Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 48

Morgunblaðið - 20.05.2021, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 ✝ Haraldur Sig- fús Magnússon fæddist á Ár- skógssandi í Eyja- firði 25. júní 1931. Hann lést í Hafn- arfirði 10. maí 2021. Foreldrar hans voru Anna Sigfúsína Sigfús- dóttir frá Brekku í Svarfaðardal og Magnús Sölvason frá Ólafsfirði. Systkini hans Borghildur Sölvey, Svavar, Sölvi og Soffía. Haraldur kvæntist þann 7.11. 1959 Erlu Guðbjörgu Sigurðardóttur, f. 3.2. 1935, d. 17.4. 2021, frá Mar- bæli í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Efemía Jónsdóttir frá Grófargili í Seyluhreppi í Skagafirði og Sigurður Sigurjónsson frá Geld- ingaholti í Seyluhreppi í Skaga- firði. Dóttir Haraldar er Anna Soffía leikskólaliði, f. 1957, maki Bragi Guðmundsson. Börn þeirra eru a) Erna Rós, maki maki Marisa Quinonez Corpuz. Þeirra börn eru a) Ingibjörg Patricia, maki Bjartur Blær Gunnlaugsson b) Guðbjörg Efemía c) Haraldur Sigfús og d) Sölvi Svavar. Haraldur starfaði við múr- verk og endurstofnaði frjáls- íþróttadeild FH og var formað- ur hennar í hartnær 20 ár. Haraldi hlotnuðust margs kon- ar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. gullmerki með lárvið- arsveig FH, Heiðursfélagi FH, Heiðursformaður frjáls- íþróttadeildar FH, Gullmerki ÍBH, Gullmerki FRÍ, Heið- ursfélagi FRÍ og Heiðurskross ÍSÍ. Haraldur skrifaði fjölda barnabóka, ljóðabóka, smá- sagna og skáldsagna. Hann fékkst jafnframt við listmálun. Haraldur lét velferð náungans til sín taka og sótti fjöldi sam- ferðarmanna óhefðbundnar lækningar og margvíslegan stuðning til hans. Útför Haraldar Sigfúsar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. apríl 2021 og hefst athöfnin kl. 13. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir en athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/kJVM-g8nca4 Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat Einar Sveinn Jóns- son, börn þeirra eru Bragi Snær, Jón Breki, Soffía Rut og Anna Ýr b) Guðný Rut, maki Reimar Viðarsson, börn þeirra eru Viðar Ernir, Gunn- ar Bragi og Björn Helgi c) Gunnar Örn, maki Ingi- björg Hrönn Jóns- dóttir. Þeirra dóttir er Kristín Sara. Börn Erlu Guðbjargar og Haraldar eru: 1) Anna íþrótta- kennari, f. 1959, maki Hall- grímur Tómas Ragnarsson. Börn þeirra eru a) Ragnar Tómas, maki Ingunn Helga Árnadóttir. Þeirra synir eru Hallgrímur Tómas og Árni Tómas b) Haraldur Tómas c) Erla Guðbjörg, maki Haukur Svansson. 2) Sigurður bygging- arverkfræðingur, f. 1960, maki Valgerður Guðrún Halldórs- dóttir, sonur þeirra er Halldór Valgarður. 3) Magnús raf- magnsverkfræðingur, f. 1961, Á stundum fannst mér Halli vera víkingur stokkinn óvænt inn í tuttugustu öldina eða kannski Bjartur í Sumarhúsum, Grettir sterki, viðkvæmt ljóð- skáld eða náttúrubarnið Jónas. Eyfirðingur, Skagfirðingur, Suð- urnesjamaður eða Hafnfirðing- ur? Halli studdi alla stjórnmála- flokka og barðist gegn þeim öllum. Studdi enn fleiri íþrótta- félög; KA, Þór, ÍBK, ÍA, ÍR, FH, Albert, Rikki, Ali og ManU. Jógi, júdókappi, smiður, múrari, ljóðskáld, knattspyrnumaður, hamhleypa, boxari, listmálari, bindindismaður, heilari, eigin- maður, faðir, afi, nuddari, rithöf- undur og mannvinur. 5.000 vinir á FB, fyllti kvótann í hvelli. Har- aldur Sigfús, Siffi eða Halli frjálsi? Allt litrófið dugar ekki til að draga raunsanna mynd af Halla. Systkinin voru á barnsaldri þegar þau misstu móður sína og hópurinn tvístraðist um landið þótt strengurinn rofnaði aldrei. Halli var sendur í Skagafjörðinn. Það var erfið vist, flestir hefðu brotnað en Halli hertist. Hann fann tilfinningum sínum og at- gervi útrás og farveg sem hann gróf sjálfur til góðs fyrir sig en einkum ótal samferðamenn. Trúlega þekkja Halla flestir sem manninn sem endurreisti frjáls- íþróttadeild FH úr engu. Hálfur Hafnarfjörður naut handleiðslu Halla frjálsa og margir fundu sína fjöl fyrir hans atbeina. Halli kom eitt sinn til mín og sagði sigurreifur að loks væri sigurinn unninn, frjálsíþrótta- hús FH myndi nú loks rísa. Ég spurði hvort þetta væri nú ekki enn ein tálsýnin, fyrirheit um brostin loforð þrátt fyrir að nær allir bæjarfulltrúar hefðu æft hjá honum á yngri árum? „Nei, ég mætti og hætti ekki fyrr en bæjarstjórinn lofaði upp á ær og kýr að reisa húsið. Hann rétti mér höndina en ég sá við hon- um, tók hann í hryggspennu þarna á miðju gólfinu og sleppti ekki traustum tökum fyrr en hann emjaði og lofaði enn og aft- ur að reisa húsið.“ Húsið er ris- ið. Halli brá nýju ljósi á áður sjálfgefna hluti og á ferðum okk- ar upplifði ég kunnuglega staði með augum barnsins. Eðlis- greind, forvitni og innsæi Halla nutu sín. Eftir langa gönguferð í Ameríku kom hann heim og sagðist hafa verið að ræða við kollega sína sem voru þar í byggingarvinnu um múrverk og trésmíðar á Íslandi. En Halli, hvernig fórst þú að því, þú talar enga ensku? „Það gerði ekkert til, þeir eru allir frá Mexikó og tala heldur enga ensku.“ En þeir skildu hver annan enda skildi Halli margt sem orð náðu ekki að lýsa. Og flestir skildu Halla. Halli nefndi oft við mig allar þær leiðir sem hann hefði kosið að feta til mennta hefði þess ver- ið kostur og spönnuðu þær allar deildir Háskólans og meira til. Trúlega læknir því til hans leit- uðu ófáir; nudd, heilun og lækn- ingar að handan, Halli beitti öll- um brögðum til að hjálpa náunganum. Ég trúði mátulega á þessa kynngimögnuðu krafta Halla en varð að játa skák og mát eftir að hafa reynt lækningu hans á eigin skinni. Margir hafa sömu sögu að segja. Halli lifði Bubbu sína í þrjár vikur. Ég mun ætíð sakna míns mesta velgjörðarmanns, vinar og tengdaföður. Hallgrímur Tómas Ragnarsson. Æi elsku afi, það er erfitt að horfast í augu við að þú sért far- inn líka stuttu á eftir ömmu. Síð- astliðnar vikur hafa verið gífur- lega erfiðar hjá okkur, við vorum bæði enn að syrgja ömmu. Þú vissir hvað ég var mikil ömmu- stelpa, við vorum bæði langt niðri eftir fráfall hennar, við rifj- uðum upp margar góðar stundir með ömmu og grétum inn á milli og pössuðum vel upp á hvort annað. Þú sagðir að við þyrftum að vera sterk fyrir ömmu, en nú ert þú horfinn og nú er ég ein að rifja upp góðar minningar og verð að vera sterk fyrir þig. Þú vissir allt manna best og hafðir alltaf svör við öllum spurningum með mikilli visku. Ég held að ég hafi aldrei heyrt þig segja „ég veit ekki“ eða „held ekki“. Afi var maður með marga hæfileika og kunnáttu og þekkt- ur sem margt, Halli frjálsi, múr- ari, rithöfundur, listamaður. Í mínum augum varstu bara afi minn með stóran persónuleika. Sannkallaður baráttujaxl og þrátt fyrir háan aldur fannst mér þú alltaf svo sprækur, gekkst daglega upp og niður stiga, komst upp úr lægstu stólum og stundum gólfinu. Þó sjónin hafi verið skert tókstu alltaf eftir því hvort ég væri að ganga í nýjum fötum og litnum á naglalakkinu mínu. Minning þín lifir í huga margra því þú varst svo elskaður og dáður af svo mörgum. Ég er þakklát fyrir allt sem þú skilur eftir, allar Ragga-bækurnar, skáldsögur og ljóðabækur, lista- verkin þín og facebookfærslur. Ég er afskaplega þakklát að þú og Bjartur kynntust og hafið myndað gott samband. Ekkert annað en dýrmætt að hafa getað notið nærveru þinnar seinustu vikurnar og dekrað við þig eins og amma gerði. Þú veittir okkur mikinn stuðning og hafðir alltaf mikla trú á öllu sem við gerum, mjög hvetjandi og gafst okkur mikið sjálfstraust. Þetta er vond tilbreyting og erfitt að venjast því að eiga ekki lengur ömmu né afa, ég mun sakna allra matarhittinga sem voru orðnir fastir liðir í okkar daglegu lífi, ég hefði viljað eiga ykkur lengur því ég var svo heppin með ykkur og er þakklát fyrir allt og allar stundir okkar saman. Það sem hjálpar mér að kveðja er að ég veit að þú ert kominn á betri stað, við vissum bæði að þú gætir ekki verið lengi frá ömmu. Kveð þig, elsku afi, með sorg og söknuði í hjarta, með mínu uppáhaldsljóði eftir minn uppáhaldshöfund: Afabarnið Í örmum mínum afabarnið var með blik í augum, og allan heiminn sá. Því heimur hennar á þessu æviskeiði er armlengd þín, þar hennar traust. Árin líða eins hratt og fuglinn flýgur, og brátt er hún orðin stóra stúlkan mín. Þá kveður hún, og lætur drauma rætast. Óskabarnið á hinni nýju öld. (Haraldur Sigfús Magnússon) Skilaðu kveðju til ömmu, ég hugsa til ykkar og mun alltaf sakna ykkar. Afabarnið, Ingibjörg Patricia Magnúsdóttir. Afi minn var heljarmenni. Rif- inn beint upp úr Íslendingasög- unum. Gæddur nánast yfirnátt- úrulegum kröftum, en hrjáður stórum brestum. Þeir segja að hann hafi eitt sinn lent í áflogum við heilt fótboltalið, og tekist, einum síns liðs, að hrekja það á brott – að bekknum meðtöldum – líkt og ljón sem hristir af sér geltandi hýenur. Þeir segja að hann hafi eitt sinn lent í útistöð- um við þrjá bræður, og eftir slagsmálin beðið eftir þeim, hverjum á fætur öðrum, til þess að fá sanngjarnari niðurstöðu í málið. Allir báðust þeir þó undan, buðust til þess að splæsa í bíó- miða í staðinn. Og afi fór í bíó þrisvar þetta kvöld; klukkan sex, átta og tíu. Afi minn var náttúrulæknir og heilari. Þegar ég var táningur fylgdist hann með mér á grasinu í Flórída, þar sem ég freistaði þess, aftur og aftur, að stökkva á fæturna af bakinu, með því sparka kröftuglega upp í loftið og skjóta höfðinu aftur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lenti ég alltaf á rassinum. Afi sagði mér að leggjast á bakið og loka aug- unum, leiddi mig svo í gegnum öndunaræfingu með djúpri röddu – líkt og dávaldur. Eftir örfáar mínútur fylltist ég svo ólýsanlegri orku, orku sem ég hef ekki komist í tæri við síðan, að þegar ég reyndi aftur fyrr- nefnda tækni skaust ég nánast í heljarstökk af herðunum. Síðar skildi ég hvernig maður sem hafði svo greiðan aðgang að jafn lygilegri orku gæti dregið upp á heilan stafn á áttræðisaldri með- an tveir menn hrærðu ofan í hann. (Afi minn var líka múrari.) Af minn var rithöfundur, skrif- aði mikið sem ungur maður, en þegar stílabækurnar voru brenndar, og öllu hans lífsins verki kastað á glæ, sór hann þann eið að aldrei myndi hann leggja penna við blað aftur. Loforðið stóð í næstum fjörutíu ár, en 57 ára gamall ákvað hann að reyna aftur. Ljóðabækur, skáldsögur, barnabækur fæddust af fingrum fram. Það þýddi lítið að leiðbeina afa þegar það kom að skrifum; hann skrifaði eins og hann talaði, á barnslegan hátt (sem er mikil list), og var hann afkastamikill á því sviði, líkt og í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Jafn- vel þegar hann var kominn vel á níræðisaldur og nánast blindur, sat hann einn við tölvuna, án þess að hafa lært staf í fingrasetningu og pikkaði orðin með einum putta á lyklaborðið, dag eftir dag. Hef ég sennilega lesið þúsundir blað- síðna fyrir hann upphátt. Afi minn var kallaður Halli frjálsi fyrir framlag sitt til frjálsra íþrótta, en eftir að hann sálaðist hefur viðurnefnið öðlast víðari merkingu. Afi skildi betur en aðrir að frelsi sérhvers manns er samofið frelsi annarra, og lagði hann mikla stund á að pæla í náunganum. Maður fékk það á tilfinninguna að hann sæti löngum stundum og pældi í fólk- inu sem á vegi hans varð, mátaði skó þess og gleraugu, og ef hann skynjaði einhverja vankanta í fari þeirra nefndi hann þessa sann- færingu sína næst þegar hann hitti það, á opinskáan og umbúða- lausan hátt. Þetta kom mönnum í opna skjöldu, þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En afi þekkti ánauðina, ólst upp við lík- amlegt og andlegt harðræði, og lagði sig fram við að forða öðrum frá slíkum örlögum. Þennan vana, að gefa sér tíma til að hugsa til annarra, ætla ég að til- einka mér héðan í frá. Ég tek þig með mér, afi minn, þú færð ekki að fara neitt. Takk fyrir allt saman. Ragnar Tómas. Haraldur Sigfús Magnússon - Fleiri minningargreinar um Harald Sigfús Magnússon bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Sveinn Hauk- ur Georgsson var fæddur 17. desember 1929. Hann lést á Hrafn- istu DAS í Hafn- arfirði 8. maí 2021. Foreldrar hans voru Georg Júlíus Ásmundsson bóndi, f. 1891, d. 1983, frá Mið- húsum, Breiðuvík, Snæfells- nesi og kona hans Guðmunda Lára Guðmundsdóttir, f. 1895, d. 1973. Sveinn Haukur kvæntist El- ínu S. Jónsdóttur 12.4. 1952. Elín lést 15.2. 2020. Foreldrar hennar voru Sigríður Herdís Jóhannsdóttir húsfrú, f. 1898, d. 1980, og Jón Kr. Sveinsson sjómaður, f. 1900, d. 1967. Bróðir Elínar var Kjartan Kristján, ii) Ólöf, f. 1980, maki hennar er Hilmar Gunnarsson, f. 1978, börn þeirra eru Alma Ýr og Tómas Jaki, iii) Hjördís, f. 1984, maki hennar er Jón Kristinn Waagfjörð, f. 1982, börn þeirra eru Helga Sóley og Bjarki Freyr. b) Albert Sveinsson, f. 1954, kona hans er Elísabet Guð- mundsdóttir, f. 1955. Börn þeirra eru: i) Lára Dís, f. 1977, ii) Kristín Lind, f. 1981, maki hennar er Gunnar Stefánsson, f. 1981, dætur þeirra eru Ragnheiður Sunna, Steinunn Björk og Auður, iii) Sveinn Haukur, f. 1986, sambýliskona hans er Ólöf Halldórsdóttir, f. 1988, og eiga þau tvo syni, Al- exander Örn og Dag Erni. c) Ásmundur Sveinsson, f. 1961, maki hans er Vilborg Benediktsdóttir, f. 1970, börn Ásmundar og Halldóru Sig- urðardóttur eru: i) Sigurður Stefán, f. 1992, sambýliskona hans er Steinunn María Gísla- dóttir, f. 1993, ii) Una Mjöll, f. 1996, sambýlismaður hennar er Davíð Sigurðsson, f. 1992. Sveinn fór ungur að vinna, fyrsta starfið utan heimilis var við að aðstoða breska herinn á stríðsárunum sem hestasveinn í Breiðuvík. Hann gekk í heimaskóla í Gröf í Breiðuvík. Hann fór til sjós 16 ára og var hann bæði á togurum og bát- um fyrst í stað. Hann stofnaði með öðrum Nýju sendibíla- stöðina 1950, en þá var hann búinn að kaupa sér sendibíl. Árið 1952 gerðist hann bíl- stjóri hjá Olíufélaginu ESSO og starfaði þar allt til ársins 1961 er hann gerðist lög- regluþjónn og síðar varðstjóri sem var hans aðalstarf allt til ársins 1991 er hann lét af störfum vegna heilsubrests eftir slys sem hann lenti í við lögreglustörf árið 1967. Hann var einnig einn af stofnendum Skotfélags Hafnarfjarðar. Hann gekk í raðir Frímúr- arareglunnar 1979. Sveinn stofnaði ásamt fjölskyldu sinni Bílaleiguna Greiða ehf. árið 1964 og rak hana allt til ársins 2000. Útförin fer fram frá Víði- staðakirkju í dag, 20. maí 2021, klukkan 15. Jónsson, f. 1930, d. 2017. Hann var sjötti í röðinni af níu systkinum. Af þeim eru nú tvö á lífi. Systkini Sveins Hauks eru: Guðmundur Krist- ófer, f. 1921, d. 1997. Gunnhildur Ingibjörg, f. 1923, d. 2006. Sigríður Guðný Bjarnveig, f. 1926, d. 2016. Þorbjörg, f. 1928, d. 2010. Sveinn Haukur, f. 1929. Pálína, f. 1932, d. 2010. Guð- rún, f. 1933. Reimar, f. 1937. Synir þeirra eru: a) Jón Kr. Sveinsson, f. 1952, kona hans er Katrín Ólafsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru: i) Elín Sigríð- ur, f. 1976, maki er Ellert Rúnarsson, f. 1975, börn þeirra eru Rakel, Stefán og Þá er komið að hinstu kveðju- stund okkar, við systkinin og fjölskyldur okkar erum svo þakklát fyrir allar góðu stund- irnar og minningarnar sem við eigum um afa og eru okkur svo dýrmætar í dag. Í gegnum allt okkar líf höfum við verið svo heppin að hafa fengið að eiga svo margar stundir með Ellu ömmu og Svenna afa og eru sög- ur okkar svo ótalmargar og skemmtilegar, afi var einn skemmtilegasti og orðheppnasti maður sem við þekkjum. Ef einhver lýsing á vel við afa þá er það að hann var gætinn með peninga, hann átti það til að stoppa úti í kanti ef hann sá verkfæri í vegkantinum og stökkva út og sækja þau. Þetta var allt vel nýtanlegt og nánast nýtt eins og hann sagði sjálfur. Til marks um hvað hann var gætinn rifjaðist upp fyrir okkur þegar afi og amma voru eitt sinn að passa okkur þegar foreldrar okkar fóru utan, pabbi átti buxnapressu sem afa leist ljóm- andi vel á og langaði að prófa en við máttum bara setja aðra skálmina í einu því ef hún brynni af ætti hann alla vega eina eftir. Afi var duglegur og framtaks- samur maður, lengst af starfaði hann sem lögreglumaður í Hafn- arfirði og rak þar bílaleigu á sama tíma. Það skemmtilegasta sem við fengum að gera þegar afi fór á vakt og löggubíllinn kom að sækja hann var þegar hann tók okkur í fangið og við máttum blása einu sinni í flaut- una sem hékk við brjóstvasann, þá lögðum við metnað í að draga eins djúpt andann og við gátum til að ná að flauta sem lengst, síðan fengum við stundum að fara með honum í lögreglubílinn og kveikja á ljósunum og ef vel stóð á þá fengum við að setja sírenuna í gang en bara mjög stutt. Við vorum svo heppin að móðir okkar starfaði hjá honum í bílaleigunni og fengum við því að vera oft með þeim við að þrífa bíla og hlaupa út og taka km- stöðuna þegar bílnum var skilað. Afi átti alltaf tíma til þess að hjálpa okkur ef það var eitthvað sem hann gat gert, það kom fyr- ir að ef veður var vont stálumst við til þess að hringja í afa og biðja hann um að skutla okkur á æfingar, því kom það stundum fyrir að við mættum í tónlistar- skólann í lögreglufylgd. Svenni bróðir okkar var alltaf flottastur enda var hann „nafni“ í afa huga og var hann alltaf stoltur af alnafna sínum, því nafni var með svo gáfulegt höf- uðlag eins og afi sagði og þegar nafni eignaðist soninn Alexander var ljóst að hann hefði erft gáfu- lega höfuðlagið og var Alexand- er í miklu uppáhaldi hjá langafa sínum. Afa þótti afar vænt um öll langafabörnin sín og var allt- af til í að æsa hópinn upp með látum og leikjum. Hann vildi helst að þau fengju að borða eins mikið af sælgæti og kökum hjá honum og þau gátu í sig látið og alltaf fékk hann sér með þeim því sætindi voru í miklu uppá- haldi hjá afa. Elsku afi, við trúum því að þú sért núna kominn í faðminn á ömmu sem þú elskaðir svo mikið og saknaðir svo sárt eftir að hún fór frá okkur á síðasta ári. Elsku afi, takk fyrir allar minningarn- ar og öll hlýju faðmlögin sem þú gafst okkur. Lára Dís, Kristín Lind og Sveinn Haukur. Sveinn H. Georgsson - Fleiri minningargreinar um Svein H. Georgsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.