Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það fór illa ímarga þeg-ar fresta þurfti Ólympíu- leikunum og Ól- ympíuleikum fatl- aðra í Tókýó, sem fara áttu fram síðasta sumar. Fáir gátu þó hreyft miklum andmælum í ljósi þess gríðarlega skaða sem heimsfaraldur kórónu- veirunnar hafði þá þegar valdið og þeirrar óvissu og hættu sem leikunum hefði fylgt. Þegar leikunum var frestað stóðu skipuleggjendur í þeirri von að ári síðar hefðu bóluefni leitt veröldina úr myrkrinu. Ól- ympíuleikarnir í Tókýó myndu þannig ekki aðeins vera tæki- færi til að sjá færustu íþrótta- menn heims etja kappi, heldur einnig nokkurs konar tákn- mynd ljóssins við enda gang- anna. En þrátt fyrir að bóluefnin hafi veitt nokkra von hefur ekki allt gengið snurðulaust í bólusetningum. Vandamál hafa komið upp við framleiðslu og dreifingu bóluefna, svo ekki sé minnst á áhyggjurnar sem fylgt hafa smæstu aukaverk- unum af þeirra hálfu sem enn hafa tafið herferðir sumra þjóða. Þá hefur kórónuveiran sjálf haft lag á því að blossa upp og refsa fyrir skort á ár- vekni hvarvetna sem menn hafa leyft sér að slaka á. Toshihiro Nikai, varafor- maður frjálslyndra demókrata, sem löngum hefur verið helsti stjórnmálaflokkur Japans, hafði orð á því á dögunum, að enn kæmi til greina að aflýsa Ólympíuleikunum í sumar, jafnvel þó að nú séu innan við eitt hundrað dagar þar til þeir verða settir. Sagði Nikai meðal annars að það myndi ganga gegn anda leikanna ef þeir yrðu til þess að stuðla að frekari útbreiðslu veir- unnar. Tilefni orða Nikais var það, að tilfellum hafði enn á ný fjölgað í Japan, og er ekki víst hvernig ástandið verður í sumar. Þá munu um 80% Japana vera mótfallin því að halda leikana meðan heimsfaraldurinn varir. Hann var engu að síður fljótt gerður afturreka með orð sín, og hafa stjórnvöld í Japan og skipuleggjendur leikanna allir lagt áherslu á að leikarnir verði haldnir. Þeir fengu svo stuðn- ing í yfirlýsingu eftir fund for- sætisráðherra Japans, Yoshihi- des Suga, og forseta Bandaríkjanna, Joes Bidens, fyrir helgi, þar sem Suga lýsti eindregnum vilja til að leik- arnir færu fram og fékk við það jákvæðar undirtektir frá Bi- den. Það er enda mikið í húfi, ekki aðeins fyrir íþróttamennina heldur einnig fjárhagslega, sem og vegna þjóðarstolts Jap- ana, sem hafa lagt mikið undir til að gera leikana eins glæsi- lega og ástandið leyfir. Á þessari stundu verður að telja líklegt að leikarnir fari fram, en mögulega án áhorf- enda. Þegar var búið að ákveða að engir erlendir gestir mættu sækja leikana, en óneitanlega yrði það sjónarsviptir að sjá ól- ympíufarana sýna listir sínar á tómum leikvöngum. Ólympíuleikarnir geta orðið mikilvæg skilaboð um að senn sé faraldurinn að baki, en fari leikarnir fram er engu að síður nauðsynlegt að fyllsta öryggis verði gætt. Að öðrum kosti er hætt við því að það sem átti að tákna sigur yfir faraldrinum snúist í andhverfu sína. Ólympíuleikarnir gætu orðið ljósið við enda ganganna} Mikilvægir leikar Í áliti sendi-nefndar Al- þjóðagjaldeyr- issjóðsins, AGS, er eitt og annað for- vitnilegt, svo sem að örvunar- aðgerðir stjórnvalda hafi stuðl- að að hagfelldari þróun ís- lensks þjóðarbúskapar en búist hafi verið við í upphafi farald- ursins. Þá er spáð hóflegum efnahagsbata á þessu ári, en mikilli óvissu. Rætt er um áskoranir í ís- lensku efnahagslífi og þörfina á að auka fjölbreytni í atvinnulíf- inu. Eitt af því sem nefnt er í því sambandi er vinnumark- aðurinn, en um hann segir AGS: „Endurskoðun ramma um heildarsamninga á vinnu- markaði gæti tengt betur launaþróun og framleiðni og þannig aukið sam- keppnishæfni og fjölgað störfum í fjölbreyttari grein- um atvinnulífsins.“ Þetta er afar varfærin leið til að segja að hér á landi hafi launa- hækkanir verið algerlega úr tengslum við efnahagslegan raunveruleika. Samt sem áður halda háværustu forkólfar verkalýðshreyfingarinnar áfram að krefjast stórhækk- aðra launa, langt umfram það sem atvinnulífið stendur undir. Fái þeir áfram að ráða launa- þróun og hún þróist þannig áfram úr samhengi við fram- leiðni er ljóst, eins og AGS bendir á, að samkeppnishæfnin minnkar, störfunum fækkar og atvinnulífið verður fábreyttara og fátæklegra. Ábending AGS um vinnumarkaðinn er hárrétt, en óvíst er að hlustað verði} Hver vill fátæklegra atvinnulíf? U m daginn talaði ég við gamlan vinnufélaga minn sem rifjaði upp góða tíma hjá Sjóvá-Almennum, en félagið varð á sínum tíma til við samruna tveggja trygginga- félaga. Ég man vel eftir því að starfsmenn Al- mennra trygginga báru ugg í brjósti vegna sam- einingarinnar, en hann reyndist ástæðulaus. Nú þykir sjálfsagt að einn forstjóri sé í hverju fyrirtæki, en eftir sameiningu félaganna voru tveir við stjórnvölinn, sem var heillaspor. Saman unnu þeir sem einn maður, Ólafur B. Thors og Einar Sveinsson, og náðu að kalla fram það besta í fari starfsmanna. Samt held ég að hvor- ugur hafi legið yfir stjórnendabókum, þótt þeir hafi eflaust keypt þær nokkrar á flugvöllum gegnum tíðina. Hér voru einfaldlega vandaðir menn sem allir vissu að mátti treysta. En hvernig eiga stjórnendur að vera? Líklega gildir það sama í stjórnmálum og í viðskiptum. Hörður heitinn Sigurgestsson var forstjóri Eimskipa- félagsins í meira en 20 ár og naut virðingar. Hann sagði að besta ráð til sín hefði verið: „Vertu vandlátur þegar þú vel- ur þér viðskiptafélaga.“ Veldu félaga til lengri tíma, félaga sem alltaf er hægt að treysta, líka við áföll og þegar á móti blæs. Hörður vildi aldrei sýnast: „Ég er ekki mikið á ferðinni um fyrirtækið og starfsmenn verða almennt ekki mikið var- ir við mig. Ég er ekki sá stjórnandi sem gengur um og læt- ur sjá sig, brosir og heilsar öllum og þekkir alla. Það hentar mér ekki – þótt það henti öðrum.“ Hann safnaði um sig harðsnúnu liði stjórnenda og gerði sér góða grein fyrir því að það er ekkert gagn að eintóm- um jámönnum, heldur vel menntuðum sam- starfsmönnum með bein í nefinu: „Þegar við vorum ekki sammála töluðum við okkur í gegnum hlutina. … Það var styrkur hópsins að hver hafði sína skoðun og það var tekið tillit til hennar. Ef samstaða náðist ekki var mitt hlutverk að taka af skarið og það þurfti ég stundum að gera.“ Síðar komu fram nýir stjórnendur sem töldu sig jafnan vita best og að leiðin til árangurs væri að „taka snúning“ á viðsemjendunum. Sú vegferð endaði með ósköpum. Hörður var víðsýnn og íhugull maður sem áttaði sig á því að fyrirtæki eru hluti af ábyrgu samfélagi. Hlutverk stjórnmálamanna væri að búa til kerfi, eftirlit með markaði og við- skiptum, og gera þau virk: „Við eigum að búa til kerfi sem tryggir áframhaldandi frjálsræði og möguleika á því að láta nýjar framtíðarsýnir rætast.“ Lykillinn að árangri Harðar var einfaldur: „Það eina sem ég kann núna er að fást við vandamál – viðfangsefni – og leitast við að leysa þau. Auðvitað reyni ég að horfa mest á heildarmyndina, en ég hef líka lært að nauðsynlegt er að skipta sér af smærri málum.“ Góður stjórnandi fæst við vandamál og leysir þau óhræddur, en ýtir þeim aldrei á undan sér eins og margra er háttur. Benedikt Jóhannesson Pistill Traustir vinir og annað fólk Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is S trandveiðar mega hefjast eftir tæpar tvær vikur, mánudag- inn 3. maí, og mega standa út ágústmánuð. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, reiknar með að bát- um á strandveiðum fjölgi eitthvað frá síðasta ári og fari jafnvel yfir 700. Flestir voru bátarnir 759 sumarið 2012, en mestur afli kom á land af strandveiðum síð- asta sumar, tæp tólf þúsund tonn í heild, þar af 10.738 tonn af þorski. Ástæður lík- legrar fjölgunar í sumar rekur Örn einkum til bágs at- vinnuástands víða. Hann segir að einkum séu það menn sem hafi reynslu af sjómennsku sem stundi þessar veið- ar og fái þarna möguleika á að fóta sig í útgerð. Í kjölfarið geri margir þeirra útgerð smábáta að heilsársatvinnu og leigi eða kaupi kvóta. Á strandveiðum séu líka menn sem hafi misst atvinnu og nefnir hann sem dæmi fólk úr ferðaþjónustu, flugi og lögfræði. Hann hafnar því að talað sé um þann hóp sem „hobbýkalla á strandveiðum“ og segir það mjög já- kvætt að fólk úr öðrum geirum komi að atvinnugreininni. Í heildina styrki strandveiðar sjávarútveginn, skapi líf í dreifðum byggðum yfir sumartímann, skili betra mannlífi og hafi eingöngu haft jákvæð áhrif. Tímabundinn yfirdráttur Strandveiðarnar hófust 2009 og reru fyrstu bátarnir 28. júní. Fyrsta heila sumarið var 2010 og var þá leyft að veiða fjóra virka daga í viku í fjóra mánuði frá byrjun maí. Landinu var skipt í fjögur svæði og miðað við að veiðar yrðu stöðvaðar þegar hámarki hvers mánaðar væri náð á hverju svæði. Þar sem bátar voru flestir og aflabrögð best þurfti oft að stöðva veið- ar, einkum á vestursvæði frá Arn- arstapa til Súðavíkur. Þetta hafi skap- að mikla pressu að ná sem flestum róðrum framan af mánuði með yfirvof- andi stöðvun í huga. Með lagabreytingu 2018 hafi átt að tryggja tólf daga strandveiðar í hverjum mánuði. Í fyrra hafi það hins vegar gerst að heildarviðmiðun hafi verið náð 19. ágúst og þá hafi strand- veiðar verið stöðvaðar þannig að ekki nýttust sex mögulegir róðradagar. Heimildum var bætt við í þorski, en ekki nógu miklu til að þær dygðu út ágústmánuð. „Aðalbaráttumálið er að fá tryggingu fyrir því að heimilt verði að veiða tólf daga í hverjum mánuði. Núna er þakið tíu þúsund tonn, sem óvíst er að dugi í ár. Ég hef enga trú á öðru en bætt verði við í sumar og menn yrðu sáttir við kerfið ef þetta væri fyrirsjáanlegt,“ segir Örn. -En hvaðan á að taka viðbótina? „Þó að 2-3.000 tonnum af þorski verði bætt við til að tryggja veiðar í 48 daga skiptir það ekki nokkru máli í heildarmyndinni gagnvart stærð þorskstofnsins. Þær heimildir þarf ekki að taka af nokkrum manni og ekkert að því að líta á viðbótina sem tímabundinn yfirdrátt. Af 260 þúsund tonnum er 1% 2.600 tonn, annað eins hefur nú gerst í veiðistjórninni.“ Örn segir að fyrstu ár strandveið- anna hafi ýmislegt komið upp á sem búið sé að færa til betra vegar, m.a. hvað varðar meðferð afla. Tólf veiðidagar í mánuði verði tryggðir Strandveiðar 2009 til 2020 Þorskafli strandveiðibáta, tonn Fjöldi báta að strandveiðum 12.000 9.000 6.000 3.000 0 1.000 800 600 400 200 Heimild: Landssamband smábátaeigenda 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 554 675 594 685 630 621 741 649 548 759 664 669 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 3.396 5.042 7.095 7.420 7.368 7.749 7.643 8.555 9.313 9.070 9.170 10.738 Örn Pálsson Örn Pálsson áætlar að það kosti 8-12 milljónir króna að starta útgerð á strandveiðum. Þá miðar hann við þokkalegan bát, veiðarfæri og annan búnað og leyfisgjöld. Hann gagnrýnir að á strandveiðum þurfi að greiða 50 þúsund krónur í sérstakt bryggjugjald eða -skatt og sé þessi útgerðarflokur sá eini sem þurfi að greiða skattinn. Hann hafi verið lagður á á sínum tíma til að hafnirnar gætu búið sig undir að taka á móti miklum fjölda báta á strand- veiðum. Örn segir að farið hafi verið fram á að gjaldið verði lagt af enda sé fyrir löngu búið að greiða kostnað við undirbúninginn. Um 10 milljónir í startið BÁTUR OG VEIÐARFÆRI TIL STRANDVEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.