Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Fenix
• Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni
• Silkimjúk áferð við snertingu
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Okkur finnst margt í þessum til-
lögum mjög framúrstefnulegt en
þarna eru þó allskonar hugmyndir
sem væri gaman að vinna úr í fram-
tíðinni,“ segir Ólöf Hallgrímsdóttir,
formaður félags landeigenda á svæð-
inu við Grjótagjá í Mývatnssveit.
Nýverið voru kynntar niðurstöður
alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um
uppbyggingu á svæðinu. Þátttak-
endur fengu það verkefni að hanna
turn þar sem hægt væri að horfa yfir
svæðið en myndi einnig rúma aðstöðu
til veitingasölu og fyrir starfsmenn.
Þeir áttu einnig að útfæra gönguleið-
ir í næsta nágrenni. Sem kunnugt er
má finna hella með heitu vatni í land-
inu við Grjótagjá sem hafa notið hylli
ferðamanna en landeigendur hafa
neyðst til að takmarka aðgang vegna
átroðnings og skorts á innviðum. Við
hönnun útsýnisturnsins var þátttak-
endum uppálagt að leggja áherslu á
að svæðið væri á mótum flekaskila
Evrópu og Norður-Ameríku. Bygg-
ingarefni skyldi vera umhverfisvænt.
Skemmst er frá að segja að mikill
áhugi reyndist á hönnunarsamkeppn-
inni sem fyrirtækið Bee Breeders
hafði umsjón með. Yfir 40 tillögur
bárust og voru margar mjög for-
vitnilegar að sögn Ólafar. „Þarna fær
hugmyndaflugið að njóta sín í botn.
Það getur verið gaman að fá ut-
anaðkomandi sýn á hlutina, glöggt er
gestsaugað,“ segir hún.
„Ég held nú ekki að nein tillaga
verði notuð í heild sinni eins og þær
liggja fyrir en það getur vel verið að
einhverjar hugmyndir verði notaðar
og einhverju verði blandað saman.
Tíminn verður að leiða það í ljós en
það er ljóst að uppbyggingar er þörf
á svæðinu. Þannig ferli tekur þó lang-
an tíma og það á eftir að ráðast í frek-
ari hönnun á svæðinu. Öll uppbygg-
ing er kostnaðarsöm og það er ekki
auðvelt að ná peningum hér norður í
land. Við höfum til að mynda í tví-
gang sótt um í framkvæmdasjóð
ferðamanna vegna Grjótagjár en
fengið synjun.“
Þetta er fjórða alþjóðlega hönn-
unarsamkeppnin sem Bee Breeders
heldur vegna uppbyggingar hér og
allar hafa þær verið vegna sama
svæðis; eldfjallasafn við Hverfjall,
miðstöð ferðamanna við Mývatn og
gestahús við Vogafjós sem Ólöf rek-
ur.
Fyrstu verðlaun í samkeppninni
um útsýnisturn við Grjótagjá hlutu
þau Mareike Schlatow og Gaspar Cá-
nepa frá Danmörku og bar tillaga
þeirra yfirskriftina Rising from
Grjótagjá. Önnur verðlaun hlutu
Aleksandra Bieszka, Maria Pielach
og Aleksandra Mucha frá Póllandi.
Þriðju verðlaun hlutu svo Kamila
Szatanowska og Paulina Rogalska frá
Póllandi en verkefni þeirra kallaðist
Hófsemi.
Sigurtillagan Svona gæti útsýnisturn við Grjótagjá í Mývatns-
sveit litið út verði sigurtillaga danskra arkitekta að veruleika.
2. verðlaun Arkitektanemar frá Póllandi lögðu til að byggður
yrði lágreistur útsýnispallur sem félli vel inn í landslagið.
3. verðlaun Samkvæmt þessari tillögu er hægt að virða fyrir
sér einstakt landslag úr háum turni með gestastofu við hliðina.
Framúrstefnulegur turn við Grjótagjá
- Yfir 40 tillögur bárust í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni - Þörf er á uppbyggingu á svæðinu
Algengast er orðið að mæður eignist
börn sín þegar þær eru á aldrinum
30 til 34 ára. Allt frá árinu 1932 hefur
aldursbundin fæðingartíðni alltaf
verið hæst í aldurshópunum 20-24
ára og 25-29 ára en í nýrri frétt Hag-
stofunnar kemur fram að árið 2019
varð sú breyting að fæðingartíðnin
reyndist hæst innan aldurshópsins
30-34 ára.
Það sama átti sér stað á seinasta
ári en þá fæddust 113,1 barn á hverj-
ar 1.000 konur á aldursbilinu 30-34
ára en 108,6 á aldursbilinu 25-29 ára.
Það verður sífellt sjaldgæfara að
konur eignist börn þegar þær eru
undir tvítugu. Í fyrra var fæðingar-
tíðni mæðra undir tvítugu 4,7 börn á
hverjar 1.000 konur. Þetta er veru-
leg breyting á skömmum tíma því
fyrir tíu árum eða á árinu 2010
fæddu mæður á aldrinum 15-19 ára
12,9 börn á hverjar 1.000 konur.
Meðalaldur frumbyrja, þ.e.a.s.
mæðra sem eignast sitt fyrsta barn,
hefur farið jafnt og þétt hækkandi á
umliðnum árum „Frá byrjun sjö-
unda áratugarins og fram yfir 1980
var meðalaldur frumbyrja undir 22
árum en eftir miðjan níunda áratug-
inn hefur meðalaldur farið hækkandi
og var 28,6 ár í fyrra,“ segir í frétt
Hagstofunnar. Sambærileg þróun
hefur átt sér stað meðal feðra. Í
fyrra voru þeir tæplega 31 árs að
meðaltali þegar þeir eignuðust sitt
fyrsta barn en fyrir 40 árum voru
þeir að jafnaði um 24 ára þegar
fyrsta barn þeirra kom í heiminn.
Fæðingartíðni hæst 30-34 áraFrjósemi kvenna á Íslandi 1950 til 2020
Fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu
4,5
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020
30,7 ár
28,6 ár
Meðalaldur foreldra
við fæðingu
frumburðar
Heimild: Hagstofa Íslands
3,86
1,72
Blái dagurinn var haldinn hátíðleg-
ur í gær, 9. apríl. Af því tilefni fengu
samtökin Blár apríl 500 þúsund
króna styrk sem Ásmundur Einar
Daðason barnamálaráðherra veitti.
Markmið samtakanna er að auka
vitund um einhverfu og safna fé til
styrktar málefninu. Allt fé sem safn-
ast rennur óskert til verkefna sem
hafa bein áhrif á börn með einhverfu
og fjölskyldur þeirra, segir í tilkynn-
ingu.
Fjárhæðin verður nýtt í fræðslu
og námskeið fyrir foreldra, systkini
og aðra nákomna einhverfum börn-
um. „Við erum gríðarlega þakklát
fyrir þennan stuðning sem verður
vel nýttur í okkar starfi sem hefur
þurft að laga sig að aðstæðum í sam-
félaginu undanfarið ár. Öllum fjár-
öflunarviðburðum á okkar vegum
bæði í ár og á síðasta ári hefur verið
slegið á frest sökum Covid,“ segir
Regína Björk Jónsdóttir, formaður
Blás apríl. Alþjóðlegur dagur ein-
hverfu er jafnan 2. apríl hvert ár en
vegna páskanna var haldið upp á
daginn í gær.
Samtökin Blár apríl
styrkt um hálfa milljón
Styrkur Á myndinni er Ásmundur Einar Daðason ásamt Regínu Björk Jóns-
dóttur, formanni Blás apríl, og Arthúri Ólafssyni stjórnarmanni.