Morgunblaðið - 19.04.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
19. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.74
Sterlingspund 175.03
Kanadadalur 101.37
Dönsk króna 20.425
Norsk króna 15.163
Sænsk króna 15.033
Svissn. franki 137.96
Japanskt jen 1.1652
SDR 181.25
Evra 151.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.3178
Hrávöruverð
Gull 1766.45 ($/únsa)
Ál 2297.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.86 ($/fatið) Brent
« Bandarískar hlutabréfavísitölur
héldu áfram að styrkjast í síðustu viku.
Þannig bætti S&P 500 við sig 1,4% í
vikunni sem leið og er það fjórða vikan í
röð sem vísitalan styrkist. Dow Jones-
vísitalan hækkaði um 1,2% í vikunni og
Nasdaq-vísitalan um 1,1%.
Financial Times tengir hækkunina við
örvunaraðgerðir bandarískra stjórn-
valda og ýmis batamerki í bandarísku
efnahagslífi.
Athygli vekur að viðsnúningurinn er
ekki lengur drifinn áfram af smáum
hópi risafyrirtækja heldur dreifist
hækkunin víða um markaðinn. Nefnir
Wall Street Journal að af þeim félögum
sem mynda S&P 500 vísitöluna sé verð
184 fyrirtækja hærra núna en það hef-
ur verið undanfarnar 52 vikur. Þá er
hlutabréfaverð 95% fyrirtækja í S&P
500 vísitölunni yfir meðaltali undanfar-
inna 200 daga. ai@mbl.is
Víðtækari viðsnúningur á
hlutabréfamarkaði BNA
Hækkun Greina má merki bolamarkaðar.
STUTT
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Rafmyntin bitocin tók að veikjast
skarplega á laugardag og fór úr rúm-
lega 62.400 dölum á laugardags-
morgni niður í rösklega 53.500 dali á
sunnudag sem er nærri 15% lækkun.
Bitcoin styrktist ögn í framhaldinu
og var markaðsverðið ríflega 55.200
dalir seint á sunnudag samkvæmt
mælingu Coindesk. Samhliða þessu
lækkaði rafmyntin ether um nærri
18% þegar verst lét.
Ýmsar kenningar fóru á kreik um
hvað gæti skýrt þessa miklu niður-
sveiflu. Greindi Reuters frá að sumir
vildu tengja verðlækkunina við raf-
magnsleysi í Xinjiang-héraði í Kína
þar sem töluverð rafmyntafram-
leiðsla á sér stað. Telegraph bendir á
að veiking bitcoin kunni líka að
tengjast orðrómi þess efnis að
bandaríska fjármálaráðuneytið
hyggist ráðast í átak gegn notkun
rafmynta til peningaþvættis.
Þá tilkynntu tyrknesk stjórnvöld á
föstudag að þar í landi yrði bannað
að nota rafmyntir sem greiðslumiðil.
Sagði fulltrúi seðlabanka Tyrklands
ástæðuna m.a. að gengi rafmynta
væri of sveiflukennt og hægt að nota
rafmyntir í glæpsamlegum tilgangi.
Loks er búist við því að stjórnvöld á
Indlandi muni senn banna rafmyntir
og sekta þá sem stunda rafmynta-
viðskipti.
Til að gera markaðinn enn líflegri
var rafmyntin dogecoin á miklu flugi
í liðinni viku. Dogecoin var upphaf-
lega ætlað að vera eins konar brand-
ari rafmyntaáhugafólks en nafn
myntarinnar er dregið af vinsælu
mími (e. meme), þ.e. netbrandara
sem byggist á mynd af japönskum
hundi með skemmtilega sposkan
svip. Hefur dogecoin smám saman
orðið að
uppáhaldi
netverja og
m.a. birst
nokkrum
sinnum í tíst-
um auðjöf-
ursins Elons
Musks.
Má rekja
styrkingu
dogecoin
undanfarnar vikur til umræðuvefs-
ins Reddit þar sem áhugafjárfestar
tóku að beina sjónum sínum að raf-
myntinni strax í febrúar. Hjálpaði
það dogecoin enn frekar að fjárfest-
ingaforritið Robinhood leyfir not-
endum að kaupa og selja doge-
coin-rafmyntir með tiltölulega
einföldum hætti. Í vikunni var eft-
irspurnin eftir dogecoin svo mikil á
tímabili að vefur Robinhood varð
óstarfhæfur.
Bara á föstudag hækkaði verð
dogecoin um 110% gagnvart banda-
ríkjadal. Á tímabilinu frá 11. til 16.
apríl hækkaði verð dogecoin nærri
sjöfalt en veiktist síðan töluvert.
Seint á sunnudag hafði dogecoin
hækkað um 6.521% það sem af er ári.
Byrjaði rafmyntin árið í 0,005 dölum
en kostaði 0,317 dali á sunnudags-
kvöld.
Hækkun dogecoin virðist tekið
sem hálfgerðu gríni og bendir t.d.
Reuters á að Elon Musk hafi hellt ol-
íu á eldinn með tísti sem hann sendi
frá sér á fimmtudag. Þar skrifaði
hann: „Doge geltir á tunglið“ og
fylgdi með ljósmynd af verki listmál-
arans Joan Miró „Hundur geltir á
tunglið“ (cat. Gos bordant a la lluna).
Rafmyntakauphöll álíka
verðmæt og NYSE
Stærsta rafmyntafrétt liðinnar
viku er þó ekki bitcoin-lægðin né
dogecoin-sprengingin heldur skrán-
ing rafmyntakauphallarinnar Coin-
base á Nasdaq-hlutabréfamark-
aðinn.
Var Coinbase metið á 75,9 millj-
arða dala við skráningu á miðviku-
dag en um er að ræða fyrstu stóru
rafmyntakauphöllina sem skráð er á
markað. FT greinir frá að verð Coin-
base hafi sveiflast töluvert á fyrsta
degi en við lok viðskipta á skráning-
ardaginn var markaðsvirði félagsins
á svipuðu róli og virði móðurfélags
kauphallarinnar í New York.
Coinbase heldur utan um rafmynt-
ir nærri 56 milljóna viðskiptavina og
starfrækir stærsta rafmyntamarkað
Bandaríkjanna. Bendir FT á að hátt
hlutabréfaverð Coinbase sé ekki
byggt á framtíðarvæntingunum ein-
um saman því á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs námu tekjur félagsins 1,8
milljörðum dala og höfðu nærri tí-
faldast frá sama tímabili árið áður.
Ólga á rafmyntamarkaði
AFP
Rafmyntasjálfsali í verslun í New York. Vikan á rafmyntamarkaði var heldur betur viðburðarík.
- Rafmagnsleysi og orðrómur töppuðu lofti af bitcoin-bólunni um helgina
- Rafmyntamarkaðurinn Coinbase skráður í Nasdaq í tugmilljarða dala útboði
Hundalíf Doge, inn-
blástur rafmynt-
arinnar dogecoin.
Ný rannsókn seðlabanka Bandaríkj-
anna bendir til þess að á fyrsta ári
kónrónuveirufaraldursins megi
rekja þrot innan við 200.000 fyrir-
tækja þar í landi til faraldursins.
Reuters greinir frá að í venjulegu ár-
ferði leggi um 600.000 bandarísk
fyrirtæki upp laupana en seðlabank-
inn áætlar að á tímabilinu frá mars
2020 til febrúar á þessu ári hafi þessi
tala hækkað um fjórðung en í mesta
lagi um þriðjung.
Reuters segir þetta lægri tölu en
reiknað hafi verið með. Höfðu svart-
sýnustu spár gert ráð fyrir að farald-
urinn myndi gera út af við allt að
400.000 fyrirtæki umfram það sem
vænta má í meðalári.
Reiknast seðlabankanum til að
erfiðleikarnir hafi verið hvað mestir
hjá fyrirtækjum þar sem starsfólk
þarf að vera í nánu samneyti við við-
skiptavini, s.s. hjá hárgreiðslustof-
um og naglasnyrtistofum. Hins veg-
ar hafi verið minna um rekstrarþrot
en venjulega hjá t.d. mtavöruversl-
unum, fyrirtækjum sem bjóða upp á
afþreyingu utandyra og hjá veitinga-
stöðum sem leyfa viðskiptavinum að
taka matinn heim.
Seðlabankinn segir þetta benda til
að efnahagslegt tjón vegna kórónu-
veirufaraldursins verði ekki eins
langvinnt og margir höfðu óttast. Þó
verði að taka niðurstöðum rannsókn-
arinnar með þeim fyrirvara að leigu-
salar, bankar og kröfuhafar hafa í
mörgum tilvikum veitt fyrirtækjum í
rekstrarvanda aukið svigrúm og
kann þetta svigrúm að minnka
snögglega þegar tekst að koma dag-
legu lífi Bandaríkjamanna aftur í
eðlilegt horf. ai@mbl.is
AFP
Þol Rannsókn seðlabankans gefur
tilefni til bjartsýni um framhaldið.
Tjónið minna en
spáð hafði verið
- Faraldurinn gerði
út af við færri fyrir-
tæki en óttast var