Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 6

Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Faglegar heildarlausnir og samkeppnishæf verð. Allt á einum stað. Fylgja ferskir vindar og ný vinnubrögð. NÝJUM ÞJÓNUSTUAÐILUM Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég tel að þarna verði brotið blað við hönnun og samsetningu skóla- byggingar í Reykjavík,“ segir Helgi Grímsson, sviðs- stjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar, um Skerjafjarðar- skóla sem taka á í notkun árið 2026. Í minnisblaði sem kynnt var í skóla- og frí- stundaráði borgarinnar á dögunum er lagt til að nýtt skólahverfi verði samþykkt í Skerjafirði fyrir 1.-7. bekk grunnskóla. Innan þess verði gamla hverfið í Skerjafirði, suður- hluti litla Skerjafjarðar auk hinnar fyrirhuguðu nýju íbúðabyggðar, Skerjabyggðar. Þar eiga að rísa 1.400 íbúðir, 700 íbúðir í fyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir að ung- lingar í hverfinu muni sækja Haga- skóla. Hinn nýi Skerjafjarðarskóli verð- ur bæði leik- og grunnskóli, fyrir börn frá eins árs til tólf ára. „Skóla- og frístundastarf verði samofið. Samanlagður barnafjöldi í leikskóla er áætlaður 300 og áætl- aður nemendafjöldi í 1.-7. bekk grunnskóla er um 350,“ segir í minnisblaði Helga. „Við sjáum fyrir okkur samspil og samnýtingu húsnæðis leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs,“ seg- ir Helgi í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að margt í starfi þeirra geti vel spilað saman. Börn á yngstu stigum grunnskóla verji miklum tíma í frístundastarfi með- fram skólastarfi og auk þess í skóla- leyfum. „Því skiptir máli að nálgast hönnun og framkvæmd með fagleg- um hætti. Við viljum búa til sterka heildarmynd.“ Hann getur þess að í Dalskóla sé starf leik- og grunnskóla samþætt en í Skerjafjarðarskóla verði gengið lengra. „Við viljum að menning leik- skólans smitist yfir á yngsta stig grunnskólans og að grunnskólinn smiti yfir á elstu börnin í leikskól- anum. Þannig nýtist aflið sem verð- ur í ólíkri fagþekkingu starfsmanna í skólanum.“ Ný samsetning verði á skólanum - Skerjafjarðarskóli á teikniborðinu Helgi Grímsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hnúfubak hefur fjölgað mjög um allan heim síðustu áratugi og lætur nærri að fjölgunin hafi oft verið um 10% á ári síðustu 20-30 árin. Áætlað er að fjöldi fullorðinna hnúfubaka í heimshöfunum sé nú um 84 þúsund dýr, en heildarfjöldinn gæti hafa verið vel innan við tíu þúsund dýr fyrir um 50 árum í kjölfar mikilla veiða á 18.-20. öld. Fjölgun hnúfu- baks er einstök miðað við aðrar teg- undir stærri hvala þó svo að margar þeirra hafi einnig tekið við sér á síð- ustu árum. Sem dæmi um miklar veiðar á hnúfubak má nefna að talið er að meira en 150 þúsund hnúfubakar hafi verið veiddir á suðurhveli jarðar á 20. öld, en friðun tók gildi þar 1963. Þá er talið að 28 þúsund hnúfubakar hafi verið veiddir frá norsku land- stöðvunum á Vestfjörðum og Aust- fjörðum 1889-1915. Hér við land er talið að stofn hnúfubaks hafi talið nokkur hundruð dýr þegar stofninn var hvað minnstur um 1920, en nú eru dýrin hér við land talin vera um eða yfir 10 þúsund. Tegundin var friðuð hér við land árið 1955, en veið- ar höfðu þá verið mjög litlar eftir 1915. Stofnar aðskildir landfræðilega Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur Hafrannsóknastofnunar, segir athyglisvert að fjölgun hnúfubaks hafi orðið á nær öllum svæðum í heiminum á svipuðum tíma, en samt sem áður séu stofnar aðskildir land- fræðilega og hafi ekkert hver með annan að gera. „Ég hef ekki séð skýringu á því hvers vegna þessi mikla fjölgun á sér stað á sama tíma um allan heim eftir langvarandi tímabil gegndar- lausra veiða og hnignunar stofnsins. Hnúfubakur var orðinn mög sjald- gæfur, en síðan er eins og stofninn komist yfir einhvern þröskuld og hnúfubak fer að fjölga hratt eftir 1980. Fjölgunin er hraðari en við notum sem viðmið um hámarks fjölgunarhraða hvala í okkar var- færnu reiknilíkönum,“ segir Gísli. Hnúfubakur er á válista Alþjóða- náttúruverndarsambandsins (IUCN), en er flokkaður þar sem „ekki í hættu“. Einstök lönd geta síðan verið með eigin flokkun, en hér á landi er merkingin sú sama. Bandaríkjamenn hafa fært hnúfu- bak niður í áhættuflokkun sinni og umræða er í Ástralíu um að taka tegundina af válista þar sem stofn- inn hefði náð sér á strik, en staða hans er metin viðkvæm eða „í nokk- urri hættu“ á válistanum þar í landi. Þegar hvalveiðar voru bannaðar við Ástralíu 1962 var metið að hnúfu- bökum hefði fækkað við Austur- Ástralíu úr um 26 þúsund dýrum í 200-500 dýr. Við Vestur-Ástralíu hefði dýrunum fækkað úr tæplega 22 þúsund í 800-1,000. Nú er staðan metin þannig að stofninn hafi náð upprunalegri stærð eins og víðast hvar í heiminum. Hætta á ferð Fram kom í Guardian og fleiri miðlum nýlega að skiptar skoðanir væru um þessi áform í Ástralíu og vísindamenn og umhverfissamtök skoruðu á stjórnvöld að taka hnúfu- bakinn ekki af listanum. Ýmsar ógn- anir og hættur gætu steðjað að, meðal annars vegna hærra hitastigs sjávar, mengunar, utanaðkomandi hljóða í hafinu og árekstra við skip og báta. Sérstaklega var rætt um súrnun sjávar, sem gæti haft mikil áhrif á ljósátu eða krill við Suður- skautslandið, sem er mikilvæg fæða hnúfubaks á suðurhveli. Fram kom í Guardian að ef hnúfubakur yrði tek- inn af válista yrði að tryggja að eft- irlit og talningar yrðu áfram gerðar á stofninum. Slíkt var gert þegar áhættuflokkun var breytt í Banda- ríkjunum 2016. Um stofna hnúfubaks segir Gísli að á norðurhveli séu aðskildir stofn- ar í Kyrrahafi og Atlantshafi. Í Norður-Atlantshafinu séu þrír svæðisbundnir stofnar, en þar geti verið einhver blöndun á milli. Á suðurhveli séu fimm stofnar, en æxl- unarsvæði og stofnakerfi séu yfir- leitt illa þekkt, nema helst við Ástr- alíu. Flestir eigi suðlægu stofnarnir það sameiginlegt að sækja í ljósátu eða krill við Suðurskautslandið yfir sumartímann á þessum slóðum, en halda svo á æxlunarstöðvar ýmist við Ástralíu eða Suður-Ameríku. Át- an sé í miklum mæli við Suður- skautslandið og haldi uppi stórum stofnum hvala, sela og fugla og hafi gert áður en veiðar tóku hvalastofna á svæðinu niður um 90% fram eftir síðustu öld. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Á uppleið Eftir miklar veiðar síðustu aldir hafa stofnar hnúfubaks braggast á síðustu áratugum. Á myndinni er hnúfubakur á ferð út af Hauganesi við Eyjafjörð fyrir um áratug. Fjölgun hnúfubaks um allan heim - Gerist á sama tíma í öllum heimshöfum þó ekki sé samgangur á milli - Ástralir endurskoða válista

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.