Morgunblaðið - 10.04.2021, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
England
Fulham – Wolves...................................... 0:1
Staðan:
Manch. City 31 23 5 3 66:21 74
Manch. Utd 30 17 9 4 58:33 60
Leicester 30 17 5 8 53:34 56
West Ham 30 15 7 8 48:37 52
Chelsea 30 14 9 7 46:30 51
Tottenham 30 14 7 9 51:32 49
Liverpool 30 14 7 9 51:36 49
Everton 29 14 5 10 41:38 47
Aston Villa 29 13 5 11 42:31 44
Arsenal 30 12 6 12 40:35 42
Leeds 30 13 3 14 47:48 42
Wolves 31 10 8 13 31:41 38
Crystal Palace 30 10 8 12 32:48 38
Southampton 30 10 6 14 39:53 36
Burnley 30 8 9 13 24:40 33
Brighton 30 7 11 12 33:38 32
Newcastle 30 7 8 15 30:50 29
Fulham 32 5 11 16 24:42 26
WBA 30 4 9 17 25:59 21
Sheffield Utd 30 4 2 24 17:52 14
B-deild:
Watford – Reading................................... 2:0
Staða efstu liða:
Norwich 40 26 9 5 64:28 87
Watford 41 24 10 7 59:27 82
Brentford 39 19 13 7 66:40 70
Swansea 39 20 9 10 45:31 69
Barnsley 40 20 8 12 52:44 68
Reading 41 19 9 13 56:45 66
Bournemouth 39 18 11 10 60:38 65
Cardiff 40 16 10 14 55:43 58
Millwall 40 14 16 10 41:37 58
Middlesbrough 40 16 9 15 48:43 57
Stoke 40 14 13 13 45:44 55
Þýskaland
B-deild:
Hamburger SV – Darmstadt.................. 1:2
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Danmörk
Fallkeppnin:
OB – Vejle................................................. 0:1
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB og Sveinn Aron Guðjohnsen kom
inn á sem varamaður á 68. mínútu.
_ AaB 31, OB 29, SönderjyskE 28, Vejle
28, Lyngby 21, Horsens 13.
Holland
B-deild:
Excelsior – Nijmegen.............................. 2:1
- Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior.
Eindhoven – Jong PSV ........................... 0:2
- Kristófer Ingi Kristinsson lék allan leik-
inn með Jong PSV.
Jong Ajax – Oss........................................ 0:1
- Kristian Nökkvi Hlynsson var allan tím-
ann á varamannabekk Jong Ajax.
Undankeppni EM kvenna
Umspil, fyrri leikir:
Tékkland – Sviss....................................... 1:1
Úkraína – Norður-Írland ........................ 1:2
Portúgal – Rússland................................. 0:1
_ Seinni leikir fara fram á þriðjudag og sig-
urliðin fara á EM 2022 á Englandi.
Vináttulandsleikir kvenna
Frakkland – England............................... 3:1
Wales – Kanada........................................ 0:3
Spánn – Holland ....................................... 1:0
Bosnía – Albanía....................................... 0:0
4.$--3795.$
Spánn
Benidorm – Barcelona........................ 35:46
- Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir
Barcelona.
_ Efstu lið: Barcelona 50, Bidasoa 39, Hu-
esca 38, La Rioja 36.
Frakkland
Nimes – Aix .......................................... 25:26
- Kristján Örn Kristjánsson var ekki í
leikmannahópi Aix.
_ Efstu lið: PSG 36, Montpellier 34, Nantes
26, Aix 24, Limoges 22, Nimes 21.
Þýskaland
B-deild:
Lübeck-Schwartau – Bietigheim ...... 22:24
- Aron Rafn Eðvarðsson var ekki í leik-
mannahópi Bietigheim.
%$.62)0-#
Spánn
B-deild:
Real Canoe – Ourense......................... 70:90
- Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 8
stig, tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á
20 mínútum fyrir Real Canoe.
NBA-deildin:
Miami – LA Lakers .......................... 110:104
Toronto – Chicago ............................ 113:122
Oklahoma City – Cleveland............. 102:129
Dallas – Milwaukee .......................... 116:101
Utah – Portland ................................ 122:103
LA Clippers – Phoenix..................... 113:103
Sacramento – Detroit....................... 101:113
4"5'*2)0-#
Aftur byrjaði hann illa í gær,
fékk fjóra skolla og einn fugl á fyrri
níu holunum. Aftur sneri hann þó
taflinu við á endasprettinum, þó
ekki jafn glæsilega og fyrri daginn.
Rose fékk þrjá fugla á seinni níu
holunum og lauk hringnum á pari.
Hann er því enn á alls sjö höggum
undir pari og einn efstur, en nú
munar ekki nema einu höggi á hon-
um og Bandaríkjamönnunum Will
Zalatoris og Brian Harman sem eru
sex höggum undir parinu.
Nýliðinn í baráttunni
Zalatoris er aðeins 24 ára gamall
og að keppa á Masters-mótinu í
fyrsta sinn. Hann lék ágætlega á
fyrsta degi, fór hringinn á 70 högg-
um eða tveimur undir pari en eftir
fimm fugla á síðustu átta holunum í
gær hefur hann heldur betur vakið
athygli, hann lék hringinn á 68
höggum, fjórum undir pari.
Aðeins þremur kylfingum hefur
tekist að vinna stórmótið fræga í
fyrstu tilraun, Horton Smith og
Gene Sarazen unnu fyrstu tvö mót-
in árin 1934 og 1935, og Fuzzy Zo-
eller lék það eftir árið 1979. Zala-
toris var einmitt minntur á þessa
staðreynd í sjónvarpsviðtali áður
en hann hóf keppni á einum erf-
iðasta golfvelli heims á fimmtudag-
inn. „Ef ég er nógu vitlaus til að
halda að ég geti spilað hérna, þá er
ég nógu vitlaus til að halda að ég
geti unnið mótið!“ svaraði ungi
maðurinn.
Hinn örvhenti Harman fékk tvo
fugla á tveimur síðustu holunum í
gær til að enda á 69 höggum, rétt
eins og hann gerði fyrsta daginn.
Ástralinn Marc Leishman og
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth
eru jafnir í 4. og 5. sæti á fimm
höggum undir pari og því næst
koma sex kylfingar á fjórum högg-
um undir. Japaninn Hideki Matsu-
yama er í þeim hópi en hann var
annar að loknum fyrsta hringnum.
Sigurvegari Masters-mótsins í
fyrra og efsti maðurinn á heimslist-
anum, Dustin Johnson, er aftur á
móti ekki í baráttunni. Hann var á
tveimur höggum yfir pari og átti
þrjár holur óleiknar þegar blaðið
fór í prentun.
Flatirnar á vellinum eru erfiðar
eftir þurrt og hlýtt veðurfar und-
anfarið. Aðeins tólf kylfingar náðu
pari eða betra skori á fyrsta degi.
Búist er við rigningu og jafnvel
gæti orðið vindasamt um helgina
sem setur keppnina þá í allt annað
samhengi.
Nýliði berst
á toppnum
- Margir bítast um græna jakkann
AFP
Frumraun Kylfingurinn ungi Will Zalatoris keppir á Masters í fyrsta sinn.
GOLF
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Ólympíumeistaranum Justin Rose
fataðist aðeins flugið á öðrum
keppnisdegi Masters-mótsins í golfi
í gær en hann er þó áfram efstur
eftir frábæran fyrsta hring. Mótið
er fyrsta risamót ársins af fjórum
hjá körlunum og fer ávallt fram á
hinum sögufræga Augusta Nation-
al-velli í Georgíu í Bandaríkjunum.
Flestir kylfingar höfðu lokið leik á
öðrum hring mótsins þegar blaðið
fór í prentun en efstu fimmtíu kom-
ast í gegnum niðurskurðinn og
leika síðustu tvo hringina.
Hringirnir tveir hjá Rose hafa
fylgt samskonar uppskrift hingað
til. Á fyrsta degi var fátt sem benti
til þess að Englendingurinn væri að
fara að eiga góða helgi, enda var
hann á tveimur höggum yfir pari
eftir fyrstu sjö holurnar. Næst tóku
við sjö fuglar og einn örn á seinni
ellefu holunum og Rose endaði dag-
inn langefstur, með fjögurra högga
forskot.
Handknattleiksmaðurinn Adam
Haukur Baumruk hefur framlengt
samning sinn við Hauka og mun því
spila á Ásvöllum næstu þrjú árin
hið minnsta. Adam er einn af lykil-
mönnum Hauka í úrvalsdeildinni og
hefur verið það undanfarin ár en
hann er einn reyndasti leikmaður
liðsins. Hann hefur skoraði 41 mark
í 15 leikjum á núverandi leiktíð.
Hann er 27 ára skytta og hefur
allan sinn feril leikið með Haukum,
orðið Íslandsmeistari tvisvar,
bikarmeistari tvisvar og fimm sinn-
um deildarmeistari með liðinu.
Adam heldur
tryggð við Hauka
Morgunblaðið/Eggert
Haukur Adam er lykilmaður í liðinu
og verður það áfram næstu árin.
Handknattleiksdeild HK hefur lagt
fram tillögu fyrir ársþing Hand-
knattleikssambands Íslands, sem
fram fer á mánudaginn, um að lið-
um í úrvalsdeild kvenna verði fjölg-
að í tíu frá og með næsta tímabili.
Með breytingunni yrði því farið
úr átta liðum í tíu og áfram leikin
þreföld umferð. Segir í greinargerð
frá HK að leikmenn dreifi sér á of
fá lið í úrvalsdeildinni í núverandi
fyrirkomulagi.
Tillaga HK verður tekin fyrir á
ársþingi sambandsins sem fram fer
rafrænt á mánudaginn.
Vilja fjölga liðum í
úrvalsdeildinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tíu HK-ingar vilja fjölga liðum í
efstu deild kvenna í handbolta.
SVÍÞJÓÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenskir knattspyrnumenn hafa
orðið Svíþjóðarmeistarar í karla-
flokki með átta félögum og fjórum
sinnum á síðustu sex árum hafa svo-
kölluð „Íslendingalið“ hreppt
sænska meistaratitilinn.
Ekki eru taldar miklar líkur á að
Íslendingur hampi bikarnum í ár,
nema Malmö kræki sér í íslenskan
leikmann í sumar, því ríkjandi
meistarar þykja afar sigurstrang-
legir annað árið í röð.
Malmö hefur titilvörnina í dag
með upphafsleik deildarinnar á
heimavelli sínum, gegn Hammarby.
Arnór Ingvi Traustason vann meist-
aratitilinn með Malmö á síðasta ári
en hann var á dögunum seldur til
New England Revolution í Banda-
ríkjunum. Íslandstenging Malmö í
augnablikinu er danski þjálfarinn
Jon Dahl Tomasson sem er ættaður
frá Íslandi eins og margoft var tí-
undað á meðan hann var leikmaður í
fremstu röð.
Níu Íslendingar leika með fimm
liðum deildarinnar nú í upphafi móts
og þeir sem eru taldir líklegastir til
að geta unnið titil með sínu liði eru
vinstri bakverðirnir Valgeir Lund-
dal Friðriksson og Oskar Tor
Sverrisson hjá Gautaborgarliðinu
Häcken. Liðið endaði í þriðja sæti í
fyrra og margir sænskir sérfræð-
ingar telja að einungis Häcken geti
ógnað Malmö í baráttunni um meist-
aratitilinn 2021.
Valgeir, sem er aðeins 19 ára og
varð Íslandsmeistari með Val á síð-
asta ári, þreytir frumraun sína í at-
vinnumennsku þegar Häcken sækir
Halmstad heim í fyrstu umferðinni á
morgun en sænskir fjölmiðlar reikna
alfarið með honum í byrjunarliðinu.
Oskar, sem er fæddur og uppalinn í
Svíþjóð en lék sinn fyrsta landsleik
fyrir Íslands hönd í fyrra, leikur sitt
þriðja tímabil með liðinu en hefur
ekki komið mikið við sögu og lék að-
eins sjö leiki í deildinni á síðasta
tímabil.
Nýlendan í Norrköping
Norrköping er Íslendinganýlend-
an í deildinni. Ari Freyr Skúlason
bættist í hópinn á dögunum og á að
miðla þar af reynslu sinni. Ísak
Bergmann Jóhannesson, 18 ára, sló
í gegn með liðinu í fyrra, Finnur
Tómas Pálmason, 20 ára, var keypt-
ur af KR í vetur og Oliver Stef-
ánsson, 19 ára Skagamaður, er í
leikmannahópnum. Þá er Jóhannes
Kristinn Bjarnason, 16 ára KR-
ingur, kominn í unglingalið félagsins
og faðir hans, Bjarni Guðjónsson, er
nýr aðstoðarþjálfari Norrköping.
Jón Guðni Fjóluson, miðvörð-
urinn reyndi, kom til liðs við Hamm-
arby í vetur frá Brann í Noregi og
hjá Stokkhólmsliðinu eru bundnar
miklar vonir við hann. Jón gat sér
gott orð með Sundsvall og Norrköp-
ing áður en hann fór til Rússlands
fyrir þremur árum.
Kolbeinn Sigþórsson gekk óvænt
til liðs við Gautaborg í janúar eftir
að hafa verið leystur undan samn-
ingi hjá AIK. Hann handarbrotnaði í
leik Íslands og Armeníu á dögunum
og missir af byrjun mótsins.
AIK er þó ekki án Íslendings því
þróunarstjóri Stokkhólmsfélagsins
er Magni Fannberg en enginn ís-
lenskur leikmaður er þar á bæ.
Aron Bjarnason gekk til liðs við
Sirius frá Uppsala í janúar, frá Új-
pest í Ungverjalandi, en Sirius kom
á óvart sem nýliði í deildinni í fyrra.
Þá bætist væntanlega markvörð-
urinn efnilegi Hákon Rafn Valdi-
marsson í hópinn en hann verður að
óbreyttu keyptur til Elfsborg frá
Gróttu á næstu dögum.
Verður nýliðinn sænskur meistari?
- Valgeir Lunddal og félagar í Häcken taldir líklegastir til að berjast við Malmö
um titilinn - Níu íslenskir leikmenn í fimm liðum í byrjun tímabilsins í Svíþjóð
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Svíþjóð Valgeir Lunddal Frið-
riksson leikur með Häcken.