Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
30 ÁRA Þórdís er Reykvíkingur
og ólst upp í Fossvogi. „Ég er borg-
arbarnið í fjölskyldunni,“ segir Þór-
dís. Hún er tónlistarkona og leik-
kona, en hún er í hljómsveitinni
Reykjavíkurdætrum og útskrifaðist
sem leikkona frá Listaháskóla Ís-
lands 2019.
Reykjavíkurdætur er kvenkyns
rapphljómsveit sem hefur hlotið
mikla athygli fyrir tónlist sína og
yrkisefni. Hljómsveitin hefur komið
fram á fjölda tónlistarhátíða erlend-
is og hlotið viðurkenningar hér-
lendis sem erlendis, en Þórdís hefur
verið í Reykjavíkurdætrum frá upp-
hafi.
Eftir útskrift frá LHÍ fékk Þór-
dís strax stórt hlutverk í söng-
leiknum Vorið vaknar hjá Leik-
félagi Akureyrar og síðan í
Benedikt búálfi, einnig hjá LA. „Ég
er því búin að vera með annan fót-
inn á Akureyri síðan ég útskrif-
aðist. Við frumsýndum Benedikt
búálf í byrjun mars og náðum að
sýna það frekar þétt við góðar und-
irtektir áður en allt lokaði.“
Þórdís hefur mikið verið að tal-
setja teiknimyndir og barnaefni,
eða í sjö ár, og lesið inn á Storytel,
en hún fékk í fyrra Íslensku hljóð-
bókaverðlaunin í flokki skáldsagna
fyrir lestur sinn á bókinni Grímu
eftir Benný Sif Ísleifsdóttur. „Það
er gott að geta gripið í þetta. Ég
hef alltaf verið að syngja og leika
frá því ég var barn, var í söng-
keppni framhaldsskóla og sýningum
í Þjóðleikhúsinu og fékk svo verk-
efni við að talsetja og hef verið í því
síðan.“
Sonur Þórdísar er Bjartur
Esteban Pedro, f. 2017, og barns-
faðir hennar er Logi Pedro Stef-
ánsson tónlistarmaður. Foreldrar
Þórdísar eru Aðalheiður Bragadótt-
ir og Þorfinnur Björnsson.
Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þetta er dagurinn til að leiðrétta mis-
skilning sem upp hefur komið milli þín og
makans. Ekki gera þér rellu út af smámun-
um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það má vera, að eitthvert einkamál
krefjist allrar þinnar athygli næstu daga.
Búðu þig undir að hitta tengdaforeldrana.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Skriflegir samningar eru hluti af
heildarmyndinni, hvort sem um er að ræða
lán, tryggingaskilmála eða fjárhagslegar
skuldbindingar. Þú færð símtal í kvöld sem
veldur því að þú vakir fram á rauða nótt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þolir ekki að láta þér leiðast en
það er samt hollt að upplifa það. Sum tæki-
færi koma aldrei aftur og þú munt ekki fyr-
irgefa þér það að láta eitthvert þeirra ónotað.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Hafðu auga með peningunum þínum í
dag. Láttu ekki erfiðar minningar úr fortíðinni
standa í vegi fyrir góðri líðan í dag.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Leitaðu ekki langt yfir skammt. Hvað
viltu? Með því að hugsa vel um grundavall-
arþarfir þínar áttu að geta haldið þér í jafn-
vægi.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Sannfæring þín fyrir því að þú hafir á
réttu að standa er afar sterk og því ert þú
ekki fyrir málamiðlanir í dag. Gríptu gæsina á
meðan hún gefst.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú þarft að gera hlé á störfum
þínum og reyna að safna orku. Forðastu að
skuldbinda þig eða lofa nokkru sem truflar
fríið þitt.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er nauðsynlegt að hafa sög-
una á hreinu þegar menn meta nútímann og
reyna að spá um framtíðina. Vinnufélagi
kemst upp með lélega frammistöðu því þú
bætir skaðann.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Hvort sem um er að ræða gleði
eða sorg, muntu finna fyrir miklum tilfinn-
ingasveiflum. Hafðu engar áhyggjur af börn-
unum, þau hjálpa sér sjálf.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Auðvitað átt þú að gleðjast yfir
þeim jákvæðu undirtektum, sem hugmyndir
þínar fá. Gæfuhjólið snýst þér í vil.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Sá friður sem þú býrð nú við á flest-
um sviðum lífsins er mikils virði. Einhver
rennir til þín hýru auga.
B
ragi Þorfinnsson er
fæddur 10. apríl 1981 í
Reykjavík en ólst upp á
Ytri-Löngumýri í
Blöndudal í Austur-
Húnavatnssýslu til 5 ára aldurs. Fjöl-
skyldan flutti þá í Hlíðahverfið í
Reykjavík og Bragi fer í æfingadeild
Kennaraháskóla Íslands, sem er nú
Háteigsskóli. „Þar kynnumst við
bræður skákinni fyrir alvöru og vor-
um fljótir að ná góðum tökum á
henni. Eðlisfræðikennarinn í skól-
anum, sem hét Ólafur Guðmundsson,
átti stóran þátt í að svo fór, en hann
hlúði vel að skákinni og kveikti áhuga
á henni hjá mörgum.
Við urðum Íslandsmeistarar og
Norðurlandameistarar í sveitakeppn-
um og eftir það var ekki aftur snúið.
Við urðum snemma virkir í allri starf-
semi hjá Taflfélagi Reykjavíkur og
það var nánast okkar annað heimili.
Hápunkturinn á þessum árum var
þegar við urðum ólympíumeistarar
liða undir 16 ára, á Las Palmas. Okk-
ur bræðrum hefur alltaf gengið vel
saman í liði, en okkur hefur reynst
erfiðara að berja á hver öðrum á hin-
um 64 reitum, þau eru orðin ófá jafn-
teflin sem við höfum gert í gegnum
tíðina. Við viljum ekki raska fjöl-
skyldufriðinum.“
Eftir grunnskólann fór Bragi í Fjöl-
brautaskólann við Ármúla og varð
stúdent þaðan árið 2003. Hann fór síð-
ar í almenna bókmenntafræði í Há-
skóla Íslands og lauk BA-gráðu úr
henni árið 2011. Eftir það bætti hann
við sig meistaragráðu í kennslufræði
og útskrifaðist með hana árið 2017.
„Ég hef þó alltaf sinnt skákinni af
kappi og sett markið hátt í henni, en ég
held að vinnubrögðin sem maður tem-
ur sér í henni, hjálpi manni almennt í
leik og starfi. Ef maður er einbeittur
og sýnir þrautseigju þá gerast góðir
hlutir, það má kannski segja að það sé
mitt mottó.“
Bragi var síðan útnefndur stór-
meistari í skák, 9. apríl 2018, eftir að
hafa náð þriðja stórmeistara-
áfanganum á alþjóðlegu skákmóti í
Noregi í febrúar á því ári. „Þetta
voru góðir tímar og ekkert Covid
farið að gera okkur lífið leitt.
Stærstu stundir mínar sem skák-
manns eru þegar ég horfi til baka, að
tefla á Ólympíumótum í skák fyrir
Íslands hönd, en ég hef farið þríveg-
is á slík mót, nú síðast til Bakú í
Aserbaídsjan árið 2016. Ég stefni á
að komast aftur á það í framtíðinni,
þegar má halda skákmót aftur í
heiminum.“ Bragi sinnir núna skák-
kennslu í Skákskóla Íslands og for-
fallakennslu í Hlíðaskóla.
Bragi er mikill lestrarhestur. „Ég
er yfirleitt með nokkrar bækur í
gangi í einu, ég les oftast skáldsög-
ur, bæði til að víkka sjóndeild-
arhringinn og slaka á, og auðvitað
glugga ég líka í skákbækur inn á
milli. Ég hef líka gaman af því að
horfa á góðar bíómyndir eða góða
þætti á Netflix. Þá reyni ég að
stunda útiveru og hreyfingu og er
nýlega byrjaður að ganga á fjöll með
konunni minni, og stundum tökum
við gríslingana með í styttri ferðir,
enda hafa allir gott af hreyfingu og
fersku lofti. Við fórum síðast, eins og
allir hinir, að skoða eldgosið í Geld-
ingadölum, sem var magnað að sjá.
Bragi mun fagna deginum með
fjölskyldu sinni og sínu nánasta
fólki, en systir hans, Þórdís Björk,
fagnar þrítugsafmæli í dag. „Það
verður því glatt á hjalla, ég mun
væntanlega brjóta tveggja metra
regluna og skála, í það minnsta við
systur mína. Þakklæti er mér ann-
ars ofarlega í huga á þessum degi.
Það eru þrjár konur í lífi mínu sem
mig langar til að þakka sérstaklega
fyrir allan þann stuðning sem þær
hafa veitt mér á þessum 40 árum.
Þær eru konan mín, Dagný; móðir
mín, Aðalheiður, og amma mín, hún
Kristbjörg. Þær hafa borið mig á
höndum sér.“
Bragi Þorfinnsson, stórmeistari í skák – 40 ára
Fjölskyldan Stödd á gosstöðvunum í Geldingadölum.
Stórafmæli hjá systkinum
Systkinin Bragi, Þórdís Björk, sem á 30 ára afmæli í dag, og Björn.
Morgunblaðið/Ómar
Stórmeistarinn Bragi á Reykjavík-
urskákmótinu árið 2019.
Til hamingju með daginn
BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ
Kemur út 16. apríl
Viðtöl viðBRÚÐHJÓN
Fatnaður, förðun og hárgreiðsla
Giftingahringir
BRÚÐKAUPSVEISLUR
Veisluþjónustur og salir
Dekur fyrir brúðhjón
Brúðkaupsferðir
ÁSTARSÖGUR
og margt fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA
til mánudagsins 12. apríl
Katrín Theódórsdóttir
S. 569 1105 kata@mbl.is - meira fyrir áskrifendur