Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 17

Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 17
Í Morgunblaðinu fimmtudaginn 8. apríl sl. var frétt þar sem greint var frá viðtali við Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf., en hann var gestur Dagmála. Fram- kvæmdastjórinn telur heillavænlegra að ganga lengra en skemmra í fjárfestingu í borgarlínu. Ég er talsmaður „Áhugafólks um samgöngur fyrir alla“ (ÁS). Við leggjum til að horfið verði frá áætl- unum um þunga borgarlínu og bendum á létta borgarlínu (BRT- Lite), sem er margfalt ódýrari og hagkvæmari kostur. Einhliða áróður Frá upphafi hafa kynningar og skýrslur við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og undirbún- ing að uppbyggingu borgarlínu ver- ið einhliða áróður. Sem dæmi má nefna að til skamms tíma hefur því verið haldið fram að breyttar ferða- venjur myndu geta leitt til þess að bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2040 yrði 20% minni miðað við óbreyttar ferðavenjur. Síðan var bætt við að borgarlínan væri hryggjarstykkið í breyttum ferða- venjum. Það er sárgrætileg stað- reynd að margir virðast hafa trúað þessu og eðlilega tekið afstöðu með borgarlínunni. Staðan er enn þá þannig að kynningar samgöngu- yfirvalda á borgarlínunni bera sterkan keim af trúboðsstarfsemi. Lítið er fjallað um hagkvæmni vegaframkvæmda. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar við Bústaðaveg myndi skila sér til baka á innan við ári. Nýtt samgöngulíkan Á síðasta ári var tekin í notkun bráðabirgðaútgáfa af nýju sam- göngulíkani fyrir höfuðborgar- svæðið. Líkanið má nota til að spá um ferðir hjólandi, ferðir með fólks- bílum og almenningsvögnum. Það er byggt á norskum reynslutölum, einkum frá Stavanger þar sem bíla- eign er tiltölulega mik- il en þó mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Að öðru jöfnu verður því að telja líklegt að líkanið ofmeti fjölda þeirra sem taka sér far með almennings- vögnum í stað síns einkabíls vegna bættr- ar þjónustu. Það á eft- ir að stilla líkanið bet- ur og verður því að taka niðurstöður þess með fyrirvara. Umferðarspá fyrir 2034 gefur til kynna að fjöldi ferða með almenn- ingsvögnum (strætó + borgarlínan) verði 72.900 á dag samanborið við 35.000 árið 2019, sem er 108% aukning. Því er spáð að ferðum með fólksbílum fjölgi um 42% á tíma- bilinu 2019-2034 og verði 1.498.000 á dag árið 2034. Ferðir með vél- knúnum ökutækjum 2034 verða samkvæmt þessu 72.900 + 1.498.000 = 1.570.900. Þá á eftir að taka ferðir gangandi og hjólandi með í reikninginn. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er gert ráð fyrir að hlutdeild gangandi og hjólandi sé 20% af öllum ferðum 2015 og markmiðið er að sú tala hækki í 30% 2040. Til að gera hlut almenningsvagna sem mestan skul- um við reikna með að hlutdeild gangandi og hjólandi muni ekki hafa aukist 2034. Þá fáum við að heildarfjöldi allra ferða = 1.570.900/ 0,8 = 1.963.625 og hlutur borg- arlínu + strætó = 72.900/1.963.625 = um 3,7%, samanborið við 2,6% í útreikningum líkansins fyrir 2019. Þrátt fyrir ofangreindan fyr- irvara um endanlega stillingu sam- göngulíkansins gefa þessar nið- urstöður ótvírætt til kynna að vonir um að breyttar ferðavenjur myndu leiða til 20% minni bílaumferðar en yrði við óbreyttar ferðavenjur hafi verið fráleitar. Samgöngulíkanið hefði betur verið tilbúið fyrir um sjö árum þegar drög að svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins lágu fyrir og voru í kynningu. Umferðartafir munu stóraukast Árið 2019 voru umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu óeðlilega mikl- ar miðað við borgarsvæði af svip- aðri stærð, sérstaklega samanborið við bílaborgir í BNA og Kanada. Af ofangreindu má vera ljóst að borg- arlínan mun í besta falli leiða til þess að bílaumferð 2040 verði 2-3% minni en ella. Borgarlínan mun samt ekki draga úr umferðartöfum, þar eð fyrirhugað er að hún taki ak- reinar af almennri umferð. Fyrir uppbyggingu borgarlínu til 2034 eru áætlaðir um 50 milljarðar kr., en ljóst er að sá kostnaður mun hækka í a.m.k. 70 milljarða kr. Í stokka eru áætlaðir nálægt 50 millj- arðar kr. Af þeirri upphæð munu a.m.k. 30 milljarðar kr. engar um- ferðartafir leysa. Samtals er því fyrirhugað að verja um 100 millj- örðum í samgönguinnviði á tíma- bilinu 2019-2034 sem gera nákvæm- lega ekkert gagn við að leysa umferðartafir. Kostnaður þeirra vegna 2019 er á bilinu 20-30 millj- arðar kr. á ári. Viðbúið er að sá kostnaður aukist um nokkra tugi milljarða á ári ef fyrrgreindar spár og áætlanir ganga eftir. Lokaorð Þegar kostnaður við umferðar- tafir er tekinn með í reikninginn er ljóst að þung borgarlína gerir að öðru jöfnu ekkert meira gagn en létt borgarlína. Ef samgöngu- yfirvöld vilja í alvöru bæta sam- göngur fyrir alla þarf að auka flutn- ingsgetu þjóðvegakerfisins langt umfram það sem samgöngu- sáttmálinn gerir ráð fyrir. Með því að byggja létta útgáfu af borgarlínu og gera mislæg gatnamót í stað stokka má stórauka skilvirkni vega- kerfisins. Það myndi skila viðbótar- arði upp á milljarðatugi á hverju ári. Ef það er ekki gert verða sam- göngur aðeins betri fyrir suma. Betri samgöngur fyrir suma? Eftir Þórarin Hjaltason » Borgarlínan mun samt ekki draga úr umferðartöfum, þar eð fyrirhugað er að hún taki akreinar af al- mennri umferð. Þórarinn Hjaltason Höfundur er samgönguverkfræð- ingur og talsmaður ÁS. thjaltason@gmail.com UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s O P N A R LAUGARNAR ERU S ý num hve r t öð ru t illi t s s e mi og virðum 2 me t ra f ja rlægða rm ö rk in Á vetrarkvöldum sem oftar rifjast gjarnan upp minn- ingar og fróðleikur um fólk sem byggði fyrrum sveitirnar um- hverfis Þingvallavatn og við Sog. Langt fram á síð- ustu öld var ekki hægt að fara um- hverfis Þingvallavatn nema fótgangandi og á hestum, einnig var róið yfir vatnið þvert og endilangt og farið um það ríðandi og á skautum þegar ísalög leyfðu, en nú hefur orðið breyting þar á, ísalög vatnsins víða ótraust með öllu. Illfært einstigi var með Jórukleif og stígunum upp að Heiðarbæ fram til 1934, þegar fyrst var vagn- fært/bílfært úr Grafningi og upp í Þingvallasveit. Ferðir og vöruflutningar voru því löngum krefjandi á svæðinu. Ekki var t.d. talið tiltökumál að ganga með bleikjupoka á bakinu eftir næturveiði í Þingvallavatni um Dyraföll og Hengladali til vertsins á Kolaviðarhóli. Eftir langan umvitjunardag til murtuveiða á suðurvatninu var gjarnan róið með aflann í ýmsum veðrum til móts við móttökubíl við Heiðarbæ og aftur til baka að kvöldi. Þetta gerði Guðmann Ólafsson í Hagavík, síðar bóndi á Skála- brekku, og fleiri bændur í mörg haust. Ólafur Jóhann rithöfundur kom gjarnan gangandi á vorin frá Kol- viðarhóli að Nesjavöllum til bróður síns til að vitja urriðans undan Nesjahrauni. Eftir kaffisopa og spjall var gjarnan gengið niður að vatni til að renna færi fyrir þann dröfnótta fyrir rökkur sem skáldið taldi ekki eftir sér þrátt fyrir langan göngu- dag því veiðiáhuginn var mikill. Hugsanlega hafa hin ýmsu rit- verk orðið til í huga skáldsins í þessum ferðum t.d. þegar hann gekk um dulúðlega Hengladali, Dyrafjöll og með margbrotnu Nesjahrauninu, svæði þar sem fyrrum voru útilegumannafylgsni, reimt í fjallakofum, mannýgar nautahjarðir, hreindýr og gosgnýr með hraunflæði. Ekki var óalgengt að veiðimenn eins Þorlákur Kolbeinsson, bóndi og fræðimaður frá Úlfljótsvatni, réru frá Heiðarbæ að suðurströnd- inni til urriðaveiða. Þorlákur minntist einnar slíkrar ferðar þegar hann taldi tvísýnt að þeir félagar næðu aftur að Heið- arbæjarströnd eftir veiðidag syðra þegar bálhvessti á þá á norðan á útvatninu með mikilli ágjöf á bát- inn, en með herkjum náðu þeir að halda bátnum á floti með stöðugum austri og fyrir rest í svartamyrkri að landi á Heiðarbæ. Eftir það var ekið yfir holótta Mosfellsheiðina með setu aftan á opnum pallbíl í ausandi rigningu og slyddu. Já það var mikið á sig lagt, sagði Þorlákur, til að komast í tæri við þá stóru í Þingvallavatni. Ekki var óalgengt að Jón á Nesjavöllum og Þorvaldur á Bílds- felli og fleiri refaskyttur í Grafn- ingi lægju á sama greninu í nokkr- ar nætur til að ná til styggra dýrbíta. Oft var votviðrasamt og jafnvel slydda til fjalla um nætur snemma á vorin og vistin því oft köld og fögnuðu þeir mjög þegar Álafoss- úlpurnar víðfrægu komu til sög- unnar. Sigurður Hannesson, bóndi á Villingavatni og mikill tófuáhugamaður, reið gjarnan til fjalla um nætur á vorin í leit að grenjum og oft taldi hann sig sjá tófu við klettabrún og reið þá sem mest hann mátti til Nesjavalla og ræsti refaskytturnar út til fjalla á ný eftir langar vökunætur. Svefninn var því oft stuttur hjá þeim fé- lögum, en fallegar vor- nætur og fjallakyrrðin hélt þeim vakandi og óbilandi veiðiáhugi. Fjármenn á svæðinu fóru gjarn- an til fjalla í skammdeginu til að leita kinda og voru oft að fram í myrkur í kafaldsbyl og síðan til gegninga í fjárhúsum. Kom þá fyrir að skrekkur var í mönnum t.d. þegar brakaði í stoð- um og buldi í veggjum húsanna, minnugir sagna þegar fjárhús voru barin að utan með skarkala og lát- um. Oftar en ekki kom í ljós að um öfluga sauði var að ræða sem voru orðnir óþolinmóðir að komast í töð- una. Ekki rákust fjármenn á úti- legumenn í seinni tíð eins og fyrr á öldum þegar útilegufólk á svæðinu gerði fjár- og ferðamönnum gjarn- an grikk á ýmsan hátt og jafnvel fyrirsát með ránum. Var svo komið um tíma að hraustustu fjármenn neituðu að fara til fjalla nema við annan manna og þá með öflugar svipur í hendi. Sagan segir að útilegufólk hafi stundum komið sér fyrir á þorra við íssprungur á Þingvallavatni og dorgað þar með hoppung eftir urr- iða. Þegar náðist að krækja í urr- iðabútung, þá glumdi gjarnan við hávær hlátur og köll t.d. á kyrrum vetrarkvöldum við samhljóm ís- bresta svo bergmálaði í klettabelt- um á svæðinu, jafnvel svo að það fór um hörðustu bændur og búalið á bæjum. Bændur riðu þá gjarnan til hreppstjórans daginn eftir til að til- kynna atvikið, en lítið varð um eft- irgrennslan eftir útilegufólki í fá- menninu af ótta við að lenda í klóm þess. Helst að safnað væri saman liði manna við haustleitir til útilegu- mannaleitar, en lítið var um árang- ur í þeim ferðum, allt á bak og burt úr ætluðum útilegumannabæl- um, þeir munu þó hafa séð í eitt skiptið á eftir útilegukonu/manni þeytast upp brattar skriður Haga- víkurlauga og yfir í Ölfusdali. Á 17. öld komu til handtökur úti- legumanna á Hengilssvæðinu t.d. við Þjófahlaup og víðar. Í annálum er talið að um og yfir 100 manns hafi farist í ísslysum o.fl. á Þingvallavatni sem og álíka fjöldi orðið úti á Hellis- og Mos- fellsheiði og nágrenni gegnum ald- irnar. Svæðið hefur mikla sögu að geyma sem vert væri að vernda með sögusetri. Þrekmenni á Grafnings- og Þingvallasvæðinu Eftir Ómar G. Jónsson Ómar G. Jónsson »Ekki var talið til- tökumál að ganga með bleikjupoka á bak- inu eftir næturveiði í Þingvallavatni um Dyrafjöll og Hengladali til vertsins á Kolviðar- hóli. Höfundur er fulltrúi/dst. og áhuga- maður um sögu svæðisins til vatna og fjalla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.