Morgunblaðið - 19.04.2021, Síða 26
HM 2021
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
bolta þarf á kraftaverki að halda á
Ásvöllum næstkomandi miðvikudag
er seinni leikur liðsins við Slóveníu í
undankeppni HM fer fram eftir
14:24-tap í fyrri leik liðanna í Lju-
bljana á laugardag.
Eins og lokatölurnar gefa til
kynna tapaðist leikurinn á slökum
sóknarleik, en íslenska liðið réð lítið
við sterka vörn og markvörslu Sló-
vena. Þá var ákveðinn gæðamunur á
liðunum, en sterkar slóvenskar
skyttur virtust geta stokkið upp að
vild fyrir utan og skorað falleg
mörk. Oftar en ekki endaði boltinn í
lúkum varnarmanna Slóveníu er
skyttur íslenska liðsins reyndu svip-
uð skot. Lovísa Thompson var
markahæst með fimm mörk, en hún
var ekki í öfundsverðu hlutverki.
Hvað eftir annað neyddist hún til að
taka af skarið, oft í erfiðum stöðum,
þar sem liðsfélagar hennar urðu
ragir og virkuðu smeykir. Slóvenska
liðið er einfaldlega betra en það ís-
lenska og það sást.
Vörn og markvarsla í lagi
Varnarleikur og markvarsla var
helsta ástæða þess að munurinn er
ekki meiri fyrir seinni leikinn, enda
alls ekkert stórslys að fá á sig 24
mörk. Íslenska vörnin var grimm
framan af og þær Helena Rut Örv-
arsdóttir og Mariam Eradze litu
sérstaklega vel út í hjarta varn-
arinnar. Eftir því sem leið á leikinn
fann slóvenska liðið fleiri glufur á
vörninni, en fyrir aftan hana var El-
ín Jóna Þorsteinsdóttir í fínum ham.
Saga Sif Gísladóttir hélt svo hreinu,
en hún kom inn á í fjórum vítum og
aldrei tókst þeim slóvensku að finna
leið framhjá henni.
Ljóst er að keppnisbannið sem
var hér á landi hafði áhrif á íslenska
liðið, enda spila nánast allir leik-
menn þess með liðum hér heima.
Aðeins Díana Dögg Magnúsdóttir
og Elín Jóna Þorsteinsdóttir leika
utan landsteinanna og það er ljóst
að nokkura ára vera í Danmörku
hefur gert Elínu gott. Hún er orðin
afar góður markvörður.
Bitnar á landsliðinu
Það hefur verið ákveðið fagnaðar-
efni að sjá góða leikmenn koma
heim úr atvinnumennsku og gera ís-
lensku deildina sterkari, en það hef-
ur bitnað á landsliðinu. Nánast eng-
inn í íslenska liðinu hefur það að
atvinnu að spila handbolta á meðan
stór hluti slóvenska liðsins eru at-
vinnumenn, sem margir hverjir hafa
gert góða hluti í Meistaradeild Evr-
ópu.
Það vantaði sterka leikmenn á
borð við Þóreyju Rósu Stefáns-
dóttur, Steinunni Björnsdóttur og
Hildigunni Einarsdóttur í íslenska
liðið en að sama skapi vantaði besta
leikmann Slóvena, Önu Gros.
Það er nokkuð ljóst að Ísland
vinnur Slóveníu ekki með tíu marka
mun á heimavelli, enda getumun-
urinn einfaldlega of mikill. Íslenska
liðið var í afar svipaðri stöðu fyrir
tveimur árum eftir níu marka tap
fyrir Spánverjum á útivelli í fyrri
leiknum, en þá vann Ísland eins
marks heimasigur og féll úr leik
með reisn. Það er ekki hægt að biðja
um mikið meira en það að sinni.
Íslenska liðið
lenti á slóv-
enskum vegg
- Tíu marka tap í Ljubljana - Fundu
fá svör við sterkri vörn Slóvena
Ljósmynd/Robert Spasovski
Markahæst Lovísa Thompson var markahæst hjá Íslandi með fimm mörk.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021
England
Arsenal – Fulham .................................... 1:1
- Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Manchester United – Burnley................ 3:1
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 88
mínúturnar með Burnley.
Newcastle – West Ham ........................... 3:2
Wolves – Sheffield United ....................... 1:0
Staðan:
Manch. City 32 23 5 4 67:23 74
Manch. United 32 19 9 4 64:35 66
Leicester 31 17 5 9 55:37 56
West Ham 32 16 7 9 53:42 55
Chelsea 31 15 9 7 50:31 54
Liverpool 31 15 7 9 53:37 52
Tottenham 32 14 8 10 54:37 50
Everton 31 14 7 10 43:40 49
Arsenal 32 13 7 12 44:36 46
Leeds United 31 14 3 14 49:49 45
Aston Villa 30 13 5 12 43:33 44
Wolves 32 11 8 13 32:41 41
Crystal Palace 31 10 8 13 33:52 38
Southampton 31 10 6 15 39:56 36
Newcastle 32 9 8 15 35:53 35
Brighton 31 7 12 12 33:38 33
Burnley 32 8 9 15 26:45 33
Fulham 33 5 12 16 25:43 27
WBA 31 5 9 17 28:59 24
Sheffield Utd 32 4 2 26 17:56 14
Bikarkeppni karla, undanúrslit:
Chelsea – Manchester City ..................... 1:0
Leicester – Southampton ........................ 1:0
B-deild:
Brentford – Millwall................................ 0:0
- Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 79. mínútu hjá Millwall.
C-deild:
Blackpool – Sunderland ......................... 1:0
- Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 76
mínúturnar með Blackpool.
D-deild:
Exeter – Southend................................... 0:0
- Jökull Andrésson lék allan leikinn með
Exeter.
Þýskaland
Augsburg – Arminia Bielefeld............... 0:0
- Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara-
maður á 65. mínútu hjá Augsburg.
Eintracht Frankfurt – Sand................... 4:0
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem
varamaður á 83. mínútu hjá Frankfurt.
Spánn
B-deild:
Gijon – Real Oviedo................................. 0:1
- Diego Jóhannesson lék allan leikinn með
Real Oviedo og skoraði sigurmarkið.
Ítalía
AC Milan – Napoli.................................... 4:0
- Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
Napoli. Lára Kristín Pedersen lék seinni
hálfleikinn.
B-deild:
Empoli – Brescia...................................... 4:2
- Birkir Bjarnason lék fyrstu 85 mínút-
urnar með Brescia og skoraði. Hólmbert
Aron Friðjónsson leysti Birki af hólmi.
Pólland
Raków – Lech Poznan ............................ 3:1
- Aron Jóhannsson lék seinni hálfleikinn
með Lech Poznan.
Grikkland
PAOK – Olympiacos................................ 2:0
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Danmörk
Meistarakeppnin:
Bröndby – AGF ........................................ 2:2
- Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 57
mínúturnar með AGF.
Fallkeppnin:
OB – SönderjyskE ................................... 1:1
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn
á sem varamaður á 61. mínútu.
Lettland
Riga – Daugavpils ................................... 4:0
- Axel Óskar Andrésson lék fyrstu 56 mín-
úturnar með Riga.
Bandaríkin
DC United – New York City................... 2:1
- Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 71
mínútuna með New York City.
Svíþjóð
Hammarby – Mjällby............................... 2:0
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Häcken – Malmö ...................................... 1:2
- Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu
73 mínúturnar með Häcken og Oskar
Sverrisson leysti hann af hólmi.
Djurgården – Norrköping...................... 1:0
- Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Norrköping og Ísak B. Jóhannesson fyrstu
75 mínúturnar.
Linköping – Rosengård .......................... 0:1
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Djurgården – Örebro.............................. 1:0
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Djurgården.
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro en Cecilía Rán Rúnars-
dóttir sat á bekknum.
Vittsjö – Piteå .......................................... 2:1
- Hlín Eiríksdóttir lék allan leikinn með
Piteå.
50$99(/:+0$
Slóvenía – Ísland 24:14
Ljubljana, umspil HM, laugardaginn
17. apríl 2021.
Gangur leiksins: 3:2, 6:3, 19:11,
9:6, 12:7, 13:7, 15:8, 18:11, 21:11,
23:13, 24:14.
Mörk Slóvenía: Elizabeth Omoregie
9, Maja Svetik 4, Tjasa Stanko 4/3,
Barbara Lazovic 3, Manca Juric 2,
Amra Pandzic 1, Natasa Ljepoja 1.
Varin skot: Amra Pandzic 14/1,
Branka Zec 1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Ísland: Lovísa Thompson 5,
Slóvenía – Ísland 24:14
Rut Jónsdóttir 2, Thea Imani Sturlu-
dóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2,
Karen Knútsdóttir 1, Díana Dögg
Magnúsdóttir 1, Ásdís Guðmunds-
dóttir 1.
Varin skot: Elín Jóna Þorsteins-
dóttir 12, Saga Sif Gísladóttir 3/3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Dómarar: Ismailj Metalari og Nenad
Nikolovski, Norður-Makedóníu.
_ Seinni leikurinn fer fram á Ásvöll-
um miðvikudaginn 21. apríl klukkan
19:45.
_ Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur
Björn Gunnlaugsson hefur gert sam-
komulag um að leika með Florida
Southern Moccasins í bandaríska há-
skólaboltanum. Ólafur, sem er 18 ára,
hefur leikið með Val og ÍR og þá var
hann um tíma samningsbundinn Bonn
í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið með
yngri landsliðum Íslands.
_ Körfuknattleiksmennirnir Deane
Williams, Arnór Sveinsson og Magnús
Pétursson framlengdu allir samning
sinn við Keflavík á laugardag um eitt
ár. Williams hefur
verið einn besti
leikmaður Íslands-
mótsins í vetur en
Arnór og Magnús
eru ungir og upp-
aldir Keflvíkingar.
Á heimasíðu Kefla-
víkur kemur fram
að fleiri fréttir
muni berast úr herbúðum félagsins á
næstu dögum.
_ Handknattleikskonurnar Elín Jóna
Þorsteinsdóttir og Steinunn Hans-
dóttir leika ekki áfram með danska lið-
inu Vendsyssel á næstu leiktíð. Félagið
greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.
Elín Jóna kom til Vendsyssel frá Hauk-
um sumarið 2018 og hefur verið aðal-
markvörður íslenska landsliðsins að
undanförnu. Steinunn kom til Vend-
syssel fyrir leiktíðina. Steinunn hefur
lengi leikið í Danmörku og var hún áð-
ur hjá Horsens, Gudme og Skander-
borg. Lék hún síðast með Selfossi hér
á landi.
_ Barcelona varð á laugardag spænsk-
ur bikarmeistari í fótbolta í 31. skipti
með 4:0-sigri á Athletic Bilbao í bik-
arúrslitum en leikið var í Sevilla. Bilbao
hefur tapað bikarúrslitum í tvígang á
tveimur vikum því úrslitaleikur síðustu
leiktíðar var leikinn í byrjun mánaðar.
Antoine Griezmann og Frenkie de
Jong skoruðu tvö fyrstu mörkin og arg-
entínski snillingurinn Lionel Messi
bætti við tveimur
mörkum áður en
flautað var til leiks-
loka. Barcelona er
sigursælasta lið
spænska bikarsins.
_ Tryggvi Hrafn
Haraldsson,
sóknarmaður
Vals, meiddist í æfingaleik liðsins
gegn Víkingi Reykjavík á Víkingsvelli
á laugardag. Þetta kemur fram á Fót-
bolta.net, þar sem segir að Tryggvi
hafi fótbrotnað og sökum þess sé bú-
ist við að hann verði frá æfingum og
keppni í um tvo mánuði. Íslandsmótið
rúllar af stað undir lok þessa mán-
aðar og því er ljóst að Tryggvi, sem
Eitt
ogannað
Hlauparinn efnilegi Baldvin Þór Magnússon hélt áfram
að slá Íslandsmet á laugardagskvöld þegar hann bætti
39 ára gamalt Íslandsmet Jóns Diðrikssonar í 1.500
metra hlaupi á háskólamóti í Richmond í Kentucky-ríki í
Bandaríkjunum.
Baldvin hljóp á 3:40,74 mínútum en met Jóns, sem
hann setti í Þýskalandi vorið 1982, var 3:41,65 mínútur.
Þetta er jafnframt aldursflokkamet í 20-22 ára flokki,
sem og lágmark fyrir Evrópumót yngri en 23 ára í sum-
ar en þar hefur Baldvin einnig náð lágmarkinu í 5.000
metra hlaupi.
Baldvin hefur heldur betur látið að sér kveða á há-
skólamótum að undanförnu. Hann stórbætti Íslandsmetið í 5.000 metra
hlaupi 25. mars og skömmu áður Íslandsmetið í 3.000 metra hlaupi innan-
húss. Hann keppir fyrir Eastern Michigan-háskólann. Báðum metunum
náði hann af Hlyni Andréssyni.
Bætti 39 ára gamalt met
Baldvin Þór
Magnússon
HSÍ hefur tekið ákvörðun um að
breyta leikjafyrirkomulagi Íslands-
móts karla að beiðni formanna fé-
laganna. Mun mótið hefjast að nýju
22. apríl. Í yfirlýsingu frá samband-
inu segir að fyrri ákvörðun hafi
verið tekin með tilliti til sjónarmiða
formanna félaganna um að byrja
ekki of fljótt vegna meiðslahættu
og að ekki yrði spilað í landsleikja-
hléi til að gæta jafnræðis. Olísdeild-
inni mun því ljúka viku fyrr en
áætlað var, þann 27. maí, og tekur
þá við 8 liða úrslitakeppni.
Breytt leikja-
fyrirkomulag
Ljósmynd/Árni Torfason
Handbolti Olísdeildin fer fyrr af
stað og keppni lýkur viku fyrr.