issystir Möggu. Það voru því ávallt sterk tengsl við heimilið í Lönguhlíð og þangað farið í heimsóknir þegar komið var til Reykjavíkur. Magga veiktist ung eða um tvítugt af MS-sjúkdómnum og stríddi við þann sjúkdóm í 75 ár. Í gegnum tíðina gerði sjúkdóm- urinn henni margar alvarlegar skráveifur. Þannig missti hún sjón á öðru auga um tíma, stríddi við endurteknar lamanir og skyntruflanir og oft mikið jafn- vægisleysi. En með baráttuvilj- anum, þrautseigju og skapfestu barðist hún áfram og lagði allar hindranir að baki. Framan af ævi vann Magga í Prentsmiðjunni Gutenberg og síðar í bakaríinu í Miðbæ. Síðustu áratugi ævi sinn- ar helgaði hún MS-félaginu. Hún var ein af stofnendum MS-félags- ins 1968. Þá var hún fyrsti gjald- keri félagsins og þegar dagvist MS-félagsins og síðar MS-setrið var stofnað 1968 varð hún þar með fyrstu starfsmönnum. Árið 1998 varð hún fyrsti heiðurs- félagi MS-félagsins. Magga tengdist okkur syst- kinum sterkum böndum, sérlega Gurru og hennar börnum. Þegar halla fór undan fæti hjá Möggu varð Gurra systir hennar stoð og stytta í öllu og á hún mikið þakk- læti skilið fyrir natni sína, um- hyggju og hjálp. Við bræðurnir Sigfinnur og ég eigum í mikilli þakkarskuld við Möggu. Hún kom endurtekið austur á Eski- fjörð til að sjá um heimili for- eldra okkar í fjarveru móður okkar sem stríddi við langvar- andi veikindi. Þar birtist Magga sem algjör bjargvættur og okkur sem önnur móðir. Hún var flink húsmóðir enda hafði hún gengið í Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum. Á þessum árum var í sér- stöku uppáhaldi hjá okkur terta með karamellukremi sem Magga bakaði af sinni alkunnu snilld. Við systkinin stöndum í mikilli þakkarskuld við Möggu, sem alla tíð sýndi okkur mikla ræktar- semi og fylgdist með öllum okkar afkomendum. Magga giftist ekki né eignaðist börn, en helgaði öðr- um krafta sína alla tíð. Blessuð sé minning góðrar og göfugrar konu. Kristófer Þorleifsson. Margrét Ólafsdóttir, Magga okkar, lést þriðjudaginn 23. mars sl. Margrét fæddist 1. apríl 1926 og átti því stutt í 95 ára afmælið. Hún greindist ung með MS-sjúk- dóminn en á þeim árum eða um 1945 var talað um vírus í mænu- vökva. Margrét var ein af stofnfélög- um MS-félagsins 1968 en þá var vírusinn kominn með nafn, MS- sjúkdómur. Hún var fyrsti gjald- keri félagsins og gegndi því starfi í mörg ár. Árið 1998 varð hún fyrsti heiðursfélagi MS-félags- ins. Þegar dagvist MS-félagsins, síðar MS-setrið, var opnuð 1986 var hún þar með fyrstu starfs- mönnum. Síðar á lífsleiðinni átti hún eftir að nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði. Hún undi hag sínum vel í Setrinu og leit á það sem annað heimili sitt. Frá árinu 2019 dvaldi hún á Hrafnistu. Margrét tengdist MS-félaginu sterkum böndum í áratugi. Hún var ávallt boðin og búin að taka þátt í starfi til styrktar MS-félag- inu og Setrinu, baka fyrir árleg- an basar, pakka og selja jólakort, og sauma grjónapoka svo fátt eitt sé nefnt. Henni var mjög umhug- að um starf félagsins og velferð MS-sjúklinga og átti fjölmarga vini í þeim hópi. Margrét lifði svo sannarlega tímana tvenna varðandi grein- ingar- og meðferðarúrræði sjúk- dómsins en hún tókst á við sjúk- dóminn af æðruleysi og skynsemi. Hún var mjög minnug og var oft leitað til hennar ef rifja þurfti upp nöfn, ártöl og atburði. Hún hafði þægilega nærveru sem samferðafólk hennar naut góðs af, var ávallt jákvæð, hógvær og öðrum fyrirmynd og hvatning. Til hinsta dags hélt hún reisn sinni, góðu minni og gestrisni. MS-félagið og Setrið votta að- standendum hennar dýpstu sam- úð og þakka hjartanlega áratuga samvinnu, samveru og vináttu. Kveðja frá MS-félagi Íslands, Berglind Guðmundsdóttir. Margrét Ólafsdóttir 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com $+& $!-'*") #,(%"* ✝ Guðbjörg Ein- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 14. mars 1927. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 21. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Einar Ein- arsson blikk- smíðameistari, f. að Mið-Grund í Vestur-Eyja- fjallahreppi 18. maí 1880, d. 23. júní 1938, og Sigríður Jóns- dóttir, f. í Berjanesi í Austur- Eyjafjallahreppi 16. maí 1895, d. 28. desember 1963. Guðbjörg var ein af fimm systrum, þær eru Anna Sigríð- ur, f. 1. júní 1909, d. 14. febr- úar 1981, Jónína Geirdís, f. 14. júlí 1911, d. 21. desember 2001, Margrét, f. 6. ágúst 1925, d. 14. febrúar 2019, og Hrefna, f. 6. ágúst 1933, d. 9. október 2016. Otti, f. 15. ágúst 1977, kvæntur Völu Dögg Marínósdóttur, börn þeirra eru Stella Marín, Katrín Sól og Hrannar Otti. Guðbjörg, f. 25. apríl 1981. Kristinn Loft- ur, f. 17. desember 1986, kvæntur Þórunni Valdimars- dóttur, börn þeirra eru Baldur Freyr, Unnur Freyja og Bragi Þór. Einar Bjarni, f. 30. apríl 1992, sambýliskona hans Dori- anne Rós, börn þeirra eru Re- bekka Rósa og Ísabella. Ingvar, f. 31. mars 1955, dá- inn sama ár. Einar Ingvi, f. 25. janúar 1958. Börn hans eru Alexand- er, f. 6. desember 1997, og Daníel Jón, f. 26. september 2000. Guðbjörg ólst upp í Reykja- vík á Laugavegi 53a öll sín uppvaxtarár. Hún bjó með móður sinni og systrum, föður sinn missti hún ung. Guðbjörg og Magnús hófu búskap sinn í Keflavík, síðan fluttu þau á Laugaveg 53a í Reykjavík og bjuggu þar í nokkur ár. Þau byggðu sér hús í Heiðargerði og bjó Guðbjörg þar til dauðadags. Útförin fer fram í kyrrþey. Þann 1. desem- ber 1945 giftist Guðbjörg Magnúsi Hjörleifssyni iðn- aðarmanni, f. 13. júní 1921 að Rauf- arfelli í Austur- Eyjafjallahreppi, d. 3. september 1962. Foreldrar hans voru Hjörleifur Guðjónsson, f. 21. maí 1893, d. 24. janúar 1973, og Soffía Runólfs- dóttir, f. 21. apríl 1890, d. 4. október 1982. Börn Guðbjargar og Magn- úsar eru Sigríður Rósa, f. 22. maí 1950, gift Einari Otta Guð- mundssyni. Börn þeirra eru Magnús, f. 11. ágúst 1973, sam- býliskona hans er Ásdís Péturs- dóttir, börn hans eru Alex- andra, Matthías Leó, Stella og tvö stjúpbörn, Sólveig Kristín og Ólafur Örn. Guðmundur Mamma hafði alltaf nóg fyrir stafni. Fjölskyldan var vön því að vel væri tekið á móti henni, þegar hún kom í heimsókn til ömmu Stellu, eins og hún var kölluð. Það var standandi borð á hátíðardögum með kökum og brauðtertum, sem mamma gerði alltaf sjálf. Ekki vantaði heldur steikur og aðra kjötrétti og gómsætt meðlætið. Þegar árin færðust yfir varð færra um matar- og kaffiboðin og það áttu margir erfitt með að skilja. Viku fyrir andlátið var hún spurð að því hvort hún ætlaði ekki að halda upp á 94 ára af- mælið sitt, þá orðin ófær um að nærast og sinna daglegum störfum, enda rúmföst á þriðja mánuð. Mamma ól upp þrjú börn um ævina og kom okkur öllum á legg með miklum sóma auk þess að búa okkur fallegt og traust heimili, sem mamma og pabbi byggðu í Heiðargerði. Pabbi dó þegar mamma var 34 ára og hélt hún ein heimili okk- ar eftir það, eða allt þar til hún lést. Mamma var þakklát fyrir líf- ið, þótt það hafi oft verið henni erfitt, sem einstæðri móður eft- ir að pabbi dó. Hún gat aldrei hugsað sér að giftast aftur. Hún átti ríkulegt trúarlíf heima og eitt sinn, þegar hún var hætt að getað farið sinna ferða gangandi sagði hún við mig: Ég þakka Guði fyrir hvert fótspor, sem ég get farið hér innanhúss. Eitt sinn sá ég bréfsnepil sem hún hafði skrifað upp úr Davíðssálmum: „Lofa þú Drott- in sála mín og gleym eigi nein- um velgjörðum hans.“ Þegar ég kom seint heim af næturvökt- um skrifaði hún stundum á miða handa mér: Góða nótt, Einar minn. Þín mamma. Það var svo fallegt af henni. Hún hugsaði svo vel um okkur og gaf fram á síðasta dag. Hún var mér alltaf góð og fyrir mörgum árum orti ég til hennar: í faðmi lífs míns, kúrði ég hjá þér í um- hyggju hugsana þinna og von- anna björtu, og þegar ég leit dagsins ljós og andlit þitt skín- andi, fann ég að ég ljómaði líka, sem fullt tungl í skini sólar, með þér, elsku mamma mín, í myrkri jarðar, í ljósi þínu og hlýju. Mamma var alltaf dugleg að elda sér fisk og garðamat, sem hún nefndi svo. Það var soðin ýsa með kartöflum, rófum og gulrótum. Hreinasta lostæti. Heilu dagana sat hún við saumavélina og stoppaði sokk- ana mína. Ég á áratuga gamla sokka, stoppaða af mömmu, sem ég geng enn þá í með hennar einstaka handverki. Þeir eru mér dýrmætari en ný- ir út úr búð. Oft hafði ég áhyggjur af mömmu, að vera svo mikið ein. En hún sagði að sér leiddist aldrei né væri einmana því hún trúði á nærveru Guðs og þeirra sem farnir voru á undan yfir á annað svið, til annarra heima. Henni leið vel í húsinu sínu, sem hún byggði með pabba og leið hvergi betur. Hún hafði alltaf nóg að gera, enda heim- ilið okkar í röð og reglu, hreint og snyrtilegt. Ég minnist þess hversu fallega hún söng við húsverkin, þegar ég var lítill drengur. Einn veturinn þegar ég kom inn götuna varð þetta ljóð til, sem ég kveð mömmu mína með í dag, þegar ég fylgi henni til grafar: Það logar ljós í eldhús- inu og matarilmurinn berst mér út um opinn gluggann, og þú ert heima mamma mín og eng- inn í heiminum veit hversu dýr- mæt þú ert nema ég. Einar Ingvi Magnússon. Nú er hún elsku amma Stella farin frá okkur og við höfum knúsað hana bless í síðasta sinn. Sorgin og söknuðurinn er mikill en minningarnar lifa og ylja okkur sem eftir sitjum. Amma átti langa og góða ævi, lifði 94 ár og viku betur, og var ég svo heppin að deila með henni síðustu 40 árum því eru minningarnar margar. Við nöfnurnar brölluðum margt saman í gegnum árin. Ég man alltaf hve gaman það var þegar amma birtist með flugvélinni á Ísafirði. Þá kom hún með farangurinn í mörgum töskum og tuðrum og oftar en ekki leyndust einhverjir gull- molar handa okkur systkinun- um í fórum hennar. Hápunkt- urinn var þó þegar hún dró upp feykistóra, að minnsta kosti með barnsauganu séð, mack- intoshdós fulla af vanilluhringj- um. Eftir að við fluttum á Sauðárkrók hélt amma áfram að koma í heimsókn þó ferða- mátinn breyttist. Það var ætíð mikið tilhlökkunarefni að fá hana ömmu Stellu í heimsókn til okkar. Ekki var svo síðra að fara til Reykjavíkur í heimsókn í Heiðargerðið til hennar ömmu. Þar var mörgum stund- um eytt við leik úti í garði, uppi í svalastofu og á rólóvellinum. Svo ekki sé minnst á við eld- húsborðið að gæða sér á mömmudraumnum eða skúffu- kökunni sem alltaf biðu í eld- húsinu þegar von var á okkur krökkunum í heimsókn. Síðar átti ég svo eftir að eiga með henni ömmu ómetanleg ár þegar ég dvaldi hjá henni á há- skólaárunum. Löngum stundum eyddi ég þá við lestur og verk- efnagerð í svalastofunni en við amma fundum þó alltaf tíma til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ósjaldan hafði hún orð á því að við værum eins og val- kyrjur þegar við brugðum und- ir okkur betri fætinum og tók- um leið 17 upp í Smáralind, fórum í miðbæinn eða röltum í Kringluna. Einnig áttum við margar góðar stundir í róleg- heitunum inni í stofu, ég með útsauminn og amma á sófanum meðan sjónvarpið malaði í bak- grunninum. Þennan tíma verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa geta eytt með henni elsku ömmu minni. Seinna varð það svo að föst- um lið að fara með ömmu Stellu í bíltúr þegar ég kom í heim- sókn í borgina. Þá keyrðum við jafnan uppáhaldsrúntinn henn- ar, niður Laugarveginn og út á ástarbrautina á Seltjarnarnes- inu. Hún amma hafði ávallt yndi af því að sitja í bíl og keyra um, þegar hún hætti að treysta sér í ferðalög út á land þá gat hún amma samt enn not- ið þess að keyra um borgina sína þar sem hún gat nefnt hvern krók og kima. Elsku amma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Ég mun ætíð sakna þín en bý þó vel að minningunum um þig og okkur saman. Þín dótturdóttir og nafna, Guðbjörg. Guðbjörg Einarsdóttir Elsku afi. Það var enginn eins og þú. Þegar ég kom inn í fjölskylduna á unglingsárum tókuð þú og amma mér opnum örmum og ég kallaði ykkur aldrei neitt annað en afi og amma. Að koma í Reynihlíðina og fá pönnukökur, kakó og 20 versa ljóðabálka eftir Einar Ben. flutta utanbókar í eftirrétt var ekkert annað en sæla. Þessar stundir í lífinu standa upp úr. Snæbjörn Pétursson ✝ Snæbjörn Pét- ursson fæddist 28. ágúst 1928. Hann lést 12. mars 2021. Útför Snæbjörns fór fram 27. mars 2021. Ást þín á umhverfi þínu, landi (og auð- vitað Ítalíu), ljóð- listinni og fjöl- skyldunni var kröftug, eins og faðmlögin þín. Þegar þið voruð svo öll saman á Hlíð hlúðuð þið amma svo ósköp vel að ömmu Ellu. Sú vinátta og kær- leikur veit ég að var ömmu Ellu ómetanlegur og sálunærandi. Fyrir það er ég svo þakklát. Það er mín lukka að hafa haft þig í lífinu elsku afi. Ég veit að nú fá margir að njóta dásamlegs ljóðaflutnings í Sumarlandinu. Takk fyrir þig afi minn, Aníta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.