Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.04.2021, Blaðsíða 29
alltaf eða brostir, sama hversu lé- legur brandarinn var. Alltaf varst þú tilbúinn að „draga okkur í land“ við matar- borðið þegar við gátum ekki meir. Knúsin þín voru alltaf best, þau voru svo hlý og faðmurinn stór. Hendurnar þínar voru alltaf svo hlýjar, þú varst ekki lengi að hita litlu fingurna okkar upp þeg- ar við vorum nýkomin inn. Þú varst alltaf stoltur af litlu grísunum þínum og við svo stolt af því að hann „Sveinn rútubíl- stjóri á Eskifirði“ væri afi okkar. Elsku besti afi, við gætum haldið endalaust áfram og við munum alltaf elska þig. Hvíldu í friði, okkar kæri afi. Sveinn Pálmar, Jón Kristinn og Margrét Ósk. Sveinn Sigurbjarnarson, Svenni frá Hafursá, var stæðileg- ur maður. Við fyrstu kynni fékk ég tiltrú á manninum. Þegar við heilsuðumst var handtak hans þétt og ákveðið. Ég fann það strax, að það var fengur í að kynnast þessum brosmilda og ró- lynda manni, ævintýramanni, sem ofan í kaupin var óborgan- legur húmoristi. Svenni var lengst af bílstjóri og hann haggaðist sjaldan, jafn- vel þótt allt væri komið í steik. Hann hugsaði í lausnum en ekki vandamálum. Rúturnar biluðu, það vantaði varahluti í hvelli og síðasta ferjan á förum, en þetta reddaðist. Ferðasögur í bland við bilana- og varahlutasögur sagði Svenni. Sumar stuttar, aðrar langar. Allar skemmtilegar og flestar enduðu þær vel. Það vildu allir hjálpa þessum vinalega jaxli. Meira að segja farþegar hans stukku orðalaust út í stórborg- um, með bros á vör, til að ýta ein- hverri rútunni í gang, ýmist straumlausri eða með bilaðan startara! En þrátt fyrir ýmis æv- intýri pöntuðu margir Svenna til ferðalaga ár eftir ár. Það segir sína sögu. Svenni fór margar svaðilferðir í stórhríðum um Oddskarð og aðra fjallvegi, ýmist á rútum eða á snjóbílnum Tanna. Þeir fé- lagarnir, Tanni og Svenni, urðu „heimsfrægir“ á Íslandi eftir björgun á Vatnajökli. Þar lentu björgunarsveitarmenn á æfingu í háska, þegar einn félagi þeirra hrapaði í sprungu. Björgunar- sveitir streymdu að til bjargar – og ameríski herinn að auki. Þess- um aðgerðum var lýst eins og kapphlaupi í fréttum Ríkisút- varpsins. Hver yrði fyrstur á staðinn? Leitarmenn töldu sig allir vera á réttum stað, en gall- inn var sá, að þar voru ekki þeir týndu! Engum datt í hug að kalla til björgunarsveitarmenn af Hér- aði, en þeir heyrðu af þessu kapphlaupi í útvarpsfréttum. Þeir voru ekkert að tvínóna við hlutina, þeir fengu Svenna og Tanna í lið með sér og héldu á jökulinn. Það var loran-staðsetn- ingartæki í Tanna og með hans hjálp fundu þeir slysstaðinn í grenjandi stórhríð, björguðu manninum úr sprungunni og komu honum og félögum hans til byggða á sunnudagsmorgni. Þá hafði Svenni verið að frá föstu- dagsmorgni. Svenni áttaði sig ungur á því, að vín gerði honum ekki gott. Engu að síður áttum við saman skemmtilega ídettu! Þá vorum við í ráðherraveislu í Valaskjálf. Þar átum við og drukkum á kostnað ríkissjóðs. Við sátum hvor á móti öðrum. Við vorum varla sestir þegar þjónninn kom og fyllti glösin okkar rauðvíni. Ég var óðara búinn úr mínu. Þá tók Svenni tóma glasið og vék sínu barmafullu að mér. „Ég veit það Gísli minn, að Skógerðingar eru oft þyrstir. Ég þarf að keyra mannskapinn heim á eftir, þann- ig að þú færð minn skammt af víninu.“ Þannig gekk þetta það sem eftir lifði kvölds. Þjónninn kom reglulega og fyllti í glös okk- ar beggja, en ég drakk úr báðum. Ég hef ekki átt skemmtilegri drykkjufélaga en Svenna! Að því er segir í minningum Svenna mun ég hafa mælt þegar upp var staðið: Í Valaskjálfs-ráðherraveislu var flott, víst var ég rúmlega hálfur. Með þér að drekka var dáindisgott; þú drakkst svo lítið sjálfur. Góða ferð gæskur. Gísli Sigurgeirsson. Sveinn Sigurbjarnarson var ljúfur, traustur og bóngóður maður sem ekkert lét sér fyrir brjósti brenna þegar ferðalög voru annars vegar. Og ferðalög og rútuútgerð voru hans ær og kýr. Í tengslum við slíka iðju kynntist ég honum fyrst sem meðlimur í Taflfélagi Norðfjarð- ar. Farnar voru keppnisferðir milli þorpanna og að sjálfsögðu leitað til þáverandi Benna og Svenna til flutninganna. Nokkru síðar þegar Leikfélag Norðfjarðar var endurreist og setti upp stundum tvö leikverk á vetri, sýnd allt frá Höfn til Borg- arfjarðar eystri, var það Svenni sem oftar en ekki sá um að ferja okkur milli staða ef Oddskarð var á annað borð fært. Og fyrir hann var ekki ófært nema snúa þyrfti við og fullreynt var. Skólarnir í Neskaupstað nutu og góðs af velvilja og greiðasemi Svenna sem var fús að lána hent- uga bíla í kennaraheimsóknir milli skóla, skólaferðalög, akstur að upphafi gönguleiða og til vett- vangsferða upp í Hrafnkelsdal, til Seyðisfjarðar, á Djúpavog og reyndar hvert sem þurfa þótti fyrir verð sem viðráðanlegt var fátækum skólum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikilvægur hann var Norðfirðingum í þeim hörmung- um sem snjóflóðin 1974 voru. Þar var hann ætíð sem klettur sem hægt var að reiða sig á. „Svenni og Blakdeild Þróttar“ gæti sem best verið fyrirsögn á sérstökum kafla í sögu Neskaup- staðar, því ég leyfi mér að full- yrða að ef ekki væri fyrir lífssýn hans og brennandi áhuga á að halda uppi og styðja rausnarlega við hvers kyns félagsstarf, þá hefði engin Blakdeild orðið til. Fyrir kom að Svenni keyrði sjálfur í keppnisferðum Blak- deildarinnar. Þá fann maður vel hvílíkur hafsjór af fróðleik um land og þjóð hann var. Ég er endalaust heppinn og þakklátur fyrir að hafa kynnst þeim merka manni sem Sveinn Sigurbjarnarson var. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar sem næst honum stóðuð. Grímur Magnússon. Það voru mikil sorgartíðindi þegar ég fékk skilaboðin um að Sveinn Sigurbjarnarson væri all- ur. Það kom mér reyndar ekki al- veg á óvart því ég hafði fylgst með líðan hans undanfarið, núna gekk það ekki eftir að þetta myndi reddast, eins og hann komst svo oft að orði, hinn illvígi sjúkdómur krabbamein hafði betur eftir nokkuð langt stríð. Við Svenni kynntumst fyrst þegar hann fór að keyra í fjalla- ferðum fyrir Einingu-Iðju, fyrsta ferðin var farin í Snæfell árið 1995. Síðan urðu þessar fjalla- ferðir árlegur viðburður til margra ára. Allar þessar ferðir eru ógleymanlegar og þá ekki síst fyrir lipurð og snilli bílstjór- ans og ekki skemmdi fróðleikur og sögur frá honum. Í þessum ferðum var alltaf hægt að treysta á það að Svenni fór aldrei þar sem ekki var öruggt. Árið 1997 hófust ferðir utan, sem hann skipulagði í samstarfi við félagið, fyrst til Færeyja. Síð- an þá höfum við farið með hópa frá Einingu-Iðju til margra landa. Öllum sem ferðuðust með Svenna þótti vænt um hann, hann var svo ljúfur og nærgæt- inn og hann vildi allt gera fyrir hvern og einn. Það er ómetanlegt að kynnast manni eins og Svenna, sem ferðafélagi og bíl- stjóri var hann engum líkur. Það gekk ekki alltaf allt eins og best varð á kosið en Svenni taldi það ekkert mál, þetta reddast sagði hann og alltaf reddaðist það. Fyrir tíma allra GPS-tækja fannst Svenna það ekkert stór- mál að keyra í stórborgum og þótt málakunnátta væri ekki mikil gafst Svenni aldrei upp og gat gert sig skiljanlegan með lát- bragði eða „handapati“, hann hélt ró sinni hvað sem á gekk og mörg svona tilvik eru ógleyman- leg. Oft lentum við í ógöngum og það var hans ómælda ró og yf- irvegun sem bjargaði málunum. Það að fara nokkra hringi á hringtorgum á meðan verið var að ná áttum var ekki óalgengt og vakti bara kátínu hjá fólki. En nú förum við ekki fleiri ferðir saman, alla vega ekki hérna megin. Það að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem við lentum í gerir ekkert nema ylja manni um hjartaræturnar og gerir minninguna um Svenna enn sterkari. Með Svenna er mikill höfðingi og vinur fallinn í valinn og verður hans sárt saknað. Við hjá Ein- ingu-Iðju þökkum fyrir sam- starfið sem aldrei bar skugga á, þökkum allt það sem hann gerði til að gera okkur ferðirnar sem ánægjulegastar. Persónulega viljum við Magga þakka fyrir trausta vináttu í gegnum árin. Elsku Margrét, Halldóra, Díana og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra, missir ykkar er mikill, en minn- ingin um góðan dreng mun lifa með okkur. Björn Snæbjörnsson. Hann kom gangandi á móti mér með opinn faðminn, bros á vör og sólin baðaði hann í sum- arylnum. Þannig minnist ég okk- ar síðustu funda og þannig finnst mér hann alltaf hafa verið, með faðminn opinn gagnvart sam- ferðafólki sínu, hjartahlýr og faðmlagið þétt - það var alltaf sól þar sem Svenni fór. Leiðir okkar lágu saman þegar ég var nýflutt heim eftir búsetu í Finnlandi og hann vantaði leiðsögumann um land skóga og þúsund vatna. Þetta varð upphaf gjöfuls sam- starfs sem aldrei bar skugga á og entist þar til heimsfaraldurinn sagði stopp. Við, sem höfðum ætlað að vera á siglingu á Dóná, sátum þess í stað á kaffihúsi á Siglufirði og rifjuðum upp ævin- týri síðustu ferðar um fjöll og dali Sviss. Vorum sammála um að það vantaði part af árinu þegar engin ferð væri á vegum Tanna Travel. Fyrstu ferðir mínar með Svenna voru með farþega frá stéttar- félaginu Einingu-Iðju, síðar bættust við ferðir innanlands og svo urðu árlegar Tannaferðir vítt og breitt um Evrópu fastur part- ur af sumrinu. Farþegarnir komu aðallega frá austurhluta landsins. Þetta var fólkið hans, fólkið sem þekkti hann og vissi að það var í góðum höndum hjá sín- um manni. Í fyrstu keyrði hann sjálfur og fyrirframleiðarlýsing var vísvitandi fremur ónákvæm, því leyfilegt að taka óvæntar beygjur eða breyta í spaða án þess að vera að svíkja gefin lof- orð. Gamla góða landakortið gilti í byrjun, engar kjaftakerlingar og ekkert googlemaps. Því ekki nema von að stundum yrði okkur á í messunni á framandi og óþekktum slóðum og höfnuðum á óvæntustu stöðum þar sem ekki var gert ráð fyrir bílum – hvað þá rútum. En ökuþórinn Sveinn var alltaf eins og að hann væri á Mini, sneri við á punktinum og smaug á sextíu manna rútu um þrengstu göngugötur með undra- lítilli fyrirhöfn. Svo breyttist tæknin og tók að skipa okkur fyr- ir og fullyrða hvað væri rétt og hvað rangt. Áður en við hófum för um England og Wales sum- arið 2016 tók Svenni þá ákvörðun að hætta að keyra sjálfur í þess- um utanlandsferðum, nokkuð sem margir farþegar söknuðu, því þar með lauk óvæntum út- úrdúrum þegar hagvanir heima- menn tóku við stýrinu. En þá skapaðist líka meiri tími fyrir sögur. Svenni var með eindæm- um skemmtilegur sögumaður og eftir að hann hætti að keyra sjálf- ur gafst honum meiri tími með farþegunum. Sögustundir á barnum eða setustofunni eftir góða dagsferð. Hann hafði til að bera alla þá kosti sem prýða má þann sem sinna vill ferðaþjón- ustu af alúð. Hann var hjarta- hlýr, lausnamiðaður, umburðar- lyndur, þolinmóður, hjálpsamur og glaðlyndur og vildi öllum vel. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég kvaddi þau hjón í sól- inni á Siglufirði að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi þennan kæra vin. Þau leiddust eftir göt- unni böðuð sólu, hann og Magga - kletturinn í lífi hans. Samheldin og falleg eins og alltaf. Ég var viss um að á næsta ári myndum við finna nýja leið ævintýra á nýj- um slóðum. Elsku Svenni, hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina og allt það sem þú kenndir mér. Elsku Magga mín, Díana Mjöll, Halldóra og fjölskyldur, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurbjörg Árnadóttir. Við erum öll ferðalangar í þessu lífi en leiðarlokin eru ekki á okkar valdi heldur bílstjórans. Ekki verður komið tölu á alla þá sem setið hafa í hjá Sveini Sig- urbjarnarsyni síðustu sextíu árin og farþegum sínum kom hann ávallt á leiðarenda þó að stundum tæki það langan tíma í ófærð og illviðrum. En þá átti sögumaður- inn Svenni ekki í vandræðum með að stytta mönnum stundir þangað til hríðinni linnti. Nú er Svenni stíginn úr bílstjórasætinu á sínum áfangastað sem hann náði fullsnemma. Það kemur í hlut okkar sem enn erum á ferða- laginu að segja sögurnar. Bíl- stjórinn góði mun lifa í þeim sög- um um eilífð enda einstakt valmenni og ljúflingur sem nú er kvaddur. Hann brann fyrir hvers kyns ferðamennsku og telst vera einn af frumkvöðlum ferðaþjón- ustu á Austurlandi. Þar lagði hann hönd á plóg við stofnun ferðamálasamtaka, markaðs- stofu og fleiri verkefni ásamt því að byggja upp fyrirtæki sitt Tanna með fjölskyldunni. Um- fram allt var Svenni hlýr og góð- ur félagi og ógleymanlegur þeim sem kynntumst honum. En það er sárt að sakna og það er sárt til þess að hugsa að aldrei framar birtist bílstjórinn á skyrtunni og leðurvestinu til að fá sér kaffi- sopa í borðstofunni á Skriðu- klaustri og spyrja tíðinda. Eða komi brunandi í Fljótsdalinn neðan af Eskifirði til að taka þátt í lomber, spilinu sem hann kynnt- ist í æsku á Hafursá en hóf ekki að spila fyrr en fyrir fáeinum ár- um og lét sig þá aldrei vanta. En Svenni lifir í minningum okkar því að hann var einn af þessum mönnum sem gerði hvern stað betri með nærveru sinni, gaman- semi og geðprýði – orðstír hans deyr aldrei. Fjölskyldu hans sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Skúli Björn, Elísabet, starfsfólk á Skriðu- klaustri og lomber- félagar. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum sunnudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 15. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/matthilduroskarsdottir Aðstandendur afþakka vinsamlegast blóm og kransa en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Orgelsjóð Keflavíkurkirkju, kt. 680169-5789, banki 121-26-40400. Anna Pálína Árnadóttir Karl Einar Óskarsson Þuríður Árnadóttir Rúnar Helgason Kolbrún Árnadóttir Jóhann Bjarki Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín og okkar kæra BERGÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Leiðhömrum 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum 31. mars. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 13. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar viðstaddir. Streymi frá athöfninni má finna á slóðinni https://youtu.be/tcUz9vOiKb8. Guðmundur Jónasson Ásta Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Halldórsson Hlynur Snær Unnsteinsson Brynjar Tumi Sigurðarson Elín Ásta Sigurðardóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN GARÐARSDÓTTIR, Skógarási 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 3. apríl. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 16. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður að gera ráð fyrir að aðeins nánustu aðstandendur og vinir verði viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/G0H2Ipc8VuA Kjartan Jónasson Garðar Hólm Kjartansson Sigrún Guðnadóttir Elvar Steinn Kjartansson Leonie Maria Karn Edda María Kjartansdóttir Birkir Þór Heimisson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Neðstaleiti 11, lést sunnudaginn 4. apríl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 15. apríl klukkan 13. Bryndís Þorsteinsdóttir Rafn Thorarensen Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Kristján Már Gunnarsson Kristján Þorsteinsson Þórhildur Þorsteinsdóttir Hafþór Ingi Samúelsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.