Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.05.2021, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021 Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is Opið virka daga: 12.00-18:00 Laugardagar 11:00-15:00 Vertu í þægilegum BRALETTE að horfa á EUROVISION í kvöld Áfram DAÐI og GAGNAMAGNIÐ! Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Snemma í morgun fóru átta úr ís- lenska Eurovision-hópnum í Rotter- dam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Niðurstöður úr skimuninni bárust rétt í þessu og í ljós kom að einn meðlimur Gagnamagnsins reyndist smitaður. Nánari upplýsingar verða veittar síðar.“ Svo hljómaði tilkynning sem barst fjölmiðlum í gærmorgun um stöðu mála hjá íslenska Eurovision- hópnum í Rotterdam en seinni und- anúrslit fara fram í kvöld og eru Daði og Gagnamagnið meðal kepp- enda. Skömmu eftir að tilkynningin barst birtist færsla á facebooksíðu Daða sama efnis og sagði þar að því miður þýddi þetta að öllum líkindum að upptaka frá seinna rennsli hóps- ins yrði sýnd í stað þess að hann kæmi fram í beinni útsendingu. Sagði Daði hópinn hafa gætt sín afar vel allan tímann, þ.e. fylgt öllum sóttvarnareglum, og því kæmi smitið öllum í opna skjöldu. Hópurinn væri ánægður með sína frammistöðu og spenntur fyrir því að fá að sýna af- rakstur æfinganna. Eftir hádegi birti Samband evrópska sjónvarps- stöðva svo yfirlýsingu þess efnis að Daði og Gagnamagnið myndu hvorki koma fram á sviði í kvöld né á úr- slitakvöldinu, þ.e. ef Ísland kemst áfram í kvöld. Í staðinn verður sýnd upptaka frá rennsli á atriðinu 13. maí. Í efstu fimm Flosi Jón Ófeigsson, formaður Fé- lags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, spáir Daða Frey og Gagnamagninu góðu gengi þrátt fyrir áfallið sem hópurinn hefur orðið fyrir í Rotter- dam. Hann spáir því að Ísland kom- ist áfram í aðalkeppnina og verði í einu af efstu fimm sætunum þegar úrslit liggja fyrir. „Hann flýgur í gegn,“ segir Flosi um Daða, „og ég blikka ekki augunum þegar ég segi það. Og hann mun standa sig vel á laugardaginn.“ Flosi spáir því að símakosningin verði Daða og Gagna- magninu mjög í hag en óvissara hvað dómararnir geri. En hverju spáir Flosi um efstu fjögur sætin, fyrst Daði og Gagna- magnið verða í einu af efstu fimm? „Ég er náttúrlega Flo Rida-maður og hef mikla trú á Senhit eftir að staðfest var að hann kæmi,“ svarar Flosi og á þar við bandaríska rapp- arann sem koma mun fram með söngkonunni Senhit frá San Marínó. Eftir undankeppnina í fyrradag seg- ist Flosi líka bjartsýnn á að Úkraína nái langt og spáir því að Ítalir verði líka í einu af efstu fimm sætum. Ítal- ir eru með rokklag sem Flosi segir grípandi. Fimmta og síðasta landið sem Flosi telur að komist í efstu sæti er svo Frakkland. Allt kemur þetta í ljós á laugar- dagskvöld og það eina sem þjóðin getur nú gert er að krossa fingur og senda Daða Frey og Gagnamagninu hlýja strauma. Toj, toj. „Hann flýgur í gegn“ - Ísland keppir í Eurovision með upptöku af æfingu 13. maí - Formaður FÁSES spáir Íslandi þó góðu gengi í kvöld Ljósmynd/EBU/ Thomas Hanses Glæsileg Daði og Gagnamagnið í seinna rennsli 13. maí síðastliðinn. Upptaka af því verður sýnd í kvöld. AFP San Marínó Söngkonan Senhit frá San Marínó þykir sigurstrangleg. AFP Úkraína Hljómsveitin Go_A komst í úrslitakeppnina með flott lag og atriði. AFP Frakkland Barbara Pravi á sviði. Ljósmynd/EBU/Andres Putting Ítalía Rokksveitin Måneskin. Þrjár sýningar verða opnaðar í Hönnunarsafni Íslands í dag, 20. maí. Sú fyrsta er sýning á verkum hönnuðarins Kristínar Þorkels- dóttur og segir í tilkynningu að fá- ir íslenskir hönnuðir skilji eftir sig jafnfjölbreytt ævistarf og Kristín. Þjóðþekkt merki sem hafi mörg verið í notkun í yfir fimm áratugi séu verk Kristínar sem og núgild- andi peningaseðlar sem hún hann- aði í félagi við Stephen Fairbairn. Sýningarstjórar eru Bryndís Björgvinsdóttir, Birna Geirfinns- dóttir og Arnar Freyr Guðmunds- son og er sýningin liður í Hönn- unarmars. Náttúrulitun í nútímasamhengi nefnist önnur sýning sem opnuð verður í rannsóknarrými safnsins. Þar verður gestum gefin innsýn í rannsóknar- og hönnunarferli Sig- mundar Freysteinssonar fatahönn- uðar sem hefur unnið með til- raunakennda sníðagerð, hönnun, jurtalitun og nýsköpun í textíl. Sigmundur verður í rannsókn- arrými safnsins til 12. september þar sem gestir geta skoðað og spjallað um íslenska jurtalitun í fortíð og framtíð. Í þriðja lagi er það svo hönn- uðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem vinnur undir nafninu Ýrúrarí og hefur undanfarna mánuði verið í vinnustofudvöl í safninu og unnið að eigin verkum sem snúast um að gefa ónýtum peysum frá Rauða krossinum nýtt líf með skapandi og skemmtilegum viðgerðum. Peysur sem fólk hefur tekið að sér og lagað á skapandi hátt sem og peysur sem Ýr sjálf hefur um- breytt á tímabilinu verða til sýnis og skapandi viðgerðasmiðjur verða í boði á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 12-18. Sýning- arnar eru liður í Hönnunarmars. Kristín, Náttúrulitun og Ýrúrarí Smjör Kristín hannaði hinar landskunnu umbúðir fyrir Mjólkursamsöluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.