Morgunblaðið - 10.04.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 10.04.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búnaður sem keyptur var á árinu 2019 til að dæla sandi af botni hafn- armynnis Landeyjahafnar liggur ónotaður í geymslu hjá Vegagerð- inni. Óvíst er hvort hann verður nokkurn tímann settur upp. Ráðist var í miklar framkvæmdir á árinu 2019 við að lagfæra Land- eyjahöfn. Kostnaður við verklegar framkvæmdir var um milljarður þá um sumarið. Fólst hann í því að stækka innri höfnina og skýla henni fyrir öldu, til að draga úr ókyrrð við ferjubryggjuna. Herjólfsmenn áhyggjufullir Einnig var undirbúið að koma upp búnaði við hafnarkjaftinn til þess að geta dælt sandi úr hafnarmynninu. Í því skyni var lagður vegur út eystri hafnargarðinn. Var það mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Tilgang- urinn var að skapa aðstöðu til að aka krana með dælubúnaðinn út á hafn- arhausinn og til baka. Þar átti að reka niður tunnulaga stálþil og steypa þekju ofan á sem aðstöðu fyr- ir tækin. Vegurinn nýtist einnig sem neyðarvegur ef slys verða í hafnar- mynninu. Dælurnar og tilheyrandi lagnir voru keyptar. Þegar byrjað var á framkvæmdum við tunnurnar gerðu skipstjórar Herjólfs athugasemdir. Töldu þeir að þrenging hafnarmynn- isins myndi gera það hættulegra að sigla inn í höfnina. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vega- gerðarinnar, segir að rök skipstjór- anna hafi haft mikið vægi og hafi framkvæmdum og uppsetningu bún- aðarins verið frestað á meðan málið væri athugað betur. Hann getur þess að nýr Herjólfur hafi verið kominn í gagnið og stjórnhæfni skipsins ekki þótt nægilega góð í upphafi. Ef til vill hafi það haft áhrif á afstöðu skipstjóranna. Dælurnar fóru í geymslu en Fann- ar segir að önnur aðkallandi verk- efni starfsmanna hafnadeildar hafi tafið það að framkvæmdin væri end- urmetin. Fannar svarar því hiklaust játandi þegar hann er spurður hvort ekki hafi eitthvað farið úrskeiðis við und- irbúning framkvæmdarinnar, fyrst þetta fór svona. Á fundinum með Herjólfsmönnum hafi komið fram spurningar sem Vegagerðin hafi ekki getað svarað. Vonast Fannar þó til þess að hægt verði að endurmeta þörfina fyrir þessa framkvæmd í haust. Gengið vel hjá Herjólfi Dælubúnaðurinn sjálfur kostaði um 30 milljónir kr. Auk þess var byrjað á framkvæmdum við tunnuna á eystri garðsendanum. Til stóð að koma sams konar aðstöðu fyrir á eystri garðinum. Staðan í Landeyjahöfn hefur verið góð í vetur og segir Fannar hugs- anlegt að búnaðurinn hefði ekki nýst í vetur, þótt hann hefði verið kominn upp. Nýi Herjólfur hafi reynst vel. Hann sigli alltaf þegar fært ervegna öldugangs og vindhæðar. Sandur hafi aðeins hamlað siglingum í tvær til þrjár vikur í febrúar og þá hafi sjávarföll ráðið siglingum. Dæluskip hefur verið tilbúið til verka við Landeyjahöfn í vetur. Dælubúnaður ónotaður í geymslu - Óvíst hvort botn- dælurnar verða sett- ar upp á garðsenda Landeyjahafnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hafnarmynni Framkvæmdir við athafnapláss á eystri garðsendanum hófust sumarið 2019 en voru stöðvaðar vegna óvissu um gagnsemi fyrir siglingar. Tölur um afkomu bæði Kópavogs- bæjar og Hafnarfjarðarbæjar á síð- asta ári liggja nú fyrir en bæjar- félögin hafa birt ársreikninga fyrir árið 2020. Rekstrarafgangur Kópa- vogsbæjar var 325 milljónir kr. á seinasta ári og er haft eftir Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra í tilkynn- ingu að afkoman sé miklu betri en búast mátti við eftir að faraldur kór- ónuverunnar skall á. Í Hafnarfirði var rekstrar- afgangur fyrir A- og B-hluta bæjar- sjóðs í fyrra 2.264 milljónir kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir 307 milljóna króna halla. Er mismunurinn að stórum hluta rakinn til sölu á liðlega 15% hlut bæjarins í HS Veitum hf. í fyrra og lóðasölu en hagnaðurinn af sölunni í HS Veitum nam 2.553 millj- ónum kr. Í tilkynningu bæjarins um útkomuna kemur fram að þrátt fyrir neikvæð áhrif af völdum veirufarald- ursins hafi grunnrekstur bæjarsjóðs verið traustur. Haft er eftir Rósu Guðbjarts- dóttur bæjarstjóra að Hafnarfjörður hafi mætt neikvæðum áhrifum far- aldursins með því að styrkja efna- hagslegar undirstöður sveitarfé- lagsins. Skuldaviðmið bæjarsjóðs hafi farið stöðugt lækkandi og eftir söluna á hlutnum í HS Veitum hafi það aldrei verið lægra. Nú sé hægt að snúa vörn í sókn. Fram kemur að greiðslur langtímaskulda námu alls um 3,2 milljörðum króna í fyrra en tekin voru ný lán á árinu fyrir um 3,8 milljarða kr. Skuldaviðmiðið hafði lækkað í 101% um seinustu áramót en var 112% í árslok 2019. Skuldir Kópavogsbæjar við lána- stofnanir lækkuðu að raungildi í fyrra að teknu tilliti til verðbólgu. „Hins vegar komu inn aðrir þættir eins og hækkun lífeyrisskuldbind- inga og dómur í Vatnsendamáli, sem féll 23. desember síðastliðinn. Dóm- urinn leiðir til hækkunar heildar- skulda og þar með til hækkunar skuldaviðmiðs úr 102% í 105% en viðmið samkvæmt lögum er 150%,“ segir í tilkynningu. Meðal stærstu verkefna á vegum Kópavogsbæjar eru bygging þjón- ustuíbúða í Fossvogsbrún sem ætlað er að ljúka 2021, lok framkvæmda við húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs, endurnýjun íþróttahúss í Digranesi og undirbúningur nýs Kársnesskóla. Meðal helstu fram- kvæmda í Hafnarfirði voru bygging nýs skóla í Skarðshlíð, endurgerð Sólvangs, framkvæmdir við vatns- og fráveitu, gatnagerð og hafnar- mannvirki. Betri afkoma en búist var við - Kópavogur og Hafnarfjörður kynna útkomuna 2020 Fjöldi farfugla var á vappi í fjörunni á Eyrar- bakka í fyrradag. Á myndinni má sjá hóp skóg- arþrasta sem alla jafna eru ekki vanir að leita í fjöru eftir æti. Skýringin er eflaust sú að erfitt er fyrir þrestina að sækja hefðbundna fæðu eins og skordý meðan jörð er frosin og hulin snjó. Þarna hafa þeir trúlega verið að sækja í þang- flugu, sem tildrurnar fjórar og heiðlóurnar tvær eru vanar að nýta sér. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Veisluborð í fjörunni á Eyrarbakka Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands á fimmtudag, öll við ein- kennasýnatöku. Tvö smitanna greindust í fólki í sóttkví og eitt ut- an sóttkvíar. Alls voru 103 í einangrun á Ís- landi í gær, þar af 82 á höfuðborg- arsvæðinu og 13 á Suðurlandi. 111 voru í sóttkví, langflestir á höf- uðborgarsvæðinu eða 91. 1.447 voru í skimunarsóttkví. Einn beið niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum en ekkert annað smit greindist þar á fimmtudag. Fjögur smit voru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 21 smit var á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og fimm í aldurshópnum 13-17 ára. Í aldurshópnum 18-29 ára voru 16 smit. 30 smit voru í aldurs- hópnum 30-39 ára. 20 smit voru í aldurshópnum 40-49 ára. Fjögur smit voru í aldurshópnum 50-59 ára, eitt meðal fólks á sjötugsaldri og tveir á áttræðisaldri eru með Co- vid-19. Nýgengi smita innanlands á hverja 100 þúsund íbúa er nú 20,7. Þrjú smit greindust innanlands og eitt var utan sóttkvíar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.