Morgunblaðið - 06.04.2021, Qupperneq 27
og vann síðari leikinn í gær 39:19.
Aron skoraði 1 mark og gaf eina
stoðsendingu en meira mun vafalítið
mæða á Aroni þegar lengra líður á
keppnina.
_ Alexander Petersson skoraði tvö
mörk fyrir Flensburg sem vann
32:29-útisigur á Magdeburg og end-
urheimti toppsætið í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik. Magdeburg
hafði ekki tapað í síðustu 14 deild-
arleikjum sínum eða síðan á síðasta
ári en gestirnir voru sterkari á loka-
kaflanum að þessu sinni.
Með sigrinum tókst Flensburg að
komast aftur á toppinn og hefur þar
36 stig en Kiel er í öðru sæti með 35
stig og Magdeburg í þriðja með 34
stig. Ómar Ingi Magnússon var
markahæstur heimamanna með sjö
mörk, þar af þrjú úr vítum.
_ Japanska sundkonan Rikako Ikee
er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó
í sumar, aðeins tveimur árum eftir að
hún greindist með hvítblæði. Ikee er
aðeins tvítug en hún sló í gegn á
Asíuleikunum árið 2018, vann til sex
gullverðlauna og þótti líkleg til stór-
afreka áður en hún greindi frá veik-
indunum. Hún sagðist þó ætla að
sigrast á þeim á sínum tíma og virð-
ist hafa staðið við þau orð. Hún náði
lágmarkinu inn á Ólympíuleikana
með því að koma fyrst í mark í 100
metra flugsundi á móti í heimaland-
inu á tímanum 57,77 sekúndunum.
Hún byrjaði ekki að æfa á fullu fyrr
en í mars á síðasta ári eftir að hafa
dvalið á sjúkrahúsi í tíu mánuði.
_ Knattspyrnumaðurinn Kjartan
Henry Finnbogason glímir við alvar-
legri meiðsli en fyrst var haldið og
verður sóknarmaðurinn frá næstu
vikurnar. Kjartan, sem er samnings-
bundinn Esbjerg í dönsku B-
deildinni, meiddist í leik Esbjerg og
Viborg í síðasta mánuði. Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Esbjerg, sagði
við JydskeVestkysten um helgina að
Kjartan yrði sennilega ekki með í
næstu þremur leikjum Esbjerg í
dönsku B-deildinni. Úrslitariðill B-
deildarinnar hófst í gærþar sem sex
efstu liðin leika um tvö laus sæti í
úrvalsdeildinni.
_ Þorlákur Árnason mun láta af
störfum sínum sem yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá knattspyrnu-
sambandi Hong Kong í sumar. Samn-
ingur hans við sambandið rennur þá
út og Þorlákur snýr sér að öðru. Þor-
lákur sagði í útvarpsþætti Fótbolt-
a.net að hann hefði náð að ljúka
þeim verkefnum sem hann tók að sér
en hann tók við starfinu árið 2019.
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar
hans hjá Everton misstu af góðu
tækifæri til að sækja að liðunum
fyrir ofan þá í ensku úrvalsdeildinni
í fótbolta er liðið þurfti að sætta sig
við 1:1-jafntefli gegn Crystal Palace
á heimavelli í gær. Everton var
töluvert sterkari aðilinn og skapaði
sér fjölda færa, en hetjuleg frammi-
staða Vicente Guaita í marki
Crystal Palace kom í veg fyrir að
Everton fagnaði sigri. Hvað eftir
annað varði Guaita frá sóknar-
mönnum Everton úr góðum færum
og hinum megin refsaði Michy
Batshuayi með jöfnunarmarki á 86.
mínútu eftir að James Rodríguez
hafði komið Everton yfir á 56. mín-
útu. Gylfi byrjaði á bekknum hjá
Everton en leysti meiddan André
Gomes af hólmi á 31. mínútu. Gylfi
komst ekki mikið í takt við leikinn
og hefur oft spilað betur. Leicester,
Chelsea og Tottenham töpuðu öll
stigum um páskahelgina og gæti
það reynst dýrkeypt fyrir Everton
að nýta sér það ekki betur.
Geta kælt kampavínið
Sigurvegarar helgarinnar voru
Manchester-liðin tvö og West Ham.
Stuðningsmenn Manchester City
geta farið að kæla kampavínið eftir
2:0-útisigur á Leicester á laug-
ardaginn var. City var miklu betri
aðilinn frá fyrstu mínútu og var sig-
urinn gífurlega verðskuldaður. City
hefur svarað tapinu fyrir Manchest-
er United í mars með fimm sann-
færandi sigrum í öllum keppnum.
Bláa liðið í Manchester er með fjór-
tán stiga forskot á granna sína, en
United á leik til góða. Þrátt fyrir
það eru afar litlar líkur á því að
City tapi nægilega mörgum stigum
til að United eigi möguleika á topp-
sætinu.
United tapar ekki í deildinni
United þurfti að hafa mikið fyrir
2:1-sigri á Brighton á heimavelli á
sunnudag. Mason Greenwood skor-
aði sigurmarkið á 83. mínútu, 20
mínútum eftir að Marcus Rahsford
jafnaði í 1:1. United lenti snemma
undir þar sem Danny Welbeck,
fyrrverandi leikmaður liðsins, kom
Brighton yfir á 13. mínútu. United
hefur hins vegar aðeins tapað ein-
um deildarleik síðan 1. nóvember
og er liðið nú með fjögurra stiga
forskot á Leicester í baráttunni um
annað sætið. Næsti leikur United
er gegn Granada í átta liða úrslit-
um Evrópudeildarinnar, þar sem
liðið er líklegt til afreka.
Þá fór West Ham upp í fjórða
sætið með 3:2-sigri á Wolves á úti-
velli í gær. West Ham hefur komið
öllum á óvart á leiktíðinni og væri
það magnað afrek fyrir David Mo-
yes ef honum tekst að koma Hömr-
unum í Meistaradeildina.
Óvæntustu úrslit helgarinnar
urðu á laugardag er WBA gerði sér
lítið fyrir og vann 5:2-útisigur á
Chelsea. Thiago Silva fékk rautt
spjald á 29. mínútu í stöðunni 1:0
Chelsea í vil og við það hrundi leik-
ur liðsins. Chelsea er fallið niður í
fimmta sæti í baráttunni um sæti í
Meistaradeildinni. Þrátt fyrir sig-
urinn er WBA enn átta stigum frá
öruggu sæti í deildinni. Þá mistókst
Tottenham að nýta sér tap Chelsea-
manna því liðið fékk á sig jöfn-
unarmark undir lokin gegn New-
castle á útivelli þar sem lokatölur
urðu 2:2.
Dýrkeypt fyrir Everton
- City í kjörstöðu - United sneri tafl-
inu við - Chelsea fékk ótrúlegan skell
AFP
Basl Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hjá Everton misstu af góðu tæki-
færi til að sækja að liðunum fyrir ofan í ensku úrvalsdeildinni í gær.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. APRÍL 2021
Spánn
Gran Canaria – Zaragoza................... 84:76
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig og
tók 2 fráköst fyrir Zaragoza.
Valencia – Joventut Badalona ......... 89:102
- Martin Hermannsson lék ekki með Val-
encia vegna meiðsla.
Andorra – Baskonia ............................ 68:82
- Haukur Helgi Pálsson lék ekki með An-
dorra vegna meiðsla.
B-deild:
Melilla – Girona ................................... 95:93
- Kári Jónsson skoraði 6 stig.
Caceres – Real Canoe ......................... 81:80
- Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 5
stig, gaf 2 stoðsendingar og tók 3 fráköst
fyrir Real Canoe.
Þýskaland
Fraport Skyliners – Crailsheim ........ 92:84
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 22 stig,
gaf 5 stoðsendingar fyrir Fraport.
NBA-deildin
Chicago – Brooklyn.......................... 115:107
LA Clippers – LA Lakers.................. 104:86
Boston – Charlotte ............................. 116:86
Philadelphia – Memphis .................. 100:116
Atlanta – Golden State..................... 117:111
Houston – New Orleans................... 115:122
Denver – Orlando ............................. 119:109
4"5'*2)0-#
Þýskaland
Wetzlar – RN Löwen........................... 34:32
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir
Löwen.
Magdeburg – Flensburg..................... 29:32
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson er frá vegna meiðsla.
- Alexander Petersson skoraði 2 mörk
fyrir Flensburg.
Göppingen – Füchse Berlín................ 25:24
- Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr-
ir Göppingen og Janus Daði Smárason er
frá vegna meiðsla.
Kiel – Stuttgart.................................... 33:28
- Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir
Stuttgart.
B-deild:
Bietigheim – Aue................................. 31:20
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot í
marki Bietigheim.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1
mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 3 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, seinni leikur:
Barcelona – Elverum .......................... 39:19
- Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir
Barcelona sem fer áfram í 8-liða úrslit
76:44 samanlagt.
Danmörk
Aalborg – Holstebro............................ 34:30
- Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal-
borg.
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 3 mörk
fyrir Tvis Holstebro.
Mors – Skjern....................................... 26:32
- Elvar Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Skjern.
Kolding – Lemvig................................ 31:31
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot í
marki Kolding.
Ribe-Esbjerg – Ringsted .................... 30:32
- Daníel Þór Ingason skoraði 4 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Rúnar Kárason 1.
Fredericia – GOG ................................ 26:30
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 16 skot í
marki GOG.
SönderjyskE – Aarhus........................ 27:33
- Sveinn Jóhannsson skoraði 2 mörk fyrir
SönderjyskE.
Svíþjóð
8-liða úrslit, fjórði leikur:
Kristianstad – Malmö.......................... 34:28
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 7
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson 3.
_ Kristianstad vann samtals 3:1 og er kom-
ið í undanúrslit.
%$.62)0-#
Evrópumeistararnir í Bayern
München tóku stórt skref í áttina að
Þýskalandsmeistaratitlinum í
knattspyrnu með 1:0-útisigri í topp-
slag gegn Leipzig á laugardag.
Leon Goretzka, sem skoraði fyrir
Þýskaland gegn Íslandi í undan-
keppni HM á dögunum, skoraði sig-
urmarkið á 38. mínútu. Leipzig var
töluvert sterkari aðilinn í seinni
hálfleik en tókst ekki að jafna met-
in og fyrir vikið munar nú sjö stig-
um á liðunum. Bayern er með 64
stig á toppi deildarinnar og Leipzig
í öðru sæti með 57 stig þegar sjö
umferðir eru eftir. Leipzig gat því
með sigri minnkað forskot Bæjara
niður í eitt stig. Það tókst ekki,
jafnvel þótt Bayern sé nú án Ro-
berts Lewandowski sem valinn var
leikmaður ársins í heiminum 2020.
Tvö efstu liðin mættust einnig í
Frakklandi þegar Lille vann Paris
St. Germain í París 1:0. Brasilíu-
maðurinn Neymar hjá Paris fékk
rauða spjaldið í leiknum. Lille er á
toppnum með þriggja stiga forskot
á Paris St. Germain.
AFP
Mikilvægt Leon Goretzka fagnar markinu sem reyndist sigurmarkið.
Bayern og Lille unnu
uppgjörsleikina
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, lands-
liðskona í blaki frá Norðfirði, var
á dögunum valin í úrvalslið tíma-
bilsins í sænsku úrvalsdeildinni.
Jóna Guðlaug leikur sem atvinnu-
maður með Hylte/Halmstad og
hefur liðið átt stórkostlegt tíma-
bil, þar sem bikarmeistara- og
deildarmeistaratitlar eru þegar í
höfn.
„Það er náttúrlega mikill heið-
ur að vera valin og ég var rosa-
lega glöð að fá þessa útnefningu í
ár. Ég byrjaði leiktímabilið meidd
og það tók smá tíma að koma til
baka. En svo er ég auðvitað með
frábært lið á bak við mig sem
hjálpar til. Ég er rosalega
ánægð,“ sagði Jóna Guðlaug í
samtali við mbl.is.
Það eru ekki einu erfiðleikarnir
sem hún, og liðið, hefur yfirstigið
á tímabilinu því að eftir að Hylte/
Halmstad hafði verið fullkomlega
óstöðvandi greindist allt byrj-
unarliðið með kórónuveiruna í
febrúar síðastliðnum. „Við vorum
í öllum fjölmiðlum í útlöndum því
að við töpuðum ekki hrinu þangað
til að við fengum Covid í liðið.
Allt byrjunarliðið fékk Covid.
Það voru svona smá erfiðleikar
sem fylgdu því. Við fengum þetta
í febrúar inn í liðið og það varð
smá uppnám þá. Þá töpuðum við
okkar fyrsta leik. Með því er ekki
ætlunin að kasta bekknum undir
rútuna, þær stóðu sig mjög vel í
erfiðum aðstæðum,“ sagði Jóna
Guðlaug en lengra viðtal við hana
er að finna á mbl.is/sport frá því
á föstudag.
Hylte/Halmstad er komið í
undanúrslit í úrslitakeppninni um
sænska meistaratitilinn og glímir
þar við Örebro, lið sem Jóna lék
áður með. Staðan í rimmunni er
1:0 Örebro í vil.
gunnaregill@mbl.is
Mikil velgengni þrátt
fyrir mörg smit
Ljósmynd/HHVolley
Öflug Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir í
búningi sænska liðsins.
Dragan Adzic hefur verið ráðinn
landsliðsþjálfari kvenna í hand-
knattleik í Slóveníu í kjölfar þess
að Uros Bregar sagði starfi sínu
lausu. Adzic er reyndur þjálfari en
undir hans stjórn var Svartfjalla-
land Evrópumeistari kvenna árið
2012. Slóvenía og Ísland mætast
tvívegis síðar í mánuðinum í um-
spili um laust sæti á heimsmeist-
aramótinu.
Adzic stýrir
liði Slóveníu
gegn Íslandi