Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Kristófer Már Krist- insson, leiðsögumaður og kennari, lést aðfara- nótt sl. mánudags, 72 ára að aldri. Hann var um tíma varaþingmað- ur fyrir Bandalag jafnaðarmanna og blaðamaður og frétta- ritari Morgunblaðsins í Brussel. Kristófer var fæddur í Reykjavík 3. ágúst 1948 og ólst þar upp í Kleppsholtinu. For- eldrar hans eru Guðmundur Krist- inn Magnússon, stýrimaður og verk- stjóri, og Ágústa Sigríður Kristófersdóttir, húsfreyja og starfsmaður heimilishjálparinnar í Reykjavík. Þau eru bæði látin. Kristófer lauk stúdentsprófi frá MH og nam kennslu- og uppeldis- fræði við Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk leiðsöguprófi frá Ferða- málaskóla Íslands, BA-prófi í ís- lensku og MSc-prófi í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Hann stundaði almenna verka- mannavinnu á yngri árum, var á sjó á fiskiskipum og fraktskipum og verkstjóri við Vinnuskóla Reykja- víkur. Að loknu kennaraprófi kenndi hann við Breiðholtsskóla og Ármúla- skóla. Hann var kenn- ari við Héraðsskólann í Reykholti á árunum 1973 til 1984, síðar framkvæmdastjóri Bandalags jafnaðar- manna. Hann var í eitt ár fréttaritari Rúv í Brussel, fréttaritari og blaðamaður Morgun- blaðsins þar í borg á árunum 1987 til 1993 og forstöðumaður Evr- ópuskrifstofu atvinnu- lífsins 1993 til 2004. Hann starfaði síðar sem leiðsögu- maður og kennari við Ferðamála- skóla Íslands. Kristófer var varaþingmaður Bandalags jafnaðarmanna og tók oft sæti á Alþingi á árunum1983 til 1986. Hann starfaði mikið í skát- unum á yngri árum og tók virkan þátt í starfi ungmennafélaganna í Borgarfirði þegar hann bjó þar. Eftirlifandi eiginkona Kristófers er Valgerður Bjarnadóttir, við- skiptafræðingur og fv. þingmaður. Fyrri kona hans var Margrét Skag- fjörð Gunnarsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn; Daða Má, Ágústu, Gísla Kort og Gunnar Tómas. Börn Val- gerðar eru Guðrún Vilmundardóttir og Baldur Hrafn Vilmundarson. Andlát Kristófer Már Kristins- son leiðsögumaður Hún kom eins og þruma úr há-loftinu tilkynning eigenda stórliða í Evrópu um að þeir myndu stofna til lokaðrar risadeildar í fót- bolta. Markmiðið er göfugt: Að gera eigendur liðanna enn ríkari en þeir eru þegar orðnir. - - - Einokunarbubbar fótboltansætla ekki að gleyma stuðn- ingsmönnum liða sinna. Þegar og ef gróðasamsærið hefur gengið upp muni þeim boðið til náttverðar þar sem stuðningsmennirnir fái að éta það sem úti frýs svo lengi sem þeir hafi lyst á. - - - Guðni, forseti KSÍ, hefur bent áað ríkisbubbar séu verri skytt- ur en Jói útherji en vítaspyrna hans geigaði á örlagastundu og stefndi á stúkuna og sleikti menntamála- ráðherrann, hvað svo sem fólst í því. - - - Boris Johnson hefur á hinn bóg-inn boðað breskan þrumufleyg í formi lagasetningar sem feli í sér sjöfalda vítaspyrnu á mark hinna ósvífnu pésa einokunarhringa og muni Boris sjálfur taka hjólahesta- spyrnu í lokin. - - - Þeir sem treysta sér til að horfa áþað vita ekki hvað þeir eru að biðja um. - - - Þá muni hinn alræmdi dómstóllfótboltans, VAR-kerfið (Video Assistant Referees), dæma einok- unarbubba í varanlega rangstöðu með eilífðar rautt spjald nælt á rassinn fyrir tiltækið. Boris Johnson Bubbar í boltaleik STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) gaf í gær út tillögur um það sem brýnast er að bæta í íslensku samfélagi eftir að heimsfaraldrinum lýkur. „Það fer að styttast í kafla- skil,“ segir Halla Sigrún Mathiesen, formaður SUS. „Bólusetningar ganga ágætlega og nágrannalönd hafa gefið út opnunaráætlanir, sem fylla mann bjartsýni og von um að þetta ástand takmarkana og hafta taki enda og hér muni eðlilegt líf hefjast á ný.“ Halla Sigrún bendir á að nú sé færi til þess að rétta kúrsinn áður en áfram sé haldið og að það skipti ungt fólk sérstaklega miklu. „Ákvarðanirnar sem verða teknar á næstu mánuðum munu ráða úrslit- um um það hvernig Ísland verður eftir 10, 20 og 30 ár. Jafnvel leng- ur,“ segir hún og bætir við að ungt fólk sem hafi glat- að heilu ári af bestu árum lífs síns eigi skilið að hlakka til tæki- færanna sem unnt sé að skapa. Til þess séu þess- ar tillögur settar fram. Tillögurnar eru í fjórum liðum og snúa að efnahag og atvinnu, um- hverfi og auðlindum, heilbrigðismál- um og menntamálum. Þar eru helstu leiðarljós, að hlutverk ríkisvaldsins sé skýrt, ráðdeild í rekstri þess og hóf í skattheimtu; nýting grænnar orku, hringrásarhagkerfi og sjálf- bær auðlindanýting; fjölbreytilegur rekstur í heilbrigðiskerfi, fyrir- byggjandi leiðir, geðheilbrigði og skaðaminnkun; fjölbreytni í mennta- kerfi með framlögum, sem fylgi nemendum, endurskoðun námskrár og auknu sjálfstæði skóla. SUS vill rétta kúrsinn eftir faraldur - Samband ungra sjálfstæðismanna kynnir stefnumál ungs fólks „handan við storminn“ Halla Sigrún Mathiesen Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.