Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Barna-
stígvél
í miklu úrvali
Nýverið var birtur
ársreikningur Hafn-
arfjarðarbæjar fyrir
árið 2020. Í öllum
meginatriðum er
rekstrarniðurstaða
bæjarins mjög já-
kvæð og hefur fjár-
hagsstaða bæj-
arfélagsins ekki verið
traustari í áratugi.
Agi í fjármálum auk
aðhalds og festu í stjórnun bæj-
arins skilar þessum góða árangri.
Rekstrarafkoma var jákvæð um
2,3 milljarða króna fyrir A- og B-
hluta á árinu 2020. Fyrir A-hluta
var afkoman jákvæð um 1,6 millj-
arða króna. Það sem mestu máli
skiptir fyrir framtíðarrekstur
Hafnarfjarðar er að skuldaviðmið
bæjarsjóðs hélt áfram að lækka.
Skuldaviðmiðið svokallaða er sam-
ræmdur mælikvarði sem settur
var upp af ríkinu til að bera sam-
an og meta fjárhagslegt heilbrigði
sveitarfélaga, ef svo mætti að orði
komast.
Heilbrigðari skuldastaða
Skuldaviðmið Hafnarfjarð-
arbæjar hefur verið að lækka
jafnt og þétt síðastliðinn áratug og
var 101% í árslok 2020. Þessa já-
kvæðu þróun má sjá á súluritinu.
Þess má geta að fari skuldaviðmið
sveitarfélags yfir 150% kallar það
á afskipti og aðhald
frá samgöngu- og
sveitarstjórnarráðu-
neytinu, samkvæmt
reglugerð um fjár-
hagsleg viðmið og eft-
irlit með fjármálum
sveitarfélaga. Því
lægra sem skulda-
viðmiðið er hjá sveit-
arfélagi, því meira er
afgangs til fram-
kvæmda og til að
mæta sveiflum í hag-
kerfinu.
Hafnarfjörður hefur, líkt og öll
önnur sveitarfélög landsins, þurft
að glíma við óvænt áföll og óvissu
í rekstrinum vegna afleiðinga Co-
vid-19-faraldursins. Við því var
brugðist, meðal annars með því að
selja 15% hlut bæjarins í HS Veit-
um. Sú sala var bæði mjög vel
heppnuð og tímasett. Afraksturinn
styrkir fjárhagslega stöðu Hafn-
arfjarðarbæjar verulega og má í
raun segja að hann verji bæinn að
fullu fyrir högginu af heimsfar-
aldrinum. Þess vegna getur bæj-
arfélagið haldið áfram að greiða
niður lán og byggja upp innviði og
viðhaldið háu þjónustustigi við
íbúa.
Bjart fram undan
Á síðasta ári og fyrstu mánuði
þessa árs hefur eftirspurn eftir
lóðum aukist mjög í nýjum hverf-
um bæjarins. Uppbygging þar er
nú í fullum gangi og tilbúnar íbúð-
ir seljast hratt. Kröftug lóðaút-
hlutun mun skila sér í fjölda nýrra
íbúða á næstu mánuðum og miss-
erum og vonandi draga úr þeirri
spennu sem er á fasteignamark-
aðinum í Hafnarfirði sem og í ná-
grannasveitarfélögunum. Í fram-
haldinu mun bæjarbúum fjölga
umtalsvert og nýtast þá enn betur
þær miklu fjárfestingar sem sveit-
arfélagið hefur þegar lagt í, til
dæmis í uppbyggingu leik- og
grunnskóla. Auk lóðaúthlutana í
nýjum hverfum er einnig verið að
þétta byggð og fjölga þar með val-
möguleikum til búsetu í bænum.
Uppbyggingin mun skila sér í enn
traustari fjárhagsstöðu sveitarfé-
lagsins og gera okkur betur kleift
að sækja fram á komandi árum.
Þótt enn sjái ekki fyrir endann
á efnahagslegum afleiðingum
heimsfaraldursins þá skiptir miklu
máli að geta snúið vörn í sókn.
Það getum við og það munum við
gera í Hafnarfirði.
Eftir Rósu
Guðbjartsdóttur
» Í öllum meginatrið-
um er rekstrarnið-
urstaða bæjarins mjög
jákvæð og hefur fjár-
hagsstaða bæjarfélags-
ins ekki verið traustari í
áratugi.
Rósa Guðbjartsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar.
Uppgangur í Hafnarfirði
Vigdís Häsler, nýr
framkvæmdastjóri
Bændasamtakanna,
kveður sér hljóðs í
Morgunblaðinu 9.
apríl sl. með grein-
inni Keðjuábyrgð
neytandans. Þar fær-
ir nýi framkvæmda-
stjórinn fram gömul
rök bænda fyrir
óbreyttu
landbúnaðarkerfi í stað þess að
velta upp mögulegri nýrri land-
búnaðarstefnu sem bæti stöðu
bænda og neytenda.
Hér eru helstu fullyrðingar Vig-
dísar feitletraðar og viðbrögð und-
ir.
1. Tollar eru lagðir á fleiri vöru-
flokka en eingöngu innfluttar
landbúnaðarvörur.
Flestar vörur aðrar en landbún-
aðarvörur eru tolllausar inn til Ís-
lands. Evrópulöndin leggja al-
mennt ekki tolla á matvæli sín á
milli en það gera þó EES-löndin
Ísland, Noregur og Sviss.
Hér hefur landbúnaðarráðu-
neytið meira að segja haft rangt
við gagnvart neytendum með því
að bjóða upp þá takmörkuðu toll-
kvóta sem EES-samstarfið gerir
ráð fyrir, til að hækka mat-
vælaverð til neytenda í þágu
bænda og vinnslustöðva. Noregur
leggur á svipaða matartolla og við,
en Sviss minna. Samt er innbyggð
fjarlægðarvernd fólgin í staðsetn-
ingu og stærð landsins miðað við
fólksfjölda.
Matartollar hækka verð á kjöti
og mjólkurafurðum um nálægt
35% að jafnaði. Það gerir um
120.000 kr. á mann á ári. Fátæka
neytendur munar um það og það
kemur niður á heilsu fólks.
2. Það hlýtur að vera eðlileg
krafa landsmanna að innfluttar
vörur séu af sömu gæðum og inn-
lend framleiðsla …
Fyrir utan eðlilegt matvælaeft-
irlit eiga landsmenn rétt á að velja
sínar neysluvörur sjálfir. Neyt-
endur treysta íslenskum bændum
og bændur ættu að sama skapi að
treysta vali íslenskra neytenda í
stað þess að reyna að fá stjórn-
völd til að stýra því með of-
urtollum.
3. [Með því að flytja inn mat-
væli er verið] að styðja við lága
staðla í umhverfismálum, hrein-
læti, dýravelferð …
Er betra að veifa röngu tré en
engu? Okkar landbúnaður er
ábyrgur fyrir rúmlega 70% af los-
un gróðurhúsalofttegunda þegar
landnotkun er meðtalin eins og má
kynna sér á vefjum votlendissjóðs,
Umhverfisstofnunar, umhverfis-
ráðuneytisins og víðar. Ekkert
bendir til þess að dýravelferð sé
betur sinnt hér en í nágrannalönd-
unum nema síður sé.
4. … landbúnaður […] skiptir
sköpum fyrir samfélagið í
tengslum við lýðheilsu, menn-
ingu, efnahag og byggðaþróun
Það sem skiptir sköpum er að
við séum öflug í aðgerðum okkar
til að bæta þessa þætti með bestu
aðferðum, ekki endilega (úreltum)
landbúnaðaraðferðum. Það er
margt í boði og rétt
að verja kröftunum í
það sem vænlegast er.
Við stöndum öll
frammi fyrir áskor-
unum, ekki bara
bændur. Landbún-
aðurinn þarf að breyt-
ast mikið. Hann er
mjög mengandi og
kostar almenning mik-
ið. Við þurfum að
draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda og
verja því fé sem varið er til lands-
byggðarinnar vel. Matvælafram-
leiðsla þarf að aðlagast breyti-
legum smekk og eftirspurn. Það
er kominn ljósleiðari víða um land.
Störf eru mörg óháð staðsetningu.
Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein.
Ferðaþjónusta fer vaxandi víða
um land þegar Covid verður að
baki. Það þarf að losa landbún-
aðinn úr núverandi viðjum.
5. … það á að skipta neytand-
ann máli hvernig matvæli eru
framleidd og hvernig þeim er
dreift …
Auðvitað skiptir uppruni mat-
væla máli. Það að neyta innfluttra
matvæla er ekki endilega slæmt
fyrir umhverfið eða samfélagið.
Þannig er kolefnisspor kjöts sem
framleitt er hér yfirleitt hærra en
af sambærilegu innfluttu kjöti af
því að við þurfum að flytja svo inn
fóður og önnur aðföng. Við þurf-
um að endurheimta votlendi. Veg-
anfæða verður æ vinsælli og fleira
mætti telja.
Betri landbúnaður
Við styrkjum okkar landbúnað í
grófum dráttum um þrisvar sinn-
um meira en að meðaltali í Evr-
ópu og um fimm sinnum meira en
gert er í BNA eins og fólk getur
kynnt sér meðal annars hjá
OECD, sjá hlekk hér neðar.
Við eigum að halda áfram að
styðja landbúnaðinn verulega en
uppfæra aðferðirnar. Við eigum að
lækka matarverð um 120.000 kr. á
mann á ári, með því að fella niður
tollverndina gagnvart Evrópu.
Taka um leið upp fastar grunn-
greiðslur til bænda óháð búgrein.
Látum svo markaðinn að öðru
leyti um að stýra þróuninni yfir í
framlegðarmeiri afurðir. Fá má
góðar fyrirmyndir fyrir þessu í
Evrópu.
Vonandi skoðar nýr fram-
kvæmdastjóri Bændasamtakanna,
Vigdís Häsler, aðrar leiðir út úr
vanda landbúnaðarins en bara að
krefja neytendur og skattgreið-
endur um meiri stuðning við
gamla, úrelta, óumhverfisvæna
kerfið. Það er löngu tímabært að
móta nútímalega landbúnaðar-
stefnu.
Sjá https://betrilandbunadur.wor-
dpress.com/
Keðjuábyrgð
Bændasamtakanna
Eftir Guðjón
Sigurbjartsson
Guðjón Sigurbjartsson
» Við eigum að halda
áfram að styðja
landbúnaðinn verulega
en uppfæra þarf aðferð-
irnar.
Höfundur er viðskiptafræðingur í
stjórn Neytendasamtakanna.
Eitt vorið, þegar ég
átti heima í Zürich, fór
fram mikil rannsókn á
götum sem þóttu
óeðlilega mikið slitnar.
Vegsnið voru mæld
um alla borgina. Alls
staðar var mikið slit
miðað við fyrri ár.
Rannsókn á stein-
efnum og bindiefnum
malbiks leiddi í ljós að
gæðin voru í lagi. Næsta vor stað-
festu mælingar áfram óeðlilega
mikið slit. Það var ráðgáta, þar til
kom í ljós að ástæðan var augljós:
Nagladekkin.
Svissarar bönnuðu strax nagla-
dekk í öllu Sviss. Einföld lausn, sem
virkaði strax. Sama ættum við að
gera. Við getum það alveg eins og
Sviss með alla sína fjallvegi í Ölp-
unum. Minnisstætt frá vetrinum á
eftir eru sjónvarpsskot sem sýndu
skíðatúrista naglhreinsa bíla sína á
landamærunum.
Í Sviss greiðir almenningur ekki
fyrir sérþarfir annarra
með sköttum og því
var auðvelt að banna
nagladekkin. Það kost-
ar að malbika og í
Sviss eru vegir malbik-
aðir á margra ára
fresti og ekki annað
hvert ár, eins og sums
staðar.
Bannið hafði ekkert
að gera með svifryk. Í
Sviss er ekki svifryk,
því vegir eru hannaðir
með réttum halla fyrir
regnvatnið að renna í niðurföllin.
Rigningar sjá að mestu um þvott-
inn, en þess á milli eru götur spúl-
aðar og bununni beint í niðurföllin.
Hjá okkur rennur regnvatnið eft-
ir hjólförum í malbikinu og nær
ekki í niðurföllin. Þetta getur hver
og einn skoðað við keyrslu um bæ-
inn í rigningu. Þannig skemmir
vatnið götur borgarinnar um leið og
umferðin hefur myndað hjólför.
Stórir trukkar og strætó skemma
mest og þyrla upp mestu svifryki.
Svifrykið hjá okkur er aðallega
vegna þess að götur eru lítið eða
ekki þvegnar. Við erum laus við
rykið á meðan vegir eru blautir, en
svo gýs það upp um leið og þornar.
Það þarf ekki mikil vísindi til að
sanna að með lækkun hámarks-
hraða úr 50 í 30 km/klst minnkar
svifryk. Það réttlætir samt ekki
lækkun hraðans, sé dæmið skoðað
til enda. Lækkunin er það vitlaus-
asta sem ég hefi séð koma frá borg-
arskipulaginu að mörgu öðru ólöst-
uðu; nú seinast tugmiljarða láni í
þeim tilgangi að halda borginni
grænni. Hvað verður það næst?
Áætlað er að umferðartafir kosti
15 milljarða á ári. Þær munu snar-
aukast við lækkun hraðans og fara
stigvaxandi ár frá ári. Það verður
komið algjört kaos löngu áður en
borgarlínan (sem öllu átti að redda)
verður tekin í notkun. Kostnaður
borgarlínu var áætlaður að stærð-
argráðu 100 milljarðar, en gæti orð-
ið tvöfalt meiri, ef að líkum lætur.
Framtíð komandi kynslóða
Reykjavíkur er ekki björt með
þetta allt í arf og það á sama tíma
og fyrirtæki flýja borgina.
Eftir Sigurð
Oddsson » Lækkunin er það vit-
lausasta sem ég hefi
séð frá borgarskipulag-
inu að mörgu öðru ólöst-
uðu; nú seinast tugmillj-
arða láni til að halda
borginni grænni.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur og eldri
borgari.
Svifryk og umferðarhraði
Allt um sjávarútveg