Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 49
DÆGRADVÖL 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | kristin@run.is | www.eddaehf.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Gleðilegt
sumar
þannig að ég er alltaf eitthvað að
stússa og svo er líka stutt á golf-
völlinn í Öndverðarnesi.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigurðar er Ingibjörg
J. Eiríksdóttir, f. 6.5. 1962, hjúkr-
unarfræðingur. Þau búa í Bakka-
hverfi í Breiðholti. Foreldrar Ingi-
bjargar voru hjónin Eiríkur
Ásgeirsson, f. 7.11. 1933, d. 15.3.
2014, vélvirki, og Guðný Þorvalds-
dóttir, f. 24.1. 1929, d. 20.1. 2010,
húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík.
Börn Sigurðar og Ingibjargar
eru: 1) Hildur Björk, f. 11.6. 1986 í
Kaupmannahöfn, hjúkrunarfræð-
ingur, býr í Reykjavík. Sambýlis-
maður: Vilmar Freyr Sævarsson, f.
17.9. 1981, lögfræðingur. Börn
þeirra eru Aron Mikael, f. 26.1.
2011; Aníta Eir, f. 28.11. 2014;
Andrea Vigdís, f. 27.2. 2020; 2)
Anna Guðný, f. 24.12. 1991, við-
skiptafræðingur, býr í Hafnarfirði.
Sambýlismaður: Theodór Ingi
Pálmason, f. 26.4. 1987, löggiltur
endurskoðandi. Dóttir Theodórs er
Ásdís Inga, f. 2010; 3) Eyrún Inga,
f. 4.5. 1999, nemi í hagfræði við HÍ,
býr í Reykjavík. Unnusti: Adam
Bæhrenz Björgvinsson, f. 13.4.
1998, nemi.
Systkini Sigurðar: Hjálmur
Sigurjón Sigurðsson, f. 17.8. 1949,
d. 2.3. 2006, viðskiptafræðingur,
bjó í Reyjavík; Steinunn Sigurð-
ardóttir, f. 3.4. 1951, hjúkrunar-
fræðingur, fv. hjúkrunarforstjóri,
býr á Akranesi; Ragnar Sigurðs-
son, f: 4.10. 1954, prófessor í
stærðfræði við HÍ; Reynir Sigurðs-
son, f. 23.8. 1963, rafmagnsverk-
fræðingur, framkvæmdastjóri
Borealis Alliance, býr í Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar: Hjónin Sig-
urður Sigurjónsson, f. 22.10. 1925,
d. 10.9. 2011, rafvirkjameistari og
starfaði hjá Teiknistofu Sambands-
ins og síðar Nýju Teiknistofunni,
og Guðbjörg Hjálmsdóttir, f. 19.6.
1927, húsmóðir ásamt því að vinna
ýmis verslunarstörf. Þau bjuggu
lengstum í Teigagerði 12 í Reykja-
vík. Guðbjörg býr nú í Árskógum
10 í Reykjavík.
Sigurður Sigurðsson
Guðbjörg Ólafsdóttir
húsfreyja á Sleggjulæk í Stafholtstungum
Guðmundur Kristjánsson
bóndi á Sleggjulæk
Steinunn Guðmundsdóttir
húsfreyja á Hofsstöðum
Hjálmur Þorsteinsson
bóndi á Hofsstöðum í Stafholtstungum
Guðbjörg Hjálmsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Elín Jónsdóttir
húsfreyja í Örnólfsdal
Þorsteinn Hjálmsson
bóndi í Örnólfsdal í Þverárhlíð
Sigríður Ólafsdóttir
húsfreyja í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum
Ólafur Ólafsson
bóndi í Eyvindarholti
Ragnhildur Ólafsdóttir
húsfreyja í Miðskála og Reykjavík
Sigurjón Sigurðsson
bóndi í Mið-Skála undir Eyjafjöllum,
síðar verkamaður í Reykjavík
Guðrún Auðunsdóttir
húsfreyja á Núpi
Sigurður Ólafsson
bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum
Úr frændgarði Sigurðar Sigurðssonar
Sigurður Sigurjónsson
rafvirkjameistari í Reykjavík
„ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HANN HAFI
EKKI KOMIST AÐ NIÐURSTÖÐU.“
„ÞÚ GETUR UNNIÐ ÞÉR INN 100 ÞÚSUND
EF ÞÚ VINNUR HVÍLDARLAUST Í 168
KLUKKUSTUNDIR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera enn
jafnskotin í hvort öðru
eftir öll árin saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KOMINN TÍMI Á
MIÐNÆTURSNARL!
KLUKKAN ER NÍU
UM MORGUN
HEI, ÞAÐ ER MIÐ-
NÆTTI EINHVERS
STAÐAR
GÓÐUR
PUNKTUR!
HERLÆKNIRINNOKKAR FINNST
EKKI! KANN EINHVER HÉR
SKYNDIHJÁLP?
ÉG HEFOFT ÁÐUR
KYSST Á BÁGTIÐ!
Móðir mín átti bókina „Vestanum haf, – ljóð, leikrit, sögur og
ritgerðir eftir Íslendinga í Vest-
urheimi“, útgefin 1930. Þessi bók
hefur alltaf verið mér kær og þess
vegna greip ég hana þegar ég leit yf-
ir bókaskápinn. Sigurbjörn Jóhanns-
son frá Fótskinni orti ferðbúinn til
Vesturheims:
Fyrr ég aldrei fann, hvað hörð
fátækt orkað getur.
Hún frá minni móðurjörð
mig í útlegð setur.
Eftir hálfrar aldar töf,
ónýtt starf og mæði,
leita eg mér nú loks að gröf
langt frá ættar svæði.
Kristinn Stefánsson orti 58 ára:
Dags þó hvörfin sjái’ ég senn,
samt mér þykir gaman:
Karl og drengur í mér enn
eiga leika saman.
Jón Runólfsson kallar þetta erindi
„Aumingja Stjönu“:
Aumingja Stjana,
aumka ég hana,
að eiga ’ann svo veilan og vælinn.
Alvaldur kæri,
áttu’ ekki snæri
að hengja helvítis þrælinn.
„Sá ráðríki“ er yfirskrift þessarar
vísu Káins:
Af langri reynslu lært ég þetta hef:
að láta drottin ráða meðan ég sef.
En þegar ég vaki þá vil ég sjálfur ráða
og þykist geta ráðið fyrir báða.
Káinn orti „Minni mjólkurmanna
1883“, 15 erindi. Faðir minn hafði
mjög gaman af einu þeirra og
kenndi mér ungum um leið og hann
spurði mig hvernig ég skildi botn-
inn; hvort Káinn óskaði mjólkur-
mönnum mjólkurleysis eða ekki:
Vorri kæru fósturfoldu
þeir fagran minnisvarða reisi.
Bresti þá aldrei neitt af neinu
nema skort á mjólkurleysi.
Einar Sigfússon yrkir „Á efsta
degi 19.4. 21“:
Predikun siða sumum ei ferst,
segja um hvað gildi á efsta degi.
Sagt er að fólkið syrgi oft mest
syndirnar er það drýgði eigi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gluggað í
vesturheimsk skáld