Morgunblaðið - 20.05.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Undirbúningur Sundabrúar yfir
Kleppsvík er hafinn hjá Vegagerð-
inni og Faxaflóahöfnum. Brúin
verður sem kunnugt er fyrsti áfangi
Sundabrautarinnar.
„Það er verið að ljúka vinnu við
samgöngulíkan og félags- og hag-
fræðilega greiningu sem gert er ráð
fyrir að liggi fyrir í júní. Í kjölfarið
er svo gert ráð fyrir að óska eftir
breytingu á aðalskipulagi,“ segir G.
Pétur Matthíasson upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar. Hann seg-
ir að Vegagerðin hafi verið í við-
ræðum við Faxaflóahafnir varðandi
nauðsynlegan undirbúning.
Sundabrúin mun hafa mikil áhrif
á rekstur Sundahafnar. Á síðasta
fundi stjórnar Faxaflóahafna kynnti
Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri við-
skiptasviðs, verkefni sem snýr að
þróun Sundahafnar til framtíðar.
Mikilvægt er að vel takist til, því
um er að ræða helstu vöruhöfn Ís-
lands.
Framkvæmdin kallar á þróun
„Framkvæmd við Sundabraut
kallar á vinnu við skipulag og þróun
hafnarsvæðisins. Faxaflóahafnir eru
í viðræðum við erlenda ráðgjafa um
aðkomu að verkefninu. Verkefnið
verður jafnframt unnið með samtali
við hagaðila,“ segir í fundargerð-
inni. Það mun skýrast á næstu vik-
um við hvaða erlenda sérfræðinga
verður samið um verkefnið, segir
Gunnar Tryggvason.
Magnús Þór Ásmundsson, hafn-
arstjóri Faxaflóahafna, segir að
áhrif Sundabrautar séu kveikjan að
þessu verkefni. „Segja má að ákveð-
in mál er varða þróun Sundahafn-
arsvæðisins hafi verið í bið á meðan
óvissa hefur verið um framkvæmd
og legu Sundabrautar. Vinnan snýr
m.a. að þeim gæðum sem tapast við
Vogabakka við lagningu Sunda-
brautar og hvernig brugðist verði
við því en mun að öðru leyti ná til
svæðisins í heild m.t.t. landnýt-
ingar, framtíðarþarfa fyrir viðlegur,
dýpkun o.s.frv.,“ segir Magnús.
Nú þegar sé í gangi vinna við mat
á umhverfisáhrifum fyrir Sunda-
hafnasvæðið í heild. Fyrir dyrum
standa miklar framkvæmdir við
bakkagerð, landfyllingar og dýpkun
á Viðeyjarsundi.
Starfshópur samgönguráðherra
um Sundabraut skilaði skýrslu í
byrjun febrúar sl. Niðurstaða hóps-
ins var sú að Sundabrú væri hag-
kvæmari kostur en Sundagöng við
þverun Kleppsvíkur. Og Sigurður
Ingi Jóhannsson samgönguráðherra
er afdráttarlaus eftir útkomu
skýrslunnar: Sundabrú er sá kostur
sem unnið verður með héðan í frá.
Hann vildi að undirbúningur hæfist
þegar í stað. Tíminn er dýrmætur
því það getur tekið allt að 10 ár frá
því ákvörðun er tekin þar til umferð
verður hleypt á Sundabraut, sem
mun ná frá Sundahöfn upp í Kolla-
fjörð. Nú er þessi vinna hafin.
Ef áformin um Sundabrú yfir
Kleppsvík verða að veruleika, eins
og flest bendir til núna, mun það
hafa mikil áhrif á starfsemi Sam-
skipa, bæði á framkvæmdatíma og
til framtíðar. Athafnasvæði Eim-
skips er utan brúar og fram-
kvæmdin myndi því hafa óveruleg
áhrif á starfsemi þess.
Samskip hefur aðsetur við Voga-
bakka, innarlega í Elliðaárvogi. Fé-
lagið hefur bent á að verði Sunda-
brú fyrir valinu sé nauðsynlegt að
fyrst komi til lengingar Vogabakka
til norðurs og sú aðgerð kláruð áður
en brúarsmíðin hefst. Sundabrautin
mun kljúfa Vogabakkann í tvennt
og gera innri hluta hans ónothæfan.
Samskip er nú með fjögur skip í
Íslandssiglingum og koma tvö í viku
hverri að Vogabakka og liggja þar í
tvo til þrjá daga. Þetta eru gáma-
skip sem ekki munu komast undir
brúna þegar hún hefur verið byggð.
Framtíðarsýn Samskipa er að taka í
notkun enn stærri skip.
Sundabrúin verður mikið mann-
virki, 1.172 metrar í 14 höfum. Hún
mun ná frá Gufunesi, yfir Kleppsvík
og eftir Holtavegi, langleiðina að
Sæbraut.
Undirbúningur Sundabrúar hafinn
- Vinnu við samgöngulíkan og félags- og hagfræðilega greiningu á að ljúka hjá Vegagerðinni í júní
- Faxaflóahafnir ætla að ráða erlenda sérfræðinga til að vinna að þróun Sundahafnar til framtíðar
Morgunblaðið/Hallur Már
Væntanlegt brúarstæði Sundabrú mun liggja frá Gufunesi yfir Kleppsvík og taka land á Vogabakka, nákvæmlega milli skipanna tveggja sem liggja við
bakkann. Hún mun liggja við Holtagarða, langleiðina upp að Sæbraut. Brúin mun kljúfa athafnasvæði Samskipa í tvennt og hafa mikil áhrif á starfsemina.