Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 4

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Um 5.500 manns voru bólusettir hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu í gær og 2.100 sýni voru tekin á Suðurlandsbrautinni. „Þetta var hörkudagur,“ sagði Óskar Reyk- dalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær voru aðallega bólusettir ein- staklingar 65 ára og eldri með undir- liggjandi sjúkdóma og í dag eru boð- aðir í bólusetningu þeir sem eru 65 ára og yngri með undirliggjandi sjúkdóma. Von er á álíka mörgum í bólusetningu og í gær. Byrjað er á þeim sem eru með erfiðustu sjúk- dómana. Í vikunni verða yfir 12.000 ein- staklingar bólusettir við Covid-19. 9.400 þeirra verða bólusettir með bóluefninu frá Pfizer og 2.600 ein- staklingar verða bólusettir með bóluefninu frá Moderna. Um helgina er svo áætlað að flytja bólusetningar yfir í stóra salinn í Laugardalshöll. „Og svo keyrum við stóran dag á miðvikudaginn, mjög stóran,“ sagði Óskar. Aðspurður sagði Óskar að um væri að ræða um 8.000-9.000 skammta. „En svo þarf náttúrlega allt að ganga upp svo þetta verði,“ sagði Óskar og bætti við: „Þetta er mjög spennandi, þetta er allt að koma.“ gunnhildursif@mbl.is Miklar annir í sýnatökum og bólusetningu - Yfir 12.000 einstaklingar bólusettir í vikunni Morgunblaðið/Eggert Bólusetning og sýnataka 5.500 einstaklingar voru bólusettir á höfuðborgarsvæðinu í gær. 2.100 fóru í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stjórnvöld áforma að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldursins fyrir 1. júlí, gangi bólusetningar- áætlun eftir. Kom þetta fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Hörpu í gær. Samkvæmt henni verða allir yfir 70 ára bólusettir fyrir 1. maí, allir yf- ir 60 ára fyrir 1. júní og loks allir yfir 16 ára fyrir 1. júlí. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ánægju- legt að góður gangur bólusetningar skili sér til landsmanna: „Þetta er verðskuldað fyrir fólkið hérlendis sem hefur staðið sig afar vel í bar- áttunni við faraldurinn hér á landi. Það er gott að sjá til sólar eftir svona langt tímabil, þar sem hefur reynt á marga þætti samfélagsins. Verkefn- ið framundan er brýnt eftir sem áð- ur en það er ánægjulegt að lands- menn geti brátt lifað eðlilegra lífi.“ Búast við stuðningi þingsins Hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í hertar aðgerðir á landa- mærunum og leggur heilbrigðisráð- herra frumvarp þess efnis fyrir þingið í dag en frumvarpinu var dreift til þingmanna í gærkvöld. Í því felst heimild til þess að skikka ferðamenn frá skilgreindum áhættusvæðum í sóttvarnahús og banna ónauðsynlegar ferðir til landsins frá skilgreindum áhættu- svæðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra býst við stuðningi þings- ins við frumvarpið: „Málið er auðvitað lagt fram í nafni ríkisstjórnarinnar. Þetta mál er þess eðlis að við væntum þess að það fái hraða og góða afgreiðslu í þinginu,“ segir Svandís. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra tók í sama streng og sagði frumvarpið lagt fram að vel ígrunduðu máli. Spurð hvort hún telji frumvarpið renna lagastoð undir aðgerðirnar sem lagst verður í á landamærunum sagði hún: „Ég held að það frumvarp sem við erum að leggja fram núna sé bara mjög skýrt. Og taki allan vafa al- gjörlega af. Ég held að það hafi stuðning þingsins og hef þar vænt- ingar um að þetta sé bara algjörlega vilji löggjafans.“ Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reyk- fjörð, nýsköpunar- og ferðamálaráð- herra, segir að ferðaþjónustan muni geta athafnað sig í sumar innan þeirra marka sem sóttvarnareglurn- ar setja. „Framgangur bólusetninga hér innanlands hefur auðvitað áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir hún í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er ekki langt síðan markaðir innan Evrópu fóru að mælast sterk- ari og fólk vildi fara fyrr af stað í ferðalög þar heldur en í Bandaríkj- unum. Það hefur snúist við. Banda- ríkin eru að taka við sér, ferðaviljinn er meiri og það hangir auðvitað sam- an við bólusetningar,“ segir hún. Icelandair hefur byrjað að sækja á erlenda markaði þar sem bólusetn- ing gengur vel, þar á meðal í Banda- ríkjunum en fyrirtækið hefur þegar hafið markaðssetningu á eldgosinu í Geldingadölum, með stórri auglýs- ingu á Times Square. Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjaland eru þau fjögur Evr- ópulönd sem eru með nýgengi smita yfir 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa og munu því hertar aðgerðir á landamærum beinast að þeim lönd- um miðað við smittölur í dag. Þann 1. júní mun ríkisstjórnin innleiða svæðisbundið áhættumat sem byggist á litakóðunarkerfi ESB en þangað til verða hertar aðgerðir á landamærunum í gildi, um leið og frumvarp þess efnis hefur verið samþykkt á Alþingi. Stefnt að afléttingu fyrir 1. júlí - Öllum takmörkunum aflétt um mitt ár, gangi áætlanir stjórnvalda eftir Tímabundnar hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum Heimild:Stjórnarráðið Dvöl í sóttkvíarhúsi Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1.000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sótt- kvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1.000 þá verði sótt- kvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir Dómsmálaráðherra fær heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá há-áhættusvæðum (nýgengi yfir 1.000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.m.k. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Morgunblaðið/Eggert Í Hörpu Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra og Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.