Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 24
veiðimaður. Jakob eignaðist mörg
börn og flestir synirnir erfðu veiði-
áhugann og urðu miklir veiðimenn
sem hefur svo erfst áfram til margra
afkomenda hans.
„Jakob afi stundaði veiði af miklu
kappi og var útsjónarsamur við veiði-
skapinn þótt aðstæður væru ekki sem
bakteríunni af föður mínum og
frændum. Þeir veiddu bæði silung og
lax á stöng í Laxá sem rennur fyrir
landi Haga. Fyrst var ég að fylgjast
með þeim og síðan fór ég að veiða
sjálfur.“ Afi Jóns, Jakob Þorgrímsson
frá Nesi, sem keypti Haga rétt eftir
aldamótin 1900, var ástríðufullur
J
ón Fornason fæddist í Haga
í Aðaldal 19. apríl 1936,
elstur sex systkina. „Þetta
var snjóþungt vor því ljós-
móðirin, Kristín Eiríks-
dóttir á Hafralæk, sem er hinum
megin við Laxá, var sótt á skíðasleða
sem líklega föðurbræður mínir drógu,
því ekki var talið hestfært sökum
ófærðar.“
Strax á fyrsta árinu flutti Jón með
foreldrum sínum í Saltvík rétt fyrir
sunnan Húsavík. Þar bjuggu þau í
eitt ár en fluttu þaðan í Breiðuvík á
Tjörnesi og þar bjuggu þau næstu sjö
árin. „Þar eignaðist ég næstu þrjú
systkini mín og þaðan eru mínar
fyrstu minningar. Vorið 1944 fluttum
við svo aftur í Haga og bjuggum í tví-
býli við föðurbróður minn, Andrés, og
þar bættust við tvær yngstu systur
mínar. Við fluttum svo árið 1952 á ný-
býli sem foreldrar mínir stofnuðu úr
landi Haga og nefndu Fornhaga. Við
uppbyggingu á nýbýlinu byrjuðum
við elstu bræðurnir að vinna, þá á
unglingsaldri. Í Fornhaga átti ég
heima til 1963, þegar ég keypti Haga
1 af Andrési og hef átt hér heima
síðan.“
Jón gekk í farskóla í Aðaldal og fór
svo að heiman til að vinna 16 ára.
Hann var fimm vertíðir í Sandgerði
en byrjaði í brúarvinnu 1959 hjá
Huga Jóhannessyni frænda sínum og
var þar í þrjú ár. Eftir það gerðist
hann bóndi í Haga 1 en var jafnframt
í vinnu með búskapnum. Fyrst hús-
vörður í Hafralækjarskóla frá 1975-
1982 og svo fljótlega eftir það fór
hann að vinna við laxeldisstöðina
Norðurlax á Laxamýri og vann þar
næstu sjö árin. Þá tók hann aftur upp
þráðinn við brúarvinnu og byrjaði í
brúarvinnuflokki Gísla Gíslasonar á
tíunda áratugnum og síðan í brúar-
vinnuflokki Hauks Karlssonar til
2005 eða þar til hann fór á eftirlaun.
„Vinnan með brúarvinnuflokkunum
var fjölbreytt og skemmtileg, ekki
síst vegna mikilla ferðalaga um allt
land og þar kynntist ég líka mörgu
góðu og eftirminnilegu fólki.“
Jón er þekkt veiðikló og hefur ver-
ið einn af þeim fimari í Laxá í Aðaldal
gegnum tíðina. „Þegar ég flutti átta
ára í Haga smitaðist ég fljótt af veiði-
ákjósanlegastar. Meðal annars veiddi
hann af hestbaki til þess að þurfa ekki
að blotna með því að vaða. Þetta var
fyrir tíma vatnshelds hlífðarfatnaðar.
Afi mun hafa byrjað sinn veiðiskap
mjög ungur í Nesi og var svo kapp-
samur að hann veiddi af ísskörunum
strax og var kominn einhver áll í ána.
Ég hef haft mikið yndi af að veiða í
Laxá í Aðaldal, silung á vorin og lax á
sumrin. Það hefur verið mitt helsta
áhugamál alla tíð ásamt því að hnýta
veiðiflugur fyrir mig og aðra. Ég var
einnig leiðsögumaður hjá laxveiði-
mönnum og hef í gegnum árin eign-
ast marga góða vini í gegnum það
starf.“
Jón eignaðist snemma rennibekk
til að renna úr tré og hefur haft mjög
gaman af því. „Seinna fór ég svo að
skera út og hef gert talsvert af hlut-
um bæði renndum og útskornum.“
Fjölskylda
Sambýliskona Jóns er Bergljót
Hallgrímsdóttir, f. 1.3. 1952, bóndi og
leikskólakennari. Þau búa í Haga 1 í
Aðaldal. Foreldrar Bergljótar voru
hjónin Laufey Ólafsdóttir, f. 31.5.
1912, d. 11.8. 2003, húsmóðir, og Hall-
grímur Helgason, f. 29.8. 1909, d.
30.12. 1993, bóndi. Þau bjuggu á
Droplaugarstöðum í Fljótsdal, N-
Múl.
Börn Jóns og Bergljótar eru: 1)
Jón Fornason, bóndi og verkamaður – 85 ára
Fjölskyldan Jón, Arnheiður, Droplaug, Eilífur, Ingibjörg og Bergljót í Haga.
Fékk snemma veiðibakteríuna
Undir Eyjafjöllum „Í brúarvinnunni var ekki aðeins gert við brýr. Ekki
tókst að færa þetta bjarg svo við vorum beðnir að sprengja það,“ segir Jón.
Veiðimaðurinn Á bökkum Laxár.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021
Dekton er mjög slitsterkt og rispuþolið borðplötuefni.
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
60 ára Margrét er
Akureyringur en býr í
Hafnarfirði. Hún er leik-
skólakennari að mennt
og er sérkennslustjóri á
Hörðuvöllum í Hafnar-
firði.
Maki: Björn Arnar
Rafnsson, f. 1964, tækniteiknari hjá
Mannviti.
Dætur: Birna Margrét, f. 1989, Karólína,
f. 1992, og Sigríður Birta, f. 2000. Barna-
börnin eru Kandeh Arnar, f. 2012, sonur
Karólínu, og Tyrell Arnar, f. 2015, sonur
Birnu.
Foreldrar: Árni Bjarman, f. 1935, bifvéla-
virkjameistari, og Karólína Bernharðs-
dóttir, f. 1936, húsmóðir. Þau eru búsett
á Akureyri.
Margrét
Bjarman
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ýmsu má bjarga sem er orðið
gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta,
það er ekki hægt að fara fram á meira.
Taktu lífinu með ró.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er ekkert vit í öðru en að velta
fyrir sér öllum þeim möguleikum sem
standa til boða í fjármálum. Fólk leitar til
þín eftir aðstoð.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú þarft að slá aðeins af ráðríki
þínu því það fælir frá þér vini, vandamenn
og samstarfsmenn. Kipptu í spotta ef þú
getur.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Ábyrgð þín á börnum liggur þungt
á þér enda er einhver svartsýni að angra
þig í dag. Fullvissaðu vin þinn um að allt
muni fara á besta veg.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Láttu það vera að elta uppi einhverja
hluti sem færa þér enga innri gleði. Fagn-
aðu því að vera til og þakkaðu fyrir það
sem þú hefur áorkað.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Einhverjar breytingar eru að verða
á vinnustað þínum og þú ert ekki undan-
skilin/n þar. Láttu öfund í þinn garð sem
vind um eyru þjóta.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ættir ekki að reyna að gera hlutina
upp á eigin spýtur í dag. Maður ákveður
að ætla að elska einhvern.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú átt eftir að þurfa að læra
að slaka á fyrr eða síðar. Þegar að því
kemur hefurðu tíma fyrir nýtt áhugamál.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Treystu innsæi þínu í dag.
Gerðu áætlun og láttu óttann við hið
óþekkta ekki ná tökum á þér. Þér eru allir
vegir færir, þú þarft bara að trúa á þig.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Heimili manns er þar sem mað-
ur er hverju sinni. Þú tapar máli sem þú
hefur sótt en óvæntur endir verður samt í
uppgjöri.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er hægt að leiða öðrum
sannleikann fyrir sjónir án þess að æsa
sig. Stundum sérðu ekki skóginn fyrir
trjánum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Framsæknar hugmyndir kvikna í
kollinum á þér og krefjast þess að þú takir
af skarið, eigi síðar en strax. Farðu þér
hægt, val á vini er mjög vandasamt.
30 ára Svanhildur er
Mývetningur en býr á
Reyðarfirði. Hún er
véliðnfræðingur að
mennt frá Háskól-
anum í Reykjavík og
er rekstrarstjóri við-
halds hjá Alcoa
Fjarðaáli.
Maki: Sigurður Kári Samúelsson, f.
1992, vélvirki og er yfir vélaverkstæði
Eimskips á Reyðarfirði.
Börn: Alexander Kári, f. 2014, og Arney
Ylfa, f. 2020.
Foreldrar: Pétur Bjarni Gíslason, f. 1962,
vélfræðingur hjá Landsvirkjun, og Sigríð-
ur Stefánsdóttir, f. 1959, leikskólakennari
í leikskólanum Ylur. Þau eru búsett í Mý-
vatnssveit.
Svanhildur Björg
Pétursdóttir
Til hamingju með daginn
Reyðarfjörður Arney Ylfa Fjallmann
Sigurðardóttir fæddist 11. ágúst 2020
kl. 10.43 á Akureyri. Hún vó 3.940 g
og var 55 cm löng. Foreldrar hennar
eru Svanhildur Björg Pétursdóttir og
Sigurður Kári Samúelsson.
Nýr borgari