Morgunblaðið - 10.04.2021, Síða 1
10 | 04 | 2021
Allt byrjará einu
skrefi
Hárkollurog japanska!
Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða
Sirrý eins og hún er kölluð, fékk
krabbamein í tvígang og var tjáð
að hún ætti aðeins fá ár eftir. Hún
skoraði krabbameinið á hólm og
hafði betur, en sérkennilegur
draumur varð til þess að hugar-
farið breyttist. Nú, sex árum síðar,
er hún á leið upp á Hvannadals-
hnjúk í hundrað kvenna hópi.
Eitt skref í einu. 14
11.APRÍL 2021SUNNUDAGUR
Rétt misstiaf Íslandi
Netapótek LyfjaversFrí heimsendingum land allt!*
BorghildurGunnarsdóttirsafnar hár-kollum ogtalar reip-rennandijapönsku. 22
Hvað kemurupp úr kössunum?Eru alþingskosningarnar í haust líklegar til að
verða sögulegar og hvað gerist að þeim loknum? 8
Til stóð að fá Jimi Hend-rix til Íslands skömmuáður en hann lést. 28
L A U G A R D A G U R 1 0. A P R Í L 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 83. tölublað . 109. árgangur .
Framúrskarandi
ferðafjölskylda!
Komdu í heimsókn og skoðaðu skemmtilega,
sparneytna og örugga ferðabíla
Kamiq
Verð frá 3.990.000 kr.
Karoq
Verð frá 5.590.000 kr.
Kodiaq
Verð frá 7.290.000 kr.
Dráttargeta
2,5 tonn!
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur
PAPPAKASSAR
REYNDUST
HEILLADRJÚGIR
HREYFIMYNDUM
VARPAÐ Á GLUGGA
OG VEGGI
HÁTÍÐ Í MIÐBÆNUM 42200 MÍLUR 24 SÍÐUR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kostnaður við sjóflutninga frá Asíu
hefur stóraukist og gæti það birst í
vöruverði á Íslandi á næstunni.
Björn Einarsson, framkvæmda-
stjóri sölu og viðskiptastýringar hjá
Eimskip, segir stóru erlendu skipa-
félögin hafa dregið úr burðargetu
eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst
í fyrra. Flutningakeðjan hafi haldið
nokkuð vel en neyslumynstrið breyst
og markaðir reynst öflugri en ætlað
var þegar faraldurinn hófst.
Frá maí 2020 hafi eftirspurnin því
reynst umfram burðargetuna og það
haft í för með sér verðhækkanir. Þá
hafi skapast mikill gámaskortur hjá
stærstu skipafélögum heims og
flöskuhálsar skapast í höfnum sem
hafi lengt flutningstímann til mikilla
muna. Dæmi séu um að sjófraktin við
að flytja 40 feta þurrgám frá megin-
höfnum Asíu til Íslands hafi hækkað
úr 3.500 í um 7.000 dali.
Innheimta forgangsgjald
Þá séu dæmi um að erlend skipa-
félög hafi innheimt forgangsgjald
fyrir flutninga sem hleypi upp verð-
inu enn frekar eða í um 10.000 dali.
„Þvílíkar hækkanir hafa aldrei sést
á flutningum til og frá Asíu og ekki er
ólíklegt að það muni smitast í vöru-
verðið,“ segir Björn. Við þetta bætist
óhappið þegar flutningaskipið Ever
Given stíflaði Súez-skurðinn.
„Fyrir óhappið töldum við að þetta
næði jafnvægi í gegnum þriðja fjórð-
ung í ár. Þetta ótrúlega mál er hins
vegar vandamál ofan á vandamál sem
við sjáum að muni teygja enn frekar á
þessari stöðu mála og jafnvel vel inn í
haustið,“ segir Björn.
Verslunareigandi í Reykjavík
sagði alla sína birgja vera að hækka
verð vegna hærri flutningskostnaðar.
Það muni koma fram í verðlagi. Þá
sagði sérfræðingur á flutningamark-
aði dæmi um tugprósenta hækkanir.
Þrýstir á vöruverðið
- Kostnaður við sjóflutninga frá Asíu hefur hækkað mikið
- Verslunareigandi segir það hafa áhrif á verðlag á Íslandi
Hulda GK, sem Trefjar hafa smíðað
fyrir Blakknes ehf. í Sandgerði, er
líklega stærsti plastbátur sem smíð-
aður hefur verið hér á landi. Bát-
urinn var nýverið sjósettur og
standa prófanir nú yfir. Um borð er
hver í áhöfn með sinn klefa og er
pláss fyrir 54 fiskikör í lestinni.
Hönnunin miðar að því að há-
marka afkastagetu og hagkvæmni
veiða, tryggja góða aflameðferð og
sem bestan aðbúnað fyrir áhöfnina,
segir Högni Bergþórsson, tækni- og
markaðsstjóri Trefja, í sérblaði 200
mílna sem fylgir Morgunblaðinu í
dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stæðileg Hulda er í Hafnarfirði en
verður afhent útgerð í næstu viku.
Aldrei smíð-
aður stærri
plastbátur
Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi eftir að tilkynnt
var um andlát Filippusar, eiginmanns Elísabetar
2. Bretadrottningar og hertoga af Edinborg, í
gærmorgun. Filippus er sá sem lengst hefur
gegnt hlutverki drottningarmanns í Bretlandi,
og lýsti Elísabet 2. því eitt sinn yfir að hann hefði
verið stoð sín og stytta í gegnum alla valdatíðina.
Fjöldi Breta lagði leið sína að Buckingham-höll í
gær og lagði blóm að girðingunni þar. »19
AFP
Þjóðarsorg í Bretlandi vegna andláts Filippusar
Íslensk stjórnvöld þurfa að leggja
fram afléttingaráætlun um tilslakanir
sóttvarnatakmarkana samfara ár-
angri í bólusetningum. Þetta kemur
fram í grein sem Ari Fenger, formað-
ur Viðskiptaráðs Íslands, ritar í
Morgunblaðið í dag.
Ari bendir á að stjórnvöld hafi lagt
fram áætlanir um bólusetningar og
eðlilegt sé að samhliða séu lagðar
fram áætlanir um afléttingu takmark-
ana samhliða bólusetningu, eins og
hafi til dæmis verið gert í Noregi og
Danmörku.
Í grein sinni minnir Ari á að fyrir-
sjáanleiki sé öllum nauðsynlegur í líf-
inu og að það eigi ekki síður við í
rekstri. Mörg fyrirtæki hafi orðið fyr-
ir verulegum búsifjum í faraldrinum
og bráðnauðsynlegt að þau hafi ein-
hver viðmið um tekjur, útgjöld, starfs-
mannahald og þar fram eftir götum.
Líkt og forsætisráðherra hafi lýst
yfir myndi hætta á alvarlegum veik-
indum, innlögnum og dauðsföllum
minnka þegar 60 ára og eldri hefðu
verið bólusettir. Miðað við yfirlýs-
ingar heilbrigðisyfirvalda ætti það
markmið að nást öðrum hvorum
megin við næstu mánaðamót. Stjórn-
völdum væri því ekkert að vanbúnaði
að ráðgera skref til að draga úr sótt-
varnaráðstöfunum og kynna þau. »
22
Vilja tilslakanir sam-
hliða bólusetningu
- Atvinnulíf þarf fyrirsjáanleika