Morgunblaðið - 19.04.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.04.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Í liðinni viku var þess minnst að tvö ár voru síðan Notre Dame-kirkjan kunna í París, ein helsta prýði fransk-gotnesks arkitektúrs, varð fyrir miklum skemmdum í eldsvoða. Út um heimsbyggðina fylgdist fólk slegið með beinni útsendingu þar sem sjá mátti eldtungur standa upp úr þakinu og víðfræg turnspíran hrundi áður en her slökkviliðsmanna náði tökum á eldinum. „Það hefði getað farið miklu verr,“ er í The Art Newspaper haft eftir Philippe Villeneuve, höfuðarkitekt endurbótanna á kirkjunni. Fjöl- miðlamenn fengu fyrir helgi að fara um kirkjuna og kynna sér stöðu mála en vinnupöllum hefur verið komið fyrir bæði utan á kirkjunni og upp undir loft inni í henni. Villeneuve er bjartsýnn á að kirkj- an verði aftur komin í notkun þegar Ólympíuleikarnir verða settir í París sumarið 2024. Hingað til hefur vinna þess mikla fjölda verkamanna sem vinna við viðgerðirnar snúist um að tryggja bygginguna, burðarvirki hennar og hleðslur. Heimsfaraldur Covid-19 hefur tafið framkvæmdir og þá hafa mikilvægar varnir vegna hugsan- legrar blýeitrunar tekið tíma, en mikið magn blýs sem var í þakinu bráðnaði og lak niður veggina og á gólfið við eldsvoðann. „Við verðum að ljúka við að tryggja öryggi bygg- ingarinnar áður en sjálf uppbygg- ingin hefst,“ segir Villeneuve. Hann segir að miðhluti þaks kirkjunnar og turnspíran hafi hrunið og þá olli vatn sem dælt var á eldinn miklum skemmdum. Hann ítrekar þó að skaðinn hefði getað orðið miklu meiri, en hinar voldugu veggstoðir sem eru utan á byggingunni hafi haldið. Tekist hafi að bjarga mál- verkum og höggmyndum og sé við- gerð á listaverkunum lokið. Þá skemmdi eldurinn hvorki kirkju- klukkur né hið víðfræga pípuorgel, hið stærsta í Frakklandi. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum við lagfæringar og styrk- ingu á veggjum, bogum og hvolfþök- um kirkjunnar og síðar á árinu verð- ur farið í uppbyggingu þaksins með sérvöldum eikartrjám. Uppbygging nýrrar turnspíru hefst síðan eftir um ár og verður hún með sama lagi og úr við og blýi eins og sú sem féll. Rannsakendum hefur enn ekki auðnast að finna út nákvæmlega hvers vegna eldur braust út í kirkj- unni og hverjum sé þá um að kenna. Stórskemmd Vegfarandi lítur til Notre Dame-kirkjunnar sem hefur verið nánast þakin vinnu- pöllum til að auðvelda aðgang verkamanna sem vinna við lagfæringar á kirkjunni frægu. Breytt sýn Í kirkjuskipinu hafa verið reistir vinnupallar sem ná upp undir hátt loft kirkjunnar. Enn er unnið að því að tryggja burðarvirki byggingarinnar sem byrjað var að reisa á 12. öld. AFP Erfiðisvinna Iðnaðarmenn vinna hörðum höndum að styrkingu og lagfæringu veggja Notre Dame. Notre Dame hefði getað farið verr - Stefnt að því að kirkjan verði aftur opin þegar Ólympíuleikarnir verða í París sumarið 2024 vinnuföt fást einnig í HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Mexíkóski rithöfundurinn Valeria Luiselli hreppti í fyrra alþjóðleg bókmenntaverðlaun, Rathbones Folio-verðlaunin, sem veitt eru fyr- ir framúrskarandi byrjunarverk. Fékk hún verðlaunin fyrir bókina Lost Children Archive. Verðlaun- unum fylgdu peningaverðlaun, 30.000 bresk pund, um 5,2 milljónir króna. En samkvæmt frétt breska fagritsins Bookseller barst féð ekki til Luiselli því svikahrappar höfðu samband við umsjónarmenn verð- launanna og létu þá leggja féð inn á falskan PayPal-reikning þar sem það gufaði upp. Viðurkenndu umsjónarmenn- irnir að þeir hefðu orðið „fáguðum vefglæpamönnum“ að bráð og hefði lögregla rannsakað málið án árang- urs. Glæpurinn bitnaði ekki á Luis- elli því hún fékk verðlaunaféð af- hent að lokum. Greint er frá því að óprúttnir að- ilar hafi reynt að beita samskonar svikum og komast yfir verðlaunafé Baillie Gifford-verðlaunanna sem Craig Brown hreppti í fyrra, en séð var við þeim. Verðlaunahöfundur Valeria Luiselli. Svindlarar komust yfir verðlaunaféð Danski leikarinn Mads Mikkelsen mun fara með hlutverk í væntan- legri Indiana Jones-kvikmynd sem frumsýna á 2022. Frá þessu greinir bandaríska tímaritið The Holly- wood Reporter. Þar kemur fram að Harrison Ford muni eftir sem áður fara með titilhlutverkið auk þess sem breska leikkonan Phoebe Wall- er-Bridge mun leika í myndinni. Um er að ræða fimmtu kvikmynd- ina um fornleifafræðinginn snjalla, sem hóf göngu sína 1981. Steven Spielberg, sem leikstýrði fyrstu fjórum myndunum, hefur gefið kefl- ið áfram til James Mangold sem framleiddi meðal annars kvikmyndina The Call of the Wild sem skartaði Ford í aðal- hlutverki. Ekki er enn vitað neitt um söguþráð væntanlegrar myndar, en handritshöfundarnir eru Jonathan Kasdan, Philip Kaufman, David Ko- epp og George Lucas. Ný mynd um Indiana Jones væntanleg Mads Mikkelsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.