Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 ✝ Erla Hauks- dóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1947. Hún lést á Landspítalanum við Fossvog 12. apríl 2021. For- eldrar hennar voru Haukur Magn- ússon, f. 8. janúar 1922, d. 12. janúar 1995, og Sigur- björg Ottesen, f. 25. maí 1924, d. 29. apríl 2011. Bræður Erlu eru: Pétur Hauks- son, f. 1945, maki Halldóra Árnadóttir, látin. Þau skildu; Örn Hauksson, tvíburabróðir Erlu, f. 1947, maki Kara Jó- hannesdóttir. Bræður Erlu sam- feðra eru: Kevin Hauksson, f. 1962, og Omar Magnusson, f. 1968. Erla eignaðist einn son, Sig- urbjörn Orra, f. 1. september hjá ættingjum á Ytra-Hólmi þar sem hún undi hag sínum vel. Erla var einn vetur á heima- vist í Reykjanesskóla í Ísafjarð- ardjúpi ásamt tvíburabróður sínum. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík og að skólagöngu lokinni flutti hún ásamt vinkonum sínum til Dan- merkur þar sem hún vann m.a. við hótelræstingar. Eftir að hún flutti aftur til Ís- lands fór að bera á andlegum veikindum hjá Erlu sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar. Hún starfaði við ým- islegt, meðal annars ræstingar, í býtibúri Landspítalans, barna- gæslu og við blaðaútburð. Árið 1985 flutti Erla með son sinn til móður sinnar á Laug- arnesveg. Þar bjó hún til 1996 er hún flutti ásamt syni sínum í Iðufell. Síðustu árin bjó hún í Kríuhólum 2. Útför Erlu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 21. apríl 2021, og hefst athöfnin klukkan 13.00. 1978. Barnsfaðir er Úlfar Aðal- steinsson. Eigin- kona Sigurbjörns Orra er Brynhildur Steindórsdóttir, f. 2. júlí 1974. Dætur þeirra eru Arna Sól, f. 26. júlí 2006, og Brynja Sól, f. 7. ágúst 2009. Erla fæddist í Reykjavík og bjó þar til tveggja ára aldurs. Þá flutti hún á Ytra-Hólm í Innri- Akraneshreppi með móður sinni og bræðrum og bjó til sjö ára aldurs. Flutti þá á Akranes þar sem hún bjó til níu ára ald- urs en flutti þá með móður sinni og tvíburabróður á Skóga þar sem móðir hennar gerðist ráðs- kona í Skógaskóla. Ellefu ára flutti hún ásamt móður sinni til Reykjavíkur. Á sumrin var Erla Kæra mamma. Ég kveð þig nú með söknuði. Líf þitt var alls ekki neinn dans á rósum þar sem þú glímdir við andleg veikindi stóran hluta þess. Síðastliðin ár fór einn- ig að bera meira á líkamlegum veikindum. Þegar ég var að alast upp varst þú oft mikið veik. Því get ég í raun ekki sagt að ég eigi margar góðar minningar frá uppvaxtarárum mínum. Það var ekki margt sem ég gat deilt með þér vegna þinna veikinda. Þú varst samt með hjarta úr gulli og máttir ekkert aumt sjá. Þú vildir alltaf gera þitt besta. Þú hafðir mikið samband við mig í gegnum árin þrátt fyrir að ég hafi ekki alltaf endurgoldið í sömu mynt. Árið 2001 urðu ákveðin straum- hvörf í þínu lífi þar sem í einni nið- ursveiflunni ákvaðst þú að hætta að taka öll lyf, m.a. blóðþrýstings- lyf. Það varð til þess að augnbotn- ar þínir og nýrnahettur skemmd- ust. Þetta er í eina skiptið sem ég man efir að þú yrðir virkilega hrædd. Enda varstu þarna orðin lögblind og með skerta nýrna- starfsemi. Þrátt fyrir þetta vor- kenndir þú þér aldrei og þrjósk- aðist við. Þú lést þetta aldrei há þér neitt sérstaklega eða ekki fyrr en líkaminn fór að setja þér veru- legar skorður. Árið 2006 kom eldri dóttir mín í heiminn. Upp frá þeim degi fórst þú að ná meiri takti við lífið. Þú varðst staðfastari í að taka inn geðlyfin og fórst að ná betri and- legum bata. Það sorglega var samt að þá varstu búin að fara svo illa með þig að líkaminn var farinn að gefa sig. Því gastu ekki notið þess eins og óskandi hefði verið. Þú náðir þó góðu sambandi við dætur mínar og var verulega fal- legt að sjá hvað þið voruð góðar hver við aðra. Þegar ég fer nú yfir lífshlaup þitt má með sanni segja að Ytri- Hólmur hafi verið þitt athvarf og festa á uppvaxtarárunum. Þar veit ég að þér leið vel í faðmi ömmu þinnar og afa, bræðra og frændfólks. Örn (Össi) bróðir þinn hefur staðið sem klettur í gegnum þitt líf og veikindi. Hann hefur ekki bara hugsað um þig heldur líka mig og gert umtalsvert meir en flestir hefðu gert eftir að þín and- legu veikindi fóru að ná á þér fast- ari tökum. Svo seinna kom Kara konan hans inn sem einnig reynd- ist þér vel. Fyrrverandi mágkona þín, Dóra, sem lést fyrir aldur fram, var þér ákaflega góð. Fyrir það er ég ótrúlega þakklátur og ég veit að þú varst það líka þrátt fyrir að hafa kannski ekki mörg orð um það. Ég er þakklátur öllum þeim sem reynst hafa móður minni vel. Það er fjöldinn allur af heilbrigð- isstarfsfólki sem sumt sem hefur teygt sig töluvert lengra en skylda þeirra sagði til um. Ég vil þakka þér mamma mín fyrir það sem þú veittir mér. Þú gafst mér ákveðið æðruleysi og skilning á fjölbreytileika mann- legs eðlis og trú á hið góða sama hvað bjátar á. Ég veit að þér líður betur núna og hefur kvatt þá djöfla sem hafa fylgt þér í gegnum árin. Þú hefur nú loks fengið hvíldina. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þinn sonur, Sigurbjörn Orri. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína. Ég kynntist Orra mínum fyrir 20 árum og tók Erla mér opnum örmum í þeirra litlu fjölskyldu. Þar var öðruvísi fjölskyldumynstur en ég hafði vanist. Erla vildi þó alltaf allt fyrir okkur gera, eins mikið og hún gat. Hún átti við andleg veikindi að stríða sem höfðu áhrif á allt henn- ar líf. Það hafði einnig áhrif á langvarandi líkamleg veikindi sem hún barðist við allt sitt líf. Hún reyndi sitt besta en lífsgæðin voru orðin ansi fátækleg síðastlið- in ár. Erla var skarpgreind og hafði áhuga á því sem var að gerast í kringum hana. Oftar en ekki var kveikt á Rás 1 áhæsta styrk hjá henni og fylgdist hún vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hún hringdi í okkur mjög reglu- lega og var henni afar umhugað um hvað á daga okkar hafði drifið. Hún spurði mikið um ömmustelp- urnar sínar sem voru ljósin í hennar lífi. Hún var þeim ávallt svo góð og sýndi þeim mikla um- hyggju. Hún var gjafmild og þakklát. Kvöldið áður en hún lést hringdi hún í Örnu Sól og áttu þær gott spjall. Okkur þykir vænt um það. Núna kveð ég þig, mín elsku- lega tengdamamma, í hinsta sinn en ótæmandi minningar um þig geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín tengdadóttir, Brynhildur Steindórsdóttir. Elsku Erla amma, elsku besta Erla amma. Ef við gætum bara séð þig einu sinni enn lifandi, tal- andi eða bara brosandi. Við mynd- um gera allt til þess að sjá þig einu sinni enn lifandi. Þú varst besta amma sem hægt var að óska sér. Þó að þú værir oft mjög veik hringdir þú reglulega í okkur til að tékka á okkur og at- huga hvernig okkur liði. Hvernig okkur gengi í skólanum og í íþróttum. Þú sýndir okkur mikinn áhuga sem okkur þótti mjög vænt um. Núna er þetta svo skrítið því að þegar síminn hringir þá höld- um við eiginlega alltaf að þetta sért þú og við verðum svo spennt- ar og glaðar. Það er skrítið að fá ekki að heyra röddina þína einu sinni enn. Þú varst alltaf svo góð og um- hyggjusöm við okkur. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Þú gafst okkur alltaf páskaegg um páskana, t.d. þegar við bjuggum í Noregi þá sendir þú þau til okkar. Þú hugsaðir alltaf um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfa þig. Við söknum þín svo óendanlega mikið að það er ekki hægt að lýsa því. Við munum alltaf elska þig mikið. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku pabba og Össa frænda í sorginni. Minning um þig mun alltaf lifa í hjarta okkar. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Þínar ömmustelpur, Arna Sól og Brynja Sól. Um leið og ég kveð mágkonu mína, Erlu Hauksdóttur, sem lést 12. apríl síðastliðinn, langar mig til að minnast hennar í nokkrum orðum. Erla var tvíburasystir manns- ins míns, ég kynntist þeim árið 1991. Sonur hennar Sigurbjörn Orri, eða Orri eins og hann er allt- af kallaður, kom oft með móður- bróður sínum í heimsókn til mín og lék sér við mína krakka. Á þessum árum bjó Erla með Orra hjá móður sinni á Laugarnesvegi en síðar bjó hún í sinni eigin íbúð í Iðufelli og síðustu árin í Kríuhól- um. Erla átti við margvísleg veik- indi að stríða. Sjóndepurð var eitt af því sem hin síðari ár gerði henni erfitt fyrir að bjarga sér, en það erfiðasta fyrir hana var geðfötlun hennar sem litaði allt hennar líf og gerði henni erfitt fyrir á svo marg- an hátt. Fólk með geðfötlun nýtur ekki alltaf sannmælis, en Erla reyndi alltaf að gera sitt besta. Hún gat verið skemmtileg í til- svörum, glettin, með góðan húmor og oft gátum við brosað og hlegið á góðum stundum. Fyrir rúmum fimm árum bað hún mig að hjálpa sér og koma með sér til læknis, ég lofaði henni því að ég skyldi hjálpa henni eins og ég gæti, enda fórum við marg- ar slíkar ferðir í gegnum árin. Erla átti erfitt með að sýna tilfinn- ingar sínar, var dul á sitt. En þeg- ar maður lærði að þekkja hana þá skynjaði ég að hún hafði stórt hjarta og bar sanna umhyggju fyrir öðrum. Ömmustelpurnar hennar, Arna Sól og Brynja Sól, áttu sinn stað í hjarta hennar. Erla var ekki fyrir margmenni og leið best á sínu heimili og þar vildi hún helst vera. Heima er best var hennar mottó, en þegar hún kom til okkar hafði hún gaman af að hitta fjölskyldu og vini. Síðustu fimm árin voru henni erfið en þá þurfti hún að fara í blóðskilju þrisvar í viku vegna nýrnabilunar. Þreyta og þróttleysi fylgdi þessari meðferð sem jókst með tímanum sem gerði það að verkum að hún átti æ erfiðara með að hreyfa sig. Ár frá ári dvínaði máttur hennar en hún var alltaf klár í kollinum og vissi hvað klukkan sló og hafði sín- ar skoðanir á hlutunum. Um leið og ég kveð Erlu með virðingu og þökk fyrir okkar sam- verustundir votta ég Orra og fjöl- skyldu mína dýpstu samúð. Kara Jóhannesdóttir. Erla Hauksdóttir Já, eitt sinn verða allir menn að deyja! Það er næsta víst. Nú horfi ég á eftir frænda mínum og vini Sveini Sigurbjarnarsyni, eða Svenna frá Hafursá eins og hann var gjarnan kallaður. Þaðan á ég góðar og glaðar minningar. Þar sem mæður okkar voru systur kom ég þar ungur að árum með mömmu. Systkini Svenna voru alls átta talsins, svo það var oft glatt á hjalla. Farið í alls konar leiki, klifrað í bæjarklettunum sem mér fundust vera ókleifir í fyrstu, bílvegir lagðir og farið í skóginn og tínd hrútaber. Ég man eftir að vera hálfhræddur í þessum stóra, að mér fannst frumskógi, en Svenni sagði að það væri ekki hægt að villast þarna. Svenni var einn vetur hjá okkur í barnaskóla og þá var nú ýmislegt brallað, farið á skíði og gert auðvitað eitthvað til gagns við bústörfin. Ef Svenni var spurður hvort hann gæti gert þetta eða hitt var viðkvæðið hjá honum „ég er alvanur þessu“, auðvitað kallaði ég hann þá „al- vanamanninn“ sem mér finnst að hafi alla tíð átt við Svenna. Aldr- Sveinn Sigurbjarnarson ✝ Sveinn Sig- urbjarnarson fæddist 21. júlí 1945. Hann lést 30. mars 2021. Útförin fór fram 10. apríl 2021. ei að gefast upp, það reddast var við- kvæðið. Ungur að árum fór hann í síldar- vinnu á Eskifjörð, þar kynntist hann Möggu sinni og varð ekki aftur snú- ið. Síðar var farið í bílaútgerð, hafði hann í mörg ár áætlunarferðir frá Norðfirði í Egilsstaði og rak um árabil vetrarferðir yfir Oddskarð á snjóbílnum Tanna, sem var með snjótönn, með þeim fyrstu með þannig búnað. Óteljandi voru þær fjallaferðir sem þeir fé- lagar Tanni og Svenni fóru í blíðu og stríðu. Síðar var farið í rútuútgerð og ferðaþjónustu, sem þau Díana Mjöll og Sigur- björn hennar maður stýrðu og tóku við síðustu árin, þótti Svenna og Möggu það notalegt að geta verið frjáls og lagt fyrir- tækið í traustar hendur, þó voru ófáar ferðir sem Svenni fór áfram sem bílstjóri með uppá- haldsfarþeganum sínum henni Möggu. Svo var það á vordögum 2009 að Norræna ferðaskrifstofan hringir í mig og vill að ég fari í ferð til Færeyja með Svenna og verði fararstjóri, ég aftók það þar sem ég hafði aldrei gert slíkt. Hringir þá ekki frændi og segir að ég eigi að fara með sér, stapp- aði í mig stálinu og sagði „þú get- ur alltaf forfallast“ en vissi sem var að ég mundi ekki hætta við ef ég á annað borð færi með. Þetta varð úr og í september 2009 fór- um við ásamt konum okkar, með hóp af fólki. Þessar ferðir urðu alls 12, þar af eitt haustið tvær. Þetta var dásamlegur tími með frænda og okkar konum. Þær voru heldur á móti þegar við vildum fá okkur korn í nös, fór- um við þá gjarnan í skjól við rút- una, var af þessu mikil kátína hjá ferðafélögunum. Svenni frændi var gegnheill og góður drengur. Þannig lifir minningin um frænda minn. Elsku Magga, Halldóra, Díana Mjöll og fjölskyldur. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Jó- hönnu. Sigfús Vilhjálmsson. Það er erfitt að horfast í augu við að Svenni bílstjóri sé látinn, áratug yngri en sá sem hér held- ur á penna, í minningunni ein- staklega glaðvær maður og hörkutól sem brást við hverju sem var af æðruleysi. Þannig veit ég að hann hefur tekist á við manninn með ljáinn síðasta spöl- inn. Foreldrum hans, ömmunum Helgu og Ingileif og Pétri afa kynntist ég náið á bernskuárum mínum á Hallormsstað, einstöku sómafólki sem komst af sem hjá- leigubændur við lítil efni en hélt samt reisn sinni og glaðværð. Af aðstæðum þeirra varð mér á barnsaldri ljós stéttamunur í sveitum fyrri tíðar og að lynd- iseinkunn ræðst hvorki af próf- gráðum né embættum. Það veg- arnesti sem Sveinn og systkini hans fengu frá Hafursá reyndist þeim drjúgt. Leiðir Svenna lágu eftir Eiðaskóla niður á firði þar sem atvinnu var að hafa í síld og tækjum. Svo vildi til að Sveinn settist að á Eskifirði 1963, sama árið og við Kristín í Neskaup- stað. Þar fann hann brátt sína staðfestu með Margrétu, síðan lífsförunauti sínum. Jafnframt varð til tækjamaðurinn Sveinn, sjálfmenntaður reynslubolti sem þróaðist stig af stigi. Oddsskarð var á þessum árum meiri þröskuldur milli byggðar- laga en fyrr og síðar. Norðfirð- ingar fengu beinar flugsamgöng- ur við höfuðborgina með Flugsýn hf. um skeið og engar skipulegar vetrarferðir voru yfir skarðið. Flugslys og önnur rösk- un kallaði um 1970 á úrlausn og þá kom Svenni til sögunnar með töfratækið Tanna sem varð lífæð milli byggðarlaganna í heilan áratug áður en Oddsskarðsgöng komust loks í gagnið 1979. Í því hlutverki varð snjóbílstjórinn á skyrtunni brátt landsþekktur, brosmildur og æðrulaus. Á þess- um áratug þurfti ég starfa minna vegna oft í flugi milli landshluta og ferðirnar með Svenna yfir skarðið skiptu jafnvel tugum að vetrarlagi. Andstætt snjóbíl- stjóranum bjó ég mig að jafnaði undir að þurfa að ganga albúinn yfir skarðið og fyrir kom að á það reyndi. Snjóavetur komu öðru hvoru, þótt út yfir tæki 1974-75 þegar mannskæð snjó- flóð féllu í Neskaupstað. Þátt Sveins við þær aðstæður muna margir. En ferðir Sveins með Tanna lágu víðar en yfir Oddsskarð, m.a. inn eftir heiðum á Vatna- jökul til aðstoðar Helga Björns- syni við jöklarannsóknir og síðar einnig á Hofsjökul. Um þau æv- intýri og tilfallandi raunir má lesa í ágætri viðtalsbók Ingu Rósu Þórðardóttur undir heitinu „Það reddast“. Sem fararstjóri í ýmsum hálendisferðum næstu áratuga naut ég oft Svenna og samstarfsmanna hans. Þar sat ég áhyggjulaus við hljóðnemann og fræddist oft af bílstjóranum sem aldrei brást. – Eftir alda- mótin stóð Sveinn fyrir umfangs- miklum bílarekstri, m.a. tengd- um stóriðjuframkvæmdum. Um þær hafði hann sínar skoðanir, sem og á þjóðmálum almennt, en flíkaði þeim sjaldan. Í viðtalsbók Ingu Rósu má þó margt lesa milli línanna, m.a. þar sem hann segir: „Það hefur alltaf háð okk- ur Íslendingum hvað við erum lítil markaðsþjóð en samt höll undir markaðshyggjuna eins og hún hefur verið rekin.“ – Nú að leiðarlokum þökkum við Kristín Svenna og hans fólki samfylgd- ina. Hjörleifur Guttormsson. Elskulegi faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÚLÍUS HINRIKSSON múrari, Mosabarði 2, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans mánudaginn 12. apríl. Að ósk hins látna hefur útför farið fram í kyrrþey. Valgerður Júlíusdóttir Jens Guðbjörnsson Viktoría Jensdóttir Stuart Maxwell Guðbjörn Jensson Rebekka Sigrún Lynch Vilhjálmur Hinrik Maxwell Hendrik Finlay Maxwell stúlka Guðbjörnsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT ÓLAFUR EGGERTSSON bryti, lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 15. apríl. Matthías Eggertsson Marizelda Eggertsson Jóhanna Eggertsdóttir Katrina, Eggert, Brynjar og Þórunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.