Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 39

Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021 „MÍN ER ALVEG EINS. ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ALLT BATTERÍIÐ SÉ Á LEIÐ SUÐUR.“ „ÉG SET ÞIG Á LISTANN YFIR „MÖGULEGA HJARTA- OG LUNGNAGJAFA“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sjá allt í ljósi ástarinnar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SÆLIR JARÐARBÚAR! VIÐ HÖFUM FERÐAST 65 MILLJÓN LJÓSÁR TIL PLÁNETUNNAR YKKAR VIÐ VITUM AÐ ÞIÐ EIGIÐ BEIKON! KLÁRLEGA FERÐALAGSINS VIRÐI! ÞAÐ ERU MARGIR HÁVAXNIR, MYNDARLEGIR KARLMENN HÉR INNI EN SAMT ER ÞESSI FEGURÐARDROTTNING AÐ TALA VIÐ MIG! AFSAKIÐ FRÖKEN, TÝNDIR ÞÚ ÞESSUM? Ó, JÁ, ÞAKKA ÞÉR FYRIR! ÉG ÞARF AÐEINS AÐ SKJÓTAST! Fjölskylda Eiginkona Braga er Dagný Edda Þórisdóttir, f. 7.12. 1982, deildarstjóri hjá Advania. Þau búa í Rimahverfi í Grafarvogi. Foreldrar Dagnýjar eru hjónin Þórir Ingvarsson, f. 6.3. 1958, fjármálastjóri og Theódóra Ólafsdóttir, f. 1.7. 1960, rakari. Þau búa í Reykja- vík. Börn Braga og Dagnýjar eru Þórir Breki Bragason, f. 1.2. 2009; Ólafur Bragi Bragason, f. 29.8. 2012, og Aðalheiður Birna Bragadóttir, f. 23.11. 2014. Systkini Braga eru Björn Þorfinns- son, f. 25.10. 1979, alþjóðlegur skák- meistari og blaðamaður, býr í Garða- bænum, og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, f. 10.4. 1991, leikkona og söngkona, býr í Reykjavík. Foreldrar Braga eru hjónin Þorfinn- ur Jóhannes Björnsson, f. 18.10. 1956, gjaldkeri Menntasjóðs, og Aðalheiður Bragadóttir f. 18.5. 1960, aðstoðar- skólastjóri. Þau búa í Reykjavík. Bragi Þorfinnsson Aðalheiður Magnúsdóttir verkakona í Reykjavík, frá Ísafirði Gunnar Sigursveinn Arnbjörnsson bifreiðarstjóri og sjómaður í Reykjavík, frá Borgarnesi Kristbjörg Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík og fv. verslunarmaður Bragi Jónsson bókbindari í Reykjavík Aðalheiður Bragadóttir námsráðgjafi og aðstoðarskólastjóri í Reykjavík Hallfríður Brynjólfsdóttir húsfr. á Eskifirði og í Rvík og hjúkrunarfr., frá Broddanesi á Ströndum Jón Grímsson útibússtj. á Eskifirði, aðalbókari Landsbankans og frkvstj. KRON, frá Húsavík á Ströndum Þuríður Elísa Pálsdóttir húsfreyja í Flatey, frá Brett­ ingsstöðum á Flateyjardal Guðmundur Jónasson útvegsbóndi og útibússtjóri í Flatey á Skjálfanda, var þaðan Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja á Ytri­Löngumýri í Blöndudal Björn Pálsson bóndi á Ytri­Löngumýri og alþingismaður Guðrún Björnsdóttir húsfreyja á Guðlaugsstöðum, f. á Hurðarbaki á Ásum Páll Hannesson bóndi á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, A­Hún., var þaðan Úr frændgarði Braga Þorfinnssonar Þorfinnur Jóhannes Björnsson gjaldkeri Menntasjóðs, bús. í Reykjavík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Prúður á syllu hann situr. Sálum hann boðskapinn flytur. Höfuðið styrkir og styður. Stefnuna sýnir hann yður. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Prestur, lundi er á syllu situr. Sálum prestur boðskap kærleiks flyt- ur. Prestur, bein er hálsinn styrkir, styð- ur. Stefnu prestur sýnir öllum yður. Helgi Þorláksson svarar: Lundaprestur á syllu situr, sín orð í kirkju prestur flytur, prestur liður í hálsi heitir, hjálpar prestur vegs við leitir. Helgi R. Einarsson svaraði og sagði að þau væru ekki mörg skyldustörfin þessa dagana og því ánægjulegt að fá gátuna í hend- urnar: Prestur á syllunni situr og presturinn boðskapinn flytur, líka er presturinn liður, eins leiðbeinir presturinn yður. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Prestur á syllunni situr. Sálum guðsorð prestur flytur. Prestur á hrygg lítill liður. Leið sýnir vegprestur yður. Þá er limra: Við sönglist frá séra Birki ég sit í kirkju og yrki, ég tónelskur er, en ef tón eyru sker, ég prestinn í kirkjunni kyrki. Og síðan ný gáta eftir Guð- mund: Kári nú af kappi blæs, kátar rísa öldur glæs, gos og pestir geisa hér, en gátan fremur léttvæg er: x Á fjalli þennan finna má. Felling er hann segli á. Daufur sá í dálkinn ver. Við dýrategund kenndur er. Í Vísnahorni á fimmtudag birt- ist gamall húsgangur, sem Ársæll Jónsson hefur lært öðru vísi og leiðréttir í samræmi við það: Svona vil ég sjá hana, svona horfa á hana. Fríða vil ég fá hana hjá föðurnum sem á hana. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Allt verður fyllt nema pokinn prestsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.