Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningur Sundabrúar yfir Kleppsvík er hafinn hjá Vegagerð- inni og Faxaflóahöfnum. Brúin verður sem kunnugt er fyrsti áfangi Sundabrautarinnar. „Það er verið að ljúka vinnu við samgöngulíkan og félags- og hag- fræðilega greiningu sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir í júní. Í kjölfarið er svo gert ráð fyrir að óska eftir breytingu á aðalskipulagi,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Hann seg- ir að Vegagerðin hafi verið í við- ræðum við Faxaflóahafnir varðandi nauðsynlegan undirbúning. Sundabrúin mun hafa mikil áhrif á rekstur Sundahafnar. Á síðasta fundi stjórnar Faxaflóahafna kynnti Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri við- skiptasviðs, verkefni sem snýr að þróun Sundahafnar til framtíðar. Mikilvægt er að vel takist til, því um er að ræða helstu vöruhöfn Ís- lands. Framkvæmdin kallar á þróun „Framkvæmd við Sundabraut kallar á vinnu við skipulag og þróun hafnarsvæðisins. Faxaflóahafnir eru í viðræðum við erlenda ráðgjafa um aðkomu að verkefninu. Verkefnið verður jafnframt unnið með samtali við hagaðila,“ segir í fundargerð- inni. Það mun skýrast á næstu vik- um við hvaða erlenda sérfræðinga verður samið um verkefnið, segir Gunnar Tryggvason. Magnús Þór Ásmundsson, hafn- arstjóri Faxaflóahafna, segir að áhrif Sundabrautar séu kveikjan að þessu verkefni. „Segja má að ákveð- in mál er varða þróun Sundahafn- arsvæðisins hafi verið í bið á meðan óvissa hefur verið um framkvæmd og legu Sundabrautar. Vinnan snýr m.a. að þeim gæðum sem tapast við Vogabakka við lagningu Sunda- brautar og hvernig brugðist verði við því en mun að öðru leyti ná til svæðisins í heild m.t.t. landnýt- ingar, framtíðarþarfa fyrir viðlegur, dýpkun o.s.frv.,“ segir Magnús. Nú þegar sé í gangi vinna við mat á umhverfisáhrifum fyrir Sunda- hafnasvæðið í heild. Fyrir dyrum standa miklar framkvæmdir við bakkagerð, landfyllingar og dýpkun á Viðeyjarsundi. Starfshópur samgönguráðherra um Sundabraut skilaði skýrslu í byrjun febrúar sl. Niðurstaða hóps- ins var sú að Sundabrú væri hag- kvæmari kostur en Sundagöng við þverun Kleppsvíkur. Og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra er afdráttarlaus eftir útkomu skýrslunnar: Sundabrú er sá kostur sem unnið verður með héðan í frá. Hann vildi að undirbúningur hæfist þegar í stað. Tíminn er dýrmætur því það getur tekið allt að 10 ár frá því ákvörðun er tekin þar til umferð verður hleypt á Sundabraut, sem mun ná frá Sundahöfn upp í Kolla- fjörð. Nú er þessi vinna hafin. Ef áformin um Sundabrú yfir Kleppsvík verða að veruleika, eins og flest bendir til núna, mun það hafa mikil áhrif á starfsemi Sam- skipa, bæði á framkvæmdatíma og til framtíðar. Athafnasvæði Eim- skips er utan brúar og fram- kvæmdin myndi því hafa óveruleg áhrif á starfsemi þess. Samskip hefur aðsetur við Voga- bakka, innarlega í Elliðaárvogi. Fé- lagið hefur bent á að verði Sunda- brú fyrir valinu sé nauðsynlegt að fyrst komi til lengingar Vogabakka til norðurs og sú aðgerð kláruð áður en brúarsmíðin hefst. Sundabrautin mun kljúfa Vogabakkann í tvennt og gera innri hluta hans ónothæfan. Samskip er nú með fjögur skip í Íslandssiglingum og koma tvö í viku hverri að Vogabakka og liggja þar í tvo til þrjá daga. Þetta eru gáma- skip sem ekki munu komast undir brúna þegar hún hefur verið byggð. Framtíðarsýn Samskipa er að taka í notkun enn stærri skip. Sundabrúin verður mikið mann- virki, 1.172 metrar í 14 höfum. Hún mun ná frá Gufunesi, yfir Kleppsvík og eftir Holtavegi, langleiðina að Sæbraut. Undirbúningur Sundabrúar hafinn - Vinnu við samgöngulíkan og félags- og hagfræðilega greiningu á að ljúka hjá Vegagerðinni í júní - Faxaflóahafnir ætla að ráða erlenda sérfræðinga til að vinna að þróun Sundahafnar til framtíðar Morgunblaðið/Hallur Már Væntanlegt brúarstæði Sundabrú mun liggja frá Gufunesi yfir Kleppsvík og taka land á Vogabakka, nákvæmlega milli skipanna tveggja sem liggja við bakkann. Hún mun liggja við Holtagarða, langleiðina upp að Sæbraut. Brúin mun kljúfa athafnasvæði Samskipa í tvennt og hafa mikil áhrif á starfsemina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.