Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
„JÁ, ÉG GRÉT – EN ÞAÐ VAR EKKI ÁKALL
Á HJÁLP.“
„HEFURÐU EINHVERJA HUGMYND UM ÞAÐ Á
HVERSU MIKLUM HRAÐA ÞÚ VARST?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að eiga óþrjótandi
brunn af smákökum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUND,
HUNDURINN MINN HLÝÐIR
MÉR EKKI“
„HVAÐ ER AÐ
HONUM?“
VOFF!
VOFF!
VOFF!
HVAÐ ER AÐ
ÞÉR?
FÉLAGAR, EF VIÐ TRÚUM STÖNDUM
VIÐ UPPI SEM SIGURVEGARAR Í
ORUSTUNNI!
HA! HVAÐA TRÚ?!
TRÚ Á ÞAÐ AÐ EF VIÐ TÖPUM ENDUM
VIÐ Í SALTNÁMUNUM!
FÖRUM OG
SIGRUM!
í nýjum, áhugasömum og sístækkandi
söfnuði með frábærum prestum og
öðru starfsfólki, hæfileikaríku tónlist-
arfólki, einstaklega öflugum sóknar-
nefndum, byggingarnefnd og safn-
aðarfélagi, þar sem allir voru sam-
stíga og opnir fyrir nýjungum í
safnaðarstarfinu. Glæsileg kirkja og
Kirkjusel bera vott um mikinn eld-
móð, áhuga og fórnfúst starf í þessum
stærsta söfnuði landsins.
Við Elín höfum átt blessunarríka
samleið í 54 ár þar sem fjölskyldan
hefur verið í öndvegi í lífi okkar hjóna.
Safnaðarstarfið var mikið áhugamál
hjá okkur báðum. Bæði í safnaðar-
starfinu á Siglufirði og hér í Grafar-
voginum eignuðumst viðmarga góða
vini – ævivini – sem svo sannarlega
ber að þakka á tímamótum í lífinu.“
Fjölskylda
Vigfús kvæntist 27.7. 1968 Elínu
Pálsdóttur, f. 16.6. 1948, fyrrv. for-
stöðumanni Jöfnunarsjóðs sveitarfé-
laga. Hún er dóttir hjónanna Stefáns
Stefánssonar, f. 31.12. 1928, d. 14.10.
2012, iðnskólakennara í Reykjavík, og
k.h., Bjargar Bogadóttur, f. 13.9.
1926, d. 8.9. 2009, húsfreyju.
Börn Vigfúsar og Elínar eru 1)
Árni Þór, f. 4.5. 1976, fram-
kvæmdastjóri en kona hans er Ma-
riko Margrét Ragnarsdóttir, yfir-
maður tækni- og
hugbúnaðarþróunar, og eru synir
þeirra Vigfús Fróði, Tómas Grettir
og Emil Eldar. Þau eru búsett í
Stokkhólmi. 2) Björg, f. 21.12. 1978,
klíniskur fjölskyldumeðferðafræð-
ingur en maður hennar er Reimar
Pétursson hrl. og eru börn þeirra
Pétur Goði, Erna María og Þór. 3)
Þórunn Hulda, f. 29.4. 1980, fram-
kvæmdastjóri en maður hennar er
Finnur Bjarnason rafvirki og eru
dætur þeirra Elín Helga og Elma
Björg.
Systkini Vigfúsar: Gunnar Maggi
Árnason, f. 24.12. 1940, d. 23.8. 2003,
prentsmiðjustjóri í Kópavogi; Halla
Vilborg Árnadóttir, f. 28.10. 1948,
fyrrv. bankastarfsmaður í Reykjavík;
Rúnar Jón Árnason, f. 19.6. 1953, leið-
sögumaður í Reykjavík.
Foreldrar Vigfúsar voru Árni
Ingvar Vigfússon, f. 10.7. 1914, d.
16.4. 1982, bifreiðarstjóri í Reykjavík,
og k.h., Hulda Halldórsdóttir, f. 10.5.
1920, d. 12.2. 2000, húsfreyja.
Vigfús Þór
Árnason
Guðrún Sýrusdóttir
húsfreyja á Hellissandi
Sigurður Gilsson
verkamaður á Hellissandi
Sólveig Bergmann Sigurðardóttir
húsfreyja á Byggðarenda og víðar í Reykjavík
Júlíus Sigurðsson
formaður á Byggðarenda
Hulda Halldórsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þorkatla Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Jónsson
tómthúsmaður á Byggðarenda í Skuggahverfi í Rvík
Ingibjörg Gestsdóttir
ljósmóðir í Reykjavík
Árni Árnason
dómkirkjuvörður í Reykjavík
Vilborg Elín Magnúsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Vigfús Lúðvík Árnason
lagermaður í Reykjavíkurapóteki
Elínborg Guðmundsdóttir
húsfreyja á Sveinsstöðum
Magnús Jóhannesson
bóndi á Sveinsstöðum í Neshreppi utan Ennis, Snæf.
Úr frændgarði Vigfúsar Þórs Árnasonar
Árni Ingvar Vigfússon
bifreiðarstjóri í Reykjavík
Lausn Helga R. Einarssonar álaugardagsgátunni fylgdu
tvær limrur með þessari athuga-
semd: „Allt snýst nú um veirur og
gos. Þessar eru öðruvísi“ – „Sá
óheppni“:
Heimskupörin þau há ’onum,
hrósyrðin streyma’ ekki frá ’onum,
auk þess er blá
bólgin og grá
bóla á nefinu á ’onum,
Fór aldrei með fleipur
Bráðum er ég allur
útlistaði Hallur,
inn svo skreið
og út af leið,
enginn rugludallur.
Þorgils Hlynur Þorbergsson guð-
fræðingur frá Bolungarvík skrifar
á facebooksíðu sína eftir tvo tap-
leiki knattspyrnulandsliðsins:
Gylfalausir getum ei
glæstum sigrum fagnað,
geta leikmenn nokkuð? Nei,
nema bölvað, ragnað!
Liechtenstein er lambið grátt,
leikinn þann skal vinna.
Leikmenn þurfa að hugsa hátt,
helst öll svör að finna.
Ef sífellt boltann senda má,
sókn dauð enda tekur,
en boltastrákum bendi á
bolti’ í vort mark lekur.
Knattspyrnunnar kúnst er sú,
keppa að því marki:
Sigri’ á hafa tröllatrú,
treysta eigin sparki.
Skorið mörkin mörg og glæst,
miðið, skjótið, þorið!
Gengur bara betur næst,
bráðum kemur vorið.
Eða:
Skorið mörkin mörg og glæst,
miðið, þorið, skjótið!
Gengur bara betur næst,
boltans framtíð mótið.
Friðrik Steingrímsson yrkir að
gefnu tilefni:
Blómstrað getur ástin enn
oft þó fari í hringi,
fljótt á vorin fara menn
að fíla grön á þingi.
Indriði á Skjaldfönn rifjar upp
stöku eftir Stephan G. Stephansson:
Hvar þér opnar heillin mín
heimur sínar álfur,
gef honum bara brosin þín,
böl þitt eigðu sjálfur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Veirur og gos
og bóla á nefinu