Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 22

Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Atvinnuauglýsingar Interviews will be held in Reykjavik in May and June For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Study Medicine and Dentistry In Hungary “2021” Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Aðalfundur Þorbjarnar hf. vegna ársins 2020 verður haldinn mánudaginn 3. maí nk. kl. 10.00 á skrifstofu félagsins í Grindavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. grein samþykkta félagsins 2. Önnur mál Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn Þorbjarnar hf. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss - Kraftur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47 kl.10:15 og Aflagranda kl.10:20 – Útskurður kl.13:00 - Kaffi kl.14:30-15:20 - Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði og það er grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir - Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Leikfimi með Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Enskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411-2600. Boðinn Myndlist með leiðb. kl. 13:00-16:00. Munið sóttvarnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-15:40. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Handavinnu- hornið kl. 13-14:30.Tálgun með Valdóri kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma 100-2790. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik- fimi kl. 9:45. Jóga með Kristrúnu kl. 9:15. Minningahópur kl. 10:00. Jóga með Ragnheið Ýr á netinu kl. 11:15. Stólaleikfimi 13:30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13:30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 8:30 í Borgum. Morgunleikfimi kl. 9:45 í Borgum. Ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11:00 í Borgum, þátttöku- skráning. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfs- stöðum kl. 13 í dag. Línudans í Borgum kl. 14:00. Grímuskylda í Borg- um og á Korpúlfsstöðum, kaffi á könnunni og allir velkomnir. Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri í samráði við leiðbeinendur. Billjard í Selinu kl. 10.00. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 10.00 og svo aftur kl. 11.00. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13.00 - 16.00. Virðum almennar sóttvarnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr Mitsubishi Outlander Hybrid Instyle Leður og rúskin á sætum. 18” álfelgur. 5 ára evrópsk verk- smiðjuábyrgð. Litir : Svartur og Hvítur. Langt undir listaverði á 5.280.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur Laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Kristján Magn- ús Finn- bogason, fæddist á Ísafirði 6. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 1. apríl 2021. Sonur hjónanna Finnboga Ingólfs Magnússonar, f. 23. júní 1898, d. 30. desember 1951 og Dagmarar Unu Gísladóttur, f. 20. september 1898, d. 21. mars 1971. Systkini: Guðrún Margrét Finn- bogadóttir, f. 19. jan. 1918, d. 10. des. 1941, Rögnvaldur Finnbogason, f. 25. okt. 1919, d. 9. júlí 1997, Ellen Svava Finnbogadóttir, f. 25. okt. 1922, d. 23. maí 2012, Bogi Arnar Finnbogason, f. 10. des. 1934, Dag- mar Gréta Finn- bogadóttir, f. 13. feb. 1936, d. 8. ágúst 1936. Fyrri eiginkona Margrét Geirs- dóttir, f. 14. júní 1934, d. 1.des. 2020, þau skildu. Börn þeirra eru: Dagmar Inga Kristjánsdóttir, f. 24. maí 1953 og Margrét Geir- rún Kristjánsdóttir, f. 9. mars 1957. Seinni eiginkona Björg Ólafsdóttir, f. 12. apríl 1927, d. 21. nóv. 2019. Kristján vann lengst af sem bensínafgreiðslumaður hjá Hreyfli. Útförin fer fram í dag, 19. apríl 2021, í kyrrþey að ósk hins látna. Kristján Finnbogason, sá góði karl, er fallinn frá. Við Kristján vorum vinir og höfum verið lengi þó aldursmunur okkar væri talsverður. Vináttu hans eignaðist ég ungur að árum gegnum afa minn og ömmu. Þegar Kristján var á barnsaldri var hann vistaður til sumardval- ar á nágrannabæ við heimili afa og ömmu en undi ekki vistinni og strauk til þeirra. Það teygðist úr sumardvölinni og hann ólst að mestu leyti upp hjá þeim fram á unglingsár og talaði jafn- an um þau sem fóstra sinn og fóstru. Þar eð Kristján var tryggðatröll gekk vinátta hans frá þeim til barna þeirra og barnabarna og afkomenda allra. Hann talaði jafnan um þau og allt mitt fólk sem fjölskyldu sína fyrir norðan. Trygglyndi hans við afa minn og ömmu var tak- markalaust. Þegar við stóðum við kistu afa mín eftir kistulagn- inguna sagði hann við mig: „Nú er ég lítill eins og þegar ég kom til hans fyrst.“ Slík eftirmæli er gott að hljóta. Eftir að hann fór að stunda almenna vinnu en átti hvorki konu né börn sótti hann hingað í fríum til að rétta hjálp- arhönd og greiðasemi hans var ótakmörkuð ef einhverju þurfti að bjarga í Reykjavík, hvort sem var útvegun varahluta eða keyrsla um borgina. Fyrri konu Kristjáns, Mar- gréti, þekkti ég ekki og ferðum hans hingað fækkaði meðan þau bjuggu saman enda áttu þau tvær ungar dætur. Eftir að þau skildu fórum við að sjá meira af Kristjáni. Hann var á þeim ár- um bormaður hjá Jarðborunum ríkisins enda hraustur vel og vinnuþjarkur. Í fríum átti hann til að skvetta í sig án þess að vera þó drykkjumaður. Hann varð fyrir því óhappi á þessum árum að verða fyrir slæmu slysi þegar hann hrundi niður úr bor- mastri við borun á Laugalandi á Þelamörk norðan Akureyrar. Veran þar var þó ekki merkt því óhappi því á Akureyri kynntist hann þá síðari konu sinni, Björgu Ólafsdóttur. Hún var happafengur fyrir Kristján og þau hvort fyrir annað og voru samhent. Björg réð því sem þurfti að ráða og Kristján lét sér vel líka. Þau hjón voru dug- leg að ferðast og fóru orlofs- ferðir ár hvert á æskuslóðir Bjargar á Akureyri og í Eyja- firði. Í þessum ferðum komu þau undantekningarlítið við hér og gistu nokkrar nætur, bæði á norður- og suðurleið. Það var alltaf gaman að rabba við Krist- ján. Hann var vel lesinn á þjóð- legan fróðleik og hafsjór af sög- um um menn og málefni. Björg hafði frá unga aldri og þar til hún flutti suður starfað með Ferðafélagi Akureyrar og þekkti afar vel til á hálendi Ís- lands. Þau voru jafnan aufúsu- gestir. Aldur færðist yfir og heilsu hrakaði. Björg lést fyrir tæpu einu og hálfu ári og hafði þá dvalið á hjúkrunarheimili um tíma. Kristján var hins vegar heima þar til hann lagðist bana- leguna. Það tókst honum með frábærum stuðningi Geirrúnar dóttur sinnar. Þegar hann var orðinn einn og sjónin orðin þannig að hann var að mestu hættur að lesa sagði hann mér: „Ég er nú flesta daga í hug- anum norður í Hvammi uppi í fjalli, frammi á Skarði þar sem ég átti mörg sporin ungur.“ Þar var hans Draumaland. Ingu og Geirrúnu dætrum hans svo og fjölskyldum þeirra vottum við Systa og börn okkar samúð. Farðu vel gamli vinur, þín er gott að minnast. Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrarhvammi. Kristján Magnús Finnbogason✝ Ísak Möllerfæddist í Reykjavík 14. maí 1948. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 31. mars 2021. Foreldrar hans voru Sverre Möller, f. 29.7. 1908, d. 21.11. 1953 og Rannveig O. Möller, f. 23.6. 1917, d. 22.12. 2001. Systkini hans eru Oddur, f. 3.10. 1939, Ísak, f. 12.1. 1942, d. 13.4. 1947, Kristjana, f. 9.4. 1951 og Hlynur, f. 23.2. 1953. Hinn 17. desember 1977 kvæntist Ísak eiginkonu sinni, Steinunni Bárðardóttur, f. 12.9. 1949. Börn þeirra eru Bárður Eyj- ólfsson, f. 17.6. 1974, börn hans eru Aníta Björk Bárð- ardóttir, f. 20.3.1997 og Krist- ófer Ísak Bárðarson, f. 13.8. 2003. Ragnar Örn Möller, f. 19.8. 1978, og Ebba Sif Möller, f. 23.5. 1987, maki hennar er Haraldur Gunnar Guðmunds- son, f. 12.6. 1987, sonur þeirra er Guðmundur Gunnar Har- aldsson, f. 24.1. 2017. Ísak og Stein- unn bjuggu sín hjúskaparár í Seláshverfi í Reykjavík. Ísak ólst upp í Lang- holtshverfinu í Reykjavík. Hann fór ungur að vinna og fór fljótlega að keyra vörubíla og vinnuvélar hjá Reykjavík- urborg, en seinna meir varð hann svo rekstrarstjóri hjá borginni. Ísak gekk í Odd- fellowregluna 31. janúar 2002 og var í bræðrastúkunni nr. 20 Baldri. Hann kom að mörgum líknarmálum og sinnti ýmsum embættisstörfum og fann sig mjög vel í þeim félagsskap og hafði mikla ánægju af. Ísak verður jarðsunginn frá Garða- kirkju í dag, 19. apríl 2021, kl. 13, að viðstöddum nánustu fjölskyldu og vinum. Athöfn- inni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/293JuL6An20. Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat. Elsku besti pabbi minn. Mik- ið er erfitt og sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Miss- irinn er mikill fyrir mig sem og Gunna litla, en ég á margar ljúfar og góðar minningar sem ylja mér um ókomin ár. Þú varst alltaf svo ljúfur og þolinmóður við litlu stúlkuna þína og vildir allt fyrir mig gera. Þau voru ófá skutlin um allan bæ, hvort sem það var í dansinn, tónlistarskólann eða bara í bíó með vinkonunum. Alltaf varstu til í að hjálpa mér. Seinna meir þegar við Har- aldur fluttumst svo til Oxford fann ég virkilega hvað ég átti góða að í ykkur mömmu og hvað þið aðstoðuðuð okkur með margt. Ákveðin tilhlökkun og spenningur kom alltaf yfir mig þegar þið mamma voruð á leiðinni, smá dekur og til- breyting í námslífið okkar og er ég voðalega þakklát fyrir alla þá tíma sem við áttum saman. Mér eru einnig fast í minni allir pabbadjókarnir sem maður þurfti að hlusta á sem breyttust svo í afadjók þegar litlu barnabörnin komu í heiminn. Þú varst alltaf svo stoltur af barnabörnunum þín- um og mátti heyra stoltið þeg- ar þú talaðir um þau. Ég vil þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir allt sem þú gafst Gunna litla afakalli. Þið Gunni tengd- ust líka svo sterkum böndum þegar við bjuggum hjá ykkur mömmu. Þið áttuð svo fallegt samband og voruð svo miklir vinir, röbbuðuð um allt milli himins og jarðar meðan þú tókst hann á háhest leiðina heim af leikskólanum. Þú varst maður fárra orða en gafst samt alltaf bestu ráðin. Takk elsku pabbi minn fyrir að vera besti pabbinn, góður tengda- faðir og yndislegur afi. Við elskum þig og minning þín lifir í hjarta okkar. Ebba Sif, Haraldur og Gunnar (Gunnsi). Ísak Möller mágur okkar er látinn. Ísak var fæddur og upp- alinn í Reykjavík, missti föður sinn ungur og ólst upp með móður sinni og systkinum og lífsbaráttan var ekki alltaf auð- veld á þeim tímum. Við systkinin kynntumst honum fyrst fyrir tæplega 45 árum þegar hann sem ungur maður kom inn í líf stóru syst- ur okkar. Þessum myndarlega manni var vel tekið í fjölskyld- unni og fljótlega stofnuðu þau Steinunn heimili og giftu sig. Þau eignuðust Ragnar Örn og Ebbu Sif en fyrir var Bárður sem Ísak gekk í föðurstað. Ísak og Steinunn voru afar samheld- in hjón og höfðu mikil sam- skipti við foreldra okkar á með- an þau voru á lífi. Það voru notalegar stundir í Garða- bænum þar sem fjölskyldan kom saman nær vikulega til að borða saman og stússa í kring- um heimilið, börnin og önnur áhugamál. Var Ísak föður okk- ar sem annar sonur og mjög kært á milli þeirra. Ísak var traustur fjölskyldu- maður, þolinmóður, talaði ekki af sér en alltaf til staðar, hlust- aði vel og til í að ræða málin og heyra hvernig gengi. Hann hafði ekki síst áhuga á að heyra af börnunum og var mjög annt um barnabörnin og naut þess mjög að hafa meiri tíma með þeim hin síðari ár. Það var ávallt gott að koma í kaffi til þeirra hjóna í Árbænum og finna sig velkominn, sitja í eld- húsinu við fjörugt spjall, oft um þjóðmálin en Ísak fylgdist vel með og hafði ákveðnar skoð- anir. Þau hjónin voru fljót til þeg- ar á þurfti að halda og ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd. Ísak var einstaklega vandaður og vandvirkur maður, vinnu- samur og ósérhlífinn. Hann gaf sér góðan tíma til að hugsa út lausnir og spá í verkefnin og taldi aldrei eftir sér að leggja lið þegar þurfti að laga til og snurfusa. Hann hafði á langri starfsævi sem verk- stjóri komið að margs konar verkefnum við framkvæmdir og kunni lausnir á mörgu og leiðir til að finna þær sem hann vantaði. Hann starfaði nær alla sína tíð hjá Reykja- víkurborg og var að hætta að vinna fyrir rúmu ári þegar hann greindist með ólæknandi krabbamein. Það var að vonum mikið áfall en hann og Stein- unn tóku þeim fréttum af æðruleysi og reyndu að lifa sínu lífi eins og hægt var. Heimsfaraldur setti ekki síst mark sitt á þennan tíma og gerði allt erfiðara með hinum ýmsu takmörkunum. Við hefð- um gjarnan viljað hafa þennan tíma allt öðruvísi, sjást meira og eyða fleiri stundum á fal- legu heimili þeirra hjóna og ekki síst fylgja Ísak og hitta síðustu vikurnar. Við kveðjum Ísak í dag með sorg í hjarta en minning hans lifir með okkur, í verkum hans og fjölskyldu sem við vottum okkar dýpstu samúð. Megi guð blessa þau og styðja. Herjólfur, Auður, Elínborg og Ásta. Ísak Möller

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.