Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 8

Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 8
Tölvuteikning/Vegagerðin Þorskafjörður Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar brúar. Framkvæmdir við þverun Þorska- fjarðar hefjast strax í næstu viku. Þetta segir Dofri Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri verktakans, Suður- verks hf. Dofri og Bergþóra Þorkels- dóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, skrifuðu undir verksamning sl. fimmtudag. Tilboð voru opnuð 16. febrúar sl. en Suðurverk hf. átti lægsta tilboðið, krónur 2.078.354.246. Um er að ræða nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 metra langrar steyptrar brúar yfir fjörðinn. Vegurinn er alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi Vest- fjarðavegi í báða enda. Nyrðri endinn tengist við gamla veginn þar sem hann liggur upp Hjallaháls. Áætlað er að útlögn fyllingar/fargs verði lokið í lok júní á þessu ári en smíði brúar og frágangi við hana verði lokið í lok september á næsta ári. Verkinu öllu á síðan að ljúka í júní árið 2024. Verktíminn er rúm þrjú ár sem skýrist af því að fergja þarf botn fjarðarins, sem er tímafrekt ferli. Vegurinn þarf þannig að síga áður en hægt verður að ganga frá honum í rétta hæð. Fergingu verður skipt í tvo áfanga til að loka firðinum ekki of mikið í einu, m.a. til að vernda mar- hálm á svæðinu og til þess að tak- marka straumhraða og botnrof. sisi@mbl.is Hefja þverun Þorskafjarðar 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Stjórnvöld ætla sér að tryggja sumarnám og sum- arstörf fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sum- ar, sem lið í aðgerðum sínum til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf, eins og segir í tilkynningu sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, sendu frá sér í gær. Þau segjast ætla að ná til þess hóps námsmanna sem ekki fær starf eða aðgang að öðru úrræði í sumar og hyggst ríkið verja tæpum 2,4 milljörðum kr. í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Markmiðið er að með átakinu verði til um 2.500 tímabundin störf fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, í samvinnu við op- inberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Hverjum nýjum námsmanni sem ráðinn er inn með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum, en mest að hámarki tekjutengdra atvinnu- leysisbóta, allt að 472 þúsund kr. á mánuði auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð. Ráðningartímabilið er allt að tveir og hálfur mánuður. 2.500 sumarstörf fyrir námsmenn - Stjórnvöld ætla í átak fyrir ungt fólk í sumar Morgunblaðið/G.Rúnar Sumarstörf Stjórnvöld boða átak í sumar þannig að námsmenn fái vinnu, allt að 2.500 manns. Viðskiptablaðið fjallar í dálkinumÓðinn um Borgarlínuna og sú mynd sem þar er dregin upp er ekki fögur. Bent er á að Davíð Þorláksson, fram- kvæmdastjóri félagsins Betri samgöngur, hafi sagt, spurður um rekstur Borg- arlínunnar, að það sé „ekki hluti af verkefnum félagsins að reka verk- efnin, heldur aðeins að byggja þau upp“. - - - Þá vísar Óðinn í frétt Morgun-blaðsins frá því í fyrra þar sem haft var eftir einum af þáverandi talsmönnum Borgarlínunnar að end- anleg rekstraráætlun lægi ekki fyrir en hann taldi þó að rekstrarkostn- aður Strætó mundi aukast um tvo milljarða vegna Borgarlínunnar. - - - Óðinn er, sem von er, ekki sátturvið að rekstrarforsendur liggi ekki fyrir, og skrifar: „Það er brjál- æði – í raun eins og að éta óðs manns skít – að ráðast í útgjöld líkt og sam- göngubætur án þess að vita með meiri vissu hver rekstrarkostnaður- inn er til framtíðar. Trúarbrögðin og trúboðið í kringum borgarlínu- verkefnið hefur líka verið svo mikið að ástæða er til að óttast að menn séu að fegra reikningsdæmið svo að verkefnið falli ekki um sjálft sig.“ - - - Loks furðaði Óðinn sig á því aðDegi B. Eggertssyni skyldi hafa tekist að fá marga af núverandi og fyrrverandi forystumönnum inn- an Sjálfstæðisflokksins til að gerast samseka um þetta verkefni „þegar svo mörg viðvörunarljós blikka“. - - - Vissulega er það afskaplegafurðulegt. Trúboðið um Borgarlínuna STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.