Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Vefverslunselena.is Sumarið er tíminn! Mix & Match sundföt Frábær snið og fjölbreyttar stærðir Í langvarandi samn- ingsleysi undanfarinna ára hafa sjálfstætt starfandi sérfræði- læknar oft upplifað vill- andi málflutning frá stjórnvöldum. Nýlega var því t.d. haldið fram að einingaverð sér- fræðilækna hafi verið verðbætt að fullu eftir að samningur lækna rann út og reglugerð ráðherra tók við; reglugerð sem ákvarðar eining- arverð einhliða. Sannleikurinn er allt annar eins og verður rakið hér. Á 13 árum, frá 1. apríl 2008 til 1. apríl 2021, hefur einingarverð hækkað um 65% en launavísitalan um heil 134%. Ein- ingarverðið ákvarðar upphæð greiðslu fyrir ákveðin læknisverk og er greiðslan notuð til að greiða allan kostnað við rekstur læknastofanna, þar á meðal laun starfsfólks. Engar aðrar greiðslur koma til. Síðasti samningur sérfræðilækna við SÍ var gerður árið 2013 og tók gildi 1. janúar 2014, eftir tæplega þriggja ára samningslaust tímabil. Þá hafði einingarverð ekki hækkað í þrjú og hálft ár. Vorið 2009 féllu læknar að auki frá 9,2% hækkun einingaverðs til að leggja sitt af mörkum til þjóðar- búsins eftir hrunið. Sú eftirgjöf var fljót að gleymast hjá stjórn- völdum og því sjálfsagt að rifja þessa staðreynd upp. Talsvert vantaði upp á að samningurinn sem gerður var árið 2013 tryggði eðlilegt einingarverð. Á móti kom að hann var til langs tíma, eða fimm ára og til viðbótar var umsamið einingarverð bundið tveimur vísitöl- um að jöfnu, vísitölu neysluverðs til verðtryggingar (VNV) og launa- vísitölunni. Ein mynd segir meira en þúsund orð Gjarnan er sagt að ein mynd segi meira en þúsund orð. Línuritið sem fylgir þessari grein talar skýru máli um að fullyrðingar yfirvalda um að greiðslur til sérfræðilækna hafi fylgt verðlagi standast engan veginn. Eins og sjá má á myndinni hafa verðbætur einingarverðs aðeins náð til afmarkaðra tímabila og hafa alls ekki náð að halda í við launaþróun. Launavísitalan hefur hækkað miklu meira en bæði einingarverð og VNV, en launakostnaður er langstærsti þátturinn í rekstri læknastofa (um 70%) og launavísitalan er því afar mikilvæg rekstrarforsenda. Á tæp- lega fimm ára tímabili frá vori 2008 til loka árs 2013 verður sáralítil hækkun á einingarverði miðað við vísitölurnar eins og sjá má. Síðan kemur tímabil þar sem einingarverð heldur í við VNV en ekki við launavísitöluna. Síð- asta tímabilið er þannig að launa- vísitalan stingur hinar línurnar ein- faldlega af. Síðasta hækkun á einingarverði samkvæmt reglugerð ráðherra tók gildi fyrir nærri einu og hálfu ári, þann 1. janúar 2020. Frá þeim tíma hefur einingaverð ekkert hækkað en launavísitalan hækkaði um heil 11%. Þarna eru læknastofur á sama báti og aðrir launagreiðendur í heilbrigð- isgeiranum, t.d. hjúkrunarheimilin, sem nýverið hafa skýrt vel rekstr- arvanda sinn í þessu umhverfi. Aukagjöld forsenda rekstrar Til að geta haldið rekstri lækna- stofa áfram hafa læknar neyðst til að hækka gjaldskrá sína með því að inn- heimta sk. aukagjöld eða komugjöld af sjúklingum – og skyldi engan undra sem horfir á meðfylgjandi mynd. Þessi aukagjöld eru bein af- leiðing þeirrar gliðnunar sem þar sést. Gjöldin eru í raun aðeins leið- rétting á gamalli úr sér genginni gjaldskrá sem ekki hefur verið samið um í 8 ár og yfirvöld hafa síðan valið að láta ekki fylgja verðlagi. Margir muna eftir svipuðu ástandi í tannlækningum barna og aldraðra fyrir tæpum áratug, sem tók langan tíma að vinda ofan af. Fleiri stéttir en læknar og tannlæknar hafa neyðst til að hækka gjaldskrár eða taka auka- gjöld í samningsleysi til að geta veitt þjónustu, t.d. sjúkraþjálfarar í samn- ingsleysi undanfarið. Hjúkrunar- heimilin hafa á hinn bóginn ekki get- að tekið aukagjöld og hafa sum því neyðst til að skila ríkinu rekstrinum meðan önnur horfa fram á taprekstur og gjaldþrot verði ekki brugðist við. Án gjaldskrárhækkana í formi aukagjalda hefði sennilega verið búið að loka einhverjum læknastöðvum nú þegar. Gjöldin hafa einfaldlega gert læknum kleift að halda rekstri áfram. Lokun læknastöðva hefði verið slæm- ur kostur; sett sjúklinga, starfsfólk og heilbrigðiskerfið í vanda og hefði getað valdið ófyrirséðum skaða. Skerðing á þjónustu, lengri bið, óvissa og óöryggi meðal sjúklinga eru allt þekktar afleiðingar þess sem ger- ist ef breytingar í heilbrigðisþjónustu eru illa undirbúnar. Gliðnun kostnaðar og einingarverðs Við gliðnun á milli kostnaðar og einingarverðs verður til gat í rekstri læknastofa. Ef kostnaður eykst, en innkoman ekki, sígur hratt á ógæfu- hliðina og slíkur rekstur er ekki sjálf- bær til lengdar. Allir vita að laun hafa hækkað umfram verðlag síðustu misseri eins og sýnt er hér svart á hvítu, og stytting vinnuvikunnar hef- ur haft viðbótaráhrif hjá læknastof- um rétt eins og hjá öðrum atvinnu- rekendum. Búsifjar heimsfaraldurs hafa heldur ekki hjálpað til. Mikilvægt er að rangfærslur um einingarverð og verðgildi greiðslna til lækna og læknastöðva séu leiðréttar. Þeim leiðréttingum er hér með komið á framfæri, bæði við yfirvöld og al- menning, með meðfylgjandi línuriti í stað þúsund orða. Eftir Þórarin Guðnason » Verðbætur eining- arverðs hafa aðeins náð til afmarkaðra tíma- bila og hafa alls ekki náð að halda í við launa- þróun. Þórarinn Guðnason Höfundur er hjartalæknir og formað- ur Læknafélags Reykjavíkur. Þúsund orð um einingarverð Vísitölur og einingaverð sérfræðilækna Samanburður á þróun frá 1. apríl 2008 til 1. apríl 2021 250 200 150 150 100 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 Launavísitala (1.4.2008=100) Vísitala neysluverðs* (1.4.2008=100) Einingaverð sérfræðilækna (breyting í %, 1.4.2008=100%) 234,2 172,4 165% *Vísitala neysluverðs til verðtryggingar Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.