Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 568 4240,
astund.is
Góður svefn er
nauðsynlegur fyrir
heilsu og velferð allra.
Það á ekki síst við um
börn sem eru að vaxa
og þroskast. Truflun á
svefni getur haft al-
varleg skammtíma- og
langtímaáhrif á bæði
líkamlega og andlega
heilsu. Orsakir svefn-
raskana hjá börnum
geta verið marg-
víslegar. Svefnraskanir geta tengst
undirliggjandi langvinnum sjúk-
dómum og við vissa sjúkdóma er
mælt með að skima fyrir kæfisvefni
og öndunarerfiðleikum í svefni þar
sem rannsóknir hafa sýnt fram á
mikla nauðsyn þess. Einnig getur
andlitsfall, vandamál í nefholi og
koki stuðlað að kæfisvefni hjá börn-
um og slíkt þarf ætíð að meta ef
grunur um kæfisvefn er til staðar.
Vöðvaslappleiki sem á sér stað við
vissa vöðva- og taugasjúkdóma get-
ur haft áhrif á öndunarvöðvana og
leitt til þess að öndun í svefni verð-
ur ekki nægjanlega góð en til að
meta slíkt þarf að mæla bæði önd-
unarhreyfingar í svefni, súrefn-
isupptöku og hvernig líkaminn los-
ar sig við koltvísýring.
Svefnvandamál sem þessi er oft
erfitt og jafnvel ómögulegt að
greina án viðeigandi rannsókna og í
dag eru notuð ákveðin mælitæki og
búnaður til að greina kæfisvefn og
öndunarerfiðleika í svefni hjá börn-
um. Slík tæki eru bæði til notkunar
í heimahúsum, sem er mjög hent-
ugt að bjóða upp á þar sem flestir
sofa betur heima hjá sér og því
auðveldara að fá fram tæknilega
góða rannsókn. Hins vegar er slík
rannsókn ekki alltaf nægjanleg því
eins og er er vissan búnað eingöngu
hægt að nota svo vel sé inni á
sjúkrahúsi. Þar af leið-
andi eru umfangsmeiri
rannsóknir frekar
gerðar inniliggjandi í
eina til tvær nætur.
Svefnrannsóknir eru
vaxandi grein innan
læknisfræðinnar og
skjólstæðingahópurinn
stækkar stöðugt.
Mikilvægt er að á Ís-
landi séu rannsóknir
af sömu gæðum og er-
lendis. Góður tækja-
búnaður, þekking á
notkun búnaðar og
túlkun niðurstaðna er alger for-
senda fyrir framþróun á þessu svið.
Gera má ráð fyrir að innan tveggja
ára verði um 100 svefnrannsóknir
gerðar hjá börnum árlega á Barna-
spítala Hringsins. Einkenni eins og
einbeitingarskortur, þreyta, lyst-
arleysi og ýmiss konar vanlíðan
geta komið til vegna svefnraskana.
Einnig getur alvarlegur svefnvandi
leitt til vandamála tengdra hjarta-
og æðakerfi og einkenni ýmissa
undirliggjandi sjúkdóma geta auk-
ist við skertan svefn. Þannig er
góður svefn mikilvægur áhrifavald-
ur hvað varðar lífsgæði og heilsu.
Það er því mikið gleðiefni og fram-
faraskref að fá nýjan og betri
tækjabúnað til svefnrannsókna á
Barnaspítala Hringsins sem mun
nýtast öllum þeim börnum sem
þurfa á slíkum rannsóknum að
halda.
Kæfisvefn barna
Eftir Önnu Björk
Eðvarðsdóttur
» Truflun á svefni get-
ur haft alvarleg
skammtíma- og lang-
tímaáhrif á bæði lík-
amlega og andlega
heilsu.
Anna Björk
Eðvarðsdóttir
Höfundur er formaður Hringsins.
Umræða um svifryk
og uppruna þess,
hreinsun gatna, um-
ferðarstýringu og
fleiri áhrifavalda hefur
verið fyrirferðarmikil
síðustu vikur. Það er
af hinu góða, málið
snertir okkur öll. Göt-
ur eru þrifnar til að
viðhalda loftgæðum í
umhverfinu. Slíkt
hreinlæti bætir bæði ásýnd og líðan
íbúa. Sumum er gott hreinlæti lífs-
spursmál. Þannig áætlar Umhverf-
isstofnun Evrópu að á Íslandi látist
60 manns á ári af völdum svifryks.
Það eru nokkuð fleiri dauðsföll en
t.d. vegna brjóstakrabbameins.
Þessi vandi er því mjög áþreifan-
legur þótt hann fari lágt.
Aðrir eru hæfari til að fjalla um
uppruna svifryksins. Mér finnst
hins vegar rétt að víkja fremur að
því hvað er gert og hvað er hægt
að gera til að draga úr þessari
mengun. Hreinsitækni ehf. er
framkvæmdaaðli, verktaki fyrir ríki
og sveitarfélög við þrif á götum og
stígum. Eðli máls samkvæmt fylgj-
umst við því býsna vel með ástandi
vega, loftgæðum og þróun í verk-
lagi og tækni.
Sé litið til höfuðborgarsvæðisins
er ljóst að hægt er að vinna með
ýmsar breytur til að hámarka ár-
angur.
Besta leiðin til að þrífa götur er
almennt talin vera sópun – þvottur
– sópun. Grófefnið er fjarlægt í
fyrstu umferð, þvotturinn skolar
fínefni, sem situr eftir, út í veg-
kant, seinna sópið á að fjarlægja
það sem eftir situr. Misjafnt er á
milli sveitarfélaga hvaða aðferðum
er beitt. Sums staðar
eru götur þrifnar eftir
þessari aðferð, annars
staðar ekki. Gæði
götuþrifanna eru því
misjöfn. Fleiri leiðir
má nefna. Þannig hef-
ur verið úðað ryk-
bindiefnum til að
binda óreinindi á göt-
um. Að okkar mati er
betra að fjarlægja
óhreinindi en að binda
þau niður. Annar bún-
aður er til, svo sem
sérstakar svifryksugur. Þær byggja
á þeirri forsendu að gatnakerfið sé
í grunninn vel þrifið (viðhaldsþrif).
Auðvitað er nokkuð misjafnt
hvernig er staðið að þrifum í borg-
um í löndum í kringum okkur. Sé
litið til borga eins og Óslóar sýna
gögn að allar götur hennar eru
þrifnar a.m.k. á tveggja vikna
fresti. Slík tíðni þýðir auðvitað að
hægt er að fara hraðar yfir og
beita meira aðferðum eins og götu-
þvotti.
Frágangur samgöngumannvirkja
skiptir líka máli. Frágangur veg-
axla, svæði sem hægt væri nýta
undir hjólastíga o.fl. Áhöld eru um
hvort gerð götu sé í raun lokið með
því einu að setja bundið slitlag á
akreinar. Hægt væri að minnka
svifryk með því að rykbinda einnig
1-2 metra út fyrir skilgreinda ak-
braut og um leið yrðu þrif auðveld-
ari.
Engar samhæfðar reglur eru til
fyrir umgengni um framkvæmda-
svæði. Þannig er mikil umferð mal-
arflutningarbíla til og frá bygg-
ingasvæðum. Í langfæstum
tilvikum eru settar kvaðir um
þrifnað á dekkjum, þannig að ryk
og drulla frá byggingasvæðum ber-
ist síður út í gatnakerfi höfuðborg-
arsvæðisins.
Bylting hefur orðið í getu til að
mæla umhverfisáhrif. Þannig eru í
boðið ódýrar lausnir sem mæla
bæði svifryk og lofttegundir sem
rekja má til útblásturs frá bíl-
vélum. Hægt er að fá þennan bún-
að þannig að hann geti nýtt veð-
urspár og reynslu til að spá fyrir
um loftgæði næstu daga. Þennan
búnað mætti því nota sem lið í að
ástandsstýra þrifum gatna. Á þann
hátt yrðu þrifin markvissari og ár-
angursríkari. Þá myndu slíkar að-
ferðir draga úr svifryki og á sama
tíma næðist betri nýting á þá fjár-
muni sem varið er til þessara mála.
Þá myndu markvissar aðferðir
væntanlega geta bætt heilsu þeirra
sem eru viðkvæmir fyrir lélegum
loftgæðum.
Hámarkshraði ökutækja er ein
breyta sem getur haft áhrif. Áhrif
breytingar á hámarkshraða koma
fram í rykmyndun, útblæstri og
ferðatíma svo eitthvað sé nefnt.
Þessi leið hefur því meiri jákvæð
áhrif eftir því sem gatnakerfið er
óhreinna.
Að framansögðu má sjá að
möguleikar til að tempra magn
ryks í kringum umferðaræðar eru
talsverðir. Bestur árangur næst
með samspili þessara þátta. Sem
stjórnandi í sérhæfðu hreingern-
ingafyrirtæki hef ég mest dálæti á
lausnum sem innifela aukið hrein-
læti.
Margar leiðir
til að draga úr svifryki
Eftir Björgvin
Jón Bjarnason
»Möguleikar til að
tempra magn ryks í
kringum umferðaræðar
eru talsverðir.
Björgvin Jón Bjarnason
Björgvin Jón Bjarnason er fram-
kvæmdastjóri Hreinsitækni ehf.
Víða í heims-
bókmenntunum er var-
að við óhóflegri auð-
söfnun. Í Nýja
testamentinu hvetur
Kristur til þess að safna
andlegum auði fremur
en veraldlegum sem
mölur og ryð kann vel
að eyða. Og auðvitað
geta þjófar komist yfir
hann á ýmsan hátt og
talið sig hafa meira gagn af en eig-
andinn.
Það er ótrúlegt hversu sumir eiga
auðvelt með að komast yfir veraldleg
verðmæti á skömmum tíma sem
kann að nema ævistriti þúsunda.
Meira að segja höfum við á Íslandi
séð dæmi slíks.
Í Þýskalandi hefur á undanförnum
misserum verið gefinn gaumur að
auðmanninum Adolf Hitler. Hann
var í byrjun síðustu aldar fátækur
listamaður sem margir töldu vera
mjög misskilinn. Svo kom fyrri
heimsstyrjöldin og hann sem fleiri
kom stórskaðaður úr þeim voða.
Sennilegt er að mótlæti hans í lífinu
hafi eflt hann sem af-
burðaræðumann sem
því miður varð ofstæk-
inu að bráð. Nas-
istaflokkur hans náði
strax að festa rætur um
miðjan 3ja áratuginn en
flestir Þjóðverjar voru
eðlilega tortryggnir.
Hitler og félagar fóru
mikinn en starfsemi
Nasistaflokksins reynd-
ist mjög dýr þar sem
meiru var eytt en aflað.
Miklar skuldir hlóðust
upp. Var svo komið í árslok 1932 að
Nasistaflokkurinn var nánast gjald-
þrota.
Þann 4. janúar 1933 fór fram í Köln
mikilvægur fundur forystumanna
Nasistaflokksins við þýska herráðið
en forseti þess, Kurt von Schleicher,
gegndi þá um nokkra hríð kanslara-
embættinu. Var hann sá hinsti á tíma
Weimarlýðveldisins. Á þessum fundi
voru auk þess fulltrúar stóriðjunnar
þýsku með Kruppveldið í fararbroddi
með ýmsum öðrum sem sáu bjarta
framtíð með Hitler sem kanslara.
Ákveðið var á þessum fundi að und-
irbúa stjórnarskipti sem urðu undir
lok janúarmánuð eins og kunnugt er.
Hófu Hitler og félagar hans þá þegar
undirbúning að hervæðingu Þýska-
lands sem endaði með miklum hörm-
ungum fyrir nánast alla heimsbyggð-
ina.
Auðmaðurinn Adolf Hitler
Með valdatöku nasista vænkaðist
fjárhagur Nasistaflokksins og for-
ingja hans. Adolf verður fljótlega
með auðugustu mönnum Þýskalands
og er enginn eftirbátur helstu kapít-
alistanna í stóriðjunni. Sem rík-
iskanslari fékk hann í árslaun 1934
sem svaraði 60.000 ríkismörkum
(RM). Gengi þess var milli 1,50 til 1,8
miðað við íslenskar krónur á árunum
fyrir stríð. Má til samanburðar geta
þess að tímakaup verkamanna í
Reykjavík nam um 1 krónu og
kannski ögn meir.
En ýmsar þóknanir fékk hann sem
námu hærri fjárhæðum. Fyrir bók
sína Mein Kampf fékk hann himin-
háar þóknanir. Þessi umdeilda bók
varð allt í einu skyldulesning um
gjörvallt Þýskaland og síðar Aust-
urríki sem og önnur hernumin lönd.
Öll þýsk nýgift hjón fengu Mein
Kampf í brúðkaupsgjöf sem greidd
var af þýska ríkinu. Árið 1933 hafði
Hitler 1,2 milljónir RM í þénustu af
Mein Kampf en alls er talið er að
hann hafi þénað 7,8 milljónir RM á
bókinni. Öll heimili voru skyldug að
kaupa eintak þrátt fyrir að mjög
margir og jafnvel meirihluti þjóð-
arinnar vildu minnst af Hitler vita.
Þá lét þýska póststjórnin prenta í all-
mörg ár frímerki með vangamynd
(prófíl) af Hitler í tuga milljóna upp-
lagi. Hefur komið í ljós að hann hafi
persónulega fengið allmargar millj-
ónir RM sem þóknun fyrir. Hefur tal-
an 50 milljónir RM verið nefnd í
þessu sambandi.
Þá er talið að Hitler hafi fengið
umtalsverðar þóknanir frá iðjuhöld-
um og atvinnurekendum enda þykir
það vera mikil móðgun að launa ekki
þeim stjórnmálamönnum sem hafa
greitt götu viðkomandi og sýnt hags-
munum þeirra skilning. Hitler og
Nasistaflokkur hans var allsráðandi í
nánast öllu samfélagi Þýskalands og
gátu gert það sem þá lysti. Hitler
taldi þannig aldrei fram til skatts eft-
ir að hann varð kanslari.
Þá kostaði þýska ríkið sveitasetur
hans í Berchtesgaden sem hefur ver-
ið nefnt Arnarhreiðrið. Einnig
greiddi ríkið bifreiðar hans, persónu-
lega járnbrautarlest og þrjár flug-
vélar sem hann hafði til einkaafnota.
Óhætt er að segja að einræðisherr-
ann hafi fjarri því verið á flæðiskeri
staddur.
Undir lok stríðsins verður þessi
auðmaður gjörsamlega bjargarlaus í
neðanjarðarbyrginu í Berlín. Allur
auður hans og herir komu honum að
engu gagni. Og hann tekur líf sitt í
örvæntingu þegar fyrir er séð að
stríðið er gjörsamlega tapað.
Þess má geta að himinhá fjárhæð
var á sparisjóðsreikningi hans í Bay-
ern. Líklegt er að hún hafi horfið sem
annað í móðu sögunnar. Auðurinn er
allt í einu einskis virði.
Mættu allir auðmenn hafa í huga
að betra er að koma auðnum þangað
sem mikil þörf er fyrir í samfélögum
heims en að láta hann gufa upp og
verða engum að gagni.
Eftir Guðjón
Jensson »Með valdatöku nas-
ista vænkaðist fjár-
hagur Nasistaflokksins
og foringja hans.
Guðjón Jensson
Höfundur er leiðsögumaður og eldri
borgari í Mosfellsbæ.
arnartangi43@gmail.com
Gömul saga og ný