Morgunblaðið - 06.04.2021, Síða 26
SKOTLAND
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Varnarmaðurinn Arna Sif Ásgríms-
dóttir gekk til liðs við Skotlands-
meistara Glasgow City á láni frá
Þór/KA rétt eftir jól á síðasta ári.
Áætlað var að fyrsti leikur Örnu
Sifjar færi fram skömmu síðar, þann
17. janúar, en það gekk ekki eftir.
Það var ekki fyrr en á sunnudaginn,
páskadag, þegar hún skoraði í 3:0-
sigri gegn nágrönnunum í Celtic, að
hún spilaði loks sinn fyrsta leik fyrir
liðið.
Vegna kórónuveirufaraldursins
og útgöngubanns í tengslum við
hann í Skotlandi þurfti Arna Sif
nefnilega að bíða í rúma þrjá mánuði
eftir því að spila sinn fyrsta leik frá
því hún hóf æfingar með liðinu, í stað
rúmra tveggja vikna eins og til stóð.
„Þetta hefur náttúrlega verið svo-
lítið skrítið með þessu Covid-stoppi.
Þegar ég kem erum við bara að æfa
venjulega, saman sem lið, en svo eft-
ir einhverja 10 daga er útgöngubann
sett á og við fáum ekki að æfa neitt.
Við fengum síðar leyfi til þess að æfa
bara tvær og tvær saman og reynd-
um einfaldlega að gera það besta úr
þessu. Þetta eru auðvitað búnar að
vera ferlega skrýtnar aðstæður,“
sagði Arna Sif í samtali við Morgun-
blaðið.
Lífið í Glasgow á undarlegum tím-
um hefur þrátt fyrir allt verið í lagi.
„Það hefur í rauninni verið mjög fínt
miðað við allt. Það er allt lokað og
lítið um að vera. Við vorum beðnar
um að vera mestmegnis heima til
þess að koma okkur ekki í nein vand-
ræði. En ég er mjög heppin með
stelpuna sem ég bý með og við erum
búnar að vera duglegar að reyna að
gera gott úr þessu og reyna að fara í
göngutúra hér og þar, reyna aðeins
að skoða lífið í borginni,“ sagði hún.
Munurinn snýr að peningum
Knattspyrnuleikir karla hafa farið
sleitulaust fram í tveimur efstu
deildunum í Skotlandi þessa tvo og
hálfan mánuð sem keppni í kvenna-
deildinni hefur legið niðri. Arna Sif
telur aðalástæðuna fyrir þessum
mun snúa að peningum. „Eins og ég
skildi þetta er boðið upp á vikulegar
skimanir hjá körlunum og þessi fé-
lög eru betur fær um að halda utan
um allt það sem þarf að uppfylla í
tengslum við Covid, sem kostar nátt-
úrlega mikið af peningum.“
Félag hennar, Glasgow City, er þó
eitt af þeim kvennaliðum í skosku
úrvalsdeilduinni sem hefur ráð á að
borga fyrir vikulegar skimanir en
það á ekki við um öll átta lið deild-
arinnar. „Það hafa ekki öll liðin í
kvennadeildinni tök á því að borga
fyrir vikulegar skimanir. Þetta var
því í rauninni ekki hægt af því að það
er ekki rökrétt að leyfa topp þremur
liðunum að æfa vegna þess að þau
eiga peninga. Það þurfti það sama að
ganga yfir alla,“ útskýrði hún.
Síðasti leikur í september
Sem áður segir sneri Arna Sif
loksins aftur á knattspyrnuvöllinn
þegar hún lék allan leikinn í örugg-
um 3:0-sigri gegn grönnunum í Celt-
ic. Hún skoraði annað mark leiksins
með þrumuskalla eftir hornspyrnu.
Hvernig var að snúa aftur á völlinn
og skora mark í þokkabót í sínum
fyrsta leik?
„Það var bara hrikalega skemmti-
legt. Það var auðvitað smá stress af
því að það var svo langt síðan maður
hafði spilað. Ég held ég hafi spilað
síðasta fótboltaleikinn minn í sept-
ember, þannig að stressið var
kannski bara eðlilegt. En við erum
búnar að fá að æfa sem lið í ein-
hverjar fjórar vikur núna þannig að
maður var held ég eins vel undir-
búinn og maður gat verið. Æfing-
arnar eru búnar að vera góðar og
maður hefur hugsað vel um sig.
Þetta var bara geggjað og að skora
er náttúrlega alltaf skemmtilegt,
það var smá bónus,“ sagði Arna Sif.
Auðvitað mjög svekkjandi
Lánssamningur Örnu Sifjar við
Glasgow City gildir einungis í rúman
mánuð í viðbót og snýr hún aftur til
uppeldisfélagsins Þórs/KA að hon-
um loknum. „Ég er bara með samn-
ing til 10. maí. Ef allt hefði verið eðli-
legt hefði deildin verið að klárast um
2. maí og ég hefði þá náð að klára
alla leikina en fyrst þetta fór svona
næ ég bara helmingnum af því sem
eftir er.
Það er auðvitað mjög svekkjandi.
Það er auðvelt að pirra sig á því en
maður stjórnar svo sem ekki þessu
blessaða Covid-ástandi. En auðvitað
er þetta ótrúlega leiðinlegt af því að
mér líður mjög vel hérna og finnst
ég passa vel inn í þetta lið. Þetta er
miklu betra lið en ég hélt. Ég var
ekki alveg viss út í hvað ég var að
fara en það eru bara ótrúlega góðir
leikmenn hérna og þetta er klárlega
umhverfi til þess að vaxa og þrosk-
ast enn meira. Þannig að þetta er
smá fúlt,“ sagði Arna Sif.
Gæti farið aftur síðar
Hún sagði það ekkert hafa verið
rætt að framlengja núverandi láns-
samning en að öllum dyrum verði þó
haldið opnum. „Það hefur ekkert
komið til tals núna. Ég er samnings-
bundin Þór/KA út október þannig að
ég veit ekki hvort það væri mögu-
leiki, en við höfum svo sem alveg
rætt það hvort við myndum tala
saman eftir sumarið.“
Áhugi Glasgow City var enda það
mikill að liðið vildi upphaflega fá
hana alfarið til liðs við sig. „Við töl-
uðum um það þegar þetta byrjaði,
þeir vildu semja fyrst til einhverra
ára en við ákváðum svo að fara þessa
leið. Ef báðir aðilar vilja, þá væri
kannski hægt að ræða saman eftir
tímabilið á Íslandi,“ sagði Arna Sif
að lokum í samtali við Morgunblaðið.
Beið í þrjá
mánuði eftir
fyrsta leiknum
- Fengu hvorki að æfa né keppa
Morgunblaðið/Þórir
Leiðtogi Arna Sif Ásgrímsdóttir er fyrirliði Þórs/KA og snýr aftur til liðs-
ins í maí þegar lánssamningur hennar við Glasgow City rennur út.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
England
Everton – Crystal Palace ...................... 1:1
- Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá
Everton á 30. mínútu.
Arsenal – Liverpool ............................... 0:3
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Southampton – Burnley ........................ 3:2
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu
90 mínúturnar fyrir Burnley.
Chelsea – WBA ....................................... 2:5
Leeds – Sheffield United........................ 2:1
Leicester – Manchester City ................. 0:2
Newcastle – Tottenham.......................... 2:2
Aston Villa – Fulham .............................. 3:1
Manchester United – Brighton.............. 2:1
Wolves – West Ham................................ 2:3
Staðan:
Manch. City 31 23 5 3 66:21 74
Manch. Utd 30 17 9 4 58:33 60
Leicester 30 17 5 8 53:34 56
West Ham 30 15 7 8 48:37 52
Chelsea 30 14 9 7 46:30 51
Tottenham 30 14 7 9 51:32 49
Liverpool 30 14 7 9 51:36 49
Everton 29 14 5 10 41:38 47
Aston Villa 29 13 5 11 42:31 44
Arsenal 30 12 6 12 40:35 42
Leeds 30 13 3 14 47:48 42
Crystal Palace 30 10 8 12 32:48 38
Southampton 30 10 6 14 39:53 36
Wolves 30 9 8 13 30:41 35
Burnley 30 8 9 13 24:40 33
Brighton 30 7 11 12 33:38 32
Newcastle 30 7 8 15 30:50 29
Fulham 31 5 11 15 24:41 26
WBA 30 4 9 17 25:59 21
Sheffield Utd 30 4 2 24 17:52 14
Reading – West Ham.............................. 0:5
- Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
fyrir West Ham.
B-deild:
Stoke – Millwall ...................................... 1:2
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 82. mínútu hjá Millwall.
Þýskaland
Augsburg – Hoffenheim........................ 2:1
- Alfreð Finnbogason var allan tímann á
varamannabekk Augsburg..
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Wolfsburg – Bayern München .............. 2:0
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á
varamannabekknum hjá Bayern Münc-
hen.
Eintracht Frankfurt – Freiburg ...........2:1
- Alexandra Jóhannsdóttir var á vara-
mannabekknum hjá Frankfurt.
_ Wolfsburg og Frankfurt leika til úrslita.
Frakkland
Bordeaux – Issy ...................................... 1:0
- Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í
leikmannahópi Bordeaux.
Le Havre – Dijon .................................... 0:2
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Anna
Björk Kristjánsdóttir, Andrea Rán Hauks-
dóttir léku allar allan leikinn fyrir Le
Havre.
Rússland
Tambov – CSKA Moskva ....................... 1:2
- Hörður Björgvin Magnússon lék fyrstu
70 mínúturnar í liði CSKA Moskvu, Arnór
Sigurðsson lék allan leikinn fyrir liðið.
Rúmenía
CFR Cluj – Dinamo Búkarest ............... 1:0
- Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á hjá
Cluj á 66. mínútu.
Grikkland
Panathinaikos – PAOK.......................... 3:0
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
fyrir PAOK.
Katar
Al-Arabi – Al-Duhail.............................. 2:3
- Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 85
mínúturnar fyrir Al-Arabi. Heimir Hall-
grímsson þjálfar liðið.
Skotland
Celtic – Glasgow City ............................ 0:3
- Barbára Sól Gísladóttir var ekki í leik-
mannahópi Celtic.
- Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn
og skoraði fyrir Glasgow City.
Danmörk
Midtjylland – Bröndby........................... 1:0
- Mikael Anderson lék fyrstu 62 mínút-
urnar fyrir Midtjylland.
- Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 80
mínúturnar fyrir Bröndby.
Nordsjælland – AGF .............................. 2:0
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 80
mínúturnar fyrir AGF.
Horsens – OB .......................................... 1:1
- Ágúst Eðvald Hlynsson var allan tím-
ann á varamannabekk Horsens.
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
fyrir OB og Sveinn Aron Guðjohnsen kom
inn á sem varamaður á 81. mínútu og lagði
upp mark.
B-deild:
Silkeborg – Helsingör............................ 2:0
- Patrik Gunnarsson lék allan leikinn fyr-
ir Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson lék
síðari hálfleikinn og lagði upp mark.
Lettland
Riga – Spartaks Jürmala....................... 6:1
- Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn
fyrir Riga og lagði upp mark.
50$99(/:+0$
_ Hörður Björgvin Magnússon,
landsliðsmaður í knattspyrnu, er
með slitna hásin og þarf að fara í að-
gerð vegna þess. Hann leikur því ekki
meira með CSKA Moskvu á þessari
leiktíð og landsliðið mun ekki njóta
krafta hans næstu mánuðina. Hörður
var borinn af velli á 70. mínútu er
CSKA Moskva vann Tambov á útivelli
í rússnesku úrvalsdeildinni á páska-
dag.
_ Patty Tavatanakit frá Taílandi
sigraði á fyrsta risamóti ársins í golfi
þegar hún lék samtals á 18 höggum
undir pari á ANA Inspiration-mótinu í
Kaliforníu. Tavatanakit er aðeins 21
árs og er nýliði í LPGA-mótaröðinni
en nýliði á mótaröðinni hefur ekki
unnið ANA-mótið síðan 1984 þegar
Juli Inkster afrekaði það.
_ Diljá Ýr Zomers og samherjar í
Häcken frá Gautaborg leika til úrslita
í sænsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu eftir 1:0-sigur á Rosengård í
undanúrslitunum. Diljá er nýkomin til
félagsins frá Val en félagsskiptin
gengu í gegn í síðasta mánuði. Hún
var á varamannabekk liðsins allan
leikinn en landsliðsmiðvörðurinn
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði all-
an leikinn með Rosengård. Häcken
mætir Eskilstuna í úrslitaleiknum.
_ Í karlaflokki gætu þrír Íslendingar
komið við sögu í úrslitaleiknum.
Hammarby leikur til úrslita eftir 1:0-
sigur gegn Djurgården í undanúrslit-
unum á páskadag. Jón Guðni Fjólu-
son lék allan leikinn með Hammarby
sem mætir Häcken í úrslitum. Í liði
Häcken eru þeir Valgeir Lunddal
Friðriksson og Oskar Tor Sverrisson.
_ Alexandra Jóhannsdóttir og
samherjar í Eintracht Frankfurt leika
til úrslita í þýsku bikarkeppninni í
knattspyrnu eftir 2:1-sigur á Frei-
burg í undanúrslitunum. Alexandra
gekk til liðs við Frankfurt í janúar en
var ónotaður varamaður í undan-
úrslitaleiknum. Frankfurt mætir
stórliðinu Wolfsburg í úrslita-
leiknum.
_ Spænsku meistararnir í Barce-
lona eru komnir áfram í 8-liða úrslit
Meistaradeildar karla í handknatt-
leik en norska liðið Elverum reyndist
lítil hindrun fyrir Börsunga. Barce-
lona sló Elverum út í 16-liða úrslit-
um 76:44 samanlagt. Barcelona
þurfti ekki á stjörnuleik frá Aroni
Pálmarssyni að halda að þessu sinni
Eitt
ogannað
Íslensku knattspyrnumennirnir í
Hollandi fóru ekki of geyst í páska-
matinn. Þrír léku með liðum sínum
um páskahelgina og skoruðu allir.
Albert Guðmundsson skoraði eina
markið þegar AZ Alkmaar vann
Willem II 1:0 á útivelli. Er AZ í 3.
sæti úrvalsdeildarinnar.
Í b-deildinni skoruðu þeir Elías
Már Ómarsson og Kristófer Ingi
Kristinsson. Kristófer kom inn á hjá
Jong PSV á 69. mínútu og skoraði í
3:1-sigri á Maastricht á heimavelli.
Elías Már Ómarsson skoraði fyrir
Excelsior en það dugði skammt því
liðið fékk svakalegan 7:2-skell gegn
Cambuur á útivelli. kris@mbl.is
AFP
AZ Albert hefur leikið vel í vetur
þegar hann hefur fengið tækifæri.
Þrír Íslendingar á skot-
skónum um páskana
GOG varð deildarmeistari í efstu
deild karla í danska handknatt-
leiknum en með liðinu leikur lands-
liðsmarkvörðurinn Viktor Gísli
Hallgrímsson.
Nú tekur við úrslitakeppni átta
liða sem skipt er í tvo riðla, en Ís-
lendingar eiga fulltrúa í sex þess-
ara liða. Arnór Atlason er aðstoðar-
þjálfari Álaborgar, sem hafnaði í 2.
sæti. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur
með Holsterbro, sem varð í 3. sæti.
Sveinn Jóhannsson með Sönder-
jyskE, sem varð í 5. sæti, Elvar Örn
Jónsson með Skjern, sem varð í 6.
sæti, og Ágúst Elí Björgvinsson
með Kolding, sem varð í 8. sæti.
Íslendingar í sex liðum
af átta í úrslitakeppninni
AFP
Danmörk Viktor Gísli Hallgrímsson
varð deildarmeistari með GOG.