Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Um 5.500 manns voru bólusettir hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu í gær og 2.100 sýni voru tekin á Suðurlandsbrautinni. „Þetta var hörkudagur,“ sagði Óskar Reyk- dalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær voru aðallega bólusettir ein- staklingar 65 ára og eldri með undir- liggjandi sjúkdóma og í dag eru boð- aðir í bólusetningu þeir sem eru 65 ára og yngri með undirliggjandi sjúkdóma. Von er á álíka mörgum í bólusetningu og í gær. Byrjað er á þeim sem eru með erfiðustu sjúk- dómana. Í vikunni verða yfir 12.000 ein- staklingar bólusettir við Covid-19. 9.400 þeirra verða bólusettir með bóluefninu frá Pfizer og 2.600 ein- staklingar verða bólusettir með bóluefninu frá Moderna. Um helgina er svo áætlað að flytja bólusetningar yfir í stóra salinn í Laugardalshöll. „Og svo keyrum við stóran dag á miðvikudaginn, mjög stóran,“ sagði Óskar. Aðspurður sagði Óskar að um væri að ræða um 8.000-9.000 skammta. „En svo þarf náttúrlega allt að ganga upp svo þetta verði,“ sagði Óskar og bætti við: „Þetta er mjög spennandi, þetta er allt að koma.“ gunnhildursif@mbl.is Miklar annir í sýnatökum og bólusetningu - Yfir 12.000 einstaklingar bólusettir í vikunni Morgunblaðið/Eggert Bólusetning og sýnataka 5.500 einstaklingar voru bólusettir á höfuðborgarsvæðinu í gær. 2.100 fóru í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stjórnvöld áforma að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldursins fyrir 1. júlí, gangi bólusetningar- áætlun eftir. Kom þetta fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Hörpu í gær. Samkvæmt henni verða allir yfir 70 ára bólusettir fyrir 1. maí, allir yf- ir 60 ára fyrir 1. júní og loks allir yfir 16 ára fyrir 1. júlí. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ánægju- legt að góður gangur bólusetningar skili sér til landsmanna: „Þetta er verðskuldað fyrir fólkið hérlendis sem hefur staðið sig afar vel í bar- áttunni við faraldurinn hér á landi. Það er gott að sjá til sólar eftir svona langt tímabil, þar sem hefur reynt á marga þætti samfélagsins. Verkefn- ið framundan er brýnt eftir sem áð- ur en það er ánægjulegt að lands- menn geti brátt lifað eðlilegra lífi.“ Búast við stuðningi þingsins Hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðast í hertar aðgerðir á landa- mærunum og leggur heilbrigðisráð- herra frumvarp þess efnis fyrir þingið í dag en frumvarpinu var dreift til þingmanna í gærkvöld. Í því felst heimild til þess að skikka ferðamenn frá skilgreindum áhættusvæðum í sóttvarnahús og banna ónauðsynlegar ferðir til landsins frá skilgreindum áhættu- svæðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra býst við stuðningi þings- ins við frumvarpið: „Málið er auðvitað lagt fram í nafni ríkisstjórnarinnar. Þetta mál er þess eðlis að við væntum þess að það fái hraða og góða afgreiðslu í þinginu,“ segir Svandís. Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra tók í sama streng og sagði frumvarpið lagt fram að vel ígrunduðu máli. Spurð hvort hún telji frumvarpið renna lagastoð undir aðgerðirnar sem lagst verður í á landamærunum sagði hún: „Ég held að það frumvarp sem við erum að leggja fram núna sé bara mjög skýrt. Og taki allan vafa al- gjörlega af. Ég held að það hafi stuðning þingsins og hef þar vænt- ingar um að þetta sé bara algjörlega vilji löggjafans.“ Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reyk- fjörð, nýsköpunar- og ferðamálaráð- herra, segir að ferðaþjónustan muni geta athafnað sig í sumar innan þeirra marka sem sóttvarnareglurn- ar setja. „Framgangur bólusetninga hér innanlands hefur auðvitað áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir hún í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er ekki langt síðan markaðir innan Evrópu fóru að mælast sterk- ari og fólk vildi fara fyrr af stað í ferðalög þar heldur en í Bandaríkj- unum. Það hefur snúist við. Banda- ríkin eru að taka við sér, ferðaviljinn er meiri og það hangir auðvitað sam- an við bólusetningar,“ segir hún. Icelandair hefur byrjað að sækja á erlenda markaði þar sem bólusetn- ing gengur vel, þar á meðal í Banda- ríkjunum en fyrirtækið hefur þegar hafið markaðssetningu á eldgosinu í Geldingadölum, með stórri auglýs- ingu á Times Square. Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjaland eru þau fjögur Evr- ópulönd sem eru með nýgengi smita yfir 1.000 á hverja 100 þúsund íbúa og munu því hertar aðgerðir á landamærum beinast að þeim lönd- um miðað við smittölur í dag. Þann 1. júní mun ríkisstjórnin innleiða svæðisbundið áhættumat sem byggist á litakóðunarkerfi ESB en þangað til verða hertar aðgerðir á landamærunum í gildi, um leið og frumvarp þess efnis hefur verið samþykkt á Alþingi. Stefnt að afléttingu fyrir 1. júlí - Öllum takmörkunum aflétt um mitt ár, gangi áætlanir stjórnvalda eftir Tímabundnar hertar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum Heimild:Stjórnarráðið Dvöl í sóttkvíarhúsi Heimilt verður á tímabilinu 22. apríl til 30. júní að skylda farþega sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita er yfir tilteknum mörkum, þ.e. 1.000 nýsmit/100.000 íbúa, til að dveljast í sótt- kvíarhúsi. Ef nýsmit eru á bilinu 750-1.000 þá verði sótt- kvíarhús meginreglan en þó verði heimilt að veita undanþágu, t.d. ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Kveðið verður á um forsendur fyrir dvöl í sóttvarnahúsi í reglugerð heilbrigðisráðherra. Auknar ferðatakmarkanir Dómsmálaráðherra fær heimild til þess að leggja bann við ónauðsynlegum ferðum til og frá há-áhættusvæðum (nýgengi yfir 1.000/100.000) samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis. Óbreyttar reglur um vottorð og sýnatöku á landamærum til 1. júní Reglur um framvísun vottorða og um sýnatökur á landamærum verða óbreyttar a.m.k. til 1. júní. Þeir sem framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu skulu sæta einni sýnatöku á landamærunum og sæta reglum um sóttkví meðan beðið er niðurstöðu. Aðrir fara í tvöfalda sýnatöku og fimm daga sóttkví á milli. Morgunblaðið/Eggert Í Hörpu Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra og Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.