Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 36

Fréttablaðið - 25.09.2021, Side 36
Það er löng hefð fyrir því að fólk safnist saman yfir kosningavökunni og geri sér misglaðan dag. Það er okkur bæði ljúft og skylt að aðstoða landsmenn við val á girni- legum kræsingum, enda útlit fyrir að fram undan sé langt laugardagskvöld. bjork@frettabladid.is Einn vinsælasti matarbloggari landsins, Berglind Hreiðarsdóttir sem heldur úti síðunni gotteri.is, situr sjaldnast auðum höndum og bíður nú eftir að nýjasta bókin hennar, Börnin baka, sem hún gerði ásamt dóttur sinni, komi til lands- ins og í verslanir. Berglind taldi það þó ekki eftir sér að gefa landsmönn- um nokkrar góðar uppskriftir fyrir kosningapartíið í kvöld. ■ Kræsingar í kosningapartíið Bakaður ostur með grilluðum paprikum og pestói 1 x Dala-Auður 3 msk. Sacla-pestó með „Roasted pepper“ Sacla Peperoni grigliati (grilluð paprika í olíu) Furuhnetur Fersk basilíka Meðlæti: Baguette Kex Hnetur Hráskinka Vínber Annað sem ykkur dettur í hug Takið ostinn úr umbúðunum og leggið í eldfast mót eða á bökunarpapp- ír. Setjið vel af pestói ofan á hann, skerið grillaða papriku niður og setjið þar næst ofan á ásamt furuhnetum. Bakið við 190°C í um 10 mínútur Stráið smá ferskri basilíku yfir og berið fram með góðu brauði, kexi og öðru meðlæti. Berglind reiðir fram einfalda en góða partírétti fyrir landsmenn sem ætla að vaka yfir kosningasjónvarpinu í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nachos-dýfur eru gríðarvin- sælar í veislur en þessi er ferskari en þær flestar. Heimatilbúin beikonídýfa er sannar- lega eitthvað annað og meira. Bakaður ostur, verður hvorki einfaldara, né betra. Hið klassíska ostasalat klikkar aldrei. Fersk nachos-ídýfa 1 lítil krukka salsasósa (um 300 g) 400 g rjómaostur 1 rauðlaukur Iceberg (ca. ¼ haus eftir stærð) 1 rauð paprika ½ blaðlaukur Smátómatar og nokkrir hringir af blaðlauk til skrauts Nachos-flögur Saxið rauðlauk mjög smátt og dreifið í botninn á þeirri skál/fati/bakka sem verður fyrir valinu. Setjið salsasósu og rjómaost í hrærivélarskálina og blandið þar til kekkjalaust og létt í sér. Smyrjið rjómaostblöndunni yfir rauðlaukinn. Saxið grænmetið smátt (nema tómata) og dreifið yfir blönduna (að sjálf- sögðu má nota annað grænmeti, bara það sem ykkur þykir gott). Skerið nokkra smátómata niður og skreytið með þeim og heilum hringjum af blaðlauk. Gott er að kæla nachos-dýfuna aðeins áður en hennar er notið með stökkum nachos-flögum, en þó ekki nauðsynlegt. Ostasalat og snakk 1 hvítlaukskryddostur 1 Mexíkókryddostur 1 rauð paprika 4 vorlaukar 15-20 rauð vínber 180 g (ein dós) sýrður rjómi 100 g majónes ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Finn Crisp-snakk Skerið ostana niður í litla teninga og setjið í skál. Saxið papriku og vorlauk smátt og skerið vínberin í 4 hluta og hellið í skálina. Setjið að lokum sýrðan rjóma, majónes og krydd í skálina og blandið öllu varlega saman. Njótið með Finn Crisp-snakki. Beikon- og laukídýfa 100 g beikon 2 laukar 3 msk. ólífuolía 2 msk. sykur 220 g Philadelphia-rjómaostur 150 g sýrður rjómi 90 g rifinn cheddar-ostur 2 stk. smátt saxaður vorlaukur Salt og pipar Eldið beikonið þar til það er vel stökkt og myljið/saxið niður. Skerið laukinn í ræmur og steikið upp úr ólífuolíu og sykri við meðallágan hita í um 20-30 mínútur þar til hann er mjúkur í gegn, kryddið til með salti og pipar. Saxið hann þá smátt niður og geymið. Hrærið rjómaosti og sýrðum rjóma saman í skál og bætið þá restinni af hráefnunum saman við og blandið vel. Berið fram með Maarud-snakki með salti og pipar. 34 Helgin 25. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.