Morgunblaðið - 10.04.2021, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Á
næstu dögum, nánar til-
tekið þann 19. apríl nk.,
taka upp þráðinn aftur
þeir átta keppendur sem
hófu áskorendakeppni FIDE í
Yekaterinburg í Rússland upp úr
miðjum marsmánuði í fyrra. Það
er mikið í húfi; sigurvegarinn öðl-
ast réttinn til að skora á heims-
meistarann Magnús Carlsen.
Heimsmeistaraeinvígið hefur verið
sett á dagskrá í Dubai í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum og
hefst 24. nóvember nk. og lýkur í
síðasta lagi 16. desember. Stóra
fréttin frá sjónarhóli Íslendinga er
sú að þetta heimsmeistaraeinvígi
mun, ef að líkum lætur, fara fram
á nákvæmri eftirlíkingu af
einvígisborðinu sem smíðað var
fyrir einvígi Fischers og Spasskís
sumarið 1972.
Eftir fyrstu sjö umferðir áskor-
endamótsins er staðan þessi: 1.
Jan Nepomniachtchi og Maxime
Vachier-Lagrave 4 ½ v. (af 7) 3.-
6. Caruana, Giri, Wang Hao og
Grischuk 3 ½ v. 7.- 8. Liren Ding
og Alekseenko 2½ v.
Efstu menn eru líklegastir en
þó eiga allir keppendur einhverja
möguleika. Og lítið þarf að gerast
til að staðan gerbreytist og má bú-
ast við æsispennandi loka-
umferðum.
Greinarhöfundi finnst Jan
Nepomniachtchi einna líklegastur
til að vinna mótið. Hann varð
skákmeistari Rússlands í lok síð-
asta árs, vann Magnús Carlsen í
netskákmóti á dögunum og ætti að
vera fullur sjálfstrausts. Frakkinn
Vachier Lagrave hefur ekki verið
alveg jafn sannfærandi en hann er
af mörgum talinn betur undir-
búinn í byrjunum en allir aðrir.
Ég veit ekki til þess að neinn ís-
lenskur skákmaður hafi teflt kapp-
skák við Nepo – nema undirrit-
aður. Það var á Aeroflot-mótinu í
Moskvu í vetrarbyrjun árið 2008.
Þegar skákinni lauk með sigri
Nepo sló þeirri hugsun niður að
þessi ungi maður myndi sennilega
vinna mótið og það gerði hann.
Skák okkar var athygliverð og ég
reyndi lengi að kryfja ástæður
ósigursins því ekki var byrjuninni
um að kenna, staðan eftir þann
þátt var býsna vænleg:
Aeroflot-mótið 2008; 2. umferð:
Helgi Ólafsson – Jan Nepomni-
achtchi
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4.
Rc3 c6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7.
Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. e4 b4 10.
Ra4 c5 11. e5 Rd5 12. dxc5 Bxc5
13. Rxc5 Rxc5 14. Bb5+ Kf8 15.
O-O Db6 16. Bc4 h6
17. Bxd5!
Vel teflt. Hvítur reynir að not-
færa sér leppun riddarans. 17. …
Bxd5 18. Be3 Da5 19. Rd4 Rd7
20. f4 g6 21. Dd2 Rb6 22. b3 Be4
23. a3
Í sjálfu sér ágætt en 23. Hac1
kom einnig sterklega til greina.
23. … Rd5 24. axb4 Db6
Honum gast ekki að 24. … Dxb4
vegna 25. Rxe6+ fxe6 26. Dxb4+
Rxb4 27. Bc5+ og hvítur á peði
meira þó að staðan sé jafnteflisleg.
Hvíta staðan er nú mun betri.
25. b5?!
Vélarnar vilja leika 25. Ha5, t.d.
25. ... Kg8 26. He1. Þetta lítur vel
út en er samt ónákvæmt!
25. … Rxe3 26. Dxe3 Bb7 27.
Hfc1 Kg7 28. b4?
Staðan er jöfn eftir þennan leik
en betra var 28. h3 eða 28. Hc4.
28. … Hhd8 29. Hc5 a5 30.
bxa6 Hxa6 31. Hxa6 Dxa6 32. Hc1
Da2 33. Rf3 Db2 34. Hf1 Ba6 35.
He1 Dxb4 36. h3 Hd3 37. Dc1
Bb7!
Drægi biskupsins ræður úrslit-
um. Það er ekki hægt að halda
stöðunni saman. Lokin teflir Nepo
af mikilli nákvæmni.
38. Hf1 Db6 39. Kh2 Bxf3 40.
gxf3 Dd4 41. Kg3 Hd2 42. De1 g5
43. fxg5 hxg5 44. De4 Db2 45. f4
He2 46. Df3 Dd2 47. Hf2 gxf4 48.
Dxf4 Hxf2 49. Dxf2 Dxf2 50. Kxf2
Kg6 51. Kg3 Kg5!
- Hvítur gafst upp.
Einvígisborðið frá
1972 aftur í notkun?
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Óli K. Magnússon
Einvígisborðið og stólarnir frægu Kjörgripir í eigu Þjóðminjasafnsins.
Vinur minn Brynjar
Níelsson alþingismaður
er nú kominn heim frá
Spáni þar sem hann
heimsótti bróður sinn
og gamlan skólafélaga
minn Gústaf Níelsson.
Nú er Brynjar kominn í
sóttkví heima hjá sér
eins og lög gera ráð fyr-
ir, og grillar þar humar
og drekkur hvítvín í
stað þess að vera í sóttvarnahóteli upp
á vatn og brauð.
Þórólfi sóttvarnalækni fannst hann
ekki hafa átt að heimsækja bróður
sinn. Brynjar hins vegar er ekki mikið
fyrir það að láta aðra segja sér hvað
hann á að gera. Hann vill ráða sér
sjálfur enda sjálfráða.
Ég held samt að Brynjar og Þór-
ólfur beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti
og vilji kveða niður óværuna sem á
okkur herjar. Þeir eru báðir prinsip-
menn. Ég held þess vegna að við ætt-
um að líta á þá sem einn og sama
manninn. Við getum kallað hann
Brynjólf. Annar maður hefur síðustu
daga sent Brynjari pillur. Það er Kári
Stefánsson sá mikli hugsuður og
frumkvöðull. Pillurnar hafa verið
bland af gráglettni, geðvonsku og yf-
irlæti. Ekki góð blanda það. Ég er
ekki viss um að Brynjar eða Brynj-
ólfur muni taka þessar pillur. En Kári
Stefánsson hefur sýnt það að hann
ber einnig hag okkar fyrir brjósti. Ef
við bætum honum við Brynjólf þá
gæti sá maður heitið Brynjólfur Kári.
Ég er ekki viss um að Brynjólfi Kára
myndi farnast vel á meðal vor. Einna
helst vegna þess að hann væri þá þrí-
fættur. Þrífættir menn rata yfirleitt
aldrei beinan veg. Miklu frekar ganga
þeir á hlið eða í versta falli í hringi
samanber söguna af þrífætta hund-
inum frá Seville. Þess
vegna held ég að fé-
lagsskapur þeirra
þriggja í formi Brynjólfs
Kára væri í raun dauða-
dæmdur. Ef hann væri
t.d. staddur á Aust-
urvelli þá myndi einn
fóturinn vilja á Alþingi,
annar í Vatnsmýrina og
sá þriðji í heilbrigð-
isráðuneytið. Það sjá all-
ir að það myndi aldrei
ganga upp. Við yrðum
þess vegna að bæta við
einum í viðbót. Miðað við orðræðu síð-
ustu daga er augljóst hver það er. Það
er Trump. Og hvað skyldi þá fjórfætti
maðurinn heita eftir það? Jú, Brynj-
ólfur Kári Trump. Verandi fjórfættur
kæmist Brynjólfur Kári Trump mjög
hratt yfir. Eina vandamálið væri að
það yrði nokkuð erfitt fyrir hann að fá
borð á kaffihúsum. En kannski gengi
það upp. Hver veit? En skítt með það.
Er það ekki annars dásamlegt að
mega koma fram með svona dellu? Og
er það ekki líka dásamlegt að menn
megi skiptast á skoðunum án þess að
meiða mann og annan og án þess að
eiga það á hættu að vera settir í fang-
elsi eins og í ófrjálsa ríkinu Tyrklandi?
Og er það ekki einnig dásamlegt að
mega vera á annarri skoðun en
Trump eða Kári eða Brynjar eða Þór-
ólfur?
Ég veit að Brynjólfi Kára Trump
finnst það.
Brynjólfur Kári
Trump
Eftir Guðna
Á. Haraldsson
» Og er það ekki einnig
dásamlegt að mega
vera á annarri skoðun
en Trump eða Kári eða
Brynjar eða Þórólfur?
Guðni Á. Haraldsson
Höfundur er lögmaður.
Páll Jónsson, kallaður Stað-
arhóls-Páll, var sonur hjónanna
Jóns Magnússonar ríka á Sval-
barði við Eyjafjörð og Ragn-
heiðar Pétursdóttur, sem var
yfirleitt kölluð Ragnheiður á
rauðum sokkum. Þau voru ætt-
foreldrar Svalbarðsættar sem
var ein valdamesta ætt Íslands á
16. og 17. öld, en meðal systkina
Staðarhóls-Páls voru Jón Jóns-
son lögmaður og Magnús prúði.
Ekki er vitað hvenær Stað-
arhóls-Páll fæddist, en móðir
hans deyr fyrir 1540 og var
hann þá barn að aldri. Hann var
sýslumaður og bjó um tíma á
Staðarhóli í Saurbæ í Dalasýslu
en lengst af á Reykhólum í
Reykhólasveit. Páll náði Stað-
arhóli undan Skálholtsbiskupi,
sem hafði tekið staðinn á sitt
vald og kirkjunnar og var Stað-
arhóll í eigu niðja Páls til alda-
mótanna 1900.
Til eru fjölmargar frásagnir
af Staðarhóls-Páli, m.a. af
hjónabandi hans og Helgu Ara-
dóttur, barnabarni Jóns Ara-
sonar biskups. Sagt var að þau
hefðu ekki farið úr brúðkaups-
sænginni fyrstu sex vikurnar og
orti hann til Helgu funheit ást-
arljóð, en hann var gott skáld.
En svo endaði hjónabandið með
skilnaði, sem var fáheyrt á þess-
um tíma, málaferlum og nötur-
legri níðvísu Páls.
Staðarhóls-Páll lést 10. apríl
1598.
Merkir Íslendingar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Staðarhóls-
Páll
Staðarhólskirkja Páll var
kenndur við Staðarhól.
Allt um sjávarútveg