Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið fórum af stað með þetta í
febrúar í fyrra, en ég hafði
þá lokið jógakennaranámi
og mig langaði að tengja
þetta tvennt með einhverjum hætti,
jóga og vinnustaðinn minn, listasafn-
ið. Ég hafði séð að söfn úti í heimi
opnuðu inn á fleiri aðferðir til að
bjóða gestum að njóta lista, til dæm-
is er boðið upp á jógatíma í Moma-
nýlistasafninu í New York,“ segir
Halla Margrét Jóhannesdóttir safn-
vörður í Hnitbjörgum, Listasafni
Einars Jónssonar, en hún hefur nú í
rúmt ár boðið þar reglulega upp á
listhugleiðslu.
„Við getum ekki gert hvað sem
er hér á safninu, því til er arfleiðslu-
skrá sem segir til um hvernig starf-
seminni hér skuli vera háttað. Við
virðum það. Einar Jónsson væri
sennilega ekki mjög hress með að
hér væri dansaður djassballett eða
mikið um stórar hreyfingar, safnið
er ekki gert til þess. Ég sá að hug-
leiðsla ætti mjög vel við verk Einars,
því hann var andlega þenkjandi,
hann aðhylltist guðspeki og í bóka-
safni hans er m.a. að finna bækur
um jóga. Hann var í Guðspekifélag-
inu og var andlega leitandi mann-
eskja,“ segir Halla og bætir við að
þegar hún og Hildur samstarfskona
hennar hafi farið á hugarflug með
útfærsluna, voru þær sammála um
að gera þetta að hæglætisstund, að
allt í kringum þetta væri í hæglæti.
„Rétt eins og slow art og slow
food, sem eru þekktar hæglætis-
nálganir. Við ákváðum því að bjóða
upp á listhugleiðslu í hádeginu hér á
safninu, svo fólk sem er í fastri vinnu
gæti komið. Þetta stendur yfir í
fjörutíu mínútur, frá tíu mínútum yf-
ir tólf til tíu mínútur fyrir eitt.“
Yngsti 16 ára en elsti 96 ára
Halla Margrét segist alltaf
byrja listhugleiðslu á því að bjóða
gesti velkomna og segja þeim ná-
kvæmlega hvað sé fram undan.
„Ég vel eitt af verkum Einars
til að taka fyrir í hverjum tíma og
áður en hugleiðslan hefst er verkið
skoðað í þögn í nokkrar mínútur.
Núna í samkomutakmörkunum þeg-
ar halda þarf tveggja metra fjar-
lægð, getum við tekið á móti færri í
einu, en það er svo skemmtilegt að
þá er næstum eins og dansflokkur sé
að sveima í kringum verkið, það
verður til einhvers konar hreyfilist í
kringum verkið. Ég hvet fólk til að
fara nálægt verkinu til að skoða það,
beygja sig niður til að horfa upp með
því, af því sjónarhornið er svo mikill
þáttur í því hvernig fólk upplifir
verkið. Því næst býð ég fólki sæti,
sumir sitja á stól en aðrir á pullum
og sumir koma með eigin jógadýnu
eða hugleiðslupúða. Ég leiði inn í
fimmtán mínútna hugleiðslu og
helming þess tíma tala ég, en svo
sitjum við í þögn. Að því loknu er ég
með fræðslu um verkið og sögu þess
og segi líka frá Einari og svara
spurningum fólks. Þá eru allir búnir
að upplifa og finna fyrir sinni eigin
sköpun, því þegar fólk stendur
frammi fyrir listaverkum þá fer
sköpunarkraftur þess af stað, fólk er
búið að taka inn og verða fyrir áhrif-
um.“
Halla segir að þeir sem ætli að
koma í listhugleiðslu hverju sinni,
geti mætt snemma ef þeim sýnist
svo. „Við opnum klukkan tíu á hverj-
um morgni, þannig að þeir sem vilja
geta þá skoðað safnið og farið upp í
íbúð Einars og Önnu konu hans þar
sem þau bjuggu. Nú eða gert það í
kjölfar listhugleiðslunnar, því að-
gangseyrir að safninu gildir inn á
listhugleiðsluna. Ég er ánægð með
að það eru nokkrir fastagestir í list-
hugleiðslunni og þátttakendur hafa
verið á öllum aldri. Áttatíu ár eru á
milli yngsta þátttakanda og þess
elsta, sá yngsti var 16 ára en elsti 96
ára. Þetta hentar því fólki á öllum
aldri,“ segir Halla og bætir við að
vegna Covid hafi þau farið af stað
með listhugleiðslu í gegnum streymi
á facebook-síðu safnsins.
„Við fengum tækniaðstoð við
það og allt slíkt kostar, svo við sótt-
um um styrk til lýðheilsusjóðs, og
fengum, enda rökstuddum við um-
sókn okkar með því að það að hafa
aðgang að listupplifun sé lýðheilsu-
mál. Það að geta orðið fyrir áhrifum
af listaverkum hefur áhrif á heil-
brigði, af því líkaminn bregst við og
líka andinn. Að njóta lista er hverj-
um einstaklingi nauðsynlegt. Við er-
um afar þakklát fyrir styrkinn sem
gerir okkur kleift að streyma fleiri
listhugleiðslum næstu þrjá þriðju-
daga, 13., 20. og 27. apríl,“ segir
Halla og tekur fram að nú í sam-
komutakmörkunum megi safnið að-
eins taka á móti níu gestum inn í
safnið í hverri listhugleiðslu.
„Fyrir fólk sem á erfitt með
gang eða kemst illa að heiman, þá er
kjörið að vera heima með okkur í
listhugleiðslu í streymi. Líka fyrir
Íslendinga í útlöndum. Þetta er heil-
mikil upplifun því við látum mynda-
vélina til dæmis þysja inn að verkinu
þegar við erum að skoða smáat-
riðin.“
Hann varð alveg dolfallinn
Halla sér fyrir sér að hjúkr-
unarheimili og dagvistanir fyrir
eldri borgara gætu nýtt sér list-
hugleiðslustreymið.
„Þetta er kjörin stutt stund sem
hægt er að sækja eftir á inni á face-
book-síðu okkar. Frábært tækifæri
til að eiga stund með listaverki og
njóta hugleiðslu. Börn elska líka að
fara í hugleiðslu og þeim finnst þessi
stóru verk hans Einars svo áhrifa-
mikil,“ segir Halla og rifjar upp þeg-
ar hún kom í fyrsta sinn inn á Lista-
safn Einars.
„Ég á mjög sterka minningu frá
því afi minn og amma fóru með mig
sem litla stelpu hingað inn á safnið.
Ég man eftir tilfinningunni sem
fylgdi því að stíga hér inn, að skynja
hið stóra og mikla. Ég geymi bækl-
inginn frá þessari heimsókn sem afi
skrifaði á,“ segir Halla og bætir við
að Íslendingar rati í auknum mæli
inn á safnið í Covid-tíð.
„Ömmur og afar koma með
barnabörnin sín, það eru fallegar
stundir og hér er yfirleitt rólegt og
ákveðin lotning í loftinu. Börn elska
þetta. Hingað kom kona með ömmu-
dreng um daginn, en hann hafði séð
lágmynd eftir Einar í Þjóðleikhúsinu
þegar hann fór að sjá Kardimommu-
bæinn. Hann varð alveg dolfallinn,
svo amma dreif sig með hann hingað
og þau tvö áttu góða stund við að
skoða þessar stóru höggmyndir.“
Einar var andlega leitandi manneskja
„Að njóta lista er hverj-
um einstaklingi nauðsyn-
legt,“ segir Halla Margrét
sem býður upp á listhug-
leiðslu á Listasafni Ein-
ars Jónssonar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Halla „Ég á mjög sterka minningu frá því afi minn og amma fóru með mig sem litla stelpu hingað inn á safnið.“
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Ilmur er ný litalína Slippfélagsins
hönnuð í samstarfi við Sæju
innanhúshönnuð. Línan er innblásin
af jarðlitum, dempaðir tónar með
gulum og rauðum undirtónum.
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
slippfelagid.is
slippfelagid.is/ilmur
Hör Leir Truffla Börkur
Myrra Krydd Lyng
Kandís
Lakkrís
Innblástur
og nýir litir á
slippfelagid.is
Nú þegar frostið bítur landsmenn svo
fast í kinn sem raun ber vitni, getur
verið erfitt að trúa því að vorið sé á
næsta leiti. En almanakið lýgur ekki
og farfuglarnir flykkjast heim að
fögru landi ísa þessa dagana. Þá er
nú um að gera að gauka mat að fiðr-
uðum vinum og gefa þeim orku í
kuldanum í formi fitu eða annars
góðgætis, þeir þurfa á því að halda.
Til að láta ekki bugast á frostköldum
vordögum er um að gera að æða út
og glenna sitt bros framan í sólina
sem skín svo glatt í norðanáttinni,
alla vegana hér fyrir sunnan. Í öðrum
landshlutum er þá hægt að faðma
vindinn og fagna því að láta hann rífa
í sig, svona rétt áður en hlýju vind-
arnir fara að leika um okkur. Ekki
tapa trú á vorkomuna, hún er þarna.
Glennið bjarta brosið framan í sól á frostdögum
Ekki örvænta, bráðum kemur
betri tíð með blóm í haga
Morgunblaðið/Eggert
Sólarlag Gott er að sjúga í sig orku frá sólinni sem skín þrátt fyrir kulda.