Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
Yfirlit fjármála- og
efnahagsráðuneytisins
frá 12. mars sl. um
„Stórbætt kjör eldri
borgara á Íslandi“
fjallar ekki um þær
skerðingar sem eru á
greiðslum Trygg-
ingastofnunar ríkisins
(TR) til eldri borgara,
ef þeir njóta einhverra
tekna úr eigin lífeyris-
sjóðum eða af eigin vinnu. Með
þessum skerðingum tekur ríkið til
sín hátt í 40 milljarða króna árlega,
sem eru hirtir af eldri borgurum.
Þegar þessi upphæð er ekki reikn-
uð með greiðir íslenska ríkið
minnst allra ríkja innan OECD til
eldri borgara – minna en Albanía
greiðir til þessa málaflokks miðað
við höfðatölu.
Yfirlit ráðuneytisins
Ráðuneytið sagði m.a. að aukn-
ing á útgjöldum ríkissjóðs frá 2015
í málaflokkinn væri 70%, miðað við
vísitölu og neysluverð, sem mætti
bæði rekja til fjölgunar ellilífeyr-
isþega og hækkunar greiðslna frá
TR. Þá var einnig sagt að tekju-
lægri hópar hefðu hækkað meira
en þeir tekjuhærri, og eignastaða
eldri borgara hefði batnað veru-
lega.
Ráðuneytið skiptir eldri borg-
urum í tíu hópa eftir tekjum þeirra
í „tekjutíundir“. Meðaltal heildar-
greiðslna í níu tíundum var sýnd,
þar sem kom fram að meðaltal í
fjórum lægstu tíundunum náði frá
lágmarksgreiðslu ellilífeyris upp í
um 350 þúsund á mánuði. Engin
skilgreining var gerð um fjölda
þeirra sem byggju einir og væru
með heimilisuppbót og hverjir
væru í sambúð. Um 1/3 hópsins
nýtur heimilisuppbótar, þannig að
miða má við að um 15 þúsund eldri
borgarar séu í þeirri stöðu að
þiggja greiðslur, sem eru lægri en
lægstu laun og að sambýlisfólk fær
mun lægri greiðslu en atvinnuleys-
isbætur. Auk þess hafa skattleys-
ismörk lækkað undanfarin tvö ár í
krónum og enn meira að verðgildi,
sem bitnar harðast á þessum hópi,
sem minnst fær.
Í niðurlagi segir
ráðuneytið síðan að
bætur almannatrygg-
inga hafi hækkað frá
2015 til 2021 um 5,4%
að meðaltali á ári hjá
ellilífeyrisþegum í
sambúð og um 6,8% á
ári hjá þeim sem búa
einir og eru með
heimilisuppbót, og að
ellilífeyrir væri í dag
37% hærri en hann
var 2015 og að ellilíf-
eyrir ásamt heimilis-
uppbót væri 48% hærri.
Þessi niðurstaða ráðuneytisins
kallar á að fá aðra útleggingu en
fjármálaráðherra hefur gefið í ræð-
um á Alþingi og í blaðagrein. Það
verða að koma skýr svör frá ráðu-
neytinu um tengingar greiðslna TR
við skerðingarnar, hvaða fjárhæð
sé greidd í málaflokkinn frá rík-
issjóði og hvaða upphæð sé greidd
frá eldri borgurum sjálfum með
skerðingunum.
Hækkun ellilífeyris reiknuð
stærð en ekki greidd
Reiknaður grunnellilífeyrir án
heimilisuppbótar frá TR til eldri
borgara var 1.1. 2015 kr. 191.271,
sem skiptist á eftirfarandi hátt:
Ellilífeyrir: 36.337, tekjutrygging:
114.670 og framfærsluuppbót:
40.270. Heimilisuppbótin var þá
33.799. Þetta ár 2021 er með
óbreyttum grunnlífeyri út árið, kr.
266.033.- Hækkun er því á sjö ár-
um um 39%, sem eru kr. 74.762! Á
þessum sjö árum hækkaði launa-
vísitalan a.m.k. um 70%. Í launa-
samanburði við aðra launþega í
krónum talið er þessi upphæð til
skammar fyrir íslenska ríkið. Full-
yrðing ráðuneytisins án skýringa
um að „aukning á útgjöldum rík-
issjóðs frá 2015 í málaflokkinn sé
70%“ er óskiljanleg miðað við þess-
ar forsendur.
Eftir að hafa greitt skatt af fyrr-
nefndum grunnlífeyri nemur upp-
hæðin um kr. 200.000 sem eldri
borgarinn fær í vasann. Sá sem
býr einn fær heimilisuppbót til við-
bótar, kr. 67.691 á mánuði, og eftir
að hafa greitt skatt nemur sú upp-
hæð kr. 228.448.
Þetta er hin ískalda reiknings-
staða grunnlífeyris sem íslenska
ríkið leggur til grundvallar á
greiðslu grunnlífeyris til eldri
borgara. Staðan er þó enn naktari
fyrir ríkissjóð, því að þessi grunn-
lífeyrir var aðeins greiddur til
1.300 einstaklinga árið 2018 sem
þýðir að 31 þúsund einstaklingar
fengu miklu lægri greiðslur frá TR
vegna 45% skerðingar á móti líf-
eyrissjóðsgreiðslum, fjármagns-
tekjum og vinnuframlagi þeirra
sjálfra. Samkvæmt svari við fyr-
irspurn á Alþingi nam þessi skerð-
ingarupphæð 35 milljörðum árið
2017 og er í dag a.m.k. 40 millj-
arðar.
Fáum staðreyndir fram
Sú krafa er hér með sett fram,
að ráðuneytið reikni nákvæmlega
út þessar lækkandi greiðslur frá
TR til ellilífeyrisþega eftir tíund-
unum, frá fyrstu til níundu tíundar.
Einnig að ráðuneytið greini frá
tekjum og eignum í hverri tíund,
þar sem væntanlega myndi koma
fram, að eignastaða í efstu tíund-
inni einni væri nálægt samanlagðri
eignastöðu allra hinna í hinum níu
tíundunum. Þá þyrfti einnig að
greina frá fjölgun ellilífeyrisþega
umrædd fimm ár í samanburðinum,
sem skýrir einhverja hækkun
greiðslna ríkisins til málaflokksins.
Án þessara skilgreininga segja
heildarútgjöld og meðaltöl lítið,
sem yfirlit ráðuneytisins höfðaði til.
Fáum réttan samanburð fram,
fremur en óskilgreindra fullyrðingu
ráðuneytisins um að útgjöld í mála-
flokkinn hafi hækkað um 70% á
fimm árum, þegar liggur fyrir að
reiknaður, en ekki greiddur,
grunnlífeyrir á sjö árum hækkaði
um 39%. Hér þarf eitthvað nánari
skoðunar við. Fjármálaráðherra
getur ekki sagt gegn betri vitund
við embættismann sinn: „Vigtaðu
rétt strákur.“
Eftir Halldór
Gunnarsson »Með þessum skerð-
ingum tekur ríkið
til sín hátt í 40 milljarða
árlega, sem eru hirtir
af eldri borgurum.
Halldór Gunnarsson
Höfundur er formaður kjararáðs Fé-
lags eldri borgara í Rangárvallasýslu.
„Vigtaðu rétt strákur“
Það skal áréttað að
undirritaður hefur
ekki notið mannrétt-
inda vegna ólöglegs
athæfis af hálfu dóm-
stóla, ríkissaksókn-
araembættis og lög-
reglu. Um er að ræða
sex dómsmál þar sem
í öllum tilfellum er
um réttarmorð eða
utanlagadóma að
ræða.
Undirritaður hefur átt í baráttu
við dómskerfið síðan 1990 vegna
lögbrots hæstaréttardómara í máli
15/1990. Um var að ræða ólöglega
álagningu virðisaukaskatts á und-
irritaðan og fjárnám er því fylgdi.
Undirritaður mætti á skrifstofu
skattstjórans daginn eftir að bréf
barst varðandi umræddan virð-
isaukaskatt og fékk áritun skatt-
stjórans á bréfið ásamt afsök-
unarbeiðnum hans á alvarlegum
mistökum hjá embættinu og full-
yrðingu um leiðréttingu málsins.
Þrátt fyrir það var nokkrum mán-
uðum seinna gert fjárnám hjá und-
irrituðum af hálfu tollstjóraemb-
ættisins/borgarfógeta.
Þegar ljóst varð um fjárnámið
var rætt við fulltrúa borgarfógeta,
Sigurð Stefánsson (fyrrverandi
fulltrúa sýslumanns í Keflavík) sem
sagði þegar hann sá sönnunargögn
að nauðsynlegt væri að áfrýja mál-
inu um fjárnámið til Hæstaréttar
til að fá það afmáð úr bókum borg-
arfógetaembættisins, því ljóst væri
að um ólöglegt fjárnám væri að
ræða.
Í Hæstarétti var undirrituðum
vísað til viðtals við Þór Vilhjálms-
son hæstaréttardómara, sem bað
undirritaðan um að fá einhvern
lögmann til að annast málið, þetta
væri svo augljóst mál að það gengi
fljótt fyrir sig og ætti ekki að
verða neinn kostnaður fyrir und-
irritaðan.
Var fenginn lögmaður strax til
að annast málið, Haraldur Blöndal
hrl. Þrívegis kom lögmaðurinn og
sagði að þeir Hæstaréttardómarar
er fengið hefðu málið (Pétur Haf-
stein, Guðrún Erlendsdóttir og
Guðmundur Jónsson) neituðu að
taka það fyrir. Var alltaf krafist
dóms af undirrituðum um að um
hafi verið að ræða ólöglega álagn-
ingu skattsins og fjárnámið ólög-
legt.
Í fjórðu tilraun lögmannsins var
málið tekið fyrir af Hæstarétti. Þá
gerðist það undarlega að hæsta-
réttardómarar fundu það út að
stjórnandi innheimtuaðgerða hjá
Tollstjóraembættinu væri Jón H.B.
Snorrason tengdasonur tollstjórans
og hann væri vanhæfur til starfans
vegna tengsla og hafi inn-
heimtuaðgerð og fjárnámið verið
ólöglegt á þeim forsendum.
Niðurstaða Hæstaréttar er hrein
svívirðing við íslenskt réttarkerfi,
um að vanhæfi J.H.B.S sem inn-
heimtustjóra fyrir Tollstjóraemb-
ættið komi því við að
álagning virð-
isaukaskattsins og
fjárnámið var ólöglegt.
Samkvæmt úrskurði
Hæstaréttar þurfti
tollstjórinn aðeins að
setja annan mann til
starfans í stað
J.H.B.S. og halda
áfram með inn-
heimtuna á ólöglega á
lögðum virðisauka-
skatti og ólöglegu fjár-
námi.
Þessi dómur Hæstaréttar er
einn af mörgum er leitt hafa til
þess að Íslendingar treysta ekki
dómstólum. Dómur þessi er mann-
réttindaþjófnaður og þeir dómarar
eru komu þar að eru mannrétt-
indaþjófar.
MÁL 1. Hæstiréttur: Mál 15/
1991. Lögregluskýrsla nr. 007-215-
023922:
1. Hvaða starf hafði undirritaður
er leiddi til þess að lagður var virð-
isaukaskattur á hann samkvæmt
úrskurði Hæstaréttar um lögmæti
álagningarinnar?
2. Var álagning virðisaukaskatts
lögleg aðgerð skattayfirvalda og
samkvæmt lögum?
3. Samkvæmt hvaða lögum var
skatturinn lagður á? Því hefur
Hæstiréttur ekki svarað. (Engan
skatt má leggja á án lagastoðar
samkvæmt lögum og stjórnarskrá).
4. Hefur Hæstiréttur löglegt
leyfi til dómsúrskurðar sem ekki er
byggður á gildandi lögum landsins
eins og í þessu tilviki?
5. Hvers vegna var krafa um úr-
skurð á lagalegu gildi skattaálagn-
ingar og fjárnáms ekki tekin til
greina? Eftir fjárnámstilraunir
borgarfógeta var þess krafist fyrir
Hæstarétti að úrskurðað yrði um
ólögmæti álagningar virð-
isaukaskatts og ólöglegrar inn-
heimtu skattsins. (Lögmaður Har-
aldur Blöndal). Á lagður skattur án
lagastoðar.
6.Hvað kom undirrituðum við
hjónaband Jóns H.B. Snorrasonar
sem tengdasonar tollstjórans sem
Hæstiréttur dregur inn í málið
með yfirklóri sínu og lögbroti
(mannréttindabroti) með úrskurði
dómsins utan íslenskra laga?
7.Ef álagning virðisaukaskattsins
var ekki samkvæmt lögum: Hver
var ástæða hæstaréttardómaranna
að úrskurða um réttmæti skattsins
og gefa tollstjóranum tækifæri til
að ráða nýjan mann til að annast
innheimtu skattsins samkvæmt úr-
skurði Hæstaréttar?
Barátta við
réttarkerfið
Eftir Kristján S.
Guðmundsson
Kristján Guðmundsson,
fv. skipstjóri.
»Undirritaður hefur
ekki notið mannrétt-
inda vegna ólöglegs at-
hæfis af hálfu dómstóla,
ríkissaksóknaraemb-
ættis og lögreglu.
Höfundur er fv. skipstjóri.
Hinn 31. mars sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu
Jóns Múla Árnasonar fréttamanns, þular og
tónskálds. Langar mig að koma þeirri hug-
mynd á framfæri að stytta verði reist þessum
merka manni til heiðurs í ljósi þess hversu
mikla gleði tónlist hans hefur veitt lands-
mönnum í gegnum árin.
Sigrún Sigurþórsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Stytta til heiðurs
Jóni Múla Árnasyni
Jón Múli Árnason
Allt um sjávarútveg