Morgunblaðið - 19.04.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.04.2021, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Veðurblíða og ofsi Um helgina skiptust svo sannarlega á skin og skúrir, eða öllu heldur skin og haglél, á höfuðborgarsvæðinu. Þessi vaski hlaupari lét það þó ekki á sig fá og spretti úr spori. Eggert Mikið hefur verið um að vera í þýskum stjórnmálum á yfir- standandi kjör- tímabili. Því fer senn að ljúka þar eð kosið verður til sam- bandsþingsins í Berlín í haust, líklega sunnu- daginn 26. september. Að völdum hefur setið samstjórn Kristilegra (CDU/CSU) og Sósíal- demókrata (SPD) við heldur litlar vinsældir, jafnt á landsvísu sem og í flokkunum sem að henni standa. Angela Merkel er að kveðja sem forsætisráðherra eftir að hafa gegnt kanslaraembætti í 16 ár og lengst af notið mikils persónulegs fylgis langt út fyrir raðir eigin flokks. Baráttan um eftirmann hennar til forystu í flokki Kristi- legra demókrata hefur ekki gengið þrautalaust og er engan veginn lok- ið. Í janúar sl. var Armin Laschet (f. 1961), forystumaður CDU í Nor- drhein-Westfalen, naumlega kosinn formaður flokksins úr hópi þriggja, en formaður systurflokksins CSU í Bæjaralandi er síðan 2019 Markus Söder (f. 1967). Saman eru þing- menn þessara flokka síðan 1949 í einum og sama þingflokki (Frak- tion). Á eftirstríðsárunum hefur kanslaraframbjóðandi Kristilegra langoftast verið forystumaður CDU, fyrst Adenauer og síðar Hel- mut Kohl og nú Angela Merkel. Tví- vegis komu frambjóðendur til kanslara úr röðum Kristilegra í Bæjaralandi, Franz Josep Strauss 1980 og Edmund Stoiber 2002, en töpuðu í bæði skipt- in fyrir frambjóð- endum Sósíal- demókrata. Frá því um síðustu helgi (11. apríl) er sú staða uppi að ofangreindir tveir for- menn kristilegu flokk- anna, Laschet og Sö- der, lýsa sig reiðubúna sem kanslaraefni. Hvernig úr því verði skorið er enn óljóst. Traust til Kristilegra snarminnkað Kristilegu flokkarnir höfðu á dög- um Vestur-Þýskalands lengst af yf- irburðastöðu í fylgi með um og yfir 40% atkvæða. Undantekning var tímabilið 1969-1982 þegar leiðtogar Sósíaldemókrata, þeir Willy Brandt og síðar Helmut Schmidt, skipuðu kanslaraembættið í samstjórn með Frjálsum demókrötum. Eftir sam- einingu þýsku ríkjanna var þáver- andi formaður Sósíaldemókrata Ger- hard Schröder kanslari frá 1998-2005 í samstjórn með Græn- ingjum (Bündnis 90/Die Grünen), en síðan hefur Merkel verið í því emb- ætti í 16 ár. Lengst af því tímabili var hún í yfirburðastöðu og það er fyrst nú undir lokin á þessum langa valda- ferli að vinsældir hennar hafa dvín- að, sérstaklega í glímunni við veir- una síðustu misseri. Þar hafa henni sjálfri orðið á mistök samhliða því sem forystumenn í einstökum fylkj- um úr hennar eigin flokki hafa fylgt ólíkum áherslum. Þannig hefur veirusmit farið vaxandi á síðustu mánuðum og ekki tekist að tryggja samræmdar aðgerðir, m.a. með út- göngubanni að næturlagi sem gilt hefur í mörgum ríkjum á meginland- inu. Formaðurinn nýi, Laschet, sem notið hefur beint og óbeint stuðnings Merkel, hefur slegið úr og í varðandi veiruna á sama tíma og keppinautur hans Söder hefur hins vegar talað fyrir harðari stefnu. Við þetta bæt- ast auðgunarbrot þingmanna úr röð- um CDU/CSU í sölu á andlits- grímum til veiruvarna. Það kemur því ekki á óvart að fylgi Kristilegra hefur á landsvísu farið ört minnk- andi í skoðanakönnunum á sama tíma og fylgi Græningja hefur vaxið hröðum skrefum. Tilkoma hægri- öfgaflokksins AfD frá og með 2013 og fylgi hans sem nú mælist um 11% hefur auðvitað einnig tekið sinn toll. Þannig mælast Kristilegir nú með aðeins 27% fylgi, nær 6% minna en fyrir fjórum árum. Bág staða krata og Die Linke Sérstaka athygli vekur lítið fylgi Sósíaldemókrata mestallt núverandi kjörtímabil. Í kosningunum 2017 fengu þeir þó 20,5% atkvæða, en hafa á síðari hluta kjörtímabilsins mælst nálægt 16%. Í samstjórn með Kristilegum hafa þeir haft ráðherra í mikilvægum málaflokkum og kansl- araefni þeirra Olaf Scholz er nú fjár- málaráðherra. Hann tapaði hins veg- ar í kosningum um formannsstöðuna 2019 fyrir tveimur sameiginlegum en út á við lítt þekktum frambjóð- endum, þeim Walter Borjans (f. 1952) og Saskiu Esken (f. 1961). Undanfari þessa voru tíð formanns- skipti í flokknum og óljós stefna í mörgum málaflokkum, m.a. á sviði umhverfismála. Hér er ólíku saman að jafna við fylgi flokksins um síð- ustu aldamót, en í kosningunum 1998 fékk SPD undir forystu Schröders 40,9% atkvæða, nær 6% meira en Kristilegir í þeim kosningum. – Vinstriflokkurinn Die Linke, upp- haflega með rætur í Austur- Þýskalandi eftir sameiningu þýsku ríkjanna, hefur heldur ekki náð að halda stöðu sinni í stjórnarandstöðu frá því hún var best 11,9% árið 2009 og 9,2% 2017. Flokknum er nú aðeins spáð um 8% fylgi. Die Linke hefur lengi verið tvíátta og haldist illa á forystufólki. Þannig mælast flokk- arnir tveir, SPD og Die Linke, sam- anlagt með tæpan fjórðung atkvæða í skoðanakönnunum nú fimm mán- uðum fyrir komandi kosningar. Græningjar á blússandi ferð Eini stjórnmálaflokkurinn í Þýskalandi sem verið hefur í teljandi sókn á kjörtímabilinu eru Die Grü- nen eða Græningjar, sem nú virðast geta keppt við Kristilega í komandi þingkosningum. Fylgi flokksins hef- ur vaxið samkvæmt nýlegum könn- unum úr 8,9% fyrir fjórum árum í um 22% eða 2,5-faldast. Margt stuðl- ar eflaust að þessari þróun: Al- þjóðleg viðhorf til umhverfismála þar sem loftslagsváin og háskaleg skerðing á fjölbreytni lífvera eru nú almennt orðin viðurkennd, a.m.k. í orði, sem stærstu vandamál mann- kyns á næstu árum og áratugum. Stjórnarandstaða Græningja á landsmælikvarða samhliða fallandi gengi stjórnarflokkanna og brott- hvarfi Angelu Merkel af sviðinu, sem hún nýtti m.a. til að afskrifa kjarn- orku sem framtíðarorkugjafa, á hér einnig hlut að máli. En Græningjar hafa líka reynst farsælir sem ábyrgir þátttakendur í fylkisstjórnum, þar sem hæst ber forystu þeirra í Baden- Württemberg nú þriðja kjörtímbilið í röð frá 2011 undir leiðsögn Win- frieds Kretschmanns sem afar vin- sæls fylkisstjóra. Flokkur Græn- ingja hefur líka búið að vinsælum forystumönnum um árabil, en nú leiða flokkinn sameiginlega Anna- lena Baerbock (f. 1980) og Robert Habeck (f. 1969). Bæði eru þau afar frambærilegir forystukraftar, en einnig stendur flokkurinn fyrir stefnuskrá sem ekki er lengur út- hrópuð sem fjarstæða líkt og gerðist fyrr á árum. Forysta ríkisins í fjár- festingum á sviði þróunar og nýsköp- unar er þar framarlega í stefnu- skránni, með lántökum að vissu marki til að knýja fram grundvall- arbreytingar. Eins og pólitískir straumar nú liggja í Þýskalandi úti- loka fáir að Græningjar kunni að keppa um kanslaraembættið við Kristilega að hausti. Hvort þeirra Baerbock eða Habecks verði í því hlutverki ræðst þeirra á milli innan skamms. Eftir Hjörleif Guttormsson »Eins og pólitískir straumar nú liggja í Þýskalandi útiloka fáir að Græningjar kunni að keppa við Kristilega um kanslaraembættið. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Dregur til tíðinda í þýskum stjórnmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.