Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 31
Pakistanska þjóðþingið frestaði í
gær umræðu til næsta föstudags
um það hvort ríkisstjórninni bæri
að vísa sendiherra Frakklands úr
landi. Umræðan kemur í kjölfar
fjölmennra óeirða í landinu á veg-
um stjórnmálaflokksins Tehreek-
i-Labbaik Pakistan, TLP, en for-
svarsmenn hans höfðu hótað frek-
ari óeirðum ef ekki yrði orðið við
kröfum þeirra. Tillagan, verði
hún samþykkt, er hins vegar ekki
bindandi fyrir ríkisstjórnina.
Barátta TLP fyrir brottvísun
sendiherrans hófst á síðasta ári
þegar Emmanuel Macron Frakk-
landsforseti varði rétt franska
skoptímaritsins Charlie Hebdo til
að endurbirta umdeildar teikn-
ingar sínar af Múhameð spá-
manni.
AFP
Ræða brott-
vísun sendi-
herrans
www.danco.is
Heildsöludreifing
Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
Sápudæla
Glær 18 cm
Speglabakki 35 cm Gold
Kerti snúin
4 stk. 20 cm.
Gorilla BLK 36 cm.
Upptakari
Ananas
Gold 10 cm.
g
25x10 cm.
Hilla Blk 100x35x75 cm.
Kertastj.CIRCLE 30 cm.
3 stk. sett
Strá Aubergine 2 teg. 130 cm
B
4
óndarós
Bleik
1x57 cm
Plöntustatíf
Fiskur ull
Bekkur Flauel 100x50x42 cm.
Glerborðasett 45x45x50 cm.
FRÉTTIR 31Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Armin Laschet, formaður Kristi-
legra demókrata, CDU, var í gær
útnefndur kanslaraefni flokka-
bandalags kristilegu flokkanna í
Þýskalandi eftir að Markus Söder,
formaður bæverska systurflokksins
CSU, ákvað að draga framboð sitt
til baka. Kallaði Laschet eftir ein-
ingu í aðdraganda næstu þingkosn-
inga í september, en Angela Merkel
mun þá láta af embætti kanslara
eftir 16 ára setu þar.
Baráttan milli Laschet og Söder
um útnefningu bandalagsins var
hörð og töluðu þýskir fjölmiðlar um
hatrömustu innanflokksdeilur
kristilegra í fjörutíu ár.
Söder taldi sig eiga tilkall til út-
nefningar bandalagsins, þar sem
kannanir sýna að hann nýtur mun
meiri vinsælda meðal þýsks al-
mennings en Laschet og einnig
meiri stuðnings meðal þingmanna
flokkanna tveggja á þýska sam-
bandsþinginu. Hann dró sig hins
vegar í hlé eftir að framkvæmda-
stjórn CDU kaus að styðja Laschet
í atkvæðagreiðslu, sem ekki var lok-
ið fyrr en eftir miðnætti í fyrrinótt.
Laschet lagði áherslu á að flokk-
arnir tveir stilltu saman strengi
sína fyrir kosningabaráttuna í
haust. „CDU getur ekki unnið kosn-
ingarnar án CSU og öfugt,“ sagði
Laschet, en hann er forsætisráð-
herra í Norðurrín-Vestfalíu, sem er
fjölmennasta sambandslandið í
Þýskalandi.
Söder virtist einnig fús til þess að
bera klæði á vopnin, og óskaði hann
Laschet velgengni í kosningabar-
áttunni. Sagði Söder að CSU myndi
styðja óhikað við bakið á honum.
Laschet hét á móti að Söder myndi
gegna „mikilvægu hlutverki í fram-
tíð Þýskalands“.
Vanur hrakfallaspám
Það loforð er ekki síst tilkomið
vegna þess að kannanir benda til
þess að Söder sé nú vinsælasti
stjórnmálamaður Þýskalands, vin-
sælli en Merkel sjálf, en Laschet
vermdi þar 12. sætið. Hinn sextugi
Laschet er hins vegar vanur því að
sigrast á hrakfallaspám.
Árið 2017 náði hann að leiða CDU
til sigurs í Norðurrín-Vestfalíu í
sambandskosningum, en sam-
bandslandið hafði þá verið vígi Sósí-
aldemókrataflokksins SPD til
margra ára.
Óvíst er hvort Laschet geti end-
urtekið þann óvænta árangur í
september, en kannanir benda til
þess að kristilegu flokkarnir njóti
nú um 27% fylgis, en Græningjar
hafa verið að nálgast þá jafnt og
þétt. Þeir njóta nú um 23% fylgis í
könnunum, og útnefndi flokkurinn
því í fyrsta sinn kanslaraefni í vik-
unni, hina fertugu Önnulenu Baer-
bock. Gekk sú útnefning snurðu-
laust fyrir sig miðað við baráttuna
milli Söders og Laschets.
Laschet hreppir hnossið
- Söder dregur framboð sitt til baka - Laschet mun óvinsælli meðal almennings
- Kallar eftir einingu kristilegu flokkanna - CDU/CSU með nauma forystu
AFP
Kanslaraefni Laschet var kátur
eftir að útnefningin var í höfn.
Lögfræðingar
stjórnarandstæð-
ingsins Alexeis
Navalní sögðu í
gær að ástand
hans væri ekki
gott, og að hann
fengi enga lækn-
isaðstoð í fang-
elsissjúkrahús-
inu þar sem
Navalní dvelur nú.
Sagði Olga Mikhailova, annar
lögfræðinga Navalnís, að hann ætti
í erfiðleikum með að setjast upp og
starfsfólk sjúkrahússins væri ekki
vanda sínum vaxið, þar sem það
hefði varla náð að setja upp æða-
legg. Krefjast lögfræðingarnir þess
að Navalní verði fluttur á sjúkrahús
í Moskvuborg.
Segja Navalní ekki
undir læknishendi
Alexei Navalní
RÚSSLAND
Tilkynnt var í
gær að Idriss
Déby Itno, sem
ríkt hefur sem
forseti Tsjad
undanfarna þrjá
áratugi, hefði
látist af sárum
sínum eftir orr-
ustu við upp-
reisnarmenn í
norðurhluta landsins um helgina.
Ákvað herinn í kjölfar andlátsins að
leysa upp þing landsins og setti á
útgöngubann. Sonur Débys, hers-
höfðinginn Mahamat Idriss, var í
gær settur yfir herforingjaráð sem
mun stjórna landinu, en herinn hét
því í gær að lýðræðislegar kosn-
ingar myndu fara fram eftir 18
mánuði. Hafa uppreisnarmenn þeg-
ar hafnað útnefningu Mahamats, og
hyggjast þeir steypa honum af stóli.
Déby hafði nýlega hlotið endur-
kjör sem forseti með um 80% gildra
atkvæða, en stjórnarandstaðan
sniðgekk kosningarnar að mestu.
Déby var herforingi áður en hann
rændi völdum í desember 1990 og
mun hann hafa stýrt aðgerðum
hersins sjálfur um helgina þegar
hann særðist til ólífis.
Forseti féll í orrustu
og þingið leyst upp
Idriss Déby Itno
TSJAD
Lyfjastofnun Evrópu, EMA, lýsti
því yfir í gær að hún hefði fundið
„möguleg tengsl“ á milli bóluefnis
Johnson & Johnson gegn kórónu-
veirunni og sjaldgæfs kvilla sem or-
sakað getur blóðtappa. Sagði stofn-
unin þó að kostir þess að nota
bóluefnið væru meiri en áhættan
sem fylgdi því að smitast af kórónu-
veirunni.
Byggðist álit stofnunarinnar á
könnun þess á átta tilfellum í Banda-
ríkjunum, þar af var eitt banvænt,
en þar hafa tæplega 7 milljónir
manna fengið efnið. Bóluefni John-
son & Johnson er annað bóluefnið
gegn kórónuveirunni sem tengt er
mögulegri blóðtappamyndun á eftir
bóluefni AstraZeneca, en bæði efnin
treysta á svonefndar adenóveirur til
þess að örva mótefnasvar líkamans.
Emer Cooke, forstjóri EMA, lagði
áherslu á það að fjöldi tilfella væri
agnarsmár, en að engu að síður væri
mikilvægt að bæði læknar og sjúk-
lingar vissu af áhættuþáttunum, svo
að þeir gætu fylgst með og gripið
inn í ef þeir yrðu varir við aukaverk-
anir af völdum efnisins.
Í öllum tilfellunum átta var um
fólk að ræða undir sextugu og var
meirihluti þeirra konur. Þá lýsti
aukaverkunin sér í mikilli fækkun
svonefndra blóðkorna, sem stuðla að
storknun blóðs.
Cooke sagði að stofnunin væri
einnig að kanna hvort svipaðar
aukaverkanir mætti finna í rúss-
neska bóluefninu Spútník 5, en það
treystir einnig á adenóveirur. Hann
tók þó fram að engin tilfelli blóð-
tappa hefðu komið upp við notkun
þess til þessa.
Möguleg tengsl
við blóðtappa
- EMA segir
kostina meiri en
áhættuna
AFP
Bólusetning EMA segir kosti bólu-
efnisins vega þyngra en áhættuna.