Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 12
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
S
ýningin GERÐUResque er
samsýning MA-nema í
myndlist við LHÍ, þar sem
nemar bregðast við list-
sköpun og persónu Gerðar Helga-
dóttur myndlistarmanns. Einn af
sýnendum er hin kanadíska Jasa
Baka en langamma hennar og
langafi voru Vestur-Íslendingar
sem höfðu flutt frá Vestmanna-
eyjum til Manitoba árið 1926.
Sendi kassettur af sér syngja
„Forfeður mínir komu mér
hingað í rauninni. Ég kom hingað
fyrst með fjölskyldu og vinum til
þess að vinna á
vinnustofu lista-
manna á Ísafirði
þar sem verk-
efnið var að ein-
blína á kassettur
sem langamma
mín, Ingibjörg
Guðmundsdóttir,
sendi okkur þeg-
ar ég var ung af
sér að syngja á
íslensku,“ segir Jasa. Í kjölfarið
kynntist hún maka sínum og hefur
verið hér síðan.
Líf og starf Gerðar innblástur
Nokkrum árum síðar skráði Jasa
sig í myndlistanám í LHÍ og er nú
ásamt 13 öðrum með verk á GERÐ-
UResque. Aðrir sýnendur eru Arn-
þór Ævarsson, Elnaz Mansouri,
Freyja Reynisdóttir, Gabriella
Panarelli, Jóhanna Margrétar-
dóttir, Maria Sideleva, Martha
Haywood, Melanie Ubaldo, Ragn-
hildur Weisshappel, Rebecca Lars-
son, Tinna Guðmundsdóttir og Yu-
hua Bao.
Nemarnir fengu innsýn í safn-
eign Gerðarsafns og rannsökuðu
hinar margvíslegu hliðar á lífi og
listrænu starfi Gerðar. Efniviður,
viðfangsefni og tækni Gerðar, sem
og stofnunin sjálf sem geymir verk
hennar, urðu að lokum að inn-
blæstri fyrir þeirra eigin list-
sköpun.
Verk Jösu nefnist „gátt í gegnum
innri plexus sólarlíkamans“. Það
byggist á verki Gerðar Helgadóttur
sem var á alþjóðlegri listsýningu í
Montreal í Kanada árið 1967. „Ég
komst að því að amma mín, sem
fæddist árið 1930 í Kanada, sá
þessa sýningu. Mér finnst því lík-
legt að hún hafi séð verk Gerðar,“
segir Jasa og nefnir að konurnar
tvær hafi verið á svipuðum aldri.
Amma Jösu heimsótti aldrei Ísland,
„ég ímynda mér því að það hafi ver-
ið dýrmæt reynsla fyrir ömmu að
sjá verk Gerðar“.
Öflug reynsla
Á sýningunni árið 1967 sýndi
Gerður meðal annars skartgripi.
„Ég notaði teikningar af hálsmeni
sem Gerður hafði gert sem inn-
blástur fyrir mitt verk,“ segir Jasa.
Verk Jösu er úr postulíni og gleri
sem hún síðan teiknaði á. Í miðj-
unni eru tveir demantslaga gler-
bútar sem hún segir oft hafa verið
miðpunkt verka Gerðar á þessum
tíma.
„Við gerð þessa verks, með Gerði
og ömmu mína í huga, finnst mér
ég hafa opnað gátt fulla af styrk
kvennanna tveggja. Þetta hefur
verið mjög öflug reynsla,“ segir
Jasa.
Sýningarstjórar sýningarinnar
eru meistaranemar í sýningargerð
við Listaháskóla Íslands og í list-
gagnrýni og sýningarstjórnun við
Háskóla Íslands. Það eru þau Am-
anda Poorvu, Ari Alexander Ergis
Magnusson, Björk Hrafnsdóttir,
Heba Helgadóttir, Karl Ómarsson,
Sylvía Lind og Vala Pálsdóttir.
Sýningarnar tvær verða opnaðar
í dag klukkan 12 og standa yfir til
30. maí. Í dag frá klukkan 16-18
verða sýnendur á staðnum og er að-
gangur ókeypis á meðan Hönn-
unarMars stendur yfir.
Tvær sýningar verða
opnaðar í dag í Gerð-
arsafni í Kópavogi;
GERÐUResque og Fylgið
okkur. Sýningarnar eru
hluti af HönnunarMars
sem hófst í gær í þrett-
ánda sinn.
Ljósmynd/Aðsend
Hálsmen Verk Jösu Baka er innblásið af verkum Gerðar Helgadóttur
myndlistarmanns og kanadískrar ömmu Jösu sem var af íslenskum ættum.
Hálsmenið nefnist „gátt í gegnum innri plexus sólarlíkamans“.
Jasa Baka
Vesturíslensku forfeðurnir kölluðu
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Hótel um land allt 65 Orkustöðvar
um land allt
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. *Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli með 50% útborgun. Sjá nánari upplýsingar um kaupauka á notadir.benni.is
Kaupauki með völdum notuðum bílum
Sjö nætur á Fosshotel Eldsneytiskort Óvæntur ferðag
laðningur
Að verðmæti allt að 210.000 kr. Að verðmæti 50.000 kr. Dregið út
vikulega
Bílabúð Benna gefur þér tækifæri til að kynnast Íslandi betur í sumar og styðja við íslenska ferðaþjón
ustu í leiðinni.
ÍSLAND VILL SJÁ ÞIG Í SUMAR
OpelMokkaX Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 71þús. km. Verð: 3.090.000 kr.
SsangYongKorandoDlx ‘18, beinskiptur,
ekinn 60þús. km. Verð: 2.990.000 kr.
NissanQashqai Acenta ‘20, sjálfskiptur,
ekinn 29þús. km. Verð: 4.790.000 kr.
SsangYongTivoli XlvHlx ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 50þús. km. Verð: 3.490.000 kr.
VWMultivan Startline ‘13, beinskiptur,
ekinn 146þús. km. Verð: 2.190.000 kr.
800087
Greiðsla á mánuði: 31.167 kr.* Greiðsla á mánuði: 15.705 kr.* Greiðsla á mánuði: 24.936 kr.* Greiðsla á mánuði: 22.096kr.* Greiðsla á mánuði: 21.386 kr.*
591482 446423 446516 591447
Ljósmynd/Aðsend
Sýning Verkið „Just bones“ eftir Valdísi Steinarsdóttur er úr dýrabeinum.
ljúka grunnnámi eða framhaldsnámi
í mismunandi greinum hönnunar. Þá
eru nokkrir sýnendur sem hafa klár-
að nám erlendis og hafa því ekki
haft tækifæri til þess að sýna afurðir
sínar úr náminu hérlendis.
Markmiðið að breyta heiminum
Sara nefnir að sýnendurnir séu
allir úr ólíkum áttum en það sem
þeir eigi sammerkt sé að þeir séu að
eiga við hvernig sé hægt að breyta
heiminum. „Þau eru öll að fást við
viðfangsefni sem við erum öll að fást
við í dag,“ segir Sara. Sýnendur eru:
Anna Diljá Sigurðardóttir upplýs-
ingahönnuður, Arnar Grétarsson
arkitekt, Arnar Már Jónsson fata-
hönnuður, Búi Bjarmar Aðalsteins-
son hönnuður, Sigríður Birna Matt-
híasdóttir hönnuður, Sól Hansdóttir
fatahönnuður, Steinarr Ingólfsson,
grafískur hönnuður, og Valdís
Steinarsdóttir vöruhönnuður.
Sýningin Fylgið okkur teflir fram
völdum verkum frá nýjum og upp-
rennandi íslenskum hönnuðum sem
eru nýsprottnir fram á sjónarsviðið.
Hönnuðirnir eiga
það sammerkt að
hafa með sínum
fyrstu verkum
vakið athygli og
eftirvæntingu,
hver á sínu sviði.
„Sýningin átti í
raun að fara fram
í fyrra og hefur
því stækkað að-
eins,“ segir sýn-
ingarstjórinn Sara Jónsdóttir, fyrr-
verandi stjórnandi Hönnunarmars.
„Titilinn á sýningunni gefur til
kynna að um sé að ræða hönnuði
sem vert er að fylgjast með,“ segir
hún.
Sýnendurnir eru átta og hafa ann-
aðhvort lokið eða eru við það að
Sara Jónsdóttir
Hönnuðir sem hafa
vakið eftirvæntingu