Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 ✝ Sif Melsteð fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1965. Hún lést á líknardeild Landspítalans 10. maí 2021. Foreldrar Sifjar eru Þórunn Mel- steð, f. 7.2. 1934, og Sigurður Stef- ánsson, f. 20.7. 1939. Sonur Sifjar er Daníel Mel- steð Sigurjónsson, f. 2.11. 2005, faðir hans er fyrrverandi sambýlismaður Sifjar, Sigurjón Hreinsson, f. 23.10. 1970. Systkini Sifjar eru: 1) Erla Melsteð, f. 1.5. 1958, d. 20.2. 2017, maður hennar var Árni Árnason, f. 30.8. 1957, börn Erlu: Soffía Melsteð Eyjólfs- dóttir og Brynjar Að- alsteinsson. 2) Soffía Melsteð, f. 27.3. 1960, maki Jóngeir Hjörvar Hlinason, f. 30.8. 1955, synir þeirra eru Hlini Melsteð, Þór Melsteð og Freyr Melsteð. 3) Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 6.5. 1958, maki Ottó Guð- jónsson, börn þeirra eru Guð- laug, Tinna og Ottó Ólafur. skóla. Sif hóf nám við Kvenna- skólann í Reykjavík árið 1978, lauk grunnskólaprófi árið 1981 og síðan stúdentsprófi vorið 1984. Seinna stundaði hún skrifstofu- og bókhaldsnám við Nýja tölvu- og viðskiptaskól- ann. Sif sótti ýmis tungumála- námskeið, enda átti hún afar auðvelt með að læra tungumál og hafði gott vald á sex mál- um. Sif vann ýmis störf, meðal annars sem gjaldkeri, fulltrúi og staðgengill féhirðis hjá Búnaðarbanka Íslands, síðar Kaupþingi, á árunum 1992- 2008. Hún vann svo við af- greiðslu hjá Axel Eiríkssyni úrsmið hjá Gullúrinu ehf. í Mjódd á árunum 2010-2012, en síðast starfaði hún við móttöku og almenn skrifstofustörf hjá Íslenska gámafélaginu ehf. í Gufunesi, þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Sif söng í Dómkórnum í Reykjavík í mörg ár og hafði gaman af þeim félagsskap og ekki síst tónleikaferðalögunum sem kórinn fór í til ýmissa Evrópulanda. Sif hafði áhuga á og næmt auga fyrir skart- gripagerð og lærði meðal ann- ars silfursmíði. Útför Sifjar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 20. maí 2021, klukkan 13. 4) Berglind Sig- urðardóttir, f. 1.1. 1962, börn hennar eru Bjarni, Ævar Yngvi, Arnbjörg og Hulda Rún. 5) Konráð Karl Sigurðsson, f. 25.8. 1967, maki Guðrún Kjerúlf Árnadótt- ir, f. 23.11. 1970, börn þeirra eru Hekla Kjerúlf, Ísak Kjerúlf og Eldar Kjerúlf. 6) Drengur Sigurðsson, f. 25.8. 1967, d. 26.8. 1967. 7) Stefán Þór Sigurðsson, f. 1.7. 1971, maki Þórhalla Guð- rún Gísladóttir, f. 26.9. 1964, börn þeirra eru Brynjar Gísli, Margrét Heiða og Dagný Rós. 8) Sonja Vigdís Sigurð- ardóttir, f. 22.1. 1975, maki James Fuller Williams, f. 24.11. 1972, börn þeirra eru Aron Sigurður og Bryndís Karen. Soffía Melsteð Eyjólfsdóttir dóttir Erlu ólst upp með Sif hjá ömmu sinni. Sif ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík. Skólaganga henn- ar hófst í Breiðholtsskóla, en síðar gekk hún í Langholts- Elsku mamma. Það er erfitt að þú skyldir fara svona snemma frá mér. Það var svo margt sem við áttum eftir að upplifa og gera saman. En nú þarftu ekki að berjast lengur við meinið, það var erfitt að sjá þig svona veika. Ég bið Guð að gæta mín, góða anda að hugga mig. Sama ósk er eins til þín: Almættið það sjái um þig. (Leifur Eiríksson) Þinn sonur, Daníel. Mín kæra Sif mása er látin eft- ir harða baráttu við vágest sem kom óboðinn í heimsókn. Það eru rúm 40 ár síðan ég kynntist henni sem stelpuskotti sem var rétt rúmlega fermd þeg- ar ég og Soffía systir hennar fór- um að draga okkur saman. Ég fylgdist með henni vaxa úr grasi og m.a. kom hún í heimsókn og dvaldi nokkurn tíma hjá okkur Soffíu þegar við bjuggum í Sví- þjóð. Þar kom fram næmi hennar fyrir tungumálum sem birtist í því að hún var orðin altalandi á sænsku eftir skamman tíma. Hún var söngelsk og var í Dómkórn- um í tugi ára. Skarð hennar í kórnum verður erfitt að fylla, en hér eftir mun hún syngja í sum- arlandinu með Erlu systur sinni sem einnig var mikil söngkona. Mikill er missir eftirlifandi móð- ur þeirra sem nú hefur misst tvær af þremur dætrum sínum. Fyrir rúmum fimm árum hélt Sif upp á hálfrar aldar afmælið sitt, ég var staddur á ráðstefnu úti á landi og það var vitað að ég myndi rétt ná í afmælið. Hún hringdi í mig þegar ég var nánast kominn í bæinn og sagði: „Heyrðu mási, þú stýrir þessu er það ekki?“ Ég var lítt undirbúinn en það var samt alveg ljóst að þetta hlutverk hafði hún alltaf ætlað mér í afmælishófinu sínu en gleymt að spyrja mig fyrr um það. Hún var eiginlega búin að panta mig á staðnum aftur í sex- tugsafmælið sitt, en það verður víst ekki haldið upp á það. Við hugsum til drengsins henn- ar, Daníels, sem var augasteinn hennar. Hún hefði viljað sjá hann vaxa upp og dafna, honum eru sendar hugheilar samúðarkveðj- ur. En nú þegar komið er að leið- arlokum okkar „másu minnar“ þakka ég samfylgdina og minning indællar mágkonu mun lifa í huga mínum. Jóngeir Hjörvar Hlinason. Ein mín besta vinkona er farin frá okkur, tekin burtu allt of snemma eftir veikindi sem í raun stóðu stutt en voru illvíg þegar á reyndi. Sif var alltaf glöð og kát því sama hvað á reyndi þá var alltaf stutt í hláturinn og kímnina. Sum- ir myndu segja að hún hafi verið barnaleg en þá naut ég þess bara, verandi fjórum árum yngri. Við kynntumst fyrst þegar hún var í boltaleik í garðinum hjá afa sín- um sem var húsvörður í Lang- holtsskóla og hafði smá garð við húsenda skólans. Við tókum tal saman og lékum okkur með bolt- ann – ég líklega á sjöunda ári og hún því ellefta. Skiptumst svo á símanúmerum og þar með var kominn á vinskapur sem átti eftir að standa út ævina, með hléum þó. Stærsta hléið var á unglings- árunum og aldursmunurinn sem mestur í þroska. Svo hittumst við fyrir tilviljun þegar við vorum báðar að hefja nám í HÍ, hún í ensku og ég í frönsku. Það var eins og enginn tími hefði liðið; vinskapurinn stóð traustum fót- um. Stundum liðu vikur á milli þess að við hittumst en það breytti engu, það var alltaf eins og eng- inn tími hefði liðið. Alltaf bauð hún mér í afmæliskaffi í byrjun nóvember, þar sem nánasta fjöl- skyldan og vinir hittust yfir kaffi og hnallþórum sem Sif reiddi fram af myndarskap. Ef ég bauð í afmæli var Sif sú sem kannski kom ekki fyrst en fór síðust enda oft margt sem þurfti að spjalla um. Oft kom hún líka í kaffi og hafði þá prjónana með enda myndarleg í höndunum, og fór oft heim seint og um síðir enda auð- velt að gleyma tímanum með henni. Ekki var hún bara dugleg í prjóninu heldur fann hún sig líka í skartgripagerð og ég er svo hepp- in að eiga nokkra gripi eftir hana. Þegar hún fór að nýta sér þjón- ustu Ljóssins bjó hún til frumleg- ar leirstyttur og málaði – allt lék í höndunum á henni. Sif var dugleg og gerði hvað hún gat til að láta drauma sína rætast, þrátt fyrir mótlæti á stundum. Sonur hennar, Daníel, er það dýrmætasta sem hún skil- ur eftir, duglegur drengur og ljúf- ur eins og mamma hans. Ég á eftir að sakna hennar sárt og það verður skrítið að hafa eng- an til að spjalla við um daginn og veginn eða erfiðari hluti þar sem við gátum alltaf leitað hvor til annarrar þegar eitthvað bjátaði á. Og oft breyttust sorgarstundirn- ar í gleðistundir því Sif var góð í að sjá hið broslega og góða. Hugur minn er nú hjá ættingj- um og öllum vinunum sem gleyma ekki okkar kæru Sif og minnast hennar og lífshlaups hennar í dag. Guð blessi minn- ingu hennar. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Kolbrún (Kolla) vinkona. Í dag kveðjum við systur, kæra söngsystur. Góður hópur er eining þar sem hvert og eitt hefur sitt hlutverk. Þetta kristallast í kór þar sem hvert og eitt er mikilvægur hluti af því að sönghópurinn sé heild, að hann hljómi. Þegar Marteinn H. Friðriksson var að móta sinn Dómkór í Reykjavík, á síðustu áratugum 20. aldarinnar, kom ungur sópran flissandi á kirkju- loftið, hún var gjaldkeri í Búnað- arbankanum og vildi vera með. Það leið ekki á löngu áður en hlát- urinn hennar Sifjar ómaði um loftið. Um leið og hún var mætt var hún orðin hluti af því sem gerði kórinn að heildstæðum hópi. Það leið heldur ekki langur tími þar til bankagjaldkerinn var orðinn gjaldkeri kórsins. Því starfi sinnti hún af ábyrgð og gleði í áraraðir. Það er ógleymanlegt þegar við fórum nokkur saman að skoða mikinn kastala í Ungverjalandi, þakinn myndum af kóngafólki frá liðinni tíð. Við töldum okkur heppin að það var sagnfræðingur í hópnum. Hann vissi örugglega eitthvað um þetta allt. Þar vorum við á villigötum. Það var hún Sif okkar sem reyndist sagnabrunn- urinn. Hún gekk með okkur milli salanna og sagði okkur ævisögur og ættartölur fólksins eins og hún hefði þekkt það allt persónulega og dansað með því um salina fínu. Sif var trygg, stóð með sínum og gerði það vel. Það vakti aðdáun okkar hinna að sjá hana standa með vinkonu sinni, kórsystur okkar, þegar hún þurfti á kletti að halda. Við glöddumst með henni þegar hún eignaðist Daníel og fylgdumst með honum stækka og dafna undir styrkri verndarhendi Sifjar. Hugur okkar er hjá honum og fjölskyldunni allri í dag. Í minningunni er Sif alltaf til staðar, alltaf til í að mæta, á þjóðhátíðardaginn í peysufötun- um fínu, alltaf að gera sitt besta. Félagar hennar í Dómkórnum á árum Marteins kveðja hlátur- milda og ljúfa söngsystur með þakklæti í huga. Fyrir hönd gamalla söngfélaga í Dómkórnum í Reykjavík, Hildur Heimisdóttir. Kveðja frá Dómkórnum í Reykjavík Þegar Marteinn H. Friðriks- son organisti og kórstjóri Dóm- kórsins í Reykjavík lést fyrir rúmum áratug kom nokkurt los á kórfélaga. Allstór hópur ákvað að hætta en sumir héldu áfram að mæta á Dómkirkjuloftið og syngja undir stjórn hins nýja org- anista, Kára Þormar. Meðal þeirra var hún Sif og það var ekki verra. Hún státaði af langri kór- reynslu. Til dæmis fréttum við það þegar við æfðum Messías eft- ir Händel fyrir nokkrum árum að Sif þekkti þetta vel, hún hefði sungið verkið með Pólýfónkórn- um á níunda áratug síðustu aldar. Það var ekki ónýtt að hafa slíkan reynslubolta með okkur og ekki spillti heldur fyrir há og falleg sópranröddin. Kórar hafa ýmis inngöngu- skilyrði. Í Dómkórnum hefur löngum gilt sú regla að frumskil- yrðið sé að væntanlegir kórfélag- ar séu léttir í lund og rekist vel í hópi. Það gilti svo sannarlega um hana Sif. Hún var alltaf svo kát og brosandi á æfingum sem konsert- um, að ekki sé talað um kórferða- lögin. Á endanum ráða fáir sínum næturstað. Sif hafði kennt sér meins áður en kófið breytti öllum áætlunum. Við ætluðum öll sam- an til Finnlands á síðasta hausti til að syngja fyrir hönd Íslands á norrænni kirkjutónlistarhátíð. Henni var auðvitað frestað út af dottlu og ákveðið að hún skyldi haldin í lok ágúst á þessu ári ef pestin leyfði. Sif var ákveðin í að vera með þar, jafnvel þótt hún gæti ekki fremur en aðrir kór- félagar sótt æfingar vegna sam- komutakmarkana. Enn er ekki ljóst hvort þessi hátíð verður haldin í haust, en Sif verður ekki með okkur þar. Hennar er sárt saknað, enda átti hún stóran þátt í að gera Dóm- kórinn að því velhljómandi og kærleiksríka samfélagi sem hann er og verður vonandi áfram um langa framtíð. Blessuð sé minn- ing hennar. Fyrir hönd kórstjóra og kór- félaga Sifjar, Þröstur Haraldsson. Sif Melsteð - Fleiri minningargreinar um Sif Melsteð bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN H. GEORGSSON, fyrrverandi lögregluþjónn, til heimilis á Hrafnistu DAS, Hafnarfirði, lést laugardaginn 8. maí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 20. maí klukkan 15. Jón Kr. Sveinsson Katrín Ólafsdóttir Albert Sveinsson Elísabet Guðmundsdóttir Ásmundur Sveinsson Vilborg Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Bjarnhólastíg 18, lést á kvennadeild Landspítalans föstudaginn 14. maí. Aðstandendur vilja koma fram þökkum til starfsfólks kvennadeildar Landspítala, sem annaðist hana af einstakri alúð. Útför fer fram föstudaginn 21. maí kl. 13 í Digraneskirkju. Einar Arason Arnar Ingi Einarsson Signý Stefánsdóttir Björn Garðarsson systkini og barnabörn Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Kæru ættingjar og vinir! Hjartans þakkir fyrir þá samúð og hlýju sem þið sýnduð okkur við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖRTU SIGURJÓNSDÓTTUR, Fjólugötu 4, Vestmannaeyjum, Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hraunbúða sem önnuðust Mörtu af einstakri alúð og kærleika. Ingólfur Þórarinsson Sigurjón Ingi Ingólfsson Sigurrós Sverrisdóttir Þórarinn Ingólfsson Anna Guðmundsdóttir Gunnar Örn Ingólfsson Helga Barðadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMAR JÖRGENSSON, Nóatúni 29, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 4. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð. Kolbrún Ingimarsdóttir Guðlaugur Jónasson Gunnar Ingimarsson Brynja Ása Birgisdóttir Fanný, Ingimar, Viktoría Karen, Bóas, Bína Hrönn og Birgir Okkar elskaði faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMANN EIÐSSON, kennari og þýðandi, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 27. maí klukkan 15. Gauti Kristmannsson Sabine Leskopf Þorsteinn Kristmannsson Elísabet Benkovic Mikaelsd. Kristmann E. Kristmannsson Herdís Pétursdóttir Eiður Páll S. Kristmannsson Ólöf Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.