Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 16
Morgunblaðið/Eggert
Peningar Hvernig getur venjulegt fólk sem er á kafi í neysluskuldum og
lánasúpu farið að spara og græða peninga?
Þegar seðlaprentvélar eru látnar
ganga stöðugt er hætta á ofhitnun
og gæti þurft að hringja á slökkvilið-
ið. Það hefur ekki verið gert í þess-
ari prenthrinu, enda kosningar fram
undan og mikilvægt fyrir stjórnvöld
að sýna bjartan front þótt það séu
pótemkíntjöld.
Of mikið peningamagn í umferð
hefur sjaldan þótt gott hagstjórn-
artæki, og var m.a. notað af banda-
mönnum í seinni heimsstyrjöld, að
smygla fúlgum inn í Þýskaland til að
valda glundroða.
Gætnir hagfræðingar hafa viljað
hafa auga á prentvélunum og helst
ekki gangsett þær nema tryggt væri
að framleiðsla og viðskiptajöfnuður
gæfu tilefni til. Þannig væri gerð til-
raun til að halda aftur af óargadýri
verðbólgu og þenslu.
Nýhagfræðin virðist á annarri
skoðun og álítur þensluna mein-
lausan stofurakka sem hægt sé
strjúka og segja svo að fara í búrið
sitt. Menn eiga eftir að sjá meiri al-
vöru en svo, og klisjan um mestu
ráðstöfunartekjur í manna minnum,
á sama tíma og samdráttur gengur
yfir, sýnir hvað er í gangi.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Þjóð í limbói
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
544 5151tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Sérhæfð þjónusta fyrir
Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna
aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér
endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun
og förum með bifreiðina í skoðun
Þjónustuaðilar IB Selfossi
Notkun andlits-
grímna gegn Covid-19
meðal einkennalauss
fólks í samfélaginu hef-
ur verið umdeild.
Möguleg útskýring á
þessu er að niðurstöður
rannsókna og umfjöllun
fjölmiðla hafa verið
misvísandi. Til dæmis
stendur á heimasíðunni
Lifandi vísindi að nú
hafi vísindamenn safnað niðurstöðum
alls 172 rannsókna: „Svarið er aug-
ljóst: Gríma minnkar hættuna á kór-
ónuveirusmiti.“ Hins vegar er ekki
tekið fram að þessi ályktun byggist
aðeins á einni yfirlitsgrein sem skoð-
aði ekki einungis andlitsgrímur. Hún
skoðaði einnig fjarlægðartakmark-
anir, augnvarnir og fleira. Við nánari
athugun kom í ljós að aðeins 29 af
þessum 172 rannsóknum skoðuðu
grímunotkun. Engin þeirra skoðaði
þó grímunotkun eina og sér. Ásamt
grímum notaði fólk aðrar sóttvarnir,
svo sem hanska, handþvott, fjarlægð-
artakmarkanir og svo framvegis. Þar
að auki voru allar 172 vísindagrein-
arnar athugunarrannsóknir, sem
þýðir að margir aðrir
þættir hafi verið inni í
myndinni sem gætu
raunverulega útskýrt
minnkun á smithættu,
ekki einungis andlits-
grímur. Einnig er mik-
ilvægt að geta þess að
24 af þessum 29 rann-
sóknum voru gerðar á
spítölum og því er ekki
hægt að yfirfæra þær
niðurstöður á fólk al-
mennt í samfélaginu.
Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin (WHO) kallar þessar
172 rannsóknir vísindi með litla vissu
(low-certainty evidence) og tekur
fram að enn séu ekki til hágæðarann-
sóknir sem styðja notkun andlits-
grímna almennt í samfélaginu.
Slembiraðaðar íhlutunarrann-
sóknir (randomized controlled trials)
eru taldar vera hágæðarannsóknir og
undarlegt er, að þrátt fyrir skyndi-
lega heimsnotkun andlitsgrímna hef-
ur aðeins verið gerð ein íhlutunar-
rannsókn á virkni þeirra gegn
Covid-19. Þetta er dönsk rannsókn
og niðurstöður hennar bentu til þess
að andlitsgrímur veittu ekki vernd
gegn Covid-19. Samkvæmt dönsku
fréttablaði var þessari rannsókn
synjað um birtingu í þremur helstu
vísindatímaritunum, The Lancet, The
New England Journal of Medicine
(NEJM) og The Journal of the Am-
erican Medical Association (JAMA).
Áhugavert er að þessi sömu þrjú
tímarit hafa birt rannsóknir með
verulegum ágöllum á lyfinu hydrox-
ychloroquine gegn Covid-19 og áttu
þannig stóran þátt í að stöðva út-
breiðslu þessa lyfs í miðjum heims-
faraldri. Danskir fjölmiðlar telja út-
skýringuna fyrir synjun um birtingu
vera að niðurstöðurnar voru ekki
pólitískt réttar. Eiga pólitískar að-
gerðir ekki einmitt að byggjast á
óspilltum vísindum?
Skyldi virkni andlitsgrímna gegn
öðrum öndunarveirum hafa verið
rannsökuð? Já, á heimasíðu CDC
(Centers for Disease Control and
Prevention) má finna fjórtán slemb-
iraðaðar íhlutunarrannsóknir, engin
þeirra sýndi fram á virkni andlits-
grímna gegn inflúensuveirunni.
Stærð skiptir máli – Covid-19-
veiran er talin vera þúsund sinnum
minni en götin sem eru á skurð- og
taugrímum (Covid-19-veiran: 50-140
nm; skurð- og taugrímur: 55.000-
440.000 nm). Bent hefur verið á að
N95-grímur séu áhrifaríkari gegn
Covid-19, hins vegar sía N95-grímur
agnir sem eru yfir 300 nm í þvermál
sem er tvöfalt stærra en Covid-19-
veiran. Auk þess fann ein yfirlits-
grein og ný stór rannsókn ekki virkni
N95-grímna gegn öndunarfærasýk-
ingum. Andlitsgrímur eru því hugs-
aðar til að draga úr dropum sem
koma úr öndunarvegi og sumir telja
að þær dragi einnig úr Covid-19-
smitum. Hins vegar virðist sú álykt-
un vera röng því niðurstöður íhlut-
unarrannsókna benda til þess að
minnkun dropa dragi ekki úr Co-
vid-19-smitum. Í ljósi þessa geta ís-
lenskar fréttir, sem fjalla um virkni
grímna gegn dropum, verið misvís-
andi.
Síðastliðinn júní mælti Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir ekki með
andlitsgrímunotkun hér á landi sem
fór þá gegn ráðleggingum WHO.
Þórólfur sagði að sér þætti tillögur
WHO skrýtnar; „það eru engar nýjar
röksemdir fyrir að þetta komi að
gagni“. Þar sem enn eru engar rök-
semdir fyrir nytsemi andlitsgrímna
væri fróðlegt að vita af hverju Þór-
ólfur skipti um skoðun.
Norska heilbrigðisstofnunin
(NIPH) birti ráðleggingar varðandi
andlitsgrímur. Þar segir að jafnvel
þótt við gefum okkur að virkni and-
litsgrímna sé 40% og að 20% fólks
séu með einkennalaust Covid-19, þá
þyrftu 200.000 einkennalausir ein-
staklingar að nota grímu til að koma í
veg fyrir eitt smit á viku miðað við þá
tíðni smita sem nú er á Íslandi. Veg-
ur ávinningurinn raunverulega
þyngra en áhættan?
Ef sóttvarnayfirvöld byggja reglu-
gerðir ekki á rannsóknum, á hverju
byggjast þær þá? Til að svipta fólk
frelsi þarf sérstaklega sterkar rök-
semdir – röksemdir sem yfirvöld
leggja ekki fram. Það getur verið
þunn lína milli þess að vernda þegna
sína og að valda þeim skaða. Hvernig
tryggjum við að yfirvöld fari ekki yfir
þá línu?
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem
benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Eftir Önnu Töru
Andrésdóttur » Íhlutunarrannsóknir
á andlitsgrímum
benda til þess að þær
virki ekki gegn veirum.
Sumar athugunarrann-
sóknir styðja grímur en
réttmæti þeirra er
minna.
Anna Tara Andrésdóttir
Höfundur er doktorsnemi í heila- og
hugarstarfsemi og hegðun.
Sú var tíðin að end-
urskoðendur þessa
lands töldu það skyldu
sína að stuðla að inn-
leiðingu nýrra reikn-
ingsskilareglna,
samningu laga-
frumvarpa um bók-
hald og reikningsskil
almennt og móta
starfsumhverfi sitt án
mikilla inngripa af
hálfu hins opinbera. Í
þá daga bar ekki mikið á gagnrýni
notenda á reikningsskil hvort sem
það var vegna vandaðra verka eða
þess að notendur skildu ekki verk-
lagið.
Í dag virðist þessi lifandi áhugi
endurskoðenda ekki eins áberandi
enda hafa ríkisstofnanir illu heilli
tekið við hlutverkinu án þess að
valda því eins vel. Verður þó líka að
nefna að þar á endurskoðendastétt-
in nokkra sök á hver þróunin varð.
Eitt ríkisapparat verður hér til
umræðu, það er hin alræmda árs-
reikningaskrá sem ætlað var það
hlutverk bókasafnsfræða að safna
saman ársreikningum.
Bílskúrsiðnaður
Ársreikningaskrá
lætur fátt sér óviðkom-
andi og minnstu ör-
félögum eru ekki gefin
grið. Ársreikningaskrá
hefur lesið ársreikn-
ingalögin án dýpri skiln-
ings sem nauðsynlegur
er og án þess að búa yfir
lögspeki sem felst m.a. í
að beita lögum af hóf-
semd.
Félög án rekstrar,
það er þegar eina talan í
rekstri er útvarpsgjaldið fræga,
skulu lúta þeirri kröfu ársreikn-
ingaskrár að greint sé ítarlega frá
starfseminni og greina frá þeim
hættum sem að félaginu kunna að
steðja í framtíð. Það stendur víst
skrifað í lög. Ein vá er þessum fé-
lögum þó strax augljós, það er mis-
beiting ársreikningaskrár á laga-
ákvæðum sem vart geta talist
viðeigandi. Enginn hefur sagt árs-
reikningaskrá að notendur reikn-
ingsskila sem eingöngu samanstanda
af útvarpsgjaldi geta tæpast verið
með böggum hildar þó eitthvað kunni
að vanta á meðferð hins téða út-
varpsgjalds í reikningsskilunum.
Reikningsskilaaðferðir
Ekki tekur betra við þegar árs-
reikningaskrá reynir að glíma við
reikningsskilaaðferðir við gerð árs-
reikninga. Í skýringum með ársreikn-
ingum má ekki segja að fylgt sé hefð-
bundnum íslenskum aðferðum og
tilteknum ákvæðum í skattalögum
fylgt í stað fyrirmæla í stöðlum. Það er
til dæmis svo að mögulega falla saman
lög um ársreikninga og skattalaga
varðandi fyrningartíma en ekki alltaf
og til að spara vinnu við gerð ársreikn-
inga þá hafa reglur skattalaga verið
látnar ríkja. Í flestum tilfellum eru frá-
vik óveruleg.
Hér hefur ársreikningaskrá hins
vegar gripið inn í af „myndugleika“ og
hótað sektum ef þessi texti yrði ekki
fjarlægður. Og ekki að sökum að
spyrja, allt fellur í dúnalogn hjá árs-
reikningaskrá þó breytingin ætti sér
aðeins stað í textanum en engin efn-
isleg eða töluleg. Svo algjört er skiln-
ingsleysið að tölulega óbreyttur árs-
reikningur fellur með það sama að
öllum óskum ársreikningaskrár. Allt
verður að breytast svo allt sé óbreytt.
Það er svo að innsendur ársreikn-
ingur sem var ómögulegur að mati árs-
reikningaskrár verður allt í einu brúk-
legur ef honum er skilað án nokkurra
breytinga, með Hnappnum svokallaða
en það eru skil í rafrænu formi þar sem
tölvukerfi er látið semja ársreikninga
fyrir notendur. Aðfinnslur um ámæl-
isverðar villur eða vöntun í ársreikn-
ingum hverfa þannig eins og dögg fyrir
sól og „augljós lögbrot“ fyrirgefin á
stað og stund og sektarboð sömuleiðis.
Dæmi er um vísun ársreikn-
ingaskrár í tiltekin lagaákvæði varð-
andi áritun uppgjörsaðila þó þau laga-
ákvæði varði aðeins félög sem sæta
endurskoðun. Þetta ákvæði er meðal
annars að ósekju notað til að hrella
bókara sem árita ársreikninga.
Þessi dæmi eru aðeins fá af mörgum
þar sem sorglegur skortur á skilningi á
efni og eðli máls sýnir sig.
Sektarmeðferð
Til að tilgangi með betri skilum árs-
reikninga verði náð þá þurfa ugglaust
að vera fyrir hendi einhverslags við-
urlög en einfaldari lausnir en sektir eru
þó til. Það mætti einfaldlega taka félög
af skrá og vámerkja þau þar til hlutum
er kippt í lag.
Það hefur sýnt sig að músarholu-
sjónarmið ráða för þegar ársreikn-
ingaskrá beitir sektum. Að liggja bana-
legu er ekki afsökun eða haldbær
ástæða til að fá niðurfellda sekt þar á
bæ. Eins og oft þegar þekkingu og
þroska skortir þá er iðulega gripið til
valdníðslu. Sé deilt á ársreikningaskrá
þá skilar það árangri undrafljótt en að
vísu nær eingöngu til óþæginda fyrir
gagnrýnendur. Í mörgu tilliti má líta á
framferði ársreikningaskrár sem opin-
bert einelti.
Kæruleiðir í boði eru eingöngu beint
til ráðuneytis og hefur það reynst vel
en er tæpast verkefni samboðið ráðu-
neyti.
Í hið minnsta þarf að færa sekt-
arákvörðun frá ársreikningaskrá enda
er skráin að dæma í eigin sök. Sekt-
arákvæðum er miskunnarlaust beitt af
minnsta tilefni og án tillits til stærðar
félags. Hér má vísa í nýlega grein Arn-
ars Þórs Jónssonar dómara í Morgun-
blaðinu: Allt vald þarf að tempra, emb-
ættisvaldið ekki síst.
Eftir Jón Þ.
Hilmarsson
Jón Þ.
Hilmarsson
»Hér má vísa í nýlega
grein Arnars Þórs
Jónssonar dómara í
Morgunblaðinu: Allt vald
þarf að tempra, embætt-
isvaldið ekki síst.
Höfundur er endurskoðandi.
jon@vsk.is
Ársreikningaskrá