Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Það gengur ekki að krefjast athygli annarra og hafa svo ekkert bitastætt fram að færa. Einhver reynir ítrekað að heilla þig upp úr skónum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú átt ekki að reka á eftir málum, nema þú sért reiðubúin/n að hlusta á það sem aðrir hafa að segja líka. Rómantíkin svífur yfir vötnum í kvöld. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Breytingar heima fyrir taka tíma en verða vel þess virði. Það er ekki hægt að þjóna tveimur herrum í einu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur ákveðið að hreinsa upp vitleysuna eftir einhvern annan. Taktu þér tíma í að rækta þig og þín áhugamál, þú munt hafa meira að gefa. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Gættu þess bara að halda utan um þína nánustu eins og þeir um þig. Gleddu vin. Gamlir vinir hittast og rifja upp góða tíma. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu ekki einhvern ókunnugan plata þig upp úr skónum. Sittu við þinn keip þegar kemur að skoðanaskiptum við fólk sem þú þekkir ekki vel. 23. sept. - 22. okt. k Vog Klæddu þig upp þér til yndisauka. Nú er rétti tíminn til þess að taka fram brosið, þú munt hitta framtíðarmaka þinn í þess- um mánuði. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Spennandi fundur með aðila sem þú lítur upp til er eins og viti í myrkr- inu. Með því að kynna sér alls konar aðferð- ir, nærð þú árangri með glænýjum hætti. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér verður nokkuð ágengt með því að ræða sameiginlega ábyrgð við fyrr- verandi. Vertu samt ekki of smámunasam- ur/söm. Vinur þarf á þér að halda. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hreinskilnar og innilegar sam- ræður við vin breyta öllu. Þú færð hug- ljómun og sefur varla fyrir spenningi með að framkvæma. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti á vinnustaðnum. Allt er gott í hófi. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Passaðu þig að eyða ekki í óþarfa í dag! Þér hættir til ofdekra þá sem þú elsk- ar mest. Gættu þess bara að aðrir misskilji þig ekki, þegar þú vilt draga þig í hlé. starfi Lionshreyfingarinnar. Hann var formaður Lionsklúbbs Siglufjarð- ar um tíma og stofnfélagi Lions- klúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi og formaður þar um tíma. Hann hefur sótt fundi og ráðstefnur bæði innan- lands og utan vegna starfa sinna. Vigfús Þór hefur ritað ýmsar greinar m.a. í Kirkjuritið, Sveitar- stjórnarmál og Víðförla. Var ritstjóri Orðsins, rits Félags guðfræðinema, um tíma. Var ritstjóri Safnaðarblaðs Siglufjarðarkirkju, Kirkjuklukkunn- ar, og Safnaðarblaðs Grafarvogs- sóknar, Logafoldar. Haustið 2016 komu út endurminningar séra Vig- fúsar Þórs: Vilji er allt sem þarf. Grafarvogsbúinn Ragnar Ingi Aðal- steinsson skráði. lagsstörfum, bæði í bæjarfélaginu og kjördæminu. Hann var formaður Æskulýðsráðs Siglufjarðar. Sat í bæj- arstjórn og bæjarráði Siglufjarðar- kaupstaðar 1978-1982, sat þá jafn- framt í félagsmálaráði og skólanefnd Siglufjarðar. Hann var formaður Norræna félagsins á Siglufirði um tíma, var í stjórn Rauðakrossdeildar Norðurlands, sat í fræðsluráði kjör- dæmisins og var í stjórn Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hólastifti. Vigfús Þór sat í stjórn Hjálparstofn- unar kirkjunnar, fyrstu stjórn Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna og í stjórn Fjölskylduþjónustu kirkj- unnar. Hann sat í stjórn Prestafélag Íslands, bæði sem ritari og formaður. Vigfús Þór hefur tekið virkan þátt í V igfús Þór Árnason fæddist 6. apríl 1946 í Reykjavík og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Barnaskólanám sitt stundaði hann í Langholtsskóla og gagnfræðaskólanám í Vogaskóla. Á þessum árum var Vigfús í sveit á sumrin í Vestur-Meðalholtum í Gaul- verjabæjarhreppi og í Úthlíð í Bisk- upstungum en lengst starfaði hann við afgreiðslustörf og bátaleigu á Hótel Valhöll á Þingvöllum eða ein fimm sumur. Ungur að árum starfaði hann mikið að æskulýðsmálum og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Í beinu framhaldi af starfi sínu í Langholtskirkju fór Vig- fús sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar. Dvaldi hann í Chicago og stundaði nám við Dwight D. Eisenhower High School. Þar vestra kynntist hann öflugu starfi kirkjunnar sem átti eftir að koma að góðum notum síðar. Þá lá leið hans í Kennaraskólann og lauk hann þaðan kennaraprófi og stúdentsprófi. Embættisprófi í guð- fræði frá HÍ lauk hann 1975, stundaði framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam Universität í München 1975-1976 með styrk frá alkirkjuráðinu og framhalds- nám í trúfræði, prédikunarfræði, sálu- sorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion í Berkeley í Kali- forníu 1988-1989, svonefnt Doctor of Ministry program. Með náminu í HÍ kenndi Vigfús Þór í Laugalækjarskóla og starfaði sem lögreglumaður sumurin 1968-1975. Hann var vígður 1976 til að gegna embætti sóknarprests í Siglufjarðar- prestakalli. Samhliða prestsþjónustu sinni á Siglufirði var hann stunda- kennari við Barna- og gagnfræðaskól- ann þar. Vigfús Þór var skipaður fyrsti sóknarprestur í Grafarvogs- prestakalli í Reykjavík 1989 og gegndi þar starfi sóknarprests þar til hann lét af störfum vorið 2016. Vigfús Þór sat í stjórn Félags guð- fræðinema og sem formaður um tíma. Sat í Stúdentaráði HÍ og var fulltrúi stúdenta í Háskólaráði. Á Siglufirði sinnti Vigfús Þór margháttuðum fé- Vigfús Þór hefur hlotið æðsta heið- ursmerki Lionshreyfingarinnar, The Melvin Jones Award, fyrir störf sín í þágu hennar og nú nýverið veittu fé- lagar hans í Lionsklúbbnum Fjörgyn honum Kjaransorðuna, æðstu viður- kenningu Lionshreyfingarinnar á Ís- landi, fyrir mikilvægt framlag hans í félagsstarfi Fjörgynjar. Hann er heið- ursfélagi Kórs Grafarvogskirkju, hef- ur hlotið gullmerki Siglfirðingafélags- ins og Knattspyrnufélagsins Vals fyrir framlag sitt til þeirra félaga. Þá hefur Vigfús Þór tekið virkan þátt í starfi Frímúrarareglunnar á Íslandi og hefur gegnt embætti æðsta kenni- manns Reglunnar hin síðari ár. Að sögn Vigfúsar Þórs var það afar dýrmæt reynsla að hefja prestsþjón- ustu sína á Siglufirði, á stað þar sem kirkjan er miðlæg í öllu lífi og bæjar- búar afar stoltir af kirkjunni sinni og vilja veg hennar sem mestan. „Það var afar ánægjulegt að vera þátttakandi í að byggja upp glæsilegt safnaðar- heimili á kirkjuloftinu, þar sem áður var gagnfræðaskóli Siglufjarðar, ásamt dugandi sóknarnefnd og öðru safnaðarfólki. Safnaðarheimilið var vígt á 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar 1982 og gjörbreytti allri aðstöðu fyrir safnaðarstarfið. Það voru einnig algjör forréttindi að fá að starfa sem sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í 27 ár, segir Vigfús Þór. „Fá að taka þátt í að byggja upp frá grunni fjölbreytt starf Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur – 75 ára Með börnum og tengdabörnum Finnur, Þórunn Hulda, Reimar, Björg, Árni Þór, Mariko Margrét, Vigfús Þór og Elín. Safnaðarstarfið var dýrmætt Með barnabörnunum Þór, Elma Björg, Erna María, Tómas Grettir, Pétur Goði, Elín Helga, Vigfús Fróði, Emil Eldar, Vigfús Þór og Elín. Morgunblaðið/Þorkell Bygging Grafarvogskirkju Krossi komið fyrir á kirkjulóðinni árið 1991. 40 ára Guðbjörg Sandholt Gísladótt- ir er Reykvíkingur og ólst upp í Laugarneshverfi. „Ég er nýflutt aft- ur heim á Laugarásveginn eftir margra ára dvöl erlendis.“ Guja, eins og hún er alltaf kölluð, lærði klassískan söng við Tónlistar- skólann í Reykjavík, Guildhall School of Music and Drama, Mozart- eum í Salzburg og Konservartoríið í Utrecht í Hollandi. Kennari hennar í Utrecht var meðal annarra Jón Þor- steinsson tenór. Guja er núna að læra hagnýta menningarmiðlun við HÍ. Guja hefur lengi starfað í Hollandi og komið fram sem einsöngvari í tónlistarleikhúsi og óratoríum á borð við Mattheusarpassíuna og Jólaóratoríuna eftir Bach, Sálu- messu eftir Mozart og Stabat Mater eftir Pergolesi og Pärt svo eitthvað sé nefnt. „Ég er ennþá með annan fótinn úti og er fastráðin við Hol- lenska útvarpskórinn.“ Hér heima stóð hún sumarið 2019 fyrir íslensk- um frumflutningi á víkingaóperunni King Harald’s Saga eftir Judith Weir og var í kjölfarið tilnefnd sem Söngkona ársins í sígildum flokki á Íslensku tónlistarverðlaununum. Guja er listrænn stjórnandi Óperudaga sem hún stofnaði ásamt öðrum árið 2016. „Við höfum þurft að fresta ýmsu síðasta árið en náð að vera með viðburði eins og málþing á netinu og tónleikaröðina Söngljóða- súpu, í Norræna húsinu,“ en maður hennar rekur kaffihúsið þar. „Von- andi getum við verið með Óperudaga á þessu ári,“ en meðal viðburða sem hefur þurft að fresta er uppsetning á óperunni Fídelío eftir Beethoven þar sem Guja átti að fara með hlut- verk Leónóru. Meðal annarra verk- efna framundan er Valkyrja Wag- ners á Listahátíð 2022 þar sem Guja mun fara með hlutverk Rossweisse. Sambýlismaður Guju er Árni Ólafur Jónsson, f. 1980, viðskipta- fræðingur og kokkur, og rekur hann kaffihúsið MATR. Sonur þeirra er Þór Maggi Árnason, f. 2018. For- eldrar Guju: Gísli Vilberg Sigur- björnsson, f. 1936, d. 2011, og Þór- hildur Maggí Sandholt, f. 1942. Þau ráku fasteignasöluna Stakfell, en Þórhildur er núna lögfræðingur á Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Guja Sandholt Til hamingju með daginn BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ Kemur út 16. apríl Viðtöl viðBRÚÐHJÓN Fatnaður, förðun og hárgreiðsla Giftingahringir BRÚÐKAUPSVEISLUR Veisluþjónustur og salir Dekur fyrir brúðhjón Brúðkaupsferðir ÁSTARSÖGUR og margt fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA til mánudagsins 12. apríl Katrín Theódórsdóttir S. 569 1105 kata@mbl.is - meira fyrir áskrifendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.