Morgunblaðið - 10.04.2021, Side 42
Á sundi Úr stuttmyndinni Sundiðkun í Reykjavík frá árinu 1946.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hreyfimyndahátíðin Physical Cin-
ema Festival verður haldin öðru
sinni frá og með deginum í dag til
17. apríl í miðbæ í Reykjavíkur og
nú utandyra vegna fjöldatakmark-
ana og lokana kvikmyndahúsa.
Helena Jónsdóttir stofnaði til hátíð-
arinnar fyrir tveimur árum og stýr-
ir henni. Var hún fyrst haldin í
samstarfi við Stockfish-kvikmynda-
hátíðina og þótti heppnast svo vel
að ákveðið var að gera hana að
tvíæringi, halda hana á tveggja ára
fresti. Er hátíðin fyrst og fremst
hugsuð sem vettvangur fyrir heim-
ildarmyndir, vídeólistaverk, örverk
og stuttmyndir og ætlað að vera
tilraunasvið og leikvöllur fyrir alls
konar kvikmyndagerð, eins og segir
á vef hennar. Verður verkum varp-
að á veggi og glugga á fjórum stöð-
um í miðbænum.
List í kófinu
„Við ákváðum að fara af stað með
útivörpunina út af ljósi, vorið er að
koma mjög hratt,“ segir Helena og
að myrkrið því á undanhaldi. Þá sé
hugmyndin líka að leyfa fólki að
njóta listar í kófinu, á tímum far-
sóttarinnar.
„Þetta eru fjórtán verk sem verð-
ur varpað, það er hægt að byrja í
Bíó Paradís, við mælum með því og
að fólk hafi heyrnartól á sér en
umhverfishljóðin eru líka mjög fín.
Þar verður verkum varpað í glugga
bíósins því hátíðin hefur verið hald-
in þar. Síðan er hægt að labba upp
á Vatnsstíg sem er nokkrum skref-
um frá Bíó Paradís. Þar tökum við
yfir nokkra glugga og byggingu,
vörpum á bygginguna og glugga
sem eru stórir og fallegir. Vatns-
stígurinn verður eins og útigallerí,
útibíóhús. Síðan er hægt að labba
upp í Mengi sem er samstarfsaðili
okkar og þau eru líka með frábæra
tónlist, ef fólk er með valkvíða þeg-
ar kemur að því að velja tónlist er
hægt að fara á vefinn þeirra og ýta
bara á „play“. Þar verða verk í
glugganum og síðan er hægt að
rölta niður í Tjarnarbíó. Þar mun-
um við varpa á ráðhúsið og svo
verður mónitor utan á húsinu og
líka eitthvað í anddyrinu,“ segir
Helena um uppsetningu hátíðar-
innar og hvernig megi njóta hennar.
Þöglar myndir
–Þetta eru ekki hreyfimyndir í
upphaflegri merkingu þess orðs,
þ.e.a.s. ekki bara myndir sem hreyf-
ast heldur líka tengdar dans- og
hreyfilist, eða hvað?
„Þetta er blandað. Þetta er byggt
á hreyfimyndunum sem við köll-
uðum í gamla daga „silent movies“
eða þöglu myndirnar og ég er ein-
mitt þetta árið að byrja samstarf
við Kvikmyndasafn Íslands og sýni
tvær kvikmyndir frá Reykjavík á
árunum í kringum 1940 og ’50,“
svarar Helena. Þær sýni m.a. bólu-
setningar og ljósaböð barna vegna
D-vítamínskorts. „Síðan er ég með
brot úr sundmenningu Reykvík-
inga. Við erum að byrja að byggja
samband milli hátíðarinnar og kvik-
myndasafnsins með því að sýna ger-
semar úr stuttmyndasafni þess,“
bætir hún við og nefnir sem dæmi
að í fyrra hafi fundist fyrsta kvik-
myndin gerð af íslenskri konu, Ruth
Hanson, dansmynd frá árinu 1927.
Helena segist stefna síðar að
innanhússsýningum á Ágirnd eftir
Svölu Hannesdóttur og Óskar
Gíslason frá árinu 1952 og Brennu-
Njáls sögu Friðriks Þórs frá árinu
1980. „Þetta eru fyrstu skrefin að
því að sýna gersemar frá safninu
inni í sýningasölum eða sem úti-
vörpun. Þetta er fyrsta árið sem við
munum varpa frá þeim,“ útskýrir
Helena.
Frá ólíkum tímum og löndum
Helena segist hafa safnað 50
kvikmyndaverkum sem sum hver
séu gamlar, svarthvítar, þöglar
myndir en önnur nútímaútgáfur af
þöglum myndum þar sem höfundar
nýti sér tónlist eða hljóðmynd sem
fylgi myndunum.
Helena starfaði á árum áður sem
dansari og segir að einnig megi
finna svokallaðar dansmyndir. Hún
leitist þó við að gæta jafnræðis og
því megi finna myndir frá fólki úr
hinum ýmsu listgreinum. Þá hafi
hún líka fengið 14 myndir frá stofn-
un í Belgíu, stuttmyndir eftir fólk
úr ólíkum listgreinum og frá ólíkum
löndum, verk sem þekkt séu á meg-
inlandi Evrópu.
Helena bendir að lokum á að best
sé að njóta kvikmyndanna eftir kl.
20 á kvöldin, þegar dimma tekur og
fram á nótt. Því sé tilvalið að fá sér
göngutúr eftir kvöldmatinn og njóta
listarinnar eða fara í bíltúr og njóta
hennar inni í upphituðum farar-
tækjunum.
Frekari upplýsingar má finna á
physicalcinemafest.com.
Tilraunasvið og leikvöllur
- Kvikmyndaverkum verður varpað á glugga og veggi í miðbæ Reykjavíkur á Physical Cinema
Festival 10.-17. apríl - Hátíðin haldin öðru sinni og nú utandyra vegna takmarkana Covid-19
Ljósmynd/Sarah Blee
Stj́órnandi Helena Jónsdóttir er stofnandi hátíðarinnar og stýrir henni.
Samtöl Úr Conversations eftir Benedikte Esperi frá árinu 2020.
Bólusetning Úr stuttmyndinni Ljósaböð og bólusetning frá árinu 1946.
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. APRÍL 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Einkasýning Helgu Páleyjar Frið-
þjófsdóttur, Húsvörður slær í gegn,
verður opnuð í galleríinu í Þulu,
Hverfisgötu 34, í dag, laugardag, kl.
14 til 18. Sýningin stendur yfir til
25. apríl og verður opin kl. 14-18
alla daga.
Í tilkynningu segir að hér sé á
ferðinni rómantísk hugmynd um
húsvörð sem fámálan einfara sem
sinni vel sínu starfi og lifi sáttur og
sæll og djúpt í sínum hugarheimi.
Sá eiginleiki geti tapast við það að
verða fullorðinn.
„Þessi húsvörður vann lífið, hann
spilar hasarmyndir í huganum og
brosir út í annað af æðisgengnu vit-
leysunni sem honum dettur í hug.
Núna er hann fiðrildi og allt sem er
svart drekkur í sig ljós þangað til að
ekkert er eftir, hann er sá eini sem
veit hvernig á að stoppa það. Þetta
er alltaf að gerast, við tökum bara
ekki eftir því,“ segir um sýninguna.
Helga hefur í verkum sínum not-
að teikningu og þá meðal annars til
að kanna mörk miðilsins, bæði á
striga og í skúlptúr, að því er fram
kemur í tilkynningu og hefur hún
haldið einkasýningar og tekið þátt í
fjölda samsýninga, bæði hér á landi
og erlendis. Hún var meðlimur í
listamannarekna galleríinu Kunst-
schlager í Reykjavík og hefur einn-
ig tekið þátt í ýmsum verkefnum,
t.d. Frystiklefanum á Rifi og verið
listrænn stjórnandi listahátíð-
arinnar Ærings. Helga lauk námi
við myndlistadeild Listaháskóla Ís-
lands árið 2011 og hefur samhliða
myndlistinni unnið sem teiknari og
þá bæði við myndskreytingar og
hreyfimyndir.
Teikning Helga hefur í verkum sín-
um notað teikningu og þá meðal
annars til að kanna mörk miðilsins,
bæði á striga og í skúlptúr.
Rómantísk hugmynd um húsvörð
- Helga Páley
opnar sýningu í
galleríinu Þulu